Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 11 „SAMVINNA okkar við lækna og heilsugæslustöðvar hefur skilað miklum árangri, en markmið okk- ar er að koma á sérstökum með- ferðarstofnunum vegna brjósta- krabbameins sem víðast í Evrópu svo allar konur eigi möguleika á bestu mögulegu meðferð hjá fær- ustu sérfræðingum,“ segir dr. Mary Buchanan, forseti samtak- anna Europa Donna, sem berjast fyrir úrbótum varðandi greiningu sjúkdómsins og meðferð. Dr. Mary Buchanan greindi frá starfi þessara Evrópusamtaka á málþingi Samhjálpar kvenna í gærkvöldi, en hún hefur verið í samtökunum frá stofnun þeirra 1994 og forseti síðan 1999. Ísland fékk aukaaðild að samtökunum í sumar og er 32. ríkið í hópnum. Aukin hópleit Í sumar var upplýst á Evrópu- þinginu í Brussel að um 216.000 konur að meðaltali greindust með brjóstakrabbamein í ríkjum Evr- ópusambandsins á ári og um 79.000 að meðaltali létu lífið árlega vegna sjúkdómsins. Hægt væri að bjarga um 25.000 konum frá dauða með reglubundinni hópleit og stefnir Evrópusambandið að því að minnka dánaratíðnina um 25% fyr- ir 2008, en skipulögð hópleit er að- eins í 8 af 15 ríkjum Evrópusam- bandsins. Mary Buchanan segir að Europa Donna hafi komið boðum sínum til skila hjá Evrópusambandinu og mikilvægt sé að fá stjórnmála- menn í liðið, því víða sé aðgerða þörf og þeir geti komið miklu áleiðis með áhrifum sínum. Hún segir að konum með brjósta- krabbamein fjölgi í Evrópu en þeim sem deyi af völdum sjúk- dómsins fari fækkandi, ekki síst vegna hópleitar og betri meðferð- ar. „Takmark okkar er að hægt sé að bjóða konum með brjósta- krabbamein upp á bestu mögulegu aðstoð alls staðar í Evrópu. Þá er- um við að tala um hópleit, rann- sóknir, meðferð og umönnun eða allt sem viðkemur brjóstakrabba- meini.“ Hvetja konur til að mæta betur Samtökin hafa sett sér 10 mark- mið og segir forseti þeirra að að- ildarfélögum sé ráðlagt að einbeita sér að þeim markmiðum sem helst þurfi að vinna í og bæta þannig stöðuna. Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, seg- ir að hérlendis sé augum t.d.fyrst og fremst beint að árveknisátaki, sem nú standi yfir, og fá konur til að mæta betur í hópleit, sem sé á 2 ára fresti og aðeins 60% bregðist við með því að mæta í skoðun. Sambærileg samtök í Bandaríkj- unum urðu kveikjan að stofnun Europa Donna, en samtökin eru með skrifstofu í Mílanó á Ítalíu. Mary Buchanan segir að samvinn- an skili miklu því allir geti lært af því sem aðrir séu að gera og þann- ig bætt stöðuna heima fyrir. Ár- lega séu haldin námskeið fyrir fé- lagsmenn en allt starfið miði að því að auka þjónustuna við konur með brjóstakrabbamein. „Víða hafa orðið miklar umbætur en mikið er ógert,“ segir hún. Vilja að allar konur fái bestu mögulegu meðferð Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Mary Buchanan, forseti samtakanna Europa Donna, og Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna. GÓÐAR horfur eru hjá konum sem greinast með brjóstakrabbamein, en um 1.700 íslenskar konur eru nú á lífi þrátt fyrir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þetta kom fram hjá Laufeyju Tryggvadóttir, framkvæmdastjóra krabbameinsskrárinnar, í erindi um faraldsfræði brjóstakrabba- meins, sem hún flutti á málþingi, sem Samhjálp kvenna hélt í hring- sal Landspítala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut í gærkvöldi. Yfirskrift þingsins var Brjósta- krabbamein – hvar stöndum við? en það er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein nú í októ- ber. Það miðar að því að fræða um sjúkdóminn og hvetja konur til að Góðar horfur hjá konum sem greinst hafa með brjóstakrabba nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands um röntgenmyndatöku, en Samhjálp kvenna er samtök til stuðnings konum sem greinast með brjósta- krabbamein. Í máli Laufeyjar kom fram að 163 konur greinast með brjósta- krabbamein hér á landi að með- altali á ári og þar af helmingur þeirra 60 ára og eldri, en 37 að meðaltali deyja árlega af völdum meinsins. Hún benti jafnframt á að umræða um hættu af því að fá krabbabein vegna þess að náinn ættingi hefði greinst með krabba- mein væri ekki ný af nálinni og oftast væri um mjög litla áhættu- aukningu að ræða. Almennt væri ástæðulaust að óttast þótt ættingi hefði greinst með krabbamein enda fengi þriðji hver maður að meðaltali krabbamein á lífsleið- inni. „Hins vegar er rétt að ráð- færa sig við lækni ef um mjög sterka ættarsögu er að ræða,“ sagði hún. Guðrún Sigurjónsdóttir, formað- ur Samhjálpar kvenna, flutti ávarp á málþinginu, Mary Buchanan, for- seti Europa Donna, sagði frá starfi þessara Evrópusamtaka, Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, talaði um röntgenmyndatökur, og Sigurður Björnsson, yfirlæknir á Landspít- alanum, ræddi um meðferð við brjóstakrabbameini. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat óformlegan samráðs- fund utanríkisráðherra Norðurlanda og utanríkisráðherra Benín, Botsv- ana, Gana, Malí, Mósambík, Nígeríu, Senegal, Suður-Afríku og Tansaníu sem haldinn var í Pemba í norður- hluta Mósambík, en fundinum lauk í gær. Helsta efni fundarins var staða Afríkusambandsins og framkvæmd svonefnds endurnýjaðs samstarfs um þróun Afríku (NEPAD) og framtíð- arhorfur í því sambandi. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. um samhengið á milli lýðræðis og mannréttinda í Afríku annarsvegar og átakavarna og lausnar deilumála í álfunni hinsvegar. Samstaða var um nauðsyn þess að samfélag þjóðanna aðstoðaði Afríkuríki við að finna eigin leiðir til að tryggja innbyrðis frið og stöðugleika á lýðræðislegum forsend- um, m.a. á grundvelli nýstofnaðs Afr- íkusambands. Skipst var á skoðunum um ástand og horfur í Simbabve og hvöttu norrænir utanríkisráðherrar afríska starfsbræður til að gera rík- isstjórn Múgabe forseta grein fyrir áhyggjum margra ríkja vegna alvar- legra mannréttindabrota þar í landi. Ráðherrarnir fjölluðu einnig um mik- ilvægi áframhaldandi þróunarsam- vinnu og fjárfestinga erlendra fyrir- tækja í Afríku. Samstaða var um nauðsyn þess að svonefndri DOHA-samningalotu inn- an Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) yrði lokið sem fyrst, m.a. í því skyni að bæta markaðsaðgengi þró- unarríkja. Ræddu lýðræði og mann- réttindi í Afríku UMMÆLI Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, í setningarræðu á Kirkjuþingi um fjölmenningarlegt samfélag, hafa vakið athygli en í ræðu sinni efaðist biskup m.a. um réttmæti þess að menn gæfu sér að hér á landi ríkti fjölmenningarlegt samfélag. Toshiki Toma, prestur innflytj- enda hér á landi, segist líta svo á að biskup hafi látið þessi orð falla í tengslum við hugmyndir um aðskiln- aðarmál ríkis og kirkju. Toma segir að sumir noti þau rök í þeirri um- ræðu að Ísland sé nú þegar fjöl- menningarlegt samfélag og þess vegna beri að líta á stöðu þjóðkirkj- unnar eins og hvert annað venjulegt trúfélag. Ljóst sé að biskup sé and- vígur þeirri hugmynd. „Ég er að sumu leyti sammála biskupi og að sumu leyti ósammála,“ segir Toshiki Toma. „Fjölmenning- arlegt samfélag er til, á því leikur enginn vafi. Hér eru margskonar trúfélög og margir sem iðka trú sína utan þjóðkirkjunnar,“ segir hann, en bendir á að ólíku sé saman að jafna við stöðu þjóðkirkjunnar þegar litið sé á fjölda þeirra sem eru innan þjóðkirkjunnar. „Ég er algerlega sammála því sem fram kom hjá bisk- up, þegar hann sagði: „Er það ekki frumforsenda lýðræðisins að sjónar- mið meirihlutans vegi þyngst, að teknu tilliti til grundvallarréttinda minnihlutans?“,“ segir Toma. Hann segist ekki vera sannfærður um að aðskilnaður þjóðkirkjunnar frá rík- inu sé endilega skref í þá átt að auka trúfrelsi og tryggja aukin réttindi minnihluta fólks. „Ég er algjörlega ósamála því, að ef þjóðkirkjan hverf- ur komi trúfrelsið sjálfkrafa í kjöl- farið,“ segir hann. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Fjölmenningarlegt samfélag er staðreynd FULLTRÚAR aðildarríkja Norður- skautsráðsins eru staddir á alþjóð- legri ráðstefnu í Reykjavík þar sem móta á stefnu um verndun hafsvæða á norðurslóð. Í gær notuðu fulltrúarnir tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að í fjórum vinnuhópum um framtíðarsýn í þessum efnum. Veltu þeir fyrir sér hvaða þættir ættu að ráða mestu við undirbúning aðgerðaráætlunarinnar. Kastað var fram spurningum um hversu ítarleg stefnan ætti að vera, til hvaða tíma hún ætti að ná, hvaða hætta steðjaði helst að Norðurskaut- inu og hver ætti að hafa umsjón með og samræma aðgerðir.Síðasti dagur ráðstefnunnar er í dag og þá verður betur gert grein fyrir endanlegum áherslum þinggesta. Sú niðurstaða verður síðan lögð í hendurnar á ráð- herrum ríkjanna sem þurfa að afla stefnunni stuðnings og beita sér fyrir framkvæmd hennar. Þessi vinna er í samræmi við sam- þykkt ráðherra aðildarríkja Norður- skautsráðsins. Ráðherrarnir lýstu yf- ir vilja til að móta stefnu um verndun hafsvæða norðurslóða. Vinnuhópur ráðsins, undir forystu Davíðs Egils- sonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, hefur undirbúið málið síðan. Móta stefnu í verndun hafsvæða á norðurslóð ♦ ♦ ♦ KOSNINGABARÁTTA Samfylk- ingarinnar síðastliðið vor kostaði 81 milljón króna, en uppgjöri vegna kosningabaráttu flokksins á lands- vísu er lokið. Stærstu útgjaldaliðir vegna kosn- ingabaráttunar var kostnaður vegna birtingar auglýsinga sem samtals nam 37 milljónum króna samkvæmt upplýsingum flokksins. Til starfs- mannahalds fóru sjö milljónir kr., fundahöld kostuðu fimm milljónir og sambærileg upphæð gekk til kosn- ingabaráttu ungliða. Þá kemur fram að tekjur vegna frjálsra framlaga og sölu á varningi námu 24 milljónum króna. Samfylkingin Kosningabar- áttan kostaði 81 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.