Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMENN Sjóvár-Almennra trygginga og Vátryggingafélags Ís- lands segja samkeppni á trygginga- markaði harða og telja ekki fyrirsjá- anlegt að innkoma Baugs á markaðinn muni breyta miklu. Baugur hyggst, að fengnu leyfi Fjármálaeftirlitsins, setja nýtt hlutafé inn í starfsemi vátrygginga- félagsins Varðar á Akureyri. Starf- semi Varðar, sem er gagnkvæmt tryggingafélag og því í eigu tryggj- enda, verður færð inn í hlutafélag undir sama nafni sem verður til helm- inga í eigu Baugs og eignarhalds- félags sem stofnað verður upp úr Verði. Dótturfélag Baugs, Hringur, á 65% í Allianz-umboðinu, sem starfar aðal- lega við sölu á söfnunarlíftryggingum og viðbótarlífeyrissparnaði. Að sögn framkvæmdastjóra Varðar, Óla Þórs Ástvaldssonar, er ætlunin að Vörður og Allianz-umboðið muni hafa með sér samstarf í framtíðinni, en að- spurður segir hann samruna ekki inni í myndinni, enda starfsemi félaganna ólík. Hann segir að nýju félagi hafi ekki verið mörkuð stefna, en þó liggi fyrir að ætlunin sé að efla félagið og umboðsskrifstofum verði fjölgað, meðal annars með opnun skrifstofu í Reykjavík. Hart barist á tryggingamarkaði Guðmundur Jóhann Jónsson, fulltrúi forstjóra hjá Sjóvá-Almenn- um tryggingum, segir að aðkomu Baugs að Verði hafi borið snöggt að og ekki hafi gefist tóm til að fjalla um málið. Hann segist þó ekki telja að ástæða sé til að bregðast sérstaklega við þessu að sinni að minnsta kosti, lít- ið sé vitað um hvað muni gerast, en fé- lagið muni fylgjast með framvindu mála hjá Verði. Hann bendir jafn- framt á að Vörður hafi verið á mark- aðnum í nokkur ár og tekið þátt í þeirri baráttu sem þar sé. Það verði að koma í ljós hvort um stefnubreyt- ingu verði að ræða hjá Verði og þá hver hún muni verða og hvort einhver viðbrögð verði nauðsynleg. Guðmundur Jóhann segir að Sjóvá- Almennar kvíði ekki samkeppninni, enda hafi félagið verið á samkeppn- ismarkaði til margra ára og þar sé hart barist. Vitað var um áhuga Baugs Ásgeir Baldurs, forstöðumaður hjá Vátryggingafélagi Íslands, segir að félagið hafi vitað af áhuga Baugs á tryggingamarkaðnum, þannig að þessi þátttaka Baugs í Verði komi VÍS ekki í opna skjöldu. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvaða breytingar verði á rekstri Varðar, en staðan á markaðnum sé þannig að samkeppni sé grimm, verðið virðist á niðurleið og hart sé barist um hvern viðskiptavin. Ásgeir segir að þetta muni því ekki breyta miklu fyrir VÍS og félagið geri alltaf ráð fyrir mikilli samkeppni í áætlunum sínum. Þegar samkeppnin aukist þurfi það þó að standa sig enn betur, sem sé alltaf markmiðið. Ekki sérstök viðbrögð vegna innkomu Baugs TÖLVUMYNDIR hf. hafa fest kaup á 51% hlut Íslenskrar erfðagrein- ingar í eMR hugbúnaði hf. Eftir kaupin eiga TölvuMyndir 95% hlut í eMR. Öðrum hluthöfum verður gert yfirtökutilboð. Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningu. Að sögn Garðars Más Birg- issonar, framkvæmdastjóra eMR, liggur fyrir að aukið hagræði náist í rekstri eMR í kjölfar kaupa Tölvu- Mynda á fyrirtækinu. „Þetta breikk- ar okkar svið og gerir okkur betur kleift að takast á við þau verkefni sem við erum að sinna,“ segir Garð- ar Már. TölvuMyndir eiga fyrir tvö fyr- irtæki, Doc ehf. og Theriak ehf., sem framleiða hugbúnað fyrir heil- brigðiskerfið. Þróun hugbúnaðar fyrir heilbrigðiskerfið er eitt af fjór- um kjörsviðum TölvuMynda og er því enn styrkari stoðum rennt undir það svið með kaupunum. Fyrirtækið verður sterkara „Þó að þessi fyrirtæki séu öll að vinna fyrir heilbrigðisgeirann þá hafa viðfangsefnin ekki skarast nema að litlu leyti. Við höfum í sjálfu sér ekki verið í samkeppni við þessi fyrirtæki og með þessum breytingum á eignarhaldi auðveld- ast samstarf fyrirtækjanna. Hjá þeim starfar mjög hæft starfsfólk sem hefur hvert á sínu sviði öðlast umtalsverða þekkingu á heilbrigð- istengdri upplýsingatækni und- anfarin ár. Sameiginlegt eignarhald mun styrkja öll félögin rekstralega, þróunar- og þjónustulega og breikka grunninn undir allri starf- seminni. TölvuMyndir er félag sem hefur verið í farsælum rekstri í tæp 20 ár og þar er gríðarlega mikil reynsla af hugbúnaðargerð. Okkar fyrirtæki verður sterkara innan TölvuMynda,“ segir Garðar Már. eMR vinnur að þróun hugbún- aðarlausna fyrir kjarnastarfsemi heilbrigðisstofnana, svo sem vinnu við öflun og úrvinnslu heilsufars- gagna til varðveislu í rafrænum sjúkraskrám. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf um vélbúnað, hug- búnað og skilgreiningu verkferla fyrir innleiðingu hugbúnaðar fyrir heilbrigðisstofnanir. Helstu hug- búnaðarlausnir eMR eru kerfin Lega Saga, DAX og Baktus. eMR þjónar yfir 100 við- skiptavinum en 17 sérfræðingar á sviði læknis-, hjúkrunar-, lyfja-, verk- og tölvunarfræði starfa hjá fyrirtækinu. Starfsstöðvar eru í Reykjavík og á Akureyri. Tölvumyndir kaupa eMR Tölvumyndir kaupa 51% hlut Íslenskrar erfðagreiningar í eMR. VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Vörður er smátt í samanburði við trygg- ingafélögin Sjóvá-Almennar trygg- ingar, Tryggingamiðstöðina og Vátryggingafélag Íslands. Bók- færð iðgjöld Varðar á síðasta ári voru 274 milljónir króna, en bók- færð iðgjöld hinna þriggja lágu á bilinu 6,3 til 8,2 milljarðar króna. Það stærsta hinna félaganna var því á síðasta ári allt að 30 sinnum stærra en Vörður á þennan mæli- kvarða. Bókfærð iðgjöld Varðar voru rúmlega 1% af markaðnum í heild. Vátryggingaskuld, eða bóta- sjóðir, Varðar nam 307 milljónum króna. Vátryggingaskuld hinna fé- laganna þriggja var 11,7 til 18,2 milljarðar króna og stærsta félagið var því með nær 60 sinnum meira í bótasjóðum sínum en Vörður. Lítill Vörður BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær samkomulag milli Vísis hf. í Grindavík, Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hf. (FH) og Húsavíkurbæjar um viðskipti með hlutabréf í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf., upp- byggingu á veiðum og vinnslu á rækju á Húsavík og uppbyggingu bolfiskvinnslu á Húsavík. Í samkomulaginu felst að Vísir hf. kaupir allan hlut Húsavíkurbæjar í FH, alls 26,3% hlut, fyrir rúmar 163 milljónir króna að nafnvirði á geng- inu 1,91. Ennfremur felur sam- komulagið í sér að FH leggur allar eignir sínar sem lúta að rækju í nýtt félag sem stofnað verður um rækju- vinnslu á Húsavík, FH-Rækja hf. Þar er um að ræða rækjuverk- smiðju FH, auk aflahlutdeilda sem FH hefur yfir að ráða í úthafsrækju, Flæmingjarækju og innfjarðar- rækju. Allar þessar eignir verða fluttar án skulda í hið nýja félag. Eigið fé hið nýja félags verður við stofnun 750–800 milljónir króna. Þar af er verðmæti þeirra eigna sem FH leggur til félagsins metið á um 500 milljónir króna og Húsavíkur- bær leggur til 150 milljónir króna. Þá hefur Tryggingamiðstöðin lagt til um 50 milljónir króna í hlutafé og Ker hf. 40 milljónir. Ennfremur hafa nokkur félög til viðbótar gefið vilyrði fyrir því að leggja hlutafé í FH-Rækju hf. Stefnt er að því að vinnsla hefjist hjá hinu nýja félagi um næstu áramót. Kaupir skip og veiðiheimildir af Ljósavík Samhliða þessu hefur FH-Rækja hf. samið við útgerðarfélagið Ljósa- vík í Þorlákshöfn um kaup á tveimur rækjuskipum félagsins, Aski ÁR og Gissuri ÁR, ásamt aflaheimildum sem nema um 6% af heildarúthafs- rækjukvótanum. Kaupin eru gerð með venjubundnum fyrirvörum. Gissur ÁR hefur ekki verið gerður út um nokkurt skeið og verður sett- ur á sölu. Skipverjum á Aski ÁR hefur þegar verið sagt upp störfum en í samkomulagi milli FH-Rækju og Ljósavíkur felst að þeim verður boðið skipsrúm hjá nýjum eigend- um. Vísir hf. og tengdir aðilar eiga því nú ríflega 90% hlut í FH en Húsa- víkurbær kemur nú ekki lengur að bolfiskvinnslu í bæjarfélaginu, í fyrsta sinn um alllangt skeið. Alls er stefnt að því að vinna 3.500 tonn af bolfiski hjá FH á þessu fisk- veiðiári. Við bolfiskvinnslu félagsins starfa nú um 40 til 50 manns. Þá hefur rækjuvinnsla FH verið rekin með fullum afköstum síðustu vikur en þar starfa einnig hátt í 50 manns. Öruggari hráefnisöflun Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis, segir að með þessum viðskiptum sé fyrst og fremst verið að tryggja rækjuvinnslunni örugg- ari aðgang að hráefni. „Við vorum tilbúnir til að fjárfesta í rækju- vinnslu á Húsavík með öðrum, enda teljum við að Fiskiðjusamlagið geti ekki borið þann rekstur eitt og sér. Á Húsavík er fyrir hendi mjög full- komin verksmiðja, gott starfsfólk, lega verksmiðunnar gagnvart rækjumiðunum er góð og markaðs- staða félagsins fyrir afurðirnar er sterk. Ef allir samningar ganga eftir mun félagið hafa yfir að ráða nærri 14% úthafsrækjukvótans og vera með gott skip í rekstri. Við stefnum á að nýja félagið komi til með að ráða yfir um 20% veiðiheimilda í rækju, eða um 6 þúsund tonnum ef úthlutun verður sú sama og á síðast- liðnu ári. Við teljum að verksmiðjan þurfi hinsvegar að vinna úr 10 þús- und tonnum af hráefni á ári og því er ljóst að eitthvað hráefni þarf að kaupa annars staðar frá, meðal ann- ars af Flæmingjagrunni. Við teljum að til að geta staðið í rækjuvinnslu í náinni framtíð þurfi fyrirtækin að geta fengið 60–70% af öllu hráefni af eigin skipum.“ Pétur segir að staða rækjufyrirtækja hafi verið mjög erf- ið á undanförnum árum og þeim fækkað mjög hér á landi. Hann spá- ir því að þeim eigi eftir að fækka enn frekar. „Eins og útlitið er í rækjuiðnaði í dag spái ég því að inn- an fárra ára verði aðeins fimm rækjuverksmiðjur á landinu í heils árs vinnslu og vinni úr um 50 þús- und tonnum á ári. Þó að rækjuiðn- aðurinn hafi átt í mjög miklum erf- iðleikum á undanförnum árum, virðist sem sala rækjuafurða gangi betur nú en undanfarin ár og mark- aðirnir virðast vera að stækka. En samkeppnin við eldisrækju harðnar hinsvegar stöðugt og ef einhvers staðar er þörf á samþjöppun er það í rækjuiðnaði,“ segir Pétur. Treystir Húsavík í sessi Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir að hlutur bæjarins í FH hafi verið nánast áhrifalaus í ljósi eignarhalds félagsins, þar sem Vísir átti fyrir ráðandi hlut. Með samkomulaginu við Vísi skapist hinsvegar tækifæri til að efla bæði rækjuveiðar og -vinnslu á Húsavík, auk þess sem uppi séu áform um að efla þar bolfiskvinnslu. „Með því að leggja fram þessa fjármuni erum við þátttakendur í stofnun öflugs félags sem aðilar í greininni og fjárfestar hafa trú á að geti staðið sig, þrátt fyrir erfiða stöðu rækjuiðnaðarins. Þannig teljum við okkur vera að treysta Húsavík í sessi sem eitt af þeim fáu byggðarlögum sem standa af sér erfiðleika í rækjunni.“ Reinhard segir að á Húsavík sé löng hefð fyrir rækjuvinnslu og þar mjög góðar aðstæður fyrir starf- semi af þessu tagi. „Í því felst meðal annars styrkur okkar. Auk þess eig- um við í góðu samstarfi við þá aðila sem hafa undirtökin í fyrirtækjun- um og þannig tekur samfélagið allt þátt í uppbyggingu atvinnulífsins.“ Húsavíkurbær fær um 313 millj- ónir króna fyrir hlut sinn í FH en leggur 150 milljónir króna í hið nýja félag. Reinhard segir að þarna sé bæjarfélagið að losa um rúmar 160 milljónir króna sem hugsanlega megi nýta til að styrkja atvinnu- grunninn á Húsavík á öðrum svið- um. Þó hafi ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þeim efnum. Guðmundur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Ljósavíkur, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt heimildum blaðs- ins stefnir félagið á að halda áfram rekstri rækjuvinnslunnar Póls á Siglufirði og útgerð rækjutogarans Borgarinnar sem gerður er út undir litháískum fána á Flæmingjagrunni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Starfsmenn Fiskiðjusamlags Húsavíkur við störf í rækjuverksmiðju félagsins í gær. F.v. Guðný Jóna Karlsdóttir, Íris H. Ásgeirsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Nýtt rækjufyrirtæki stofnað á Húsavík Vísir hf. kaupir allan hlut Húsa- víkurbæjar í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rækjuskipið Askur ÁR verður gert út frá Húsavík en Gissur ÁR verður seldur. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.