Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  GUÐJÓN Valur Sigurðsson og fé- lagar hans í Essen drógust á móti rúmenska liðinu Steaua Búkarest í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik.  ÅRHUS GF, sem þeir Róbert Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson leika með, mætir Boavista frá Portúgal í sömu keppni.  DAGUR Sigurðsson og lærisvein- ar hans í austurríska liðinu Bregenz eiga í vændum erfiða leiki í Evrópu- keppni bikarhafa en þeir drógust á móti Créteil frá Frakklandi.  RAGNAR Óskarsson og samherj- ar hjá franska liðinu Dunkerque mæta Dudelange frá Lúxemborg í áskorendakeppni Evrópu.  LEIKMENN norska úrvalsdeild- arliðsins Lilleström í knattspyrnu, sem þeir Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson eru á mála hjá, hafa óskað eftir því við stjórn félagsins að það leysi þjálfarann Arne Erlandsen undan samningi.  FRANSKI framherjinn Frederic Kanoute, sem leikur með Totten- ham, verður frá keppni og æfingum næstu tvo mánuðina vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í leik á móti Leicester um helgina. Kanoute var tæklaður harkalega af Muzzy Izzet og var í fyrstu óttast að hann hefði fótbrotnað. Í ljós kom hins vegar að liðbönd sködduðust.  DANSKI miðvallarleikmaðurinn Thomas Gravesen, sem leikur með Everton, mun missa af fyrsta leik Dana á EM í Portúgal næsta sumar. Hann fékk að sjá rauða spjaldið á síðustu mínútu í leik Dana í Bosníu á dögunum, 1:1.  MARCEL Desailly, fyrirliði Chelsea, getur ekki leikið með Lundúnaliðinu í kvöld þegar það tek- ur á móti Lazio í Meistaradeild Evr- ópu. Desailly á enn við meiðsli að stríða og gat hann ekki spilað gegn Arsenal um helgina.  EMMANEL Petit verður eins og Desailly fjarri góðu gamni í liði Chelsea vegna meiðsla en líklegt er að Juan Sebastian Veron komi inn í liðið á nýjan leik.  HERNAN Crespo, argentínski framherjinn í liði Chelsea, gat ekki æft í gær vegna lítilsháttar tognunar en reiknað er með að hann verði klár í slaginn í kvöld. Líklegt er að hann og Adrian Mutu verði saman í fremstu víglínu á kostnað Eiðs Smára Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink.  CLAUDIO Ranieri stjóri Chelsea ætlar að halda tryggð við markvörð- inn Carlo Cudicini, en Ítalinn sem gerði sig sekan um hræðileg mistök í leiknum við Arsenal, verður á milli stanganna hjá Chelsea í leiknum við Lazio. FÓLK JESPER Sörensen og Katie Wolfe hafa skrifað undir samn- inga um að spila með meistara- flokkum KR í vetur. Sörensen er KR-ingum að góðu kunnur, en hann var leikstjórnandi meist- araflokks karla þegar KR varð Íslandsmeistari fyrir þremur ár- um. Hann hefur síðan leikið með danska meistaraliðinu BF Köbenhavn þar til liðið varð gjaldþrota á dögunum. Katie Wolfe er bandarísk kona sem lék með kvennaliði BF Köbenhavn. Sörensen hafði samband við KR-inga á dögunum. Eftir nokk- urra daga umhugsun ákváðu KR-ingar að fá hann til liðs við sig, enda lék Daninn afar vel með KR-liðinu á sínum tíma. Wolfe er 23 ára gömul og kem- ur frá Grand Rapids í Michigan í Bandaríkjunum. Hún spilað körfubolta með háskólaliði Oak- land. Hún gerði 2.056 stig á fjór- um árum hjá Oakland. Á síðasta ári sínu þar skoraði hún 19,9 stig að meðaltali í leik, og var tuttug- asti stigahæsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum. Katie er 178 cm á hæð og leikur stöðu skotbakvarður og fram- herja. Sörensen aftur til KR ÍSLENSKA 19 ára landslið pilta í knattspyrnu sigraði Moldavíu, 3:2, í síðasta leik sínum í undankeppni Evrópu- mótsins í Moldavíu í gær en sá sigur dugði liðinu ekki til að komast áfram. Hollend- ingar urðu efstir í riðlinum með 5 stig en Íslendingar og Ísraelsmenn fengu 3 stig. Ísraelsmenn komast áfram í öðru sæti þar sem þeir höfðu betur í innbyrðisleik þjóð- anna. Eyjólfur Héðinsson, Fylki, Hjálmar Þórarinsson, Þrótti, og Baldur Sigurðsson, Völs- ungi, skoruðu mörk Íslend- inga gegn Moldövum. Sigur á Moldóvum dugði ekki STJÓRN Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins, IAAF, gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að öll lyfja- próf sem tekin voru á Heimsmeistara- mótinu í Frakklandi 23.–31. ágúst sl. verði skönnuð á ný til þess að sjá hvort þau innihaldi niðurbrotsefni nýs stera- lyfs, THG, sem hefur fram til þessa ekki komið fram á lyfjaprófum. Um er að ræða um 400 lyfjapróf og segir Istvan Gyulai, talsmaður IAAF, að allt verði gert til þess að ganga úr skugga um að íþróttamenn og -konur hafi ekki haft rangt við í París með hjálp THG. Vilja ekki svindlara „Við viljum hafa íþróttina hreina. Það kemur ekki til greina að búa við það að í okkar röðum séu hugsanlegir svindlarar,“ segir Gyulai. Eitt tæknilegt atriði þarf þó að leysa áður en að þessu kemur en samkvæmt samkomulagi sem gert var við frönsk yfirvöld má aðeins rannsaka þau sýni sem tekin voru á HM í Frakklandi en aðeins rannsóknarstofa UCLA- háskólans í Bandaríkjunum býr yfir tækni til þess að finna niðurbrotsefni THG. IAAF segir að þau mál verði leyst á næstunni, enda aðeins um tæknilegt atriði að ræða. Tveggja ára bann Ef það kemur í ljós að einhverjir íþróttamenn hafi notað THG á HM í París segja forráðamenn IAAF að þeir hinir sömu verði sviptir titlum sínum hafi þeir á annað borð unnið til verð- launa og dæmdir í tveggja ára keppn- isbann. Öll lyfjapróf frá HM í París verða skönnuð á ný gengið ágætlega í Blackburn.“ Spurður hvort bakvarðarstaðan eða miðvarðarstaðan henti sér bet- ur segir Hermann: „Þetta eru bæði toppstöður en fyrir mig skiptir ekki máli hvora stöðuna ég spila. Ég er meira í boltanum í bakvarð- arstöðunni og tek meiri þátt í sókninni en í miðvarðarstöðunni er maður meira áberandi sem varn- armaður enda að skalla og í tækl- ingum og í návígi við sóknarmenn Hermann segir að það hafi ekkikomið til greina að missa af fjórða leiknum í röð en hann gat ekki verið með Charlton í leikjun- um þremur á undan vegna meiðsla í hné. „Það hjálpaði mér mikið að geta spilað landsleik- inn á móti Þjóðverjum. Ég fann þar að ég var búinn að yfirstíga meiðslin.“ Um markið segir Hermann: ,,Það var rosalega gaman að skora markið og enn betra að það tryggði okkur sigurinn. Við Di Canio vorum búnir að leggja á ráð- in í sambandi við að láta hlutina ganga upp í sambandi við horn- spyrnur. Þó svo að hlutirnir hefðu ekki alveg gengið upp á æfingunni á sunnudaginn – Di Canio tók ein- hverjar tíu hornspyrnur sem áttu að rata á kollinn á mér en hver ein- asta spyrna mistókst – heppnaðist þessi á hárréttum tíma.“ Hermann spilaði í leiknum við Blackburn í stöðu vinstri bakvarð- ar í fjögurra manna vörn og hann gerir fastlega ráð fyrir því að hann verði í sömu stöðu í leiknum við Arsenal næsta sunnudag. „Líklega get ég ekki verið eins sókndjarfur og í leiknum við Blackburn. Curbishley vill að ég taki eins mikinn þátt í sókninni og mögulegt er og ég held að það hafi andstæðinganna. Ég var orðinn ansi þreyttur undir lok leiksins við Blackburn og skýringin er þessi drullupest sem ég fékk. Ég náði þó sem betur fer að halda út sem og allt liðið.“ Fór lengst á viljanum Hermann meiddist sem kunnugt er á fyrstu æfingu Charlton-liðsins eftir landsleikinn hér heima við Þjóðverja og í kjölfarið gat hann ekki verið með í þremur leikjum liðsins. Hann tók hins vegar þátt í leiknum við Þjóðverja í Hamborg þrátt fyrir að Alan Curbishley, stjóri Charlton, hefði sett spurn- ingamerki við að Hermann væri tilbúinn í átökin. Skipti meðferðin sem þú fékkst hjá læknum íslenska landsliðsins sköpum að þú spilaðir í Hamborg? „Nei, það held ég ekki. Ég var í meðferð á hverjum degi hjá Charlton en svona meiðsli taka alltaf sinn tíma að gróa. Ég var í kapphlaupi við tímann um að ná leiknum í Hamborg og það sem ég held að hafi skipt mestu máli var að ég vildi bara alls ekki missa af leiknum. Ég fékk jú góða meðferð hjá sjúkraþjálfurum og læknum KSÍ, en lengst fór ég á viljanum. Curbishley hélt að ég væri ekki orðinn alveg heill en ég var stað- ráðinn í að láta á það reyna hvort ég gæti spilað. Ég var orðinn mjög ákafur að leika eftir að hafa verið frá um tíma.“ Hermann og félagar taka á móti toppliði Arsenal á heimavelli sín- um, Valley Park, á sunnudaginn og segir Hermann að það sé einmitt Hermann Hreiðarsson gaf ekkert eftir í leiknum gegn Black- burn Rovers, þó svo að hann hafi leikið veikur. Hér á hann í höggi við David Thompson, leikmann Blackburn. AP Leikmenn Charlton fagna í leikslok – Hermann Hreiðarsson, hinn litríki Paolo Di Canio og Matt Holland. Hermann Hreiðarsson ánægður að vera kominn aftur á ferðina með Charlton Æfingar Hermanns og Di Canio báru ávöxt „ÉG fékk svona heiftarlega í magann á sunnudaginn. Ég gat ekki æft á mánudagsmorguninn og satt best að segja leit ekki út fyrir að ég gæti spilað. Þegar líða tók á daginn lagaðist ég. Ég fékk mér rist- að brauð og epladjús í kaffinu og eftir það hringdi ég í stjórann og sagðist vera klár í slaginn,“ sagði Hermann Hreiðarsson við Morg- unblaðið í gær, en Hermann var hetja Charlton í fyrrakvöld þegar hann tryggði liði sínu sigurinn á Blackburn með eina marki leiksins – skallaði glæsilega í netið eftir hornspyrnu Paolo Di Canios. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.