Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 21 Ólafsfirði | Menningarmálanefnd Ólafs- fjarðarbæjar stóð á dögunum fyrir Menn- ingarviku barna. Boðið var upp á leiklist- arnámskeið, tónlistarnámskeið (aðallega blús) og svo var efnt til ljóða-, smásagna- og ljósmyndakeppni. Menningarvikunni lauk með sýningu á leikriti sem sýnt var fyrir fullu húsi í fé- lagsheimilinu Tjarnarborg. Sýningin tókst einstaklega vel. Það var Júlíus Júlíusson frá Dalvík sem samdi og leikstýrði verk- inu. Mikill fjöldi manns mætti í Tjarn- arborg og var troðfullt út úr dyrum. Á sama tíma voru veitt verðlaun fyrir besta ljóðið, bestu smásöguna og bestu ljósmyndina en menningarmálanefnd stóð fyrir keppninni. Verðlaun fyrir besta ljóð- ið hlaut Ílóna Kristinsdóttir (8. bekk), Stef- án Björn Ragnarsson (8. bekk) var verð- launaður fyrir bestu smásöguna og Katla Björnsdóttir (einnig í 8. bekk) fékk verð- laun fyrir bestu ljósmyndina. Á fimmtudag og föstudag voru þeir Halldór Bragason (öllu þekktari undir nafninu Vinir Dóra) og Magnús G. Ólafs- son (sem allir Ólafsfirðingar þekkja) með blúsnámskeið í tengslum við Menning- ardagana og lauk því með tónleikum nokkurra framtíðartónlistarmanna Ólafs- firðinga í Tjarnarborg. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Gleði: Ílóna Kristinsdóttir, Katla Björns- dóttir og Stefán Björn Ragnarsson. Menningar- dagar barna Vestmannaeyjum | Það var 10. október árið 1973 sem Raftækjaverkstæðið Geisli í Vest- mannaeyjum var stofnað í gömlu bakhúsi við Strandveg sem í daglegu tali er kallað Kel- iríið. En þar var starfrækt til margra ára eld- smiðja, málmsteypa og blikksmíði af Vélsmiðj- unni Magna hf. og húsið bar nafn Haraldar Þorkelssonar, Halla Kela, trúlega síðasta eld- smiðnum í Vestmannaeyjum. Upphaflega hófu þrír starfsmenn vinnu hjá Geisla, fyrrverandi starfsmenn Viðlagasjóðs í Vestmannaeyjm, en fljótlega bættist í hópinn Magnús Bergsson, Eyjamaður í húðog hár, og starfar hann enn hjá Geisla og var í tilefni af- mælisins heiðraður af eigendum Geisla, einnig var Sveinn B. Sveinsson heiðraður á þessum tímmótum en hann var fyrsti lærlingur Þór- arins Sigurðssonar meistara. Geisli hefur alla tíð lagt stund á alla almenna rafvirkjaþjón- ustu, hvort heldur er minnstu viðgerðir á þvottavélum eða stærstu útboð í Vest- mannaeyjum og víðar enda var fyrirtækið rekið á Reykjavíkursvæðinu fyrstu árin. Þjón- usta við bátaflotann hefur trúlega verið aðall félagsins frá upphafi, viðgerðir á fiskleit- artækjum og siglingatækjum bátaflotans, kæli og frystitækjum. Starfsemin var fljót að sprengja Keleríið utan af sér enda ekki nema 20 fermetrar og var ráðist í að byggja nýtt húsnæði að Flötum 29 sem fyrirtækið flutti starfsemina í, í nóv- ember 1976. Við það efldist fyrirtækið mjög og unnu á tímabili 20 manns hjá því en að jafnaði er starfsmannafjöldinn á bilinu 12-14. Á síðustu árum hefur starfseminni vaxið fisk- ur um hrygg, húsnæðið að Flötum hefur stækkað og þar er rekin raftækjaverslun ásamt rafvirkjaþjónustunni. Eigendur Geisla frá upphafi eru Þórarinn Sigurðsson og eiginkona hans Guðrún Jó- hannsdóttir, en síðar komu Pétur Jóhannsson bróðir Guðrúnar og eiginkona hans Vilborg Stefánsdóttir að rekstrinum. Í tilefni afmæl- isins var viðskiptavinum boðið upp á kaffi og kökkur á sjálfan afmælisdaginn 10. október og síðan heldu eigendur Geisla viðskiptavinum og velunnurum fyrirtækisins veglega veislu í Oddfellowhúsinu Herjólfsbæ í Vestmanna- eyjum þar sem um 200 manns skemmtu sér vel. Þar var glatt á hjalla og m.a. fyrsta við- skiptavini Geisla afhentur blómvöndur en það var útgerðarmaðurinn Bergþór Guðjónsson, Beggi á Skuldinni, og þakkaði hann fyrir sig á sinn hátt. Raftækjaverkstæðið Geisli í Eyjum fagnar 30 ára afmæli Byrjuðu í 20 fermetrum í Keliríinu Morgunblaðið/Sigurgeir Geisli: Húsnæði fyrirtækisins að Flötum 29. Ánægð: Frá vinstri eru Þórarinn Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir, sem stofnuðu Geisla, og Pétur Jóhannsson sem kom síðar að rekstrinum. Langt samstarf: Þórarinn Sigurðsson, einn eigenda fyrirtækisins, og Magnús Bergsson sem hefur lengstan starfsaldur hjá Geisla. ICELAND REVIEW Á 40 ÁRA AFMÆLI GLE‹JUM ERLENDA VINI ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com Í DAG ÚTNEFNIR HEIMUR, ÚTGEFANDI ICELAND REVIEW, FER‹AFRÖMU‹ ÁRSINS 2003 VI‹ ATHÖFN Í BORGARLEIKHÚSINU LJÓSMYNDAS†NINGIN HVERS VEGNA ÍSLAND? HELDUR ÁFRAM Á 2. HÆ‹ Í KRINGLUNNI (VI‹ HAGKAUP) og fla› er margt um a› vera ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.