Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
Granda–Vogum | Vetnisvagninn er við fyrstu
sýn ekki ólíkur öðrum strætisvögnum höf-
uðborgarsvæðisins, langur, gulur og nokkuð
þunglamalegur á að líta. Upp úr ofanverðum
afturenda hans rýkur ekkert nema vatnsgufa,
ólyktin er engin og hávaðinn í lágmarki. Þegar
inn er komið blasir við fríður hópur ungs fólks
á framhaldsskólaaldri sem notar vagninn í
miklum mæli. Bílstjórinn, Sverrir Úlfsson,
heilsar kumpánlega og svarar fúslega öllum
forvitnisspurningum um vagninn. Hann segir
vetnisvagninn á endanum ekki svo ólíkan þeim
gömlu. Maður hafi stýrið og pedalana og
hnappana, allt sé í grundvallaratriðum á sínum
stað. „Hann er samt nokkuð mýkri í keyrslu,
hann rífur ekki eins mikið í þegar maður tekur
af stað, hann líður meira áfram. Krafturinn er
samt alveg til staðar, hann er bara öðruvísi en í
hinum vögnunum.“
Að verða vitni að framtíðinni
Tvær ungar stúlkur sitja og skeggræða
vetnisvagninn og leyndardóma hans við tvo
drengi á svipuðu reki. Þau eru spennt fyrir
vagninum og velta fyrir sér afleiðingum
árekstra. Bílstjórinn fullvissar mig um að
vetnisgeymarnir séu svo vel varðir að líkurnar
á sprengingu séu hverfandi. „Það fara örugg-
lega nokkrar götur í kring í rúst,“ segir annar
strákurinn og hlær. Hin hlæja með, vagninn
leggst ekki illa í þau. „Þetta er frábær vagn,
hann er líka svo þægilegur,“ segir önnur stúlk-
an. Gamall maður stingur því að að þetta sé
framtíðin, það sé gaman að fá að verða vitni að
framtíðinni.
Við lítum út um gluggann, í bílnum við hlið-
ina á vagninum situr kona og horfir með for-
vitnisglampa í augum á vagninn. Við erum
sammála um að henni finnist hann flottur.
Valdimar Þórarinsson er nemi í Iðnskól-
anum í Reykjavík og tekur strætó nokkrum
sinnum á dag. Hann segist hafa nokkuð mikla
reynslu af strætókerfinu og hlær. „Mér finnst
hann mun hljóðlátari en hinir bílarnir, miklu
þægilegri. Annað sem er mjög gott er að þegar
hann stoppar hristist hann ekki allur eins og
hinir strætóarnir, því rafmagnsvélin snýst
bara þegar hún þarf að snúast. Það kemur allt-
af svona leiðindatitringur í dísilbílunum.“
Blaðamaður samsinnir þessu enda hefur hann
bitra reynslu af bílveiki þegar strætó titrar.
Einungis orkumiðill
Feðgarnir Haraldur Matthíasson og Orri
Matthías Haraldsson nota strætó mikið, enda
ekki á bíl. Þetta er samt bara í annað skiptið
sem þeir prófa vetnisstrætó. Orri segir þetta
mjög fínt þó að hann eigi eftir að finna það bet-
ur. Haraldur samsinnir syni sínum. Þó finnist
honum vagninn ekki alveg eins mjúkur og
hann gæti verið. „En það kemur samt ekki að
sök, sumir vagnarnir eru hvort eð er svo stirð-
ir að þetta er alls ekkert verra.“ Kona á besta
aldri spyr okkur út í hvernig vetni virki og
miklar umræður spinnast um gildi þess í fram-
tíðinni og hvernig hægt sé að framleiða það án
þess að brenna jarðeldsneyti, enda sé það ekki
nýr orkugjafi, heldur einungis orkumiðill. Hér
á landi er vetnið framleitt með rafmagni sem
fengið er úr vatnsafls- og jarðvarmavirkj-
unum, en víða erlendis er enn þörf á nýtingu
jarðefnaeldsneytis eins og kola, gass og olíu til
að framleiða það. Það er dálítið skemmtilegt
þegar bláókunnugt fólk fer að skeggræða mál-
in í strætó. Yfir því hvílir viss stórborg-
arsjarmi. Að minnsta kosti verða samræður
sjaldnast svo kurteislegar milli fólksbíla.
Vetnisvagnar
komnir á fulla ferð
Þeir sem ferðast með strætó hafa nú loks fengið að kynnast
vetnisvögnunum, en þeir keyra nú leið 2. Svavar Knútur
Kristinsson rúntaði með tvistinum og spjallaði við farþega.
Morgunblaðið/Svavar
Unga fólkið var hvergi bangið þrátt fyrir hálfkæringslegar heimsendaspár.
Valdimar Þórarinsson nýtir sér þjónustu
Strætó oft á dag, enda kemur hann víða við.
Feðgarnir Haraldur og Orri Matthías fara
allra sinna ferða í strætó.
Sverrir Úlfsson bílstjóri er sérmenntaður í
akstri og meðferð vetnisvagnsins.
svavar@mbl.is
Barnavernd | Félagsmálasvið
Mosfellsbæjar og forvarnadeild lög-
reglunnar hafa gefið út bæklinginn
Börn og Netið. Í bæklingnum eru
upplýsingar fyrir foreldra um Netið
og spjallrásir, rætt er um hvers
vegna börnum finnst netheimurinn
spennandi, hvaða hættur geti leynst
á Netinu og hvað foreldrar geti gert
til að koma í veg fyrir að þessi tækni
sé notuð til að skaða börnin þeirra. Í
bæklingnum má finna öryggisreglur
sem foreldrar eru hvattir til að fram-
fylgja og stuðla eiga að öruggari net-
notkun barna.
Ráðist var í útgáfu bæklingsins
vegna ábendinga um að börn í Mos-
fellsbæ yrðu fyrir hótunum í gegn-
um Netið/spjallrásir. Félagsráðgjafi
félagsmálasviðs Mosfellsbæjar og
hverfislögreglumaðurinn í Mos-
fellsbæ unnu að gerð bæklingsins og
kostaði félagsmálanefnd Mosfells-
bæjar útgáfu hans. Bæklingnum var
dreift til foreldra barna í 3., 4. og 5.
bekk, um 420 bæklingum alls. For-
eldrafélög skólanna höfðu umsjón
með dreifingu bæklingsins.
Garðabæ | Viðbygging Flataskóla
var vígð á 45 ára afmæli skólans
í vikunni. Nýja viðbyggingin er
um tvö þúsund fermetrar að
stærð og með henni stækkar hús-
næði skólans úr þrjú þúsund í
fimm þúsund fermetra. Í nýju
viðbyggingunni er m.a. nýtt
bókasafn sem er gjörbylting í
starfi skólans bæði hvað varðar
rými og kennslu. Í viðbygging-
unni fæst líka gjörbreytt aðstaða
til tónlistarkennslu, sem hefur
alltaf verið í hávegum höfð í
Flataskóla. Flataskóli hefur nú
einnig í fyrsta skipti fengið raun-
greinastofu og aðstaða til tölvu-
kennslu er stórbætt.
Viðbygging vígð