Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 24

Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Saw Palmetto Styrkjandi blanda fyrir blöðruhálskirtilinn www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Stakir jakkar Vesti Polarskinnjakkar Stuttkápur Skinnjakkar Kringlumýri 20 Ágæt 4ra herb. stórglæsilegt einbýlishús með bílskúr, 218 fm. Parket á öllu. 2 flísal. baðherb., kamína í stofu, eldhús með gasi og stór verönd með potti. Heiðarlundur 1D Mjög gott raðhús á tveimur hæðum með stórum stakstæð- um bílskúr. 4 svefnherb. Rúmgott eldhús. Parket á gólfum. Góð staðsetning. Furulundur 5A Mjög gott 4ra herb. 117 fm raðhús á einni hæð. Flísar á gólfum. Nýtt baðherbergi. Íbúðin er laus fljótt. FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins RÍFLEGA 30 tonn af stálbobbingum voru nýlega flutt út til Kanada, Græn- lands og Noregs, en það gera alls 218 bobbinga. Gúmmívinnslan á Akureyri er eina fyrirtækið í landinu og eitt af þremur í heiminum sem framleiðir stálbobbinga. Gúmmívinnslan er 20 ára um þessar mundir en átta ár eru frá því framleiðsla á stálbobbingum hófst hjá fyrirtækinu. Auk þess sem Gúmmívinnslan hef- ur flutt út bobbinga til áðurnefndra landa hafa þeir einnig verið seldir til Færeyja, Danmerkur, Nýja-Sjálands og Chile. Forráðamenn Gúmmí- vinnslunnar telja að þeir sjái um allt að 80% innanlandsmarkaðar, en út- flutningur sé aðeins örlítið brot þess markaðar eins og sakir standa. Ís- lenska framleiðslan er dýrari en sú útlenda, en hvað gæði varðar telja Gúmmívinnslumenn sig standa fram- arlega. Flutningskostnaður er stærsta vandamálið varðandi verðið og þá ekki hvað síst kostnaður við flutninga innanlands. Stálbobbingadeild fyrirtækisins flytur um 200 tonn af stáli árlega til framleiðslu sinnar og er um helming- ur þess fluttur út aftur sem fullunnin vara. Salan hefur sífellt verið að aukast á liðnum árum. Stálbobbingar eru notaðir í veiðar- færi togara og eru þeir til í þremur stærðum og nokkrum gerðum. Gúmmívinnslan var stofnuð árið 1983 og auk þess sem þar eru fram- leiddir stálbobbingar má nefna að þar eru framleiddar gúmmíhellur úr end- urunnum hjólbörðum, en sala hjól- barða og þjónusta kringum þá er stærsti þátturinn í starfsemi fyrir- tækisins. Flytja út um 30 tonn af stálbobbingum Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigurður Kristjánssson og Steinþór Stefánsson voru að sjóða slitbönd og gjarðir á bobbinga í gær, en bobbingarnir eru fluttir á erlenda markaði. NÝ sýning hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri, en þar er um að ræða ljósmyndir Len- harðar Helgasonar frá Akureyri. Lenharður fæddist árið 1935, en lést langt um aldur fram, 32 ára, árið 1967. Þrátt fyrir stutta ævi skildi hann eftir sig mikinn fjarsjóð í ljósmyndum. Hann hóf ungur störf hjá KEA og þeyttist bæj- arendanna á milli í matvörubíl KEA, A-7. Í sendiferðunum var myndavélin jafnan höfð með í för. Í þessum ferðum festi hann á filmu atburði líðandi stundar. Þær 72 myndir sem gefur að líta á sýningunni eru úr bæjarlífi Ak- ureyrar frá árunum 1953–1954 og er myndefnið fólk við ýmis tækifæri, í önnum hversdagsins, við leik og skemmtun. „Í gegnum ljósmyndir sínar hefur Lenharður náð tíðarandanum svo næstum má finna ilminn af jólaeplunum eða heyra skrölt í keðjum bíla,“ segir í frétt um sýninguna. Hún er opin alla laugardaga frá 14–16 og aðra daga eftir sam- komulagi. Ljósmynd/Lenharður Helgason Sýning á ljósmyndum eftir Lenharð Helgason hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri. Festi atburði líðandi stundar á filmu Kvótanum skipt jafnt | Bæjarráð Akureyrar fjallaði í gær um út- hlutun á 5,5 þorskígildislestum sem féllu í hlut Akureyrarbæjar við út- hlutun á byggðakvóta á dögunum. Samþykkt var á fundinum að taka ekki við kvótanum. Oddur Helgi Halldórsson lét á fundinum bóka að hann væri þeirrar skoðunar að „út frá því magni sem við fengum úthlutað, 5,5 tonnum, að best hefði verið að skipta þessu jafnt á milli þeirra einstaklinga sem eru í útgerð og eiga kvóta fyrir“. Val- gerður H. Bjarnadóttir óskaði bókað að hún sat hjá við afgreiðslu. Harmonikuspil og pönnsur | Það verður mikið um dýrðir í Galleríi Grúsku þessa viku í tilefni 10 ára af- mælis þess. Grúska er við Strand- götu 19, sameiginlegur sölustaður fólks sem stundar listhandverk á Eyjafjarðarsvæðinu. 10% afslátt er gefinn af öllum vörum þessa viku og heppinn viðskiptavinur gæti dottið í lukkupottinn. Boðið verður upp á kaffi, djús og pönnukökur í versl- uninni, leikið verður á harmoniku og söng auk þess sem viðskiptavinir geta spjallað við félagsmenn um þá möguleika sem standa til boða varð- andi sérunna eða sérmerkta vöru til tækifæris- eða jólagjafa. ALLS bárust sex tilboð í endur- gerð lögreglustöðvarinnar á Ak- ureyri, en þau voru opnuð hjá Rík- iskaupum nú í vikunni. Tilboðin voru öll yfir kostnaðar- áætlun, en hún hljóðaði upp á 69,7 milljónir króna. Hagleiksmenn áttu lægsta boð, 73,9 milljónir króna, þá kom boð frá Timbursmiðjunni, 74 milljónir, og fast á hæla henni kom tilboð frá SS Byggi upp á 74,2 milljónir króna. Gamlhús bauð 76,1 milljón, Hyrna 81,8 milljónir og loks Virkni en tilboð þess nam 91,3 milljónum króna. Um er að ræða breytingar á öll- um hæðum lögreglustöðvarinnar, m.a. þarf að rífa eldri veggi og setja upp nýja, gips- og glerveggi, endurnýja gólfefni, innréttingar og búningsaðstöðu starfsmanna auk þess sem endurnýja þarf raf- magns- og tölvulagnir og mála. Loks stendur til að endurnýja fangagarð, sem er útigarður. Verkinu á að vera lokið 1. nóv- ember árið 2004. Endurgerð lögreglu- stöðvarinnar Hagleiks- menn með lægsta boð ÞAÐ dugar ekkert minna en að hafa skóflu í báðum höndum áður en menn skella sér af alvöru í sandkass- ann! Það virðist í það minnsta skoðun Alexanders sem allvígalegur býr sig undir að taka þátt í sandkassaleik barnanna á Iðavelli. Leikfélagarnir eru hins vegar önn- um kafnir og láta ekkert raska ró sinni. Sandkassaleikur Alexanders Morgunblaðið/Kristján Á léttu nótunum | Karlakór Eyjafjarðar er að hefja vetrarstarfið með tónleikum á Grenivík, en þeir verða í kvöld, föstudagskvöldið 24. október, í Gamla barnaskólanum og hefst skemmtunin kl. 20.30. Meðal annars verða sungin lög af geisladiski kórsins, Gestaboð, auk annars efnis sem kórinn hefur verið að æfa. Félagar í Karlakór Eyja- fjarðar eru nú 45 talsins, og að auki leikur fjögurra manna hljómsveit- undir stjórn Daníels Þorsteinssonar píanóleikara. Einsöng syngja Har- aldur Hauksson, Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jós- epsson. Kórinn er sem fyrr á léttu nótunum og lagavalið fjölbreytt, þar sem er að finna mikið af textum og lögum eftir heimafólk af Eyjafjarð- arsvæðinu. Stjórnandi kórsins er Petra Björk Pálsdóttir.             Suðrænt og seiðandi | Hannes Þ. Guðrúnarson gítarleikari leikur á tónleikum á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 15 í sal Tónlistarskól- ans á Akureyri, Hvannavöllum 14. Þar leikur Hannes suðræna og seiðandi tónlist frá Paragvæ, Mexíkó og Kúbu. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund. Hannes starfaði á Akureyri frá 1997 til ársins 2002, m.a. við kennslu og undirleik, en hefur búið og starf- aði í Reykjavík síðan.    Verði á Akureyri | Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í gær að skora á heilbrigð- isráðherra að vanda vel faglegan undirbúning Lýðheilsustöðvar svo stofnunin hafi það vægi sem nauð- syn ber til og taka þegar af skarið með að aðalskrifstofa Lýð- heilsustöðvar verði á Akureyri. „Slík stofnun mundi njóta góðs af nærveru við öflugar stofnanir á heilbrigðissviði þar,“ segir í bókun bæjarráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.