Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á VEGUM Læknafélags Íslands er nú unnið að því að móta stefnu í ör- yggismálum sjúklinga. Ákvörðun um þetta var tekin á síðasta aðalfundi fé- lagsins, en á fundinum flutti Jesper Paulsen, formaður dönsku lækna- samtakanna, erindi sem vakti mikla athygli og umræðu á fundinum. Paulsen þótti setja fram mjög ögr- andi fullyrðingar í erindi sínu og sagði m.a. að heilbrigðiskerfið væri ekki öruggur staður, en með því vís- aði hann til tíðra mistaka sem hann sagði að ættu sér stað í heilbrigð- iskerfinu. Læknafélagið er búið að skipa nefnd til að fjalla um öryggismál sjúklinga, en hún er undir forystu Jóns G. Snædals læknis. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin væri að hefja störf en hún stefndi að því að leggja fram tillögur fyrir for- mannafund Læknafélagsins í maí á næsta ári. Jón sagði að skoðun dönsku læknasamtakanna á málum sem þar hefðu komið upp hefði leitt í ljós að ekki væri hægt að byggja vinnuna eingöngu á kvörtunum sem bærust til landlæknis. Aðeins um helmingur erinda sem bærust til landlæknis fjallaði um eiginleg mistök í heil- brigðiskerfinu sem hefðu áhrif á heilsu sjúklings. Hinn helmingur er- indanna fjallaði um framkomu heil- brigðisstarfsfólks og skort á upplýs- ingum. Jón sagði að nefndin myndi því skoða málið frá víðara sjónar- horni. Jón sagði ljóst að það væri mann- legt að gera mistök og heilbrigðis- kerfið yrði að viðurkenna það sem staðreynd að mannleg mistök væru óhjákvæmileg. Spurningin væri hins vegar hvort hægt væri að draga enn- frekar úr líkum á að mistök væru gerð. Getum ekki komið í veg fyrir mannleg mistök Erindi Jespers Paulsen á síðasta aðalfundi LÍ vakti mikla athygli, en því fór fjarri að allir fundarmenn væru honum sammála í öllum atrið- um. Lesa mátti út úr erindi Paulsen að heilbrigðiskerfið hefði ekki lagt sömu áherslu á að reyna að koma í veg fyrir óhöpp og t.d. flugvélaiðn- aðurinn og bílaframleiðendur. „Við getum ekki komið í veg fyrir mannleg mistök en við getum bætt þau upp og reynt að afstýra þeim með því að koma á öryggiskerfi sem virkar og byggja upp sjúkrahús- menningu sem hefur öryggi sjúk- linga að leiðarljósi í stóru sem smáu. Það getum við lært af öðrum at- vinnugreinum og það verðum við að gera.“ Paulsen sýndi á fundinum myndir af fjórum brúnum glösum sem inni- héldu mismunandi stungulyf. Hann spurði hvers vegna væri ekki hægt að hafa lyfin í flöskum með mismun- andi lit. Þarna væru menn að bjóða hættunni heim. Hann benti líka á að stútar sem settir eru á sjúklinga til að gefa þeim vökva í æð eða melting- arveg væru þeir sömu. Á hverju ári yrðu mistök sem fælust í því að starfsfólk gæfi sjúklingum lyf í æð sem ættu að fara í meltingarveg eða öfugt. Hann vakti í þessu sambandi athygli á að stútar á bensíndælum væru þannig að ekki væri hægt að dæla blýbensíni í bensíntanka bíla með efnahvarfa. Læknafélagið markar stefnu í öryggismálum sjúklinga HEILBRIGÐISSTOFNUN Banda- ríkjanna í Washington veitti nýlega Helga Valdimarssyni, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Há- skóla Íslands svonefndan Fogarty fræðimannastyrk. Þessi tegund Fogarty-styrks er aðeins veitt fáum, reyndum fræðimönnum sem skarað hafa fram úr á sínu sviði. Helgi Valdimarsson á að baki langan feril í ónæmisfræði, en hann hefur tekið virkan þátt í mótun og uppbyggingu nútíma ónæmisfræði. Aðalviðfangsefni hans undanfarin ár hafa verið rannsóknir á orsökum og sjúkdómsferli psoriasis. Helgi getur nú varið samtals einu ári við fyrirlestrahald, rannsóknir og fræðastörf í samvinnu við vísinda- menn Heilbrigðisstofnunarinnar. Helgi er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu, en nokkrir vísindamenn hafa fengið aðra styrki frá Fogarty-sjóðnum. Hlaut Fog- arty fræði- mannastyrk VEIÐIN á Iðu í Biskupstungum var betri á nýafstaðinni vertíð en í fyrra, en var þó allnokkuð frá sínu besta. Að sögn kunnugs manns á svæðinu voru rúmlega 100 laxar í veiðibókinni, sem þykir benda til að heildarveiðin hafi verið tvisvar sinnum það, því tveir hópar stunda veiði á Iðu og bókar annar aflann en hinn ekki. Mat manna sé að heildarveiði beggja sé yfirleitt svipuð. Það hafi því veiðst nokkuð á þriðja hundrað laxar á svæðinu. Það er ekki svo slæmt þegar haft er í huga að erfið skilyrði voru á svæðinu yfir hásumarið, gríðarlega mikið vatn í Hvítá vegna hitaleysinga. Við þær kringumstæður er Iða erfið til veiða og laxinn freistast til að ganga fyrr upp í Stóru-Laxá. Með- alþungi var með lægsta móti á Iðu í sumar og stærsti bókaði laxinn „að- eins“ 16 pund, sem þykir vera saga til næsta bæjar á þessum rómaða stór- laxastað. Há lokatala í Vatnamótum Ragnar Johansen, leigutaki Vatna- móta, sagði í samtali við Morgunblað- ið að heildarveiði í Vatnamótunum væri 908 fiskar, aðeins fimm færri en í fyrra. „Geldfiskurinn var miklu stærri í sumar og haust, mikið 3 til 5 pund í staðinn fyrir að vera alveg ofan í 1–2 pund eins og sum árin. Þá er miklu meira af stórfiski en áður og þakka ég það því að við sleppum nú flestum vorfiskum og veiðum þá að- eins á flugu. Þetta skilar sér. Við er- um með þrjá 16 punda stærsta og marga yfir 10 pund,“ sagði Ragnar. Hann sagði og að veiðin hefði verið endaslepp í Hörgsá, aðeins fáeinir tugir birtinga veiðst. „Það var lítið veitt í ánni síðustu dagana, en þeir sem fóru síðast fengu þó fjóra fiska, þar af einn 10 punda,“ bætti Ragnar við. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Veiðimenn landa laxi á Iðu. Iða var betri en í fyrra BEINÞYNNING er sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem af honum þjást og er mikið heilsufars- vandamál. Alls var 251 einstaklingur lagður inn á Landspítala – háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á árinu 2000 vegna beinbrota af völd- um beinþynningar. Legudagar vegna þessa voru rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð og legukostnaður á bilinu 130–230 milljónir kr. Þessar upplýsingar komu fram í erindi dr. Björns Guðbjörnssonar, formanns Beinverndar, á morgunverðarfundi sem haldinn var í tilefni af alþjóðlega beinverndardeginum 20. október. Yf- irskrift dagsins var lífsgæði og bein- þynning. Á fundi Beinverndar í gær var vakin athygli á því hve alvarlegt heilbrigðisvandamál beinþynning er í samfélaginu. Í kjölfar beinþynningar er algengt að hreyfigetan skerðist, bæði vegna þess að líkaminn aðlagast breyttum líkamsburði og í sumum til- fellum vegna viðvarandi verkja í stoð- kerfi. samtökin Beinvernd, sem stofn- uð voru fyrir rúmum sex árum hafa einnig gefið út fréttabréf í tilefni al- þjóðlega beinverndardagsins og var gestum á fundinum afhent fyrsta ein- takið. Fjallað um beinþynningu á alþjóðlega beinverndardeginum Morgunblaðið/Kristinn Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar, mældi þéttleika beina Jónínu Bjartmarz alþingismanns á morgunverðarfundi Beinverndar. Björn Guðbjörnsson, formaður Beinverndar, fylgist með. 3.600 legudagar vegna brota Á ÁRSFUNDI Starfsgreina- sambandsins var samþykkt samhljóða ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til stuðn- ings vegna ættleiðinga frá út- löndum, líkt og tíðkast í ná- grannalöndum. Í ályktuninni segir að heil- brigðiskerfið taki þátt í margvís- legum kostnaði vegna barn- eigna, eins og eðlilegt sé, en engar ívilnanir séu veittar því fólki sem leitar eftir að ættleiða barn frá útlöndum eins og gert sé í nágrannalöndunum. Ljóst sé að því fylgi umtalsverður kostnaður og ekki á færi lág- launafólks að fara þessa leið. „Þátttaka almannatrygginga í kostnaði við ættleiðingar frá út- löndum hlýtur að eiga að vera sjálfsagður hluti velferðarkerfis – ef það á að rísa undir nafni,“ segir í ályktuninni. Dæmi um að fólk hafi ekki efni á að ættleiða barn Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, hafði frumkvæði að þessari ályktun. Er hann kynnti hana tók hann dæmi um hjón sem til margra ára hefðu án ár- angurs reynt að eignast barn. Þau hefðu fengið vilyrði fyrir ættleiðingu á barni frá Kína en kostnaður við það hefði numið um einni milljón króna. Þá pen- inga hefðu hjónin ekki átt. Að- alsteinn sagði ennfremur að þetta mál yrði tekið upp á Al- þingi í vetur, öllum þingmönn- um hefði verið ritað bréf þar sem þeir voru hvattir til aðgerða þannig að komið yrði til móts við fólk sem þyrfti að ættleiða börn frá útlöndum. Nú þegar er er komin fram þingsályktunartil- laga í þessa veru frá þingmönn- um fjögurra þingflokka. Á ársfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem mót- mælt er harðlega þeirri áætlun ríkisstjórnarinnar að rýra kjör öryrkja „enn og aftur“, nú með því að lengja bið eftir styrk til bílakaupa úr fjórum í sex ár. Fleiri ályktanir voru samþykkt- ar á ársfundinum, m.a. um kjaramál og Kárahnjúkavirkj- un, og hægt er að nálgast þær á vef Starfsgreinasambandsins. Stjórnvöld hvött til stuðnings við ætt- leiðingar TENGLAR ............................................. www.sgs.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur með dómi sínum viðurkennt eign- arrétt Háskóla Íslands að jörðinni Herdísarvík, sem Einar Benedikts- son skáld gaf háskólanum árið 1935. Viðurkenndur var eignarréttur að allri eigninni, ásamt þeim mann- virkjum sem hafa verið reist á henni. Málið höfðaði Háskólinn gegn þeim sem töldu til réttar yfir jörðinni eða mannvirkjum á henni. Lýst var eftir aðilum í Lögbirtingablaði en enginn gaf sig fram. Af hálfu háskólans var málsatvik- um svo lýst að með gjafabréfi dags. 28. september 1935 hafi Einar Bene- diktsson prófessor gefið háskólanum jörðina Herdísarvík ásamt húsum, gögnum og gæðum. Hins vegar hafi það verið tekið fram að íbúðarhúsið sjálft væri í eigu ríkisins. Af hálfu Háskólans var því haldið fram að engir fyrirvarar hafi verið í gjafabréfinu um eignarrétt annarra að jörðinni. Gjafabréfinu hafi hins vegar verið þinglýst með þeirri at- hugasemd að eignarheimild brysti að 7⁄72 hlutum jarðarinnar. Af hálfu Háskólans var talið að af- staða Einars Benediktssonar til eignarhalds á íbúðarhúsinu væri ekki á rökum reist. Þá hafi eftir- grennslan háskólans eftir mögu- legum eigendum að 7⁄72 hlutum jarð- arinnar engan árangur borið. Ingveldur Einarsdóttir, settur dómstjóri, dæmdi málið. Herdísarvík Eignarrétt- ur Háskóla Íslands við- urkenndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.