Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GERA má ráð fyrir því að verðbólga
verði 3,7% á næsta ári og 5,7% á
árinu 2005, nafnvextir fari úr 5,9% á
næsta ári og hækki í 9,2% á árinu
2005, skv. spálíkani hagdeildar ASÍ
sem kynnt var á ársfundi sambands-
ins í gær. Þessi spá er þó með mörg-
um fyrirvörum vegna óvissu um
framvindu efnahagsmála næstu árin
en í spánni er gengið út frá svipuðum
forsendum og Seðlabanki og fjár-
málaráðuneytið gerðu í sínum spám
fyrr á árinu. Er m.a. gert ráð fyrir
byggingu Fjarðaráls og Kárahnjúka-
virkjunar í þessu spálíkani en ekki að
ráðist verði í stækkun Norðuráls á
árunum sem um ræðir.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur ASÍ, kynnti spá hagdeildarinn-
ar um þróun helstu hagstærða á
næstu tveimur árum en hún er að
mestu byggð á frumgerð spálíkans
sem hagdeildin er að vinna að í sam-
vinnu við Hagfræðistofnun HÍ. Hag-
deildin hefur sett fram nokkrar mis-
munandi spár miðað við ólíkar
forsendur sem settar eru fram sem
mismunandi sviðsmyndir um líklega
þróun efnahagsmála á næstu tveim-
ur árum.
Spáin fyrir árin 2004 og 2005 skv.
grunndæmi sem Ólafur Darri setti
fram gerir einnig ráð fyrir að hag-
vöxtur verði 2,2% á næsta ári og 3,7%
2005. Atvinnuleysi yrði skv. þessu
3,4% á næsta ári og 2,6% árið 2005.
Hærri vextir og verðbólga ef
samneyslan vex um 4% á ári
Ólafur Darri lagði einnig fram ým-
is dæmi um frávik frá þessari spá
miðað við aðrar forsendur. Ef t.d. er
gert ráð fyrir að samneyslan vaxi að
magni til um 4% hvort árið um sig,
sem er sami vöxtur og á undanförnu
ári, í stað 1% vaxtar 2004 og 2% árið
2005 sem gert er ráð fyrir í þjóð-
hagsspá og fjárlagafrumvarpi, breyt-
ist spáin umtalsvert. Verðbólga verð-
ur þá til muna meiri á tímabilinu eða
3,6% á næsta ári og 5,9% árið 2005 og
nafnvextir 6,2% á næsta ári en 9,5%
seinna árið. Ólafur Darri segir að í
þessu dæmi sé greinilegt að aukin
opinber útgjöld muni leiða til auk-
innar spennu í hagkerfinu og því
muni Seðlabankinn þurfa að grípa til
mótvægisaðgera og hækka vexti enn
frekar. Lagði hann áherslu á að hag-
deildin gengi ekki út frá því að verð-
bólga færi upp fyrir efri mörk verð-
mólgumarkmiðs Seðlabankans, því
gera yrði ráð fyrir að Seðlabankinn
gripi til aðgerða ef efnahagsþróunin
verður í þessa veru.
Verði einnig ráðist í stækkun
Norðuráls á næstu tveimur árum
samhliða aukinni samneyslu má gera
ráð fyrir skv. dæmi hagdeildar ASÍ
að hagvöxtur verði mun meiri eða
4,2% á næsta ári og 6,2% árið 2005,
verðbólga verði 3,5% 2004 og 5,6%
árið 2005. Vaxtastigið hækkar hins
vegar enn meira og má gera ráð fyrir
6,4% nafnvöxtum á næsta ári en
10,2% vöxtum á árinu 2005. Atvinnu-
leysi verður hins vegar minna en í
öðrum dæmum sem sett eru upp í
spálíkani ASÍ eða 3,5% á næsta ári
og 2,9% árið 2005.
Kynntar efnahagsráðstafanir
duga ekki til á móti þenslunni
Í greinargerð hagdeildarinnar
sem lögð var fram á ársfundinum
segir að hversu mikið muni reyna á
peningamálastefnu Seðlabankans
ráðist af stefnu ríkisstjórnarinnar í
ríkisfjármálunum. Kynntar efna-
hagsráðstafanir dugi ekki til að
spenna á móti þensluáhrifum vegna
Kárahnjúkavirkjunar.
„Þróun samneyslu síðustu ára gef-
ur til kynna að hún muni aukast
meira en fram kemur í nýframlögðu
fjárlagafrumvarpi. […] mun aukin
eftirspurn hins opinbera á innan-
landsmarkaði leiða til meiri þenslu í
hagkerfinu.
Afleiðingin er aukin verðbólga og
hærri vextir. Þetta mun flytja aukna
ábyrgð á herðar peningamálastefnu
og þar með Seðlabankann. Seðla-
bankinn mun þurfa að hækka vexti
til að verðbólgumarkmiðið haldi.
Hann mun því sporna gegn þensl-
unni með því að hækka vexti og það
mun leiða til enn meiri styrkingar á
krónunni. Meiri styrking krónunnar
og hækkun vaxta mun aftur leiða til
enn meiri ruðningsáhrifa og það
veldur meira atvinnuleysi en ella
hefði orðið.
Mikið mun velta á því hvernig
tekst að samhæfa stjórn ríkisfjár-
mála og peningamála,“ segir í grein-
argerð ASÍ um horfur í efnahags-
málum árin 2004 og 2005, sem rædd
er á ársfundi ASÍ í tengslum við um-
ræður um undirbúning launþega-
hreyfingarinnar í komandi kjara-
samningum, sem samningar flestra
félaga og sambanda innan ASÍ renna
út um eða fljótlega eftir næstu ára-
mót.
Greinargerð hagdeildar Alþýðusambands Íslands um efnahagsþróun á árunum 2004 og 2005
Spá meiri verðbólgu
og hærri vöxtum
UNDIRBÚNINGUR fyrir kom-
andi kjarasamninga og áherslur
launþegahreyfingarinnar í atvinnu-
og byggðamálum einkennir umræð-
ur á ársfundi Alþýðusambands Ís-
lands sem hófst í gær.
Í drögum að uppleggi í kjara- og
efnahagsmálum sem lögð voru fyrir
ársfundinn segir að skoða þurfi
kosti og galla þess að landssam-
bönd ASÍ geri sín í milli samstarfs-
samning í tengslum við komandi
kjaraviðræður um að fela ASÍ til-
tekin verkefni sem snúa að sam-
skiptum við stjórnvöld og sam-
eignileg verkefni við gerð
kjarasamninga.
Lagt til að atvinnuleysisbætur
verði tengdar við fyrri tekjur
Sett er fram forgangsröðun vel-
ferðartillagna sem ASÍ mun leggja
áherslu á, þ.á m. að dregið verði úr
lyfjakostnaði almennings með því
að leggja til að tekið verði upp það
fyrirkomulag að enginn greiði
meira en sem nemur ákveðnu há-
marki á ári fyrir lyfseðilsskyld lyf.
Slíkt fyrirkomulag mætti t.d. út-
færa með lyfjakorti að danskri fyr-
irmynd.
„ASÍ leggur áherslu á að hafin
verði skoðun á kostum þess að
tengja atvinnuleysisbætur við fyrri
tekjur einstaklings og þá með
hvaða hætti slíkt gæti gerst,“ segir
m.a. í drögunum. Verkalýðshreyf-
ingin mun einnig setja í forgang að
framlög verði aukin til félagslegs
íbúðarhúsnæðis skv. drögunum. Þá
er lögð áhersla á að bæta stöðu
barnafólks. Eru brýnustu aðgerðir
m.a. sagðar þær að barnabætur
verði hækkaðar, dregið verði úr
tekjuskerðingum og þær greiddar
með börnum að 18 ára aldri. Réttur
foreldra til launa meðan þau sinna
veikum börnum verði þróaður
áfram og réttur foreldra langveikra
barna verði bættur þannig að þeim
verði tryggð 80% af fyrri launum.
Í drögunum er lagt til að hafnar
verði formlegar viðræður milli aðila
vinnumarkaðar og stjórnvalda um
skýrari verkaskiptingu milli al-
mannatrygginga og lífeyrissjóða
vegna lífeyris og örorkubóta.
„Mikilvægt er að auka getu al-
mennu lífeyrissjóðanna til greiðslu
eftirlauna, með því að jafna núver-
andi áhættutryggingu betur milli
sjóðanna innbyrðis með frekari
þátttöku almannatrygginga í þeim
tryggingum.
Afkomuvanda eldri borgara sem
hafa lítinn rétt í lífeyrissjóðum eða
hafa ekki myndað þann rétt vegna
heimilisstarfa, örorku eða veikinda,
verði mætt með hækkun á tekju-
tryggðum greiðslum frá almanna-
tryggingum. Sá mismunur, sem er
á milli réttinda lífeyrissjóða sem
veita rétt eftir fastréttindum og
sjóðssöfnun verði leiðréttur í
áföngum,“ segir þar.
Forseti gagnrýnir skerðingu
atvinnuleysisbóta
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagðist í setningarræðu sinni eiga
von á því að fjárlagafrumvarpið
kæmi til umræðu í tengslum við
kjaramálin. Sagðist Grétar ekki
geta látið hjá líða að minnast á þau
áform að skerða atvinnuleysisbæt-
urnar. „Að mínu viti er það með
hreinum ólíkindum að menn skuli
láta sér detta þetta í hug,“ sagði
Grétar. „Hér er ríkisstjórnin einnig
að velta kostnaði yfir á sveitar-
félögin, því það segir sig sjálft að
þetta þýðir aukin útgjöld hjá fé-
lagsþjónustu sveitarfélaganna,“
sagði hann.
Ráðherra boðar umbætur á
atvinnuleysistryggingakerfinu
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra flutti ávarp við setningu árs-
þings ASÍ í gærmorgun og fjallaði
m.a. um málefni Atvinnuleysis-
tryggingassjóðs. „Ljóst er að at-
vinnuleysisbætur hafa þróast með
öðrum hætti en t.d. bætur al-
mannatrygginga,“ sagði Árni.
Sagðist ráðherra hafa fullan hug á
að ná fram umbótum á atvinnuleys-
istryggingakerfinu og sagðist ætla
að skoða kosti varðandi fyrirkomu-
lag atvinnuleysistrygginga og
vinnumarkaðsaðgerðir. ,,Þar koma
sérstaklega til athugunar þættir
eins og stjórnsýsla og bótafjárhæð-
ir. Markmiðið er að sjálfsögðu það
að auka ennfrekar skilvirkni og
sveigjanleika þessara kerfa,“ sagði
hann.
Árni sagðist vera þess meðvit-
aður að breytingar yrðu ekki gerð-
ar á núverandi fyrirkomulagi nema
um þær ríki samstaða og sátt. ,,Ég
legg því áherslu á að takast megi
að finna grundvöll fyrir samstarfi
stjórnvalda og samtaka aðila vinnu-
markaðarins sem leiði til breytinga
sem hljóti samþykki Alþingis,“
sagði Árni.
Ræða aðkomu heildarsamtak-
anna að mótun launastefnu
Töluverðar umræður urðu um
efnahags- og kjaramál á ársfund-
inum í gær en þeim verður haldið
áfram í dag þegar afgreiða á tillögu
fundarins um þau mál. Sigurður
Bessason, formaður Eflingar, var
framsögumaður í umfjöllun um
kjaramálin og fór yfir reynsluna af
síðustu samningum. Fram kom í
máli hans að flest markmið síðustu
samninga hafa náðst, kaupmáttur
hefur aukist á samningstímanum,
kaupmáttur lægstu launa hefur
aukist umtalsvert og böndum var
komið á verðbólguna. Hins vegar
gagnrýndi hann að ríkið hefði met-
ið launasvigrúmið meira þegar
samið var við starfsmenn opinberu
félaganna en á almenna markaðin-
um. Þá sagði Sigurður að lægstu
laun væru enn allt of lág eða 93
þúsund kr. á mánuði.
Einnig kom fram í máli hans að
vinnutími meðal verkafólks jókst
um 3,3% á samningstímanum. Sig-
urður sagði æskilegt að ná víðtækri
sátt milli félaga og landssambanda
ASÍ um markmið tryggingar-
ákvæða í næstu samningum. Ræddi
hann einnig um samstarf félaga og
sambanda í næstu samningum og
aðkomu heildarsamtakanna að því.
Sigurður spurði einnig fundarfull-
trúa hvort ekki væri rétt að láta
umræðuna þroskast úti í landssam-
böndunum áður en ákveðið verður
hvort launþegahreyfingin mótar
sameiginlega launastefnu fyrir
næstu samninga. Fleiri ræðumenn
tóku undir það í gær. Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, sagði skynsamlegt að
láta þessi mál þróast út í lands-
samböndunum t.d. fram að áramót-
um áður en farið yrði út í mótun
sameiginlegrar launastefnu þegar
sest verður að samningaborðinu
eftir áramótin.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, sagði ljóst að efnahagsaðstæð-
urnar sem hreyfingin stæði frammi
fyrir væru snúnar, þrátt fyrir spár
um góðæri á næstu árum. „Ég tel
að við eigum að reyna að vinna
saman,“ sagði hann, „og reyna allt
til þess að ná fram sameiginlegri
launastefnu, sameiginlegum trygg-
ingaákvæðum,“ sagði hann.
Á ársfundinum fer einnig fram
umræða um atvinnu- og byggðamál
og er stefnt að afgreiðslu ályktana
um þau mál í dag að lokinni síðari
umræðu um tillögu um þann mála-
flokk. Þá fer m.a. fram kosning sjö
fulltrúa í miðstjórn og fimm vara-
manna á síðari degi ársfundar Al-
þýðusambandsins í dag.
INGIBJÖRG R. Guðmundsdóttir, for-
maður Landsambands íslenskra versl-
unarmanna, var kjörin varaforseti Al-
þýðusambands Íslands til næstu
tveggja ára á ársfundi sambandsins í
gær. Mjög naumt var á munum er kos-
ið var á milli hennar og Kristjáns
Gunnarssonar, formanns Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og ná-
grennis. Ingibjörg hlaut 50,23% at-
kvæða en Kristján 49,76%. Alls kusu
243 ársfundarfulltrúar en þeir fara
með atkvæði félagsmanna í ASÍ og
skiptust atkvæðin þannig að Ingibjörg
hlaut stuðning 32.740 félagsmanna en
Kristján 32.438.
Halldór Björnsson gaf ekki kost á
sér áfram sem varaforseti ASÍ og
komu þá fram framboð Ingibjargar og
Kristjáns og fór kosning fram í hádeg-
inu í gær að loknum framboðsræðum frambjóðendanna. Ingibjörg lagði
m.a. áherslu á jafnréttissjónarmið og að bæði kynin væru í forystu Alþýðu-
sambandsins. Sagði hún kosninguna ekki vera á milli fylkinga versl-
unarfólks og Starfsgreinasambandsins og því síður snerist hún um pólitík.
Kristján lagði áherslu á langa reynslu sína af verkalýðsmálum í framboðs-
ræðu sinni. Þegar úrslit lágu fyrir kom Kristján í pontu og sagðist mundu
una úrslitunum möglunarlaust.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
kjörin varaforseti ASÍ
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
fagnar úrslitum kosninganna og
þakkar stuðningsmönnum sínum á
ársfundinum.
Miklar umræður um undirbúning kjarasamninga og efnahagsþróun næstu ára á ársfundi ASÍ
Áhersla verð-
ur lögð á um-
bætur í vel-
ferðarmálum Morgunblaðið/KristinnNálægt 250 fulltrúar sitja tveggja daga ársfund ASÍ, sem haldinn er á Hótel Nordica í Reykjavík. Á myndinni mám.a. sjá Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formann VR, og fleiri fulltrúa verslunarmanna á fundinum.