Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbæ | Liðlega tveimur milljörðum af þeim 3,3 milljörðum sem Reykjanesbær fékk út úr sölu á fasteignum sínum til Eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. var varið til að greiða niður skuldir. Afgangurinn fór í fjárfestingu í Fasteign hf., stofnun Manngildissjóðs og fjár- mögnun yfirstandandi. Kom þetta fram þegar bæjarstjórn samþykkti samhljóða endurskoðaða fjárhags- áætlun ársins. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður bæjarsjóður rekinn með 310 milljóna króna afgangi á árinu og samstæða bæjarsjóðs og dóttur- félaga með 193 milljóna króna af- gangi. Eru þetta veruleg umskipti frá fyrra ári þegar 306 milljóna króna tap varð af rekstrinum. Tekið er fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ að þessi breyting skýrist nær einvörðungu af sölu- hagnaði vegna flutnings eigna yfir til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem Reykjanesbær er aðili að. Geng- ið var frá því máli fyrr á þessu ári. Söluhagnaður varanlegra rekstrar- fjármuna nam 878 milljónum kr. Umsamið söluverð fasteignanna, að frádregnu viðhaldi umfram það sem eðlilegt er talið, var rétt liðlega 3,3 milljarðar. Af þessari fjárhæð voru rúmir 2 milljarðar notaðir til að greiða niður lán, jafnt langtímalán sem yfirdrætti og skammtímalán. Hins vegar gengu 525 milljónir til hlutafjárkaupa í Eignarhaldsfélag- inu Fasteign hf. og 500 milljónir voru lagðar í Manngildissjóð sem veitir styrki til ýmissa þrifamála í bæjar- félaginu. Afgangur söluverðsins hef- ur verið nýttur til að fjármagna framkvæmdir sem standa yfir. Eftir sölu eignanna þarf Reykja- nesbær að leigja fasteignirnar. Breytingin hefur þau áhrif að í end- urskoðaðri fjárhagsáætlun er leigu- kostnaður fasteigna nú reiknaður inn í útgjöld málaflokka, samtals 193 milljónir kr., mest vegna grunnskóla og íþróttamannvirkja. Vegna niður- greiðslu lána og hagstæðrar geng- isþróunar lækka fjármagnsliðir um 230 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Lægri tekjur en meiri útgjöld Skatttekjur verða 100 milljónum kr. lægri en áætlað var í byrjun árs. Nú er reiknað með að íbúafjöldi standi í stað á árinu en í fjárhags- áætlun var búist við 1,5% fjölgun. Þess má geta að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu 85 frá Reykjanesbæ fyrstu níu mánuði árs- ins umfram þá sem þangað fluttu. Kemur það til viðbótar lítils háttar fækkunar sem varð á árinu 2002. Þá kemur fram í greinargerð með end- urskoðaðri fjárhagsáætlun að skatt- tekjur hafi ekki fylgt verðlagsþróun. Í því sambandi er nefnt að atvinnu- ástand hafi verið með verra móti á árinu og nýskráningum einkahluta- félaga fjölgað. Er áætlað að bæjar- sjóður tapi um 30 milljónum vegna þessa á árinu. Kostnaður eykst hins vegar frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi árs. Kostnaður bæjarins vegna hækkunar launaliða nemur um 113 milljónum kr. Þar af er tæpur helm- ingur vegna grunn- og leikskóla en tæpar 40 milljónir vegna seinkunar á breyttu rekstrarfyrirkomulagi Þjón- ustumiðstöðvar. Tveimur milljörðum varið til að greiða skuldir                                   !"#$%  !"#$% &% % (  )##  *   +  !'$!# ",% % * - " $#  !' "   Sala eigna snýr tapi í hagnað Vogum | Mikið fjör var hjá ungling- unum í Vogum og gestum þeirra í sundlaugarpartíi sem efnt var til um helgina í tilefni af 10 ára afmæli íþróttamiðstöðvarinnar. Ekki var minna stuð hjá yngri börnunum sem fengu Sollu stirðu úr Latabæ í heimsókn. Þorpsbúum var boðið í kaffi og afmælisköku í tilefni af afmælinu auk þess sem fólki er boðið upp á leiðbeiningar og tíma án endur- gjalds í tækjasal, jóga, júdó, eróbikk, þrek og sund. Mun það gilda út vikuna. Mörg börn og foreldrar komu í íþróttahúsið þegar von var á Sollu stirðu úr Latabæ í heimsókn. Hún flutti boðskap Latabæjar um hollt mataræði og lét börnin og foreldra þeirra hreyfa sig. Einnig minnti hún á nauðsyn þess að nota reið- hjólahjálma og á mikilvægi þess að virða útivistartíma barna. Á laugardagskvöldið kom hópur nemenda úr 8.–10. bekk Grunn- skóla Grindavíkur í heimsókn til jafnaldra sinna og var slegið upp sundlaugarpartíi af því tilefni. Þar var tónlistin hátt stillt og bætt á stemmninguna með viðeigandi lýs- ingu í sundlauginni. Þá gátu þeir sem vildu brugðið sér í körfubolta eða aðra leiki í íþróttasalnum. Lena Rós Matthíasdóttir tómstunda- fulltrúi segir að ótrúlega góð mæt- ing hafi verið í boðið, alls hafi um 80 krakkar verið í sundlauginni. Var hún ánægð með báðar skemmt- anirnar, sagði að vel hefði til tekist. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Solla stirða lét börn og fullorðna gera leikfimiæfingar í íþróttamiðstöðinni og ráðlagði þeim hollt mataræði og að fara eftir reglum um útivist. Skemmtun í lauginni Solla stirða heimsótti yngri börnin Keflavík | Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilefn- islausa árás á 37 ára mann á veit- ingastað í Keflavík í mars sl. Ákærði sló manninn hnefahögg með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði illa og missti tvær tennur og hefur enn ekki náð sér að fullu. Ákærði var ofurölvi er hann réðst á manninn og gat engar skýringar gefið á framferði sínu. Hann játaði hreinskilnislega brot sitt fyrir dómi og sýndi að mati dómsins augljós merki iðrunar. Ákærði á að baki sakaferil, meðal annars líkamsárás- ir, og var dómurinn í gær hegning- arauki við fyrri dóma. 10 mánaða fangelsi fyrir árás Skilorðsbundinn dómur Aðalfundur SSS | Fjallað verður sérstaklega um heilbrigðisþjón- ustuna á aðalfundi Samtaka sveitar- félaga á Suðurnesjum (SSS) sem haldinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík næstkomandi laugardag. Fundurinn hefst klukkan 10 að morgni laugardags og lýkur með 25 ára afmælisfagnaði í Eld- borg um kvöldið. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum hafa Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Sigríður Snæ- björnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Jón Gunnarsson stjórnarmaður SSS framsögu í umræðum um heilbrigð- isþjónustuna á Suðurnesjum. Árni Magnússon félagsmálastjóri er meðal gesta sem ávarpa fundinn og Siv Friðleifsdóttir gerir grein fyr- ir tillögu að náttúruverndaráætlun.    Slökkvilið kallað út | Eldur kviknaði í gaskút í iðnaðarhúsnæði á Hólamiði 6 í Keflavík, gegnt hest- húsahverfinu á Mánagrund, síðdegis á mánudag. Slökkvilið og lögregla voru kvödd á staðinn en starfs- mönnum fyrirtækisins tókst að henda kútnum út svo engar skemmdir urðu á húsnæðinu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.