Morgunblaðið - 22.10.2003, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
" #
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIÐVIKUDAGINN 1. október var
frumsýndur á Stöð 2 þátturinn Lífs-
augað undir stjórn Þórhalls Guð-
mundssonar miðils við misjafnar
undirtektir. Þátturinn hefur samt
sem áður vakið mikla athygli, jafnt
jákvæða sem neikvæða. Þátturinn
hefur jafnframt vakið upp eldheitar
umræður um miðilsstarfsemi, m.a.
frá kristilegum sjónarmiðum.
Til að ræða þessi mál komu sam-
an í þættinum Ísland í dag tveir
landsþekktir menn, sjálfur Þórhall-
ur miðill og Gunnar Þorsteinsson,
kenndur við Krossinn. Þórhallur sat
öðrum megin borðsins og mælti af
hugsjónum spíritismans á meðan
Gunnar sat andspænis honum og
talaði af sjónarmiðum kristninnar.
Til að tryggja að allt færi nú sóma-
samlega fram sátu við borðsendann
fréttamennirnir Jóhanna og Þór-
hallur. Þátturinn reyndist þó vera
frábrugðinn öðrum þáttum sinnar
tegundar. Fréttamennirnir létu sér
það ekki nægja að stýra borðsum-
ræðum af hlutlægni, heldur tóku
virkan þátt í umræðunni og spöruðu
ekki stóru orðin. Mér fannst það
reyndar tímaspursmál hvenær þau
flyttu sig bókstaflega yfir á annan
enda borðsins.
Gunnar mætti vel undirbúinn, tal-
aði mikið mál og snjallt og fór með
beinar tilvitnanir úr Biblíunni máli
sínu til stuðnings. Þórhallur miðill
svaraði nánast öllum spurningum og
staðhæfingum með löngum tölum
um náungakærleika, en eitthvað
virtist nafni hans misskilja Gunnar.
Í Biblíunni eru ritaðir mjög skýrir
hlutir um starfsemi miðla. M.a. kall-
ar Páll postuli þá útsendara djöfuls-
ins. Frá þessu skýrði Gunnar í þætt-
inum, en Þórhallur fréttamaður
varð þá skelfingu lostinn og skipaði
Gunnari að horfa í augun á Þórhalli
og kalla hann útsendara djöfulsins.
Gunnar fékkst nú ekki til þess þrátt
fyrir eindregnar óskir fréttamanns-
ins. Sá gafst nú ekki upp og náði ef-
laust að sannfæra ófáa áhorfendur
um að Þórhallur miðill væri í raun
útsendari djöfulsins með síendur-
teknum athugasemdum sínum á þá
leið!
Næst var komið að Jóhönnu að
fyllast ótta þegar Gunnar dró þá
ályktun að ef Stöð 2 færi að senda út
myrkur í staðinn fyrir ljós hlyti
ákveðin blessun að víkja frá þeirra
starfi. Jóhanna sagði hann koma inn
ótta hjá fólki með tali sínu og kollegi
hennar tók undir með henni og sagði
Gunnar hafa í hótunum…?
Þátturinn hélt lengi áfram á þessa
leið þar sem fréttamennirnir lögðu
Gunnari orð í munn o.fl. Þórhallur
miðill virtist hafa minna um málið að
segja – honum hefur e.t.v. fundist
sér vera ofaukið, ég skal ekki segja.
Báðir höfðu rétt á sínum skoðunum,
Gunnar í Krossinum og Þórhallur
miðill. – Er það hlutverk frétta-
manna að skera úr um hvað er rétt
og rangt?
Fréttamennirnir fá svo sannar-
lega prik fyrir að verja málstaðinn –
sem var í þessu tilfelli ekki þeirra að
verja. Þeir ættu hins vegar að
skammast sín fyrir sérstaklega
óviðunandi og ófagmannlega frétta-
mennsku í þessum vinsælasta fjöl-
miðli landsins.
DILJÁ MIST EINARSDÓTTIR,
Hverafold 142,
112 Reykjavík.
Ófagmannleg
fréttamennska
Frá Diljá Mist Einarsdóttur
FIMMTUDAGINN 16. þ.m. birtist í
Morgunblaðinu bréf frá Ólafi Torfa-
syni f.h. Grand hótels og Signýju
Guðmundsdóttur f.h. Húseignar-
félagsins Sigtúns 38 ehf. Þar er skýrt
frá frestun framkvæmda við stækk-
un Grand hótels, lýst yfir mikilli
óánægju með umfjöllun um það í
kynningarriti Austurhafnar-TR ehf.
og loks gagnrýnt að of mikillar bjart-
sýni gæti í kynningarritinu varðandi
forsendur fyrir verkefnum félagsins.
Það var engan veginn ætlunin að
gera lítið úr eigendum Grand hótels
eða áformum þeirra í kynningarrit-
inu. Ég hef rætt við höfund um-
ræddrar málsgreinar sem er erlend-
ur ráðgjafi og segir hann að sér hafi
verið kunnugt um að stækkun Grand
hótels hafi lengi verið á döfinni en
hafi frestast, og að hann hafi einung-
is ætlað að skýra frá því á hlutlausan
hátt. Hann bað mig að biðjast afsök-
unar ef orðalagið má skilja á annan
hátt og er hér með tekið undir það
fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf. Í
þessu sambandi má ef til vill minnast
á það að í kjölfar mikillar fjölgunar
hótelherbergja í Reykjavík að und-
anförnu hefur gestum fjölgað veru-
lega, sem hlýtur að teljast mjög já-
kvætt fyrir starfsgreinina.
Varðandi gagnrýni á forsendur út-
reikninga í kynningarritinu vil ég
fyrst taka fram að ekki er gert ráð
fyrir að ríki og Reykjavíkurborg
fjárfesti í hótelinu. Það verða einka-
aðilar að gera og munu þeir að sjálf-
sögðu leggja sjálfstætt mat á allar
áætlanir. Þetta taldi ég að Ólafi
Torfasyni væri vel ljóst því ég bauð
honum sérstaklega til mín nýverið til
að fara yfir kynningarritið og kynna
honum það. Það getur hins vegar vel
verið að bjartsýni gæti í sumum
áætlunartölum, en þá verður að
gæta þess að aðrar kunna að vera
varfærnislegar. Má til dæmis nefna
að stofnkostnaður hótels er að mínu
mati áætlaður nokkuð hár, en að
sjálfsögðu þarf að meta alla þætti
þegar þetta dæmi er skoðað. Standa
vonir til að það verði gert af sem
mestri fagmennsku.
STEFÁN HERMANNSSON,
framkvæmdastjóri
Austurhafnar-TR ehf.
Kynningarrit TR ehf.
Frá Stefáni Hermannssyni