Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 17 ÍRÖNSK stjórnvöld afhentu Al- þjóða kjarnorkumálastofnun- inni (IAEA) í gær gögn um kjarnorkuáætlun sína. Fullyrti fulltrúi Írana að um væri að ræða allar upplýsingar um áætl- unina sem Bandaríkin hafa talið að kynni að vera skálkaskjól fyrir tilraunir til að smíða kjarn- orkuvopn. Mohammed ElBar- adei, framkvæmdastjóri IAEA, staðfesti að honum hefðu borist gögn frá Íran. Kvaðst hann bú- ast við því að þar yrði öllum spurningum um kjarnorku- málaáætlun Írana svarað en írönsk stjórnvöld hétu því óvænt á miðvikudag að þau myndu sýna erindrekum IAEA fullan samstarfsvilja. Reka Galloway úr flokknum SÉRSTÖK nefnd breska Verkamannaflokksins vék í gær þingmanninunum George Galloway úr flokknum vegna umdeildra um- mæla hans varð- andi hernaðar- átökin í Írak. Galloway for- dæmdi ákvörð- unina og sagðist ætla að bjóða sig fram sem óháður í næstu þingkosningum í Bretlandi. Galloway var m.a. sakaður um að hafa hvatt araba til að veita breskum hermönn- um viðnám er þeir tóku þátt í herförinni í Írak. Jafnframt að hann hefði hvatt breska her- menn til að hunsa yfirmæli yf- irmanna sinna og að hann hefði hvatt kjósendur í aukakosning- um í Plymouth til að kjósa ekki frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Mótmælt í Sádí-Arabíu LÖGREGLA í Sádí-Arabíu handtók fjölda manna í gær sem tekið höfðu þátt í mótmælum sem andófsmenn höfðu boðað til þrátt fyrir viðvaranir stjórn- valda um að tekið yrði hart á mótmælendunum. Mótmælin fóru fram á nokkrum stöðum í landinu en markmið þeirra var að mótmæla bágu efnahags- ástandi í landinu og krefjast þess að íbúar Sádí-Arabíu fái að njóta málfrelsis. Pólitísk mót- mæli eru afar fátíð í Sádí-Arab- íu en konungsfjölskyldan í land- inu ræður þar öllu. Krefst brott- reksturs Tellefsens CHANDRIKA Kumaratunga, forseti Sri Lanka, krafðist í gær brottreksturs Tryggve Tellef- sen, norska hershöfðingjans sem fer fyrir norrænum eftir- litssveitum er eiga að hafa eft- irlit með því að vopnahlé haldi í landinu. Sagði í yfirlýsingu for- setans að hún hefði ritað Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, bréf þar sem far- ið fram á þetta en Kumaratunga sakar Tellefsen um að styðja baráttu tamílskra aðskilnaðar- sinna. STUTT Íranar afhentu gögn George Galloway VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, opnaði í gær herflugstöð í Kírgístan, einu sovétlýðveldanna fyrrverandi, og jafnframt fyrstu herbækistöð Rússa erlendis frá því Sovétríkin liðu undir lok. Pútín opnaði herstöðina er ár var liðið frá gíslatöku tétsneskra að- skilnaðarsinna í leikhúsi í Moskvu og sagði, að herstöðin myndi stuðla að auknum stöðugleika í Mið-Asíu. „Þessi hörmulegi atburður mun hvíla á okkur lengi og hann sýnir okkur hve hryðjuverkaógnin er raunveruleg,“ sagði Pútín. Kant-herflugstöðin rússneska er 25 km frá Bishkek, höfuðborg Kírg- ístans, en þar eru Bandaríkjamenn með herstöð vegna aðgerða í Afg- anistan. Verða Rússar með um 20 orr- ustuþotur í stöðinni auk þyrlna og allt að 500 manna lið. Meginverk- efnið verður að styðja aðgerðir rússneskra herflokka í Mið-Asíu, einkanlega í Tadsíkístan þar sem borgarastríð geisaði á síðasta ára- tug. Ávallt vinir Askar Akayev, forseti Kírgístans, sagði við þetta tækifæri, að guð al- máttugur og sagan sjálf hefðu sett Rússa niður sem nágranna Kírgísa og þessar tvær þjóðir yrðu ávallt vinir. Engir fulltrúar vestrænna ríkja voru viðstaddir opnun herstöðvar- innar og aðgangur vestrænna fréttamanna var mjög takmarkað- ur. Pútín opnar herstöð í Kírgístan Fyrsta herstöð Rússa erlendis frá því að Sovétríkin liðu undir lok Bishkek. AFP. Reuters Vladímír Pútín og Askar Akajev, forseti Kírgístans, á herstöðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.