Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu
ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN
Pantaðu á www.stadlar.is
ÚR VERINU
SJÚKDÓMAÁSTAND í fiskeldi er
hvergi betra í heiminum en á Íslandi
og því ólíklegt að hægt verði að nýta
heimildir til innflutnings á lifandi eld-
isafurðum hingað til lands, að mati
Vigfúsar Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra Stofnfisks og for-
manns Landssambands fiskeldis-
stöðva. Hann segir að í umræðunni
um laxeldi hafi í raun verið blandað
saman tveimur óskyldum málum.
Annars vegar umræðum um óhapp
það sem varð í Norðfirði fyrir
skömmu, þegar á þriðja þúsund eld-
islaxa sluppu úr geymslukví, en hins
vegar umræðu um bráðabrigðalög
sem heimila innflutning á lifandi eld-
isfiski og eldisafurðum, samkvæmt
tilskipun Evrópusambandsins.
Vigfús segir miklum tíma og kröft-
um hafa verið varið í fara yfir það
hvað fór úrskeiðis í Norðfirði. Um-
ræðan varðandi þann atburð hafi
hinsvegar verið slitin úr samhengi og
í raun misnotuð. „Fyrir liggur að það
er ekki um að ræða neinar sleppingar
úr fiskeldinu sjálfu. Þarna var ekki
um að ræða fisk úr fiskeldisstöðvun-
um á Austfjörðum, heldur fisk frá
Eyjafirði sem verið var að færa til
slátrunar. Umræðan hefur hinsvegar
verið á þann veg að þetta slys hafi
fært sönnur á þær hættur sem menn
halda fram að stafi af fiskeldi. Full-
yrðingar um sleppingar úr fiskeldi
eru hinsvegar fjarri öllum sanni.
Auðvitað verða slys en hér á landi
hafa eldismenn staðið sig síst lakar
en þar sem þekkist best út í heimi.
Hér hefur ekki verið að sleppa fiskur
úr fiskeldinu sjálfu. Það ætti því að
vera stjórnvöldum styrkur, frekar en
hitt.“
Vigfús segir að umræðan um lax-
eldi hér á landi hafi þannig farið í nei-
kvæðan farveg og mörgum hætt til
að gleyma að með eldinu byggist upp
öflugur iðnaður, sem veiti fjölda
manns atvinnu. Stefnt sé að því að út-
flutningsverðmæti laxeldis verði 6 til
7 milljarðar eftir aðeins 5 ár.
Vigfús segir fiskeldismenn nú vera
í þeirri undarlegu stöðu að þurfa að
svara fyrir setningu bráðabirgðalaga
eða innleiðingu laga og reglna sem
Íslendingum sé skylt að taka upp
vegna samningsins um evrópska
efnahagssvæðið. „Það er engum sem
stafar meiri hætta af innflutningi á
nýjum tegundum en einmitt fiskeld-
inu. Fiskeldismenn vilja manna mest
forðast slíkan innflutning, því hann
eykur sjúkdómahættu. Niðurstaða
sérfræðinga er hinsvegar sú að þrátt
fyrir innleiðingu þessara laga og
setningu strangra reglna um þennan
innflutning verði staðan betri en hún
er núna með undanþáguákvæðum.
Hingað til hefur ekki verið bannað að
flytja lifandi tegundir til landsins,
heldur er það stjórnvaldsákvörðun
hverju sinni. Með nýjum reglum
verður hinsvegar skýrt kveðið á um
hvernig standa skal að slíkum inn-
flutningi.“
Hvergi betra ástand
en á Íslandi
Vigús minnir á að fiskeldi á Íslandi
sé í höndum tveggja ráðuneyta. Sjáv-
arútvegsráðuneytið fari með eldi
sjávardýra en landbúnaðarráðuneyt-
ið með eldi laxfiska. Hinsvegar hafi
engin athugasemd verið gerið við
frumvarp sjávarútvegsráðherra,
hvorki í sjávarútvegsnefnd né á Al-
þingi. „Þegar hinsvegar kom að
frumvarpinu sem snýr að laxfiskun-
um, sem er nákvæmlega eins og það
sem snýr að sjávardýrum, hættu
þingmenn að skilja hvað þarna var á
ferðinni. Menn virðast ekki átta sig á
að það er ólíklegt að nokkur nýti sér
heimild til innflutnings á nokkru sem
snýr að laxfiskum. Þessi lög breyta
því engu. Það hefur aldrei komið
fram fyrirspurn frá nokkrum fiskeld-
ismanni um að fá að flytja inn laxa-
seiði eða laxahrogn til Íslands. Lax-
inn sem hér hefur verið í eldi var
fluttur hingað til lands fyrir um 20
árum. Þessi stofn hefur verið byggð-
ur mjög vel upp og því dettur engum
í hug að flytja inn annan stofn, því
hann yrði einfaldlega lakari. Auk
þess er ákvæði í þessum lögum sem
kveða á um að innflutningur á seiðum
eða hrognum verði að koma frá jafn-
góðu eða betra sjúkdómaástandi.
Það finnst ekki betra ástand í þeim
efnum en einmitt hér á Íslandi og
þess vegna hefur Stofnfiskur verið að
flytja héðan út hrogn um allan heim.
Það dettur engum í hug að hætta því
frábæra ástandi sem hér ríkir í lax-
eldi hvað varðar sjúkdóma.“
Vigfús bendir hinsvegar á að á
sama tíma hafi verið fluttar hingað til
lands ótal tegundir í eldi sem heyri
undir sjávarútveginn, svo sem
sæeyru, sandhverfa og barri. „Það er
einmitt viðbúið að menn hafi mestan
áhuga á að flytja inn nýjar tegundir í
sjávardýraeldinu og Alþingi hefur
einmitt afgreitt frumvarp hvað það
varðar athugasemdalaust.“
Eðlileg blöndun styrkir stofna
Vigfús segist ekki geta sætt sig við
að óhöppum, líkt og varð í Norðfirði,
sé líkt við umhverfisslys. „Þetta var
vissulega slys en sá sem verður fyrir
mestu tjóni er framleiðandinn sem
missti fiskinn og verður þar af leið-
andi af tekjum. Það hefur hvergi ver-
ið sýnt fram á með vísindalegum rök-
um að fiskur í því magni sem þarna
um ræðir, geti valdið erfðafræðileg-
um skaða. Í nýlegri skoskri rann-
sókn, sem meðal annars hefur verið
vitnað til í Morgunblaðinu, er lögð
þung áhersla á að hættan sé í hlutfalli
við hversu mikil innrásin er frá ut-
anaðkomandi stofnum. Af þessum
ástæðum er það niðurstaða hinna
skosku vísindamanna að skipuleg
fiskrækt í ám með beinum seiða-
sleppingum séu líklegri til að hafa
áhrif á arfgerð náttúrulegra laxa-
stofna en slysasleppingar úr kvíaeldi.
Allar þær rannsóknir sem ég hef
kynnt mér í þessum efnum benda til
þess að villtur fiskur af mismunandi
stofnum flakkar á milli áa og þar með
á sér stað eðlileg blöndun. Það er
meðal annars ástæðan fyrir því að
það hafa viðhaldist sterkir stofnar í
ánum,“ segir Vigfús.
Fiskeldismenn
vilja ekki
innflutning
Vigfús Jóhannsson segir umræðu
um fiskeldi hérlendis vera villandi
Vigfús Jóhannsson með eldislax.
EITT hundrað danskir fjárfestar
mættu á fjárfestingarráðstefnu um
íslenska hlutabréfamarkaðinn sem
haldin var í Danmörku í gær að und-
irlagi Dansk-íslenska verslunarráðs-
ins.
Sverrir Sverrisson, formaður
ráðsins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ráðstefnan hefði verið mjög
vel heppnuð. „Það voru allir sam-
mála um að þetta hafi verið tímabær
og þörf og góð kynning á íslensku at-
vinnulífi og hún hafi tekist mjög vel,“
sagði Sverrir.
Á fundinum kynntu fimm íslensk
alþjóðafyrirtæki starfsemi sína auk
þess sem forstjóri Kauphallar Ís-
lands tók til máls. Heiðursgestur var
forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson.
Sverrir segir að fundarmönnum
hafi greinilega komið á óvart hvað
mikill vöxtur er hjá þeim fyrirtækj-
unum sem kynnt voru ráðstefnunni,
fyrirtækjum eins og Pharmaco og
Marel t.d. „Menn lyftu brúnum þeg-
ar þeir sáu hve mikill vöxtur voru hjá
þessum fyrirtækjum og hvað starf-
semi þeirra er orðin umsvifamikil,“
sagði Sverrir
Hann sagði að fjölbreytnin á ís-
lenska markaðnum hefði líka komið
mönnum á óvart og það hve mikið
væri af fyrirtækjum á Íslandi sem
ekki væru tengd fiskvinnslu.
Sverrir sagði að Ólafur Ragnar
Grímsson hefði haldið ræðu þar sem
hann nefndi til sögunnar fleiri fyr-
irtæki en þau sem voru á ráðstefn-
unni, en væru líka í örum vexti, fyr-
irtæki eins og Bakkavör, Baug og
Össur. „Hann talaði líka um þá sér-
stöðu íslensks atvinnulífs að það býr
við lítið skrifræði sem gerir fyrir-
tækjum auðveldar fyrir að hrinda
hugmyndum í framkvæmd.“
Aðspurður segir Sverrir að Danir
virðist hingað til ekki hafa fylgst vel
með því sem er að gerast í íslensku
atvinnulífi, enda hafa þeir lítið fjár-
fest á Íslandi að hans sögn. „Það er
eitt af þessum málum sem Dansk-
íslenska Verslunarráðið vill vinna að,
að auka tengsl landanna.“
Sverrir segist aðspurður hafa
góða tilfinningu fyrir frekari kynn-
um danskra fjárfesta og íslensks at-
vinnulífs í kjölfar ráðstefnunnar.
„Við erum búnir að bjóða Flemming
Skog Jensen, framkvæmdastjóra
stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur,
Lönmodtagernes Dyrtidsfond, til Ís-
lands í byrjun næsta árs til að halda
erindi um fjárfestingar danskra líf-
eyrissjóða. Hann var á fundinum í
gær og honum fannst mjög spenn-
andi að koma til Íslands. Það kæmi
ekki á óvart ef hann myndi fjárfesta í
einhverju af þessum íslensku al-
þjóðafyrirtækjum.“
Vel heppnaður fundur í Danmörku
Mikill áhugi á íslensk-
um hlutabréfamarkaði
Danska skipafyrirtækið DFDS bauð til hádegisverðar eftir ráðstefnuna
sem haldin var í Oslóarferjunni, en hún er mörgum Íslendingum að góðu
kunn. Á myndinni eru frá vinstri þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Sverrir
Sverrisson og Ingimundur Sigurpálsson.
EFFIE-verðlaunin verða veitt í
fyrsta sinn á Íslandi 7. nóvember
næstkomandi. SÍA – Samband ís-
lenskra auglýsingastofa, í samvinnu
við Ímark, hefur haft forgöngu um
að efna til verðlaunanna hér með
stuðningi iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins, Íslandspósts, Morgun-
blaðsins og Gallup.
Verðlaunin eru veitt í 23 löndum í
fjórum heimsálfum fyrir auglýsinga-
og kynningarefni sem skara þykir
fram úr. 29 innsendingar bárust í þá
fjóra flokka sem dæmt verður í hér.
Í dómnefnd sitja: Andri Sveins-
son, Landsbanka, Ágúst Einarsson,
HÍ, Bergsveinn Sampsted, Íslenskri
getspá, Björn Víglundsson, ÍMARK,
Bogi Pálsson, Verslunarráði, Einar
Þorsteinsson, Íslandspósti, Guðfinna
S. Bjarnadóttir, HR, Gunnlaugur
Þráinsson, Góðu fólki, Halldór Guð-
mundsson, Hvíta húsinu, Jón
Björnsson, Baugi, Jón D. Jónsson,
Ölgerðinni, Jón K. Ólafsson, Flug-
félagi Íslands, Jón Sæmundsson,
Nonna og Manna/Yddu, Jónas Ólafs-
son, Íslensku auglýsingastofunni,
Katrín O. Jóhannesdóttir, Lands-
símanum, Magnús Ólafsson, Mark-
aðsnefnd mjólkuriðnaðarins, Ólöf
Þorvaldsdóttir, Hér&Nú, Óskar
Magnússon, Og Vodafone, Örn V.
Skúlason, SÍF, Runólfur Ágústsson,
Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
Skúli Gunnsteinsson, IMG, Steinn L.
Björnsson, Flugleiðum, Styrmir
Gunnarsson, Morgunblaðinu, Þor-
kell Sigurlaugsson, Eimskipafélag-
inu og Þorsteinn Jónsson, Vífilfelli.
29 innsendingar til
Effie-verðlaunanna ● HAGNAÐUR breska verslunarfyr-irtækisins Arcadia sem er í eigukaupsýslumannsins Philip Green,
nam160,3 milljónum sterlingspunda
fyrir skatta á síðasta uppgjörsári
sem lauk í ágúst sl., eða 20,5 millj-
örðum íslenskra króna.
Að því er fram kemur á FT.com juk-
ust tekjur félagsins um 5,3% miðað
við árið á undan og vöruframlegð fyr-
irtækisins jókst um 2,6% sem end-
urspeglar betri innkaup keðjunnar,
bætta verðstjórnun og meiri veltu-
hraða birgða, að því er segir í frétt-
inni.
Framlegð af rekstrinum jókst úr
5,9% í 12,5%, sem er bein afleiðing
af aukinni framlegð af seldum vörum
og kostnaðaraðhaldi.
Í tilkynningu segir Philip Green að
hann hafi endurgreitt 400 milljónir
sterlingspunda af þeim 807 millj-
ónum sem hann tók að láni þegar
hann keypti Arcadia á síðasta ári.
Arcadia með 20,5
milljarða í hagnað
HAGNAÐUR Össurar á fyrstu níu
mánuðum ársins nam 5,6 milljónum
Bandaríkjadala og dróst saman um
23%, en Össur gerir upp í dölum. Í
krónum nemur hagnaðurinn 431
milljón og samdrátturinn í krónum
er 37%, en meðalgengi dalsins lækk-
aði um 16% á milli ára gagnvart
krónunni. Arðsemi eigin fjár lækkaði
úr 31% á fyrstu níu mánuðum síðasta
árs í 20% í ár.
Sala Össurar nam 67 milljónum
dala, jafnvirði 5,2 milljarða króna.
Salan jókst um 9% í dölum talið, en
vegna veikingar dalsins var aukning-
in í staðbundinni mynt minni og nam
2%.
Brotið niður á markaðssvæði
dróst sala í Bandaríkjunum saman
um 3% en sala í Evrópu jókst um
45% og á Norðurlöndunum jókst hún
um 21%. Vægi Bandaríkjanna fer
þannig minnkandi í sölu Össurar, en
þau eru þó enn langstærsti markað-
urinn með 47% sölunnar á síðustu
tólf mánuðum. Næst kemur Evrópa
með 27% og Norðurlöndin með 14%.
Áframhaldandi erfiðleikar í
Norður-Ameríku
Samkvæmt fréttatilkynningu Öss-
urar eru ástæðurnar fyrir minnk-
andi sölu í Bandaríkjunum erfitt
efnahagsástand þar í landi og sam-
þjöppun og aukin samkeppni í stoð-
tækjageiranum, sem birtist tíma-
bundið meðal annars í allt að 50%
afsláttarboðum helstu keppinauta.
Ennfremur segir að fáar nýjar vörur
hafi komið fram hjá fyrirtækinu, en
margar nýjar vörur fari á markað á
næstunni. Loks er nefnd samkeppni
frá fyrirtæki sem stjórnendur Öss-
urar telja að brjóti gegn einkaleyfi
fyrirtækisins, en málaferli standa nú
yfir vegna þess. Össur varði fyrstu
níu mánuði ársins tæplega 1,3 millj-
ónum dala, tæpum 100 milljónum
króna, til málssókna vegna meintra
brota gegn einkaleyfum og samning-
um og gert er ráð fyrir áframhald-
andi verulegum málskostnaði á síð-
asta fjórðungi ársins.
Eiginfjárhlutfall lækkaði frá ára-
mótum úr 56% í 46% og veltufjár-
hlutfall lækkaði lítillega og var 2,2.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
að útlit sé fyrir áframhaldandi erf-
iðleika á Norður-Ameríkumarkaði á
síðasta fjórðungi ársins.
Hagnaður Össurar
minnkar um 23%