Morgunblaðið - 22.10.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 22.10.2003, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #5 HVANNADALSHNJÚKUR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Þ AÐ er ekki oft að hlutirnir koma hressilega á óvart varðandi stuðn- ing við íslenzka myndlist, stórum oftar að menn bíti í skjaldarrend- urnar vegna þróunar mála. Af þeim sökum var líkast sem sprengju væri varpað á dögunum er sjötíu milljóna styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur (1922–2002) var gerður heyrum kunnugur, en markmið hans er að hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. Er gert ráð fyrir að hann geti jafnvel staðið undir sex til sjö milljóna króna úthlutun á ári og er hér um að ræða langstærsta styrktarframlag ein- staklings til fremdar íslenzkri myndlist, öðru fremur menntunargrunni hennar. Auðvelt að gera því skóna að fæstir hafi gert sér grein fyrir að Guðmunda léti eftir sig eign- ir umfram málverk, búslóð og íverustað. Fjarri lagi að hún bæri annað með sér í klæðaburði og háttum né að hægt væri að marka það af nokkrum hliðum lifnaðarhátta hennar, mein- læti hér stórum nærtækara óhófi. Efnahag virtist mun frekar takmörk sett eins og annarra framsækinna málara sem þurftu að stunda kennslu auk ann- ars tilfallandi, sér og sínum til framfæris. Minnist þess hve langt var frá því að hátt væri til lofts og vítt til veggja í hennar heima er sýn- ingarnefnd FÍM átti erindi við hana snemma á áttunda áratugnum. Lengstum nær engin eða lítil sala myndverka, en hin síðari ár mun hún hafa notið þess að hafa fastan og vaxandi hóp kaupenda í kringum sig. Að eigin sögn jafnvel farin að halda að sér höndum varðandi sölu þeirra og takmarka til muna, þetta alveg nýr og óvæntur flötur á tilverunni, en skýrir naum- ast hinar háu tölur sem um er að ræða. G uðmunda barst þannig ekki á, helzt að hún færi með veggjum og héldi sig til hlés, einkasýningar hennar fáar og engar viðamiklar. Einnig væri of- sagt að hljóð og dul persóna hennar væri áber- andi í Handíðaskólanum forðum daga, þar sem hún var mér samtíða veturinn 1948–49, og kom lítið ef nokkuð við sögu í félagslífi nemenda. En hún hóf snemma að blanda geði við fram- sækna listamenn og gekk til liðs við Sept- embermenn 1952, og tók þátt í flestum ef ekki öllum Haustsýningum Félags íslenzkra mynd- listarmanna meðan þeir réðu þar öllum málum og seinna Septem, loks sýningum Listmál- arafélagsins. Ekki gott að segja hvað hefði orðið úr þessari hæglátu og að því er virtist hlédrægu listakonu ef hún hefði ekki notið vin- áttu Þorvalds Skúlasonar, eins mesta áhrifa- manns í framsæknum listum á landi hér um sína daga. Sömuleiðis Sverris Sigurðssonar í Sjóklæðagerðinni, alla tíð velgjörðarmanns Þorvalds, báðir traustir velunnarar og bak- hjarlar. Hún mun einmitt hafa verið þeirrar gerðar að þarfnast slíks stuðnings í þeirri mis- kunnarlausu orrahríð sem átti sér stað á vett- vangi íslenzkrar myndlistar fyrir og eftir mið- bik síðustu aldar og sterk bein þurfti til að þola og halda velli. Bjó ekki yfir sama styrknum og frumkraftinum og starfsystir hennar Nína Tryggvadóttir, búsett og til viðbótar for- frömuð erlendis og hafði hæfileika til að gera sér mat úr því. Guðmunda fékk líka neyðarlega að kenna á einangruninni á heimaslóðum eins og fleiri fé- lagar hennar, þannig varð úr nokkurt mál er hún mæltist til þess að Menntamálaráð, sem lengstum annaðist öll aðföng til Listasafns Ís- lands, keypti af henni verk á einkasýningu hennar. Sú meinta framhleypni mun nefnilega hafa þótt fáheyrð ósvífni af ungum lítt þekkt- um abstraktmálara. Á nýjum tímum geta ungir listamenn trauðlega sett sig í spor hins fámenna hóps sem á þessum árum ruddi fram- sæknum viðhorfum braut á landi hér. Hlaut helzt spott, spé og aðkast hins breiða fjölda og ráðamanna að launum. Íslendingar höfðu allar götur fram til þess tíma fá og bág- borin tækifæri til að gerast meðvitaðir um gang myndlistahræringa, einkum utan land- steinanna og þar fyrir utan bauð menntakerfið ekki upp á neina marktæka fræðslu. Handíða- og myndlistaskólinn hér undanskilinn, sem ár eftir ár varð að berjast fyrir lífi sínu. Jafnvel listaverkabækur voru svo fátíðar í hillum bókabúða að það fór eins og eldur um sinu meðal listamanna og nemenda myndlist- ardeildar Handíðaskólans ef nýjar bárust til landsins. Slíkar fáar til á Bæjarbókasafninu, til að mynda gerði skrifari sér reglulega ferð til frænda síns Ásgeirs Júlíussonar auglýs- ingateiknara í Hafnarfirði til að fletta í slíkum, en sá var jafnan í viðbragðsstöðu um kaup á listaverkabókum. Deilurnar sem upp spruttu eftir stríð voru í þeim mæli hatramar að báðir aðilar gengu full langt í ofstæki og þráhyggju og þá ekki við góðu að búast. Engra innlendra sjóða var mögulegt að leita til varðandi fram- haldsnám ytra og hér varð hver og einn að treysta á sjálfan sig og stuðning sinna nán- ustu. Lánasjóðir sem fjarlæg sólkerfi og litið á listnám mörgum stigum neðar hug- og raun- vísindum, réttindi listnema nánast gamanmál. Miðað við aðrar norrænar þjóðir hafa Ís- lendingar alla tíð verið afar fátækir af styrkj- um til myndlistarmanna, þeir fáir og smáir, jafnvel þykir enn í dag fréttnæmt þegar ung- um listamanni áskotnast þriðjungur af mán- aðartekjum kennara eins og skeði á dögunum. Ytra skipta hvers konar arfleiðslustyrkir ein- staklinga og hjóna hins vegar hundruðum í hverju landi fyrir sig og merktu menn það strax og þeir gerðust nemendur æðri lista- skóla. Þá eru opinberir styrkir til starfandi listamanna ekki skornir við nögl miðað við það sem hér gerist, veittir til fimm, tíu og fimmtán ára og á vissu aldursskeiði um ævilanga við- urkenningu að ræða fyrir mikilsvert framlag á vettvangnum, dæmi til um að viðkomandi hafi þá ekki náð fertugsaldri. Þ etta allt hitti Guðmundu Andrésdóttur ekki síður en aðra af hennar kynslóð, trú mín að hún hafi alið með sér vonir um frekara nám og dvalir erlendis og að það hafi átt þátt í ákvörðun hennar við sjóð- stofnunina. Áður en hún settist í kennaradeild Handíðaskólans haustið 1948, hafði hún verið einn vetur í skóla hins um þær mundir víð- fræga og umdeilda núlistamanns Otto Skjöld í Stokkhólmi, og líkast til haft taugar til að víkka sjóndeildarhringin til muna. Eðlilegt að í framhaldinu hafði viðkynningin við þá Sept- embermenn og dvöl í París mikil áhrif á þróun listar hennar. Hinn ljóðræni og fágaði módern- ismi ofarlega á blaði, í upphafsreit með frum- formin sem leiðistef, einkum þríhyrninginn, ásamt samræmdum litahryn og blæ- brigðaríkdómi á grunnfletinum. Seinna kom hringformið til sögunnar, meiri hreyfing og lá- réttar línur er bugðuðust um myndflötinn end- anna á milli. G uðmunda þótti lengstum standa í skugganum af hinum atkvæðameiri listamönnum September- og seinna Septem-hópsins, og það á stundum í þeim mæli að gagnrýnendur af yngri kynslóð drógu það óþægilega skýrt fram ár eftir ár. Rétt var að framlag hennar stakk ekki eins í augu, var hljóðlátara og flekarnir iðulega minni en bæði um fljótfærni og ósanngirni að ræða, ef ekki illkvittni. Það var svo ekki fyrr en yfirlitssýning var haldin í vestri sal Kjar- valsstaða 1990 að menn tóku hana í fulla sátt. Skal áréttað hér að hin skilvirka framkvæmd reyndist eftirminnilegur listasigur, jafnvel hin- ir yngstu sáu hana nú í nýju ljósi. Frá þeim degi fór vegur hennar mjög vaxandi, nú borð- leggjandi að hér var um að ræða einn merk- asta fulltrúa framsækinna viðhorfa á landinu. Þó til umhusunar að á þeim rúma áratug sem Guðmunda átti eftir ólifaðan var henni að ég bezt veit ekki sýndur neinn tiltakanlegur sómi af hinu opinbera og hún með öllu óþekkt utan landsteinanna. Minningarsjóður Guðmundu Andrésdóttur er til marks um að listakonan var af mun stærri gerð og ríkari manngildum búin en fyrrum andskotar hennar. Um leið skýr skila- boð til hinna yngstu um þann hug sem hinir eldri bera um velferð og framþróun íslenzkrar listar og nú skiptir öllu að styrkirnir rati í rétt- ar hendur, verði ekki sérvizku og annarlegri markaðssetningu að bráð. Sjóðurinn útrétt og funheit hönd til yngri kynslóða. Manngöfgi Guðmunda Andrésdóttir hjá einu verka sinna á árum áður. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is BÓKAFORLAGIÐ Bjartur heldur útgáfuhátíð á Súfistanum kl. 20.30 í kvöld. Tilefnið er útkoma skáldsög- unnar Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. Höfund- urinn les úr verkinu, auk þess sem Súkkat flytur nokkur lög. Landslag er aldrei asnalegt lýsir lífi nokkurra trillukarla í deyjandi sjávarbyggð á Íslandi og tilraunum þeirra til að finna þorskinn, ástina og guð. Útgáfuhátíð á Súfistanum HAFI einhver niðurstaða fengist í bókmenntaumræðum kanadískra og íslenskra rithöfunda í Iðnó á dög- unum, þar sem umræðuefnið var áhrif landslags og loftslags á bók- menntir, var hún helst sú, að raun- verulegt landslag væri óvinur sem þyrfti að sigrast á til þess að ímynd- að landslag fengi að blómstra. Það var kanadíska leikskáldið Wajdi Mouawad sem hélt þessari kenningu fram og aðrir þátttakend- ur í umræðunum annaðhvort tóku undir hana eða andmæltu henni ekki. Auk Mouawads sátu á rökstól- um í Iðnó kanadísku rithöfundarnir Wayne Johnson og Jane Urquhart, og Íslendingarnir Rúnar Helgi Vignisson, Sjón og Steinunn Sigurð- ardóttir. Stjórnendur umræðnanna voru kanadíski heimspekingurinn og rithöfundurinn John Ralston Saul og Sigurður A. Magnússon. Mouawad fæddist í Líbanon en fluttist þaðan með foreldrum sínum er hann var á barnsaldri, bjó lengi í París en fjölskyldan fluttist síðan til Montréal. Hann sagði að í Montréal hefði hann farið að skrifa um Líb- anon eins og það hafi verið í minn- ingunni, en þegar hann hafi svo loksins komist þangað hafi hann átt- að sig á því, að landslagið var ekkert líkt því sem hann þóttist muna eftir. En í minningunni hafi það verið mun fegurra en það hafi í rauninni verið. „Ég komst því að þeirri niður- stöðu, að landslag í bókmenntum eigi alltaf að vera ímyndað landslag og hef reynt að lýsa kanadísku landslagi öðru vísi en það í rauninni er. Í bókmenntum er því landslagið óvinur sem þarf að sigrast á til að maður geti leyft ímyndaða landslag- inu að blómstra,“ sagði Mouawad. Urquhart tók óbeint undir þetta er hún útskýrði hvernig kanadískir rithöfundar virtust svo oft vera á tveimur stöðum. „Annars vegar á þeim stað þar sem við búum og hins vegar á þeim stað sem við eigum rætur að rekja til. Og við búum til fegraða mynd af síðarnefnda staðn- um.“ Í hennar eigin tilviki væri sá stað- ur Írland og ef til vill mætti segja að fólk sem ætti rætur að rekja þangað væri hvað verst í þessum efnum. „Það talar um Eyjuna grænu en virðist hafa gleymt því að fólk hraktist þaðan vegna hungursneyð- ar. Frændur mínir verða þrungnir tilfinningu þegar þeir heyra írsk sönglög, en þeir hafa aldrei komið til Írlands.“ Sigurður vakti máls á þeim miklu áhrifum sem landslag og umhverfi hefði á tungumálið og Urquhart tók í sama streng og sagði þessa sjá mikinn stað á Írlandi. Moawadi sagði að þótt hann skrifi nú á frönsku sé hann í raun oft að leita í arabíska málhefð. Sjón kvaðst telja að næsta stóra skrefið í íslenskum bókmenntum yrði þegar innflytj- endur hér á landi færu að skrifa ís- lenskar bókmenntir. Landslagið er óvinurinn Á meðan kanadískir og íslenskir rithöfundar sátu á sviðinu í Iðnó og ræddu áhrif landslags og loftslags á bókmenntir var Kristján G. Arngrímsson á næstaftasta bekk og hlýddi á. Mouawadi Tískuvöruverslun Laugavegi 25 Norræn fræði og franskar bókmenntir FRANÇOIS-Xavier Dillmann, pró- fessor við Sorbonne-háskóla, heldur fyrirlesturinn Endurfundir franskra bókmenntamanna við fornnorræn fræði hjá Alliance française á Tryggvagötu 8 kl. 20 í kvöld. Fyr- irlesturinn er fluttur á frönsku. Dillmann hefur þýtt Snorra-Eddu og Heimskringlu á frönsku. Hann stjórnar einnig útgáfu tímarits um norræn fræði. Hann mun taka fyrir helstu þætti sem varða endurfundi franskra bókmenntamanna við forn- norræn fræði og staldra við fyrstu þýðingar Snorra-Eddu sem og Ís- landsleiðangur Pauls Gaimard 1836. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.