Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 4

Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUÞING samþykkti í gær að fela kirkjuráði að vinna að því að greiðslur fyrir skírn og fermingar- fræðslu verði teknar út úr gjaldskrá fyrir aukaverk presta en færð inn í föst laun þeirra í meðförum kjara- nefndar. Átta önnur mál voru sam- þykkt á þinginu í gær, en því lýkur á morgun í Grensárkirkju. Prestafélag Íslands fór fram á það við kirkjuráð að endurskoða greiðslur fyrir aukaverk presta og fermingarfræðslu þar á meðal. Í greinargerð með þingsályktunartil- lögunni, sem flutt var af Karli Sig- urbjörnssyni biskup, segir m.a. að þegar lögin hafi verið sett árið 1931 um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra hafi flest presta- köll landsins verið álíka fjölmenn og tekjur af aukaverkum svipaðar. Nú sé íbúafjöldi í prestaköllum mjög misjafn og tekjurnar þar af leiðandi líka. Erlendis þekkist þessar greiðslur ekki og hafi verið felldar niður á Norðurlöndunum „fyrir löngu“. Þess má geta að ný gjaldskrá fyrir fermingarfræðslu tók gildi 1. október sl. sem kveður á um 9.300 kr. greiðslu fyrir hvert fermingar- barn. Hlutkesti varpað í jöfnu biskupakjöri Af fleiri samþykktum málum Kirkjuþings í gær má nefna að kirkjuráði var falið, í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu, að móta heildarstefnu í fræðslumálum þjóð- kirkjunnar á grundvelli starfs- mannastefnu og stefnumótunar. Einnig var samþykkt að vinna að svonefndri kærleiksþjónustu við börn í leik- og grunnskólum. Þá var samþykkt að breyta starfs- reglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa þannig að ef at- kvæði falla jöfn, líkt og gerðist í síð- asta kjöri Hólabiskups, þá skal varpa hlutkesti en ekki vísa málinu til kirkjumálaráðherra. Sömuleiðis var samþykkt að allir þeir sem hafa kosningarétt í slíku kjöri skuli vera í þjóðkirkjunni. Níu mál voru samþykkt á Kirkjuþingi í gær Skírnir og fermingar inn í föst laun presta „ÞETTA hefur stundum verið erfitt en afar skemmtilegt,“ segir Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem útskrifast með tvær há- skólagráður, embættispróf í lögfræði og BA próf í hagfræði, frá Háskóla Íslands á morgun, en sam- kvæmt óformlegri könnun innan Háskólans hefur alþingismaður ekki verið útskrifaður frá skól- anum síðan Ragnhildur Helgadóttir útskrifaðist fyrir um hálfri öld. Ágúst Ólafur hóf nám í lögfræði fyrir sex árum og bætti hagfræð- inni fljótlega við. „Mér fannst þetta passa vel saman og svo tengjast þessar greinar mínu aðaláhuga- máli, stjórnmálunum, eru pólitískar greinar í eðli sínu og því alveg rak- ið að blanda þeim saman.“ Í kosningunum í vor sem leið var Ágúst Ólafur, sem er 26 ára, kjör- inn á Alþingi, en hann segir að hann geti vel hugsað sér að fara í framhaldsnám erlendis í framtíð- inni. „Ég held reyndar að það sé ekki sérstök þörf á fleiri lögfræð- ingum á þing en mér sýnist að það sé mikil þörf á fleiri hagfræð- ingum,“ segir hann og bætir við að aðaltriðið nú sé að standa sig á Al- þingi og leggja þar eitthvað af mörkum. „Ég ætla samt ekki að verða ellidauður í pólitík enda ekk- ert öruggt í pólitík og því þarf mað- ur að hafa útgönguleið, en ég vona að þetta nám geti verið slík leið ef til þess kemur.“ Þingmaður útskrifast með tvær háskóla- gráður Ágúst Ólafur Ágústsson HRAFN Jökulsson, formaður Hróks- ins, segir að verið sé að endurskipu- leggja Skákfélagið Hrókinn með það fyrir augum að í framtíðinni verði Hrókurinn fyrst og fremst barna- skákfélag. Hrókurinn efnir til skákhátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina undir kjörorðinu Við erum ein fjölskylda. Hrafn segir að félagið standi á vissum tímamótum og nú sé tækifæri til að láta langþráða og stóra hluti gerast í íslensku skáklífi. „Við höfum á undanförnum árum einbeitt okkur að tvennu. Annars vegar að því að byggja upp áhuga barna á skák og hins vegar að því að halda alþjóðlega skákviðburði. Á síðustu 20 mánuðum höfum við skipulagt 10 alþjóðleg mót af öllu tagi og á sama tíma höfum við farið í mörg hundruð skólaheimsóknir og dreift skákbókum, en í lok vetrar verða alls 12.000 krakkar komnir með bókina í hendur. Einstök stemmning hefur skapast fyrir skák í landinu, sama hvar borið er niður, og skákin er að verða sú almenningseign sem hæf- ir þjóðaríþróttinni. Í Smáralind ætl- um við að líta um öxl, skoða hvað hef- ur áunnist og fagna.“ Á hátíðinni, sem hefst klukkan 17 í dag og verður fram haldið á morgun og sunnudag, verður meðal annars sögusýning í tilefni fimm ára afmælis félagsins, myndasýning frá skák- keppni á Grænlandi, risafjöltefli þar sem stórmeistarar tefla við börn og fullorðna, bein útsending frá Íslands- móti skákfélaga og ýmis skemmtiat- riði auk þess sem stuðningsfyrirtæki Hróksins verða með vörusýningar og miðasala hefst í sóknarhappdrætti Hróksins, sem er fjáröflunarhapp- drætti félagsins. Metnaðarfull framtíðarsýn „Við snúum okkur til almennings og biðjum fólk að leggja okkur lið,“ segir Hrafn. „Við erum með mjög metnaðarfulla framtíðarsýn og stefnum að því að á næsta ári verði hægt að festa í sessi mjög mikilvæga hluti bæði innan og utan skólakerf- isins. Að það verði hægt að byggja upp skáklíf hringinn umhverfis landið og alþjóðleg mót verði fest í sessi. Við boðum til kosninga. Leggjum fram það sem við höfum gert og það sem við viljum gera. Við biðjum fólk um að kjósa Hrókinn, veita okkur liðsinni með því að taka þátt í þessu fjáröfl- unarátaki okkar, því jafnframt því sem við stöndum í stórræðum á sviði alþjóðlegra móta eins og Mjólkur- skákmótinu á Hótel Selfossi í næstu viku og einvígi Larsens og Friðriks á Hótel Loftleiðum um miðjan nóvem- ber erum við að endurskipuleggja Skákfélagið Hrókinn með það fyrir augum að í framtíðinni verði Hrók- urinn fyrst og fremst barnaskák- félag.“ Skákhátíð Hróksins, Við erum ein fjölskylda, í Smáralind í Kópavogi Hrókurinn verði barnaskákfélag AUSTURBÆJARBÍÓ hefur bæði menningarsögulegt gildi og gildi fyrir umhverfi sitt og auðvelt er að laga það að breyttri notkun. Því eiga borgaryf- irvöld ekki að heimila niðurrif hússins heldur finna leiðir til varðveislu þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Hús- friðunarnefnd ríkisins sendi skipu- lags- og byggingarnefnd 26. ágúst en í því var jafnframt óskað eftir upplýs- ingum um hvar málið væri statt í ákvarðanaferli stjórnsýslunnar. Að sögn Magnúsar Skúlasonar, forstöðu- manns Húsfriðunarnefndar, hafa enn engin svör borist við þeirri fyrir- spurn. Orðrétt segir í bréfi Húsfriðunar- nefndar: „Nefndin telur að húsið hafi bæði menningarsögulegt gildi og gildi fyrir umhverfi sitt. Í dag skemmir málning frá síðari tímum útlit húss- ins, en yrði upprunaleg ytri áferð þess og litaval kölluð fram, myndi húsið sóma sér vel á nýjan leik. Húsið er rúmgott, innra fyrirkomulag þess haganlegt og auðvelt að laga það að breyttri notkun. Því verður ekki ann- að séð en að húsið geti áfram þjónað samfélaginu við hagstæðar aðstæður. Nefndin tekur undir umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bygging- arlistadeildar Listasafns Reykjavík- ur, dags. 26. mars 2002, og skorar á borgaryfirvöld að heimila ekki niður- rif hússins og finna leiðir til varðveislu þess,“ segir í bréfi Húsfriðunarnefnd- ar ríkisins. Ekki verði heimilað að rífa Austur- bæjarbíó HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 5 ára fangelsi yfir Rúnari Ben Maits- land, sem tók þátt í að flytja 890 grömm af amfetamíni og 979 grömm af hassi til landsins. Efnin fundust á þýskum ríkisborgara þegar hann kom til landsins á síðasta ári. Sá var dæmdur í 2½ árs fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur og undi dómnum. Þjóðverjinn viðurkenndi að hafa tekið við efnunum frá erlendum manni og sagðist hafa átt að koma þeim til viðtakanda hér á landi og lýsti sig fúsan til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Lögregla skipti á fíkniefnunum og útbjó pakka með gerviefni, sem Þjóðverjinn af- henti ákærða Rúnari Ben á hótelher- bergi og lá fyrir í málinu hljóðupp- taka af samtali þeirra. Hæstiréttur taldi, að ráða mætti af hljóðupptöku af samtali mannanna tveggja, að ákærði hafi staðið í fíkni- efnaviðskiptum við umræddan er- lendan mann og að þau viðskipti hafi verið hafi í föstum skorðum. Ákærða var gefið að sök að hafa tekið þátt í innflutningi Þjóðverjans með því að hafa tekið við úr hendi hans pökkum sem hann hafi álitið vera fíkniefni, í því skyni að selja þau hér á landi. Þar sem efnin sem ákærði tók við voru gerviefni, þótti Hæstarétti skorta á það hlutræna samhengi að brot hans gæti orðið fullframið og var háttsemi hans metin sem tilraun til brots. Þetta hafði þó engin áhrif á refsi- ákvörðun í málinu. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Pétur Kr. Hafstein, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Haraldur Henrysson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari. Verjandi ákærða var Ólafur Sigurgeirsson hrl. Málið sótti Ragn- heiður Harðardóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. 5 ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur, segir að bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins um hugsanlega friðun Austurbæj- arbíós hafi enn ekki verið rætt í skipulags- og bygginganefnd. „Það hefur ekki verið tekið fyrir og ástæðan er sú að bréfið barst okkur nýlega og frá því það kom hefur málið ekki verið formlega til um- ræðu í skipulagsnefndinni. Um leið og málið er formlega inni í nefnd- inni verður bréfið lagt fram. Það er ekki venja í stjórnsýslunni, hvorki í skipulagsnefnd né annars staðar, að leggja fram slík bréf nema þau tengist málum á dagskrá.“ Steinunn segir kynningarfund vegna málefna Austurbæjarbíós hafa verið haldinn á miðvikudag á reitnum með íbúum og hags- munaaðilum. Sjálf sé hún stödd er- lendis en varaformaður skipulags- nefndar og fólk af skipulags- og byggingarsviði hafi verið á þeim fundi og farið yfir og kynnt verk- efnið. „Málið er sem sagt í byrj- unarkynningarferli núna,“ segir Steinunn. Málið í kynn- ingarferli „HANN sýndi þessu mikinn áhuga og hefur auðsjáan- lega mikinn áhuga á að taka til hendinni í þessum málum í heimalandi sínu,“ sagði Alma Eir Svavarsdóttir, starf- andi yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Efstaleiti í Reykjavík, um heimsókn Rudolf Zajac, heilbrigð- isráðherra Slóvakíu, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. Heilbrigðisráðherrann skoðaði heilsugæslustöðina í gær og Alma Eir og Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, fluttu fyr- irlestra um heilbrigðiskerfið hér á landi, heilsugæsluna og framhaldsnám í heimilislækningum en Alma Eir er kennslustjóri framhaldsnáms sem fer að hluta til fram við heilsugæslustöðina í Efstaleiti. Rudolf Zajac er læknir og sagðiAlma Eir að hann hefði sýnt mikinn áhuga á uppbyggingu framhaldsnáms í heimilislækningum hér á landi og hefði haft orð á því að margt mætti af því læra. „Það er alltaf gaman að hitta fólk frá öðrum löndum og skiptast á skoðunum,“ bætti Alma Eir við. Fékk heilbrigðisráðherra Slóvakíu í heimsókn Morgunblaðið/Árni Sæberg Rudolf Zajac ræddi meðal annars við Ölmu Eir Svavarsdóttur þegar hann skoðaði heilsugæslustöðina í Efstaleiti. Hefur áhuga á að taka til hendinni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.