Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 17
ÍRÖNSK stjórnvöld afhentu Al-
þjóða kjarnorkumálastofnun-
inni (IAEA) í gær gögn um
kjarnorkuáætlun sína. Fullyrti
fulltrúi Írana að um væri að
ræða allar upplýsingar um áætl-
unina sem Bandaríkin hafa talið
að kynni að vera skálkaskjól
fyrir tilraunir til að smíða kjarn-
orkuvopn. Mohammed ElBar-
adei, framkvæmdastjóri IAEA,
staðfesti að honum hefðu borist
gögn frá Íran. Kvaðst hann bú-
ast við því að þar yrði öllum
spurningum um kjarnorku-
málaáætlun Írana svarað en
írönsk stjórnvöld hétu því
óvænt á miðvikudag að þau
myndu sýna erindrekum IAEA
fullan samstarfsvilja.
Reka
Galloway úr
flokknum
SÉRSTÖK nefnd breska
Verkamannaflokksins vék í gær
þingmanninunum George
Galloway úr
flokknum vegna
umdeildra um-
mæla hans varð-
andi hernaðar-
átökin í Írak.
Galloway for-
dæmdi ákvörð-
unina og sagðist
ætla að bjóða sig fram sem
óháður í næstu þingkosningum í
Bretlandi. Galloway var m.a.
sakaður um að hafa hvatt araba
til að veita breskum hermönn-
um viðnám er þeir tóku þátt í
herförinni í Írak. Jafnframt að
hann hefði hvatt breska her-
menn til að hunsa yfirmæli yf-
irmanna sinna og að hann hefði
hvatt kjósendur í aukakosning-
um í Plymouth til að kjósa ekki
frambjóðanda Verkamanna-
flokksins.
Mótmælt í
Sádí-Arabíu
LÖGREGLA í Sádí-Arabíu
handtók fjölda manna í gær sem
tekið höfðu þátt í mótmælum
sem andófsmenn höfðu boðað til
þrátt fyrir viðvaranir stjórn-
valda um að tekið yrði hart á
mótmælendunum. Mótmælin
fóru fram á nokkrum stöðum í
landinu en markmið þeirra var
að mótmæla bágu efnahags-
ástandi í landinu og krefjast
þess að íbúar Sádí-Arabíu fái að
njóta málfrelsis. Pólitísk mót-
mæli eru afar fátíð í Sádí-Arab-
íu en konungsfjölskyldan í land-
inu ræður þar öllu.
Krefst brott-
reksturs
Tellefsens
CHANDRIKA Kumaratunga,
forseti Sri Lanka, krafðist í gær
brottreksturs Tryggve Tellef-
sen, norska hershöfðingjans
sem fer fyrir norrænum eftir-
litssveitum er eiga að hafa eft-
irlit með því að vopnahlé haldi í
landinu. Sagði í yfirlýsingu for-
setans að hún hefði ritað Kjell
Magne Bondevik, forsætisráð-
herra Noregs, bréf þar sem far-
ið fram á þetta en Kumaratunga
sakar Tellefsen um að styðja
baráttu tamílskra aðskilnaðar-
sinna.
STUTT
Íranar
afhentu
gögn
George
Galloway
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, opnaði í gær herflugstöð í
Kírgístan, einu sovétlýðveldanna
fyrrverandi, og jafnframt fyrstu
herbækistöð Rússa erlendis frá því
Sovétríkin liðu undir lok.
Pútín opnaði herstöðina er ár var
liðið frá gíslatöku tétsneskra að-
skilnaðarsinna í leikhúsi í Moskvu
og sagði, að herstöðin myndi stuðla
að auknum stöðugleika í Mið-Asíu.
„Þessi hörmulegi atburður mun
hvíla á okkur lengi og hann sýnir
okkur hve hryðjuverkaógnin er
raunveruleg,“ sagði Pútín.
Kant-herflugstöðin rússneska er
25 km frá Bishkek, höfuðborg Kírg-
ístans, en þar eru Bandaríkjamenn
með herstöð vegna aðgerða í Afg-
anistan.
Verða Rússar með um 20 orr-
ustuþotur í stöðinni auk þyrlna og
allt að 500 manna lið. Meginverk-
efnið verður að styðja aðgerðir
rússneskra herflokka í Mið-Asíu,
einkanlega í Tadsíkístan þar sem
borgarastríð geisaði á síðasta ára-
tug.
Ávallt vinir
Askar Akayev, forseti Kírgístans,
sagði við þetta tækifæri, að guð al-
máttugur og sagan sjálf hefðu sett
Rússa niður sem nágranna Kírgísa
og þessar tvær þjóðir yrðu ávallt
vinir.
Engir fulltrúar vestrænna ríkja
voru viðstaddir opnun herstöðvar-
innar og aðgangur vestrænna
fréttamanna var mjög takmarkað-
ur.
Pútín opnar herstöð í Kírgístan
Fyrsta herstöð Rússa erlendis frá
því að Sovétríkin liðu undir lok
Bishkek. AFP.
Reuters
Vladímír Pútín og Askar Akajev,
forseti Kírgístans, á herstöðinni.