Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Runólfs-son fæddist í Ey í V-Landeyjum í Rang. 12. október 1939. Hann lést á heimili sínu 15. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Runólfur Jónsson, f. í Króktúni í Hvol- hreppi 1891, d. 1983, og Friðbjörg Einars- dóttir, f. í Fljótshlíð í Rang. 1895, d. 1975. Alsystkin Harðar eru Kristín, f. 1922, d. 1982, Sigurjón Davíð, f. 1924, dó ungur, Helga, f. 1926, Reynir, f. 1928, dó ungur, Reynheiður Aðalbjörg, f. 1930, og Anna Sigrún, f. 1937. Systkin Harðar sammæðra eru Sigurður Halldór Ingvarsson, f. 1914, Að- alheiður Ingvarsdóttir, f. 1916, d. 1928, Una Nikulásdóttir, f. 1920, d. 2002. Fyrri kona Harðar var Mar- grét Einarsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: Þröstur, f. 1965, kvæntur Kristínu Pétursdóttur, f. 1966. Þeirra börn Eyrún, f. 1991, og Njáll, f. 1994. Kolbrún Jana, f. 1969, gift Guðmundi Walter Aasen, f. 1969. Þeirra börn eru Walter Þór f. 1990, og Kristjana María, f. 1996. Dóttir Kolbrúnar er Linda Rut Jónsdóttir, f. 1985. Hildur Arna, f. 1973. Hennar börn eru Katrín Ósk Einarsdóttir, f. 1995, og María Rós Kristjánsdóttir, f. 2003. Runólfur, f. 1974. Hans dóttir er Kolbrún Sara Run- ólfsdóttir, f. 1990. Seinni kona Harðar er Hafrún Lára Bjarnadóttir. Henn- ar börn Linda Jen- sen, f. 1971, sam- býlismaður Aðalsteinn Þröstur Jónsson. Þeirra börn eru Ejlif Þór, f. 1994, og Soffía, f. 1998. Sonur Lindu er Gísli Leó Jóns- son, f. 1992. Eiríkur Jensen, f. 1977, sambýliskona Hugljúf Dan Hauksdóttir, f. 1970. Þeirra börn Júlíus Dan, f. 1996, og Jóhann Dan, f. 1999. Börn Hugljúfar eru Dana María Ólafsdóttir, f. 1987, Guðbjörg Lena Ólafsdóttir, f. 1990, og Atli Haukur Örvar, f. 1994. Dóttir Harðar og Láru er Heiða Hrönn, f. 1984, unnusti hennar er Gunnar Örn Hreiðars- son, f. 1969. Útför Harðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hörður tengdafaðir minn ólst upp í Landeyjunum og flutti til Hafnar- fjarðar með foreldrum sínum þegar hann var um tvítugt. Hann kunni best við sig vinnandi og féll aldrei verk úr hendi. Ef hann var ekki í vinnunni var hann annaðhvort í kjall- aranum á Austurgötunni eitthvað að gera við og laga eða einhvers staðar úti í bæ að hjálpa einhverjum vin- inum eða kunningjanum. Sem ungur maður var hann til sjós og sigldi með fisk milli landa, síðar voru það vélarnar sem áttu hug hans allan og mestalla sína vinnuævi vann hann ýmist á stórvirkum vinnuvélum eða að gera við þær. Hörður var snill- ingur að gera við vélar og oft var hann kallaður til þegar tækin voru að bila víða um land. Það var þó ekki fyrr en 1984 sem hann tók sveins- prófið í vélvirkjun, en námið tók hann í kvöldskóla meðfram vinnunni. Trúmennska við vinnuveitandann var einn helsti kostur Harðar. Hann var starfsmaður númer tvö á launa- skrá hjá Hagvirki hf. og var með þeim síðustu sem gengu þaðan út þegar fyrirtækinu var lokað. Ósér- hlífinn var hann með eindæmum, skipti þá engu hvort bíllinn sem átti að flytja hann þangað sem bilaða grafan var, væri í klessu úti í móa eða fremsti hluti fingursins sagaður af. Megnið af glerbrotunum var hrist úr hárinu og stokkið upp í næsta bíl og grafan löguð eða laumast upp á Slysó og látið sauma fyrir sárið á puttan- um, helst án þess að nokkur tæki eft- ir því. Síðustu ár vann hann hjá Rás, vélaverkstæði og mætti hann í vinn- una eins vel og hann gat þrátt fyrir erfið veikindi. Eigendum Rásar eru færðar bestu þakkir fyrir hlýhug og stuðning. Fyrir nokkrum árum fór að bera á einhverju sem Hörður kallaði leti. Var þá eitthvað að draga úr þrekinu og hann þreyttur eftir erfiða og langa vinnudaga. Hann var ekki ánægður með þetta sem var þó ekkert til að tala um og örugglega eitthvað sem hægt væri að hrista af sér. Það gerð- ist síðan í október fyrir tveimur árum að það var fjarlægt æxli sem reyndist á stærð við mjólkurfernu. Æxlið var góðkynja og fyrr en varði var Hörður kominn á fullt í vinnu eins og ekkert hefði í skorist. Letin fór samt að gera aftur vart við sig og þá kom í ljós að krabbinn hafði dreift sér víðar. Við tóku marg- ar og erfiðar meðferðir og oft blöskr- aði honum magnið af pillunum sem honum var uppálagt að taka. Aldrei bar á uppgjafartón hjá Herði og hann tók ekki í mál að vera á sjúkrahúsum nema brýna nauðsyn bæri til og var hann þá venjulega farinn heim við fyrsta tækifæri, því heima var best. Sveitadrengurinn var aldrei langt undan hjá Herði og á föstudögum var allri fjölskyldunni pakkað í bílinn, með öllu tilheyrandi hafurtaski og haldið af stað út í náttúruna. Þar undi fjölskyldan sér við söng og útiveru. Sérstaklega man ég eftir tilstandinu í kringum verslunarmannahelgarnar þegar Galtalækjarferðin var und- irbúin. Þá þurfti allt að vera tilbúið á mánudegi og helst farið á þriðjudegi til að tryggja tjaldstæðið og gamli Skodinn fullur upp í topp af bráð- nauðsynlegu dóti. Stólar og borð, dúkar og kerti. Engu mátti sleppa. Hörður var yngstur af stórum systkinahóp, átti fullorðna foreldra og var því í meiri tengslum við gamla tíma en margir á hans aldri. Kannski þess vegna kunni hann ógrynni af ljóðum og lögum og þeir voru ekki margir textarnir sem hann kunni ekki. Hann hafði gaman af því að syngja, var með djúpa og fallega rödd og mjög lagviss. Heiða, yngsta dóttir hans, hefur notið góðs af þess- ari kunnáttu hans og sungu þau mik- ið saman. Það eru ekki síst barnabörnin sem áttu hug hans og hjarta. Fáir menn nú til dags fá að njóta þeirra auðæfa að eiga jafnmikið af barnabörnum og Hörður. Hann sinnti þeim af alúð og nærgætni og alltaf tók hann á móti þeim opnum örmum hvenær sem þau komu til hans. Síðustu mánuðirnir hafa verið Herði og Láru erfiðir. Veikindin drógu smátt og smátt mátt úr honum og margar voru þær ferðirnar á spít- alann. Allan tímann hefur Lára stað- ið sem klettur við hlið hans, og stutt í brosið. Nú er þjáningunum lokið og líf okkar allra hefur breyst við það að kynnast æðruleysi Harðar. Aldrei heyrði ég hann kvarta og aldrei var hann á því að gefast upp, en jafnvel hinir sterkustu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn og í dag kveðjum við ástkæran föður, eig- inmann, tengdaföður, fósturföður og ekki síst afa. Kristín Pétursdóttir. Ó, elsku pabbi, nú ert þú laus við þínar þjáningar. Ég á eftir að sakna þín mikið en fjársjóð af góðum minn- ingum það á ég sem þú og mamma gáfuð mér og enginn getur tekið þær. Pabbi, þú varst demantur í mínum augum. Þú vannst alltaf mikið en hafðir alltaf tíma fyrir okkur börnin þín. Ég man að þegar þú komst þreyttur heim úr vinnunni og lagðir þig í stofusófanum, þá skreið ég stundum upp í til þín og þegar ég vildi vekja þig kyssti ég þig á kinnina og þú hrökkst við en nú hvílist þú rótt og einn koss á kinnina dugar víst ekki lengur. En í hjarta mínu lifir alltaf minningin um þig og allt sem við gerðum saman. Á hverju sumri fór- um við í ferðalög og í bílnum sungum við saman og þú sagðir mér hvað öll fjöllin hétu og ég var farin að kunna öll örnefnin utan að. Við fórum alltaf á bindindismót í Galtalæk á hverju ári, mér fannst svo gaman þegar þú hélst mér á háhesti og dansaðir við okkur mömmu á danspallinum. Ég man þegar við fórum einu sinni á töðugjöld. Þar var hjól sem voru bara pedalar og dekk og ég hafði svo gam- an af því að hjóla á því. Þegar við komum heim smíðaðir þú svona hjól handa mér og stultur líka úr gömlum kojustiga og fótstigin voru úr svona járni sem heldur uppi vegghillum. Hann pabbi minn var snillingur. Úr gömlu símaborði gerðir þú skrifborð handa mér, málaðir það rautt og bjóst til lítinn bólstraðan koll í stíl. Á kvöldin áður en ég fór að sofa pakk- aðir þú mér inn í sængina og bauðst góða nótt. Betri æsku en þá sem þið mamma gáfuð mér er ekki hægt að hugsa sér. Það eru forréttindi að hafa átt föður eins og þig. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Litli sólargeislinn þinn, Heiða Hrönn. Elsku, elsku pabbi minn. Ég reyni að vera sterk en þetta er svo óréttlátt og sárt. Ég veit að kvöl- in var þér óbærileg en þú stóðst þig eins og hetja í gegnum öll veikindin. Ég dáist að því hverning þú tókst þessu öllu og sagðir: „Við höldum okkar striki.“ Og það gerðirðu svo sannarlega til hins síðasta. Þú hefur alltaf verið kletturinn í lífi mínu og stóðst alltaf við bakið á mér, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Ég veit að þú varst stoltur af mér, það sagðirðu mér svo oft og þú kallaðir mig tryggðatröllið þitt sem mér þótti svo vænt um. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið til Íslands svo oft og verið með ykkur mömmu í allt sumar og eins að hafa náð að eiga nokkra daga með þér áð- ur en þú kvaddir okkur. Minningarn- ar eru svo margar og góðar og ég hef verið svo lánsöm að eiga þig að. Minningarnar geymi ég í hjarta mér og þær munu ylja mér um ókomna framtíð. Takk fyrir allt, elsku pabbi, og ég lofa þér því að ég mun gæta hennar mömmu vel. Þín dóttir, Linda. Elsku afi. Af hverju þurfti Guð at taka þig til sín? Þetta er svo sárt og erfitt, en við eigum yndislegar minn- ingar og þær getur enginn tekið frá okkur. Við höfum verið svo heppin að hafa getað átt mikinn tíma saman þó svo að við búum í Danmörku. Við höfum átt góðan tíma saman á sumrin og um jól og þú varst alltaf eitthvað að dunda með okkur. Okkur fannst svo gaman að fá að hjálpa þér í kjallaran- um og í augum okkar var kjallarinn gullnáma. Alltaf fannstu upp á ein- hverju skemmtilegu dundi fyrir okk- ur að gera. Æ, elsku afi, við eigum eftir að sakna þín sárt. En viltu vinka okkur góða nótt frá stjörnunum á kvöldin. Við elskum þig, elsku afi. Þín barnabörn Gísli Leó, Ejlíf Þór og Soffía. Í dag kveðjum við Hörð Runólfs- son. Okkar kynni hófust fyrir rúmum sex árum er Hörður hóf vinnu á verk- stæði okkar. Hörður var einstaklega ljúfur maður og þægilegur að lynda við, samviskusamur og vann verk sín vel. Í matar- og kaffitímum voru oft rædd ýmis málefni, og höfðu allir sín- ar skoðanir á hlutunum. Hörður sagði nú ekki mikið, en það sem hann sagði voru algjörar perlur, hnitmiðað og skemmtilegt, eins gat það verið mjög fallegt. Í gegnum Hörð kynntumst við svo konu hans Láru, og var svo fallegt að sjá hvað þau voru náin og samrýnd, að horfa á þau dansa var unun, þau kunnu sko sporin. Eins var gaman að syngja með Herði, hann kunni ótal lög og kvæði og sagði svo skemmtilega frá. Það er ekki langt síðan Hörður hætti að vinna vegna veikinda sinna og undir það síðasta var það oft meira af vilja en getu að hann mætti í vinnuna. Að mæta í vinnuna var nr. 1, 2 og 3, annað var bara leti, svo sam- viskusamur var hann. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Við þökkum Herði góð kynni og sendum Láru og börnum, tengda- börnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Þóra Lind og Salómon. Kveðja frá samstarfsmönnum VélRásar ehf. Kæri Hörður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við Láru og börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Valgarð, Skarphéðinn, Páll, Geir, Hallgrímur, Kristján, Reynir, Salómon og Þóra Lind. HÖRÐUR RUNÓLFSSON ✝ Hjalti Jónssonfæddist í Nýjabæ í Garði 1. september 1913. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 14. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hrefna Jónsdóttir og Jón Benedikts- son. Hjalti átti fimm systkini og eru þrjú eftirlifandi, það eru Sigríður Jónsdóttir, Haukur Bogason Arnars og Guðjón Guðmunds- son. Hinn 1. október 1935 kvæntist Hjalti Guðrúnu Erlendsdóttur frá Hnausum í Húnavatnssýslu, f. 19. október 1914, d. 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Erlendur Erlendsson. Hjalti og Guðrún hófu búskap sinn í Reykjavík og fluttu síðan 1960 til Grindavíkur. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru Viðar, f. 5. desember 1933, d. 25. nóvember 1989, og Kristín Jóna, f. 18. nóvember 1936. Viðar var kvæntur Sigrúnu Kjartans- dóttur frá Stóra- Hólmi í Leiru. Þau áttu þrjú börn og fimm barnabörn. Kristín Jóna er gift Þorkeli Árnasyni. Hún á þrjú börn af fyrra hjónabandi, níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Hjalti á einnig tvö önnur börn. Þau eru Guðmundur Hafsteinn Hjaltason og Sigríður Oddný Hjaltadóttir Jansen. Hjalti keypti Vélsmiðju Grindavíkur ásamt Viðari syni sínum árið 1960 og ráku þeir hana í rúm 30 ár. Síðustu ár hef- ur Hjalti dvalið á Hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík. Hjalti verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi. Okkur systkinin langar með örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum með þér. Það er skrítin tilfinning að nú séuð þið amma bæði farin með svo stuttu millibili. Þið sem voruð alltaf fastur punktur í tilveru okkar, afi og amma á Minniborg. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna en þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Ólöf, Laufey og Kjartan. „Hann Hjalti er kominn heim,“ hrópaði strákhnokkinn óður og upp- vægur til móður sinnar og heimtaði að farið yrði hið fyrsta í heimsókn til Hjalta og Gunnu á Öldugötuna. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi drengsins var bókaauglýsing í út- varpinu, þar sem verið var að kynna nýjustu bók Stefáns Jónssonar rithöf- undar, Hjalti kemur heim. Í huga drengsins var bara einn Hjalti til, Hjalti hennar Gunnu. Hann var á þessum árum í siglingum og ævinlega útlenskt „gott“ í boði þegar þau hjón- in voru sótt heim. Hún Gunna hans Hjalta var uppeldissystir hans pabba og þau hjónin góðir vinir pabba og mömmu, Þormóðs Jónassonar og Steinunnar B. Pétursdóttur. Voru gagnkvæmar heimsóknir milli heim- ilanna vinsælar hjá okkur bræðrum. Gunna var kvik í hreyfingum og oft snögg til svara, skemmtileg og hlát- urmild. Hjalti brosti sínu kankvíslega brosi, sallarólegur og mátti alltaf vera að því að tala við smáfólkið og sinna þörfum þess. Og Systa dóttir þeirra umburðarlynd við villingana – alla tíð. Svo fluttu þau til Grindavíkur og feðgarnir Hjalti og Viðar stóðu saman í umfangsmiklum atvinnurekstri í áratugi. Heimsóknirnar strjáluðust, en alltaf áttum við vísan rembings- koss og faðmlag hjá Gunnu og hlýlegt handaband Hjalta og viðmót þegar við hittum þau á förnum vegi eða á mannamótum. Árið 1989 urðu Gunna og Hjalti fyrir þeirri sáru sorg að missa Viðar son sinn, rétt rúmlega hálfsextugan að aldri. Er vafasamt að þau hafi nokkurn tíma komist yfir það áfall. Gunna og Hjalti voru ævinlega samstiga í lífinu og það varð stutt á milli þeirra. Gunna kvaddi þessa til- veru 27. júlí síðastliðinn, fyrir aðeins um þremur mánuðum, og fagnar nú endurfundi við ástvin sinn. Hjalti er kominn heim. Þegar hugsað er til baka er bjart yfir myndinni af þeim hjónum. Við Ásgeir bróðir minn og eiginkonur okkar vottum Systu og öðrum ástvin- um þeirra dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðrúnar Erlendsdóttur og Hjalta Jónssonar. Hilmar Pétur Þormóðsson. HJALTI JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.