Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 11
HÆGT er að skera niður ríkisút-
gjöld um tæpa 63 milljarða án þess
að hreyfa við útgjöldum til heil-
brigðis- og menntamála. Þetta er
mat Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, sem telja
að hægt sé að skera niður um einn
milljarð fyrir hvern þingmann sem
situr á Alþingi. Heimdellingar
kynntu í gær árlegar tillögur fé-
lagsins um niðurskurð í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Magnús Stefánsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, tók við tillög-
unum og gullfiski í búri úr höndum
Atla Rafns Björnssonar, nýkjörnum
formanni Heimdallar. Gullfiskurinn,
segja Heimdellingar, að sé tákn-
rænn fyrir gegndarlausa eyðslu, því
hann borði stanslaust sé matur í
búrinu.
Niðurskurðartillögur ungra sjálf-
stæðismanna hljóðar upp á 23% af
ríkisútgjöldum. Þeir vilja sjá út-
gjöld vegna Ríkisútvarpsins,
Byggðastofnunar, Útflutningsráðs
Íslands, sendiráðs Íslands í Ottawa
og Sinfóníuhljómsveitarinnar felld
út úr frumvarpinu, þar sem ein-
staklingar geti sjálfir séð um þau
mál og eigi að geta ráðið hvaða
menningarstarfsemi þeir styrkja.
Einnig vilja þeir að 7 milljarða
greiðslum vegna sauðfjár-, mjólk-
ur-, og grænmetisframleiðslu verði
hætt.
Þeir benda á útgjaldaþenslu
ráðuneyta, sem að meðaltali sé rúm
10% á raunverðlagi og allt að 28,6%
í umhverfisráðuneytinu, á sama
tíma og verðbólga sé aðeins 2,2%.
Magnús Stefánsson segir að
hann þekki ekki til þess að farið
hafi verið að sparnaðartillögum
ungra sjálfstæðismanna. „Það væri
praktískara á allan hátt að fá þess-
ar tillögur áður en ráðist er í gerð
fjárlagafrumvarpsins.“
Atli Rafn Björnsson, formaður
Heimdallar, segist ekki hafa séð
mikinn sýnilegan árangur af þess-
um árlegu tillögum Heimdellinga.
„En við teljum okkar hlutverk og
skyldu að halda þessu málefni á
lofti fyrir okkar félagsmenn og okk-
ur sjálf sem viljum að ríkisútgjöld
dragist saman. Við vonum að til-
lögur okkar styrki þá sem hafa
þessa sýn í brjósti og veiti mönnum
aðhald í útgjaldaaukningu ríkisins.
Við erum ekkert endilega á móti
öllum þessum hlutum sem við
leggjum til að verði sparað í, heldur
er yfirskrift okkar að treysta ein-
staklingnum til að ráðstafa fjár-
munum og reka mikið af þeim
stofnunum sem að ríkið er að vas-
ast í,“ segir Atli Rafn.
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar, og Helgi
Hjörvar, sem situr í nefndinni fyrir
hönd Samfylkingarinnar, voru við-
staddir þegar Heimdellingar af-
hentu tillögurnar.
Helgi sagði að það lýsti vel
ástandinu í ríkisfjármálum þegar
ungir sjálfstæðismenn þyrftu að
fara til fundar við þingmann Fram-
sóknarflokksins til að fá hann til að
skera niður útgjaldatillögur ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins. Einar
Oddur svaraði og sagði að þetta
væru tillögur ríkisstjórnarinnar.
Ráðherrarnir ynnu að þessu saman.
Tólf manna stjórn Heimdallar
setti tillögurnar saman, en um 20–
30 manns koma að gerð tillagna
ungra sjálfstæðismanna.
Heimdallur lagði í gær fram tillögur um niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs
Milljarðs sparnaður á hvern þingmann
Morgunblaðið/Ásdís
Helgi Hjörvar alþingismaður ræðir við Magnús Stefánsson, formann fjár-
laganefndar, og Atla Rafn Björnsson, formann Heimdallar, um tillögurnar.
ÓLAFUR G. Einarsson, fyrr-
verandi ráðherra og forseti Al-
þingis, hefur verið skipaður for-
maður orðunefndar hinnar
íslensku fálkaorðu í stað Huldu
Valtýsdóttur blaðamanns, sem
lætur af störfum að eigin ósk.
Sæti Huldu tekur Jón Páll Hall-
dórsson framkvæmdastjóri.
Auk þeirra er nefndin skipuð
Jóni Helgasyni fyrrverandi ráð-
herra, Sigmundi Guðbjarnasyni
prófessor og Stefáni L. Stefáns-
syni forsetaritara, sem jafn-
framt er orðuritari. Varamaður
er Guðný Guðmundsdóttir kons-
ertmeistari.
Nýr for-
maður
orðunefndar
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra hefur ákveðið að hefja vinnu
við endurskoðun á stjórnsýslu og
þjónustu Flugmálastjórnar. Hilmar
Baldursson, fyrrverandi formaður
Flugráðs, mun hafa umsjón með
verkefninu og stefnir ráðherra að því
að leggja fyrir ríkisstjórnina og síðar
Alþingi tillögur um breytingar haust-
ið 2004. Einnig gerir hann ráð fyrir
að leggja fram frumvarp um rann-
sóknir flugslysa á yfirstandandi þingi
en vinna við það er langt komin.
Sturla Böðvarsson sagði heiminn
vera kominn langan veg frá fyrstu
dvergvöxnu flugvél Wright-bræðra
þegar litið væri til tækni breiðþotu
nútímans. Hann sagði að tekist hefði
að snúa vörn í sókn í flugi og ferða-
þjónustu eftir atburðina 11. septem-
ber 2001 með aðgerðum flugfélaga og
stjórnvalda. Nýjar kvaðir og ný tæki-
færi yrðu með nýjum loftferðasamn-
ingum Íslands við fjarlæg lönd og
markaður væri nú allur heimurinn.
Ráðherra þakkaði stuðning við end-
urbyggingu Reykjavíkurflugvallar,
kvaðst hafa mátt sæta árásum frá
andstæðingum flugvallarins vegna
verkefnisins og fram hafi komið þau
furðulegu sjónarmið að ráðherra
flugmála ætti ekki að hafa skoðun á
framtíð Reykjavíkurflugvallar vegna
þess að hann væri ekki þingmaður
Reykvíkinga. Þakkaði stuðning frá
flugheiminum í þeirri baráttu. Sagði
hann endurnýjun vallarins eitt mik-
ilvægasta skrefið í flugöryggismálum
á síðari árum.
Flugnemum fækkar
en vélum fjölgar
Gísli Baldur Garðarsson, formaður
flugráðs, sagði Íslendinga hafa lagt
rækt við flugið sem atvinnugrein öðr-
um þjóðum fremur. Héðan væru
gerðar út kringum 50 stórar þotur
auk smærri véla. Gísli sagði einnig að
þeir sem störfuðu að flugmálum
þyrftu að gera sér grein fyrir því að
eðlisbreyting hefði orðið á atvinnu-
greininni. „Úreltar reglur um sér-
réttindi mega ekki verða til þess að
fólk á Íslandi eigi þess ekki kost að
koma til starfa í flugi. Það er eitthvað
bogið við það þegar nemum í flugi
fækkar verulega á sama tíma og flug-
floti þjóðarinnar vex sem aldrei fyrr.
Fjöldinn allur af ungu fólki á sér
þann draum að geta búið og starfað
erlendis einhvern hluta af starfsævi
sinni. Þetta þarf að gera flugliðum
kleift á sama hátt og fólk fer til tíma-
bundinnar dvalar við störf fyrir sjáv-
arútveg, fjármálafyrirtæki eða lyfja-
framleiðslu á vegum Íslendinga í
útlöndum. Ég tel að það sé brýnt
hagsmunamál fyrir ungt fólk í land-
inu og ekki síður fyrir flugfélögin að
þeirri þróun verði snúið við sem leitt
hefur til þess að erlendir flugliðar
nálgast að vera meirihluti í flugflot-
anum. Að þessu viðfangsefni verða
menn að koma með opnum huga á
báða bóga,“ sagði Gísli.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fór
yfir íslenska flugsögu og skipti henni
í fjögur 20 ára tímabil og nefndi nöfn
helstu frumkvöðla í þeirri sögu. Það
fyrsta frá 1919 til 1939 sem hann
sagði hafa einkennst af tilraunum til
flugreksturs. Árin 1940 til 1959 stóð
yfir uppbygging á flugsamgöngum
innanlands og milli landa og á næsta
tímabili til 1979 nær flugið yfir Norð-
ur-Atlantshafið hámarki og þotuöld
hefst. Síðustu árin sagði hann síðan
hafa einkennst af nýskipan í flug-
rekstri og uppbyggingu flugsam-
göngukerfis. Í lokaorðum sínum
sagði flugmálastjóri að íslensk flug-
starfsemi væri án landamæra og
nefndi hann sem dæmi að á hverjum
degi stigju 12 þúsund farþegar um
borð í íslensk skráðar flugvélar víða
um heim.
Samgönguráðherra telur aukin tækifæri skapast með nýjum loftferðasamningum
Hefja á endurskoðun á
stjórnsýslu Flugmálastjórnar
Fjölmenni var á flugþingi í gær. Fremst sitja Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, Gísli Baldur Garðarsson, formaður Flugráðs, Ragnhildur
Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
JÓNAS Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, vill ekki kannast við að
lögreglusamþykkt um einkadans á
nektardansstöðum sé brotin eins og
fram kom í skýrslunni Kynlífsmark-
aður í mótun sem greint var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Í skýrslunni segir að samkvæmt
heimildarmönnum sé hægt að nálgast
einkasýningar í lokuðu rými á báðum
nektardansstöðunum í Reykjavík en
eins og kunnugt er eru slíkar sýning-
ar bannaðar samkvæmt lögreglusam-
þykkt Reykjavíkurborgar.
Heimsækja staðina
einu sinni til tvisvar í viku
Jónas hefur eftirlit með allri leyfa-
skyldri starfsemi og að hans sögn eru
nektardansstaðirnir heimsóttir einu
sinni til tvisvar í viku í reglubundnu
eftirliti. „Við höfum ekki orðið varir
við neitt sem flokka megi undir einka-
sýningu í lokuðu rými. Ég leitaði eftir
því við eftirlitsmennina um daginn
hvort það væri eitthvað breyttur
bragur á þessum stöðum en hann hef-
ur frekar lagast heldur en hitt,“ segir
Jónas.
Hann bendir þó á að það séu sýn-
ingar á svæðum sem sé dýrara að
borga sig inn á en að þær séu ekki
túlkaðar sem einkasýningar.
Telur lög-
reglusam-
þykkt ekki
brotna
KRISTINN Gylfi Jónsson,
stjórnarformaður kjúklinga-
búsins Móa, segir að ákveðið
hafi verið að fá úrskurð Hæsta-
réttar um hvort fyrirtækinu sé
heimilt að reyna á ný að gera
nauðasamninga við kröfuhafa.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafnaði í síðustu viku að veita
Móum slíka heimild.
Samkomulag náðist í gær á
milli kjúklingabúsins Móa og
Orkuveitu Reykjavíkur um
greiðslu orkureiknings upp á
rúmar fjórar milljónir króna.
Kristinn Gylfi sagði að OR
hafði tilkynnt að lokað yrði fyr-
ir rafmagn til kjúklingabúsins
yrði þessi skuld ekki greidd eða
um hana samið. Til þess kemur
ekki. Samkvæmt upplýsingum
frá Orkuveitunni var skuldin
komin til eftir að fyrirtækið fór
í greiðslustöðvun um síðustu
áramót. Áður en Móar fóru í
greiðslustöðvun var skuld fyr-
irtækisins við OR orðin rúm-
lega 16 milljónir króna.
Móar ætla
að áfrýja
til Hæsta-
réttar
SJÓBLEIKJUVEIÐI var afar misjöfn hér á
landi á nýlokinni vertíð og sums staðar var hún
sú lakasta sem menn muna um árabil, t.d. í
Vatnsdalsá þar sem hvert hollið af öðru kom,
sá og veiddi lítið. Hins vegar
greindi Pétur Pétursson, leigu-
taki laxasvæðisins, frá því á
áliðnu sumri að nóg væri af
vænni bleikju í ánni of-
anverðri.
Sums staðar viðunandi
Sjóbleikjuveiðin var sums
staðar vel viðunandi, t.d. í Hvolsá og Stað-
arhólsá, þar sem um 500 bleikjur voru skráðar
í veiðibók. Það er talsvert minna en það sem
best gerist í ánum, en allþokkalegt samt og
auk þess var áin illa nýtt seint á veiðitíma sem
er iðulega góður tími. Sjóbleikjuveiði í Breið-
dalsá var ennfremur mjög góð og var 631
bleikja bókuð og margar mjög vænar. Þær
stærstu 5 pund og talsvert af 3–4 punda. Laxa-
fluga nokkur, sem lítið er notuð
í sjóbleikju utan Breiðdalsár,
appelsínugul Krafla, sló í gegn
og gaf þó nokkrar stórar hrúg-
ur.
Eins og fram hefur komið er
fremur slakri sjóbirtingsvertíð
lokið. Sums staðar var veiði vel
viðunandi, en mjög víða var hún
lakari en menn höfðu vonast eftir. Var það
breytilegt frá einni á til annarrar hversu al-
gengir stórir fiskar voru í aflanum. Líklega er
þó Tungulækur með hlutfallslega bestu útkom-
una í þeim efnum. Haustveiðin þar var upp á
um 200 birtinga, en af þeim voru 30 á bilinu 10
til 18 pund. Í lok veiðitíma var síðan dregið á
Breiðuna, efsta veiðistaðinn, og fiskur tekinn
til kreistingar og sleppingar fyrir ofan fossinn.
Náðist yfrið nóg af fiski og var það allt bolta-
fiskur, 8 til 13 pund.
Þessar fallegu sjóbleikjur veiddust í Breiðdalsá.
Sjóbleikjugangan upp og ofan
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?