Morgunblaðið - 22.10.2003, Síða 22
ÝMSAR aðferðir eru notaðar til að halda minningumum fólk og atburði til haga. Sumum nægir að setjamyndir í albúm. Nú fer gerð úrklippualbúma eða
„scrapbooks“ eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Evr-
ópu og þar skiptir sagan á bak við myndina mestu máli.
„Þetta hefur heldur betur tekið kipp,“ segir Björg
Benediktsdóttir hjá versluninni Föndru. „Við fundum
fyrir mjög auknum áhuga í kjölfar þáttar um þetta
efni hjá Opruh Winfrey í sjónvarpinu fyrir nokkru.
Í umræddum þætti var viðtal við konu sem ákvað
að setjast niður eitt kvöld og búa til úrklippubók um
börnin sín. Hún rankaði við sér klukkan fimm um
nóttina og var þá búin að sitja við allan tíman. Konan
gefur nú út blað og er með vef á netinu um úr-
klippubækur. Það sem byrjaði með einni bók er orðið
að fyrirtæki sem framfleytir fjölskyldunni.“
Mikið úrval af pappír og fylgihlutum
Í verslunnini Föndru er hægt að fá allt milli him-
ins og jarðar til að búa til úrklippualbúm. Þar eru al-
búm, sérstakur pappír sem notaður er sem grunnur
sem á eru límdar myndir, texti og ýmsir hlutir og
skreytingar, allt eftir hvað við á.
Hægt er að velja pappír
með ákveðið þema, enda
úrvalið mjög fjölbreytt. Til
dæmis er til pappír með
fiskum fyrir myndir úr
veiðiferðinni. Þá er til
pappír með golfmyndum,
barnamyndum, dýrum og
fleiru. Einnig er hægt að fá gamaldags pappír sem
passar fyrir gamlar myndir. Meira að segja eru til
skrautleg horn sem minna á festingar í gömlum al-
búmum.
Hugmyndaflugið skiptir mestu máli
„Í raun og veru er hugmyndaflugið það eina sem
skiptir máli, “ segja þær Björg og Elínborg (Bogga),
sem einnig vinnur í versluninni. Þær eru nýkomnar
af námskeiði í Hollandi þar sem um 150 manns, þar
af í mesta lagi 10 karlar, frá ýmsum heimshornum
sátu og lærðu að búa til úrklippualbúm eina helgi, frá
morgni til kvölds, og skiptust á hugmyndum og skoðunum.
„Það eru engin takmörk fyrir því hvernig
fólk getur sett upp svona minningabók. Það
fer eftir tilefninu, hugmyndafluginu og smekk
hvers og eins.“
Mikil áhersla er lögð á að allur pappír og
allt efni sem notað er sé sýrufrítt til þess að
myndirnar og pappírinn endist sem lengst.
Bækurnar eru margar hverjar þannig að þær
eru með plastvösum sem síðurnar eru settar
í. Þetta er meðal annars gert til þess að hægt
sé að breyta síðunni og bæta inn á hana.
Persónuleg gjöf
Þær Björg og Bogga rifja upp þegar þær
bjuggu til bók um ferð saumaklúbbsins. „Það
var eins og maður upplifði ferðina upp á
nýtt,“ segja þær. Þær eru sammála um að
svona bækur segi svo miklu meira en venju-
leg myndaalbúm, jafnvel þótt í þeim séu mun
færri myndir. Svo séu bækurnar einnig mjög
persónulegar og hægt að gefa þær sem minn-
ingu um viðburði í ævi fólks. Til dæmis komu
systkini í verslunina til að kaupa efni í bækur
sem þau ætluðu að gera um hvert þeirra og
gefa foreldrum sínum.
Föndra hefur efnt til föndurferðar und-
anfarin þrjú ár. Um miðjan nóvember stend-
ur til að fara í slíka ferð í Borgarnes og þar
verður hægt að læra að búa til síður í úr-
klippualbúm auk þess sem hægt er að læra
að gera mósaík, kort og mála á tré.
En það er víða hægt að læra að búa til úr-
klippualbúm. Bæði fást tímarit um efnið og á
Netinu er hægt að panta tímarit og fá margs-
konar upplýsingar á ýmsum heimasíðum um
efnið. Bara að fara inn á leitarvef og leita að
„scrapbook“ eða „scrapbooking“.
Mikilvægast að skrifa söguna
Á þessum vefjum er lögð áhersla á að
þetta sé ekki listgrein. Bækurnar eru vel
heppnaðar svo framarlega sem sá sem býr
þær til er ánægður. Mikilvægast af öllu er að
skrifa söguna í kringum myndirnar, frekar
meira en minna. Þá er bent á að skemmtileg-
ast sé að hafa atburðina í réttri tímaröð, og
af því að bækurnar eru oft mjög persónu-
legar þykir sjálfsagt að setja inn hluti sem
tilheyra atburðinum eða persónunni sem
fjallað er um. Í bók um börn er tilvalið að
láta teikningar fylgja með og í bók um ferða-
lag er gaman að láta farmiða fylgja með, lest-
armiða, miða inn á söfn og fleira.
Björg segir þetta afar gefandi áhugamál.
Það henti mjög mörgum og hún hafi það á til-
finningunni að það sé alls ekkert frekar fyrir
fólk sem er mikið fyrir föndur. Þetta henti
mun breiðari hópi.
ÁHUGAMÁL
Morgunblaðið/Ásdís
Föndurkonur: Anna Stefánsdóttir, Elínborg Proppé og Björg Benediktsdóttir í Föndru fyrir
framan rekka af pappír og fylgihlutum til að búa til úrklippualbúm.
Minningar geymdar
í úrklippualbúmi
Útkoman
ræðst af tilefn-
inu, hugmynda-
flugi og smekk
hvers og eins.
DAGLEGT LÍF
22 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
lifun
Frítt til áskrifenda!
tímarit um heimili og lífsstíl
Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn 29. október
INFLÚENSA er veirusýking sem
kemur árlega hér á landi eins og í
öðrum löndum. Hún er þekkt að
því að valda mannskæðum far-
öldrum á nokkurra áratuga fresti
en þekktastur þeirra er Spán-
arveikin (spænska veikin) sem
geisaði 1918–1919. Talið er að í
þessum faraldri hafi um 20 millj-
ónir einstaklinga látist í heim-
inum og fleiri hundruð á Íslandi.
Það sem einkennir inflúensu um-
fram aðrar veirusýkingar er að
veiran breytir sér reglulega þann-
ig að mótefni sem
myndast hjá ein-
staklingum sem sýkj-
ast duga ekki til fullr-
ar verndar þegar
veiran kemur að ári.
Oftast er sýkingin í
gangi hér á landi á
veturna og getur haf-
ist allt frá október-
mánuði, eins og í ár, fram í apríl/
maí. Venjulega tekur 2–3 mánuði
fyrir sýkinguna að ganga yfir og
hennar verður síðan ekki vart
fyrr en að ári liðnu.
Einkenni
Í hvert skipti sem inflúensa
geisar sýkist stór hluti þjóð-
arinnar, einkum börn og ungling-
ar. Helstu einkenni sýkingarinnar
eru:
hár hiti sem byrjar skyndilega
höfuðverkur og beinverkir
hósti, hæsi, nefrennsli og háls-
særindi
kviðverkir og uppköst sem
einkum eru áberandi hjá börn-
um.
Venjulega gengur hitinn yfir á
3–5 dögum en slappleiki og hósti
geta staðið mun lengur. Yfirleitt
ná sjúklingar sér að fullu en gam-
alt fólk og einstaklingar með
langvinna sjúkdóma
geta veikst alvarlega og
jafnvel dáið.
Ráð við flensu
Besta ráðið til að
forðast inflúensu er
bólusetning á hverju
hausti og er virkni
bólusetningarinnar um 60–90%. Á
markaði eru lyf gegn veirunni
sem eru árangursrík einkum ef
þau eru notuð á fyrstu tveimur
dögum veikindanna. Sjúklingum
með inflúensu er ráðlagt að halda
kyrru fyrir heima, hvíla sig vel og
drekka vökva ríkulega. Hitalækk-
andi lyf eru árangursrík til að
lækka hitann og lina óþægindi en
forðast ætti að neyta aspirínlyfja
vegna hættu á svokölluðu Reye’s
heilkenni. Reye’s heilkenni er
sjaldgæfur en alvarlegur sjúk-
dómur í lifur og miðtaugakerfi
sem einkum hefur verið lýst hjá
einstaklingum með inflúensu og
hlaupabólu sem neyta aspirínlyfja.
Þórólfur Guðnason,
yfirlæknir á sóttvarnasviði,
Landlæknisembættinu.
FRÁ LANDLÆKNI
Inflúensa
Inflúensan: Veirusýking sem m.a.
lýsir sér í háum hita, höfuðverk,
hálssærindum og kvefi.
TENGLAR
..............................................
www.landlaeknir.is
Það sem ein-
kennir inflú-
ensu umfram
aðrar veirusýk-
ingar er að
veiran breytir
sér reglulega.