Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 29
LEIKBRÚÐULANDI hefur verið
boðið á alþjóðlega brúðuleik-
húshátíð sem haldin er í Oulu í
Finnlandi þessa dagana. Hátíðin
heitir Barents alþjóðlega brúðu-
leikhúshátíðin og taka mörg lönd
þátt í hátíðinni m.a. Finnland,
Svíþjóð, Noregur, Rússland og
Ameríka.
Leikbrúðuland fer með Prins-
essuna í hörpunni og alla hennar
fjölskyldu með; Sigurð fáfn-
isbana, Brynhildi Buðladóttur,
Buðla konung, Ragnar loðbrók og
Áslaugu sjálfa og Heimi gamla
fóstra hennar innanborðs. Það
eru þær Helga Steffensen, Mar-
grét Kolka og Sigrún Erla Sig-
urðardóttir sem stjórna brúð-
unum og Björn Kristjánsson er
tæknimaður.
Leikritið er eftir Böðvar Guð-
mundsson og er unnið úr Völs-
ungasögu og Ragnars-sögu loð-
brókar. Brúður og tjöld eru
hönnuð af Petr Matasek, tékk-
neskum brúðulistamanni, og leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Fjölbreytt flóra af brúðum tekur
þátt í sýningunni: strengjabrúður,
hanskabrúður, brúður sem leik-
arinn klæðist, marotten-brúður
o.fl.
Sýningin var frumsýnd á
Listahátíð 2000.
Úr sýningunni Prinsessan í hörpunni.
Prinsessan
í hörpunni
til Finnlands
SKAMMT stórra högga ámilli í röðum myndlist-armanna næstliðin ár, slíktmannfall naumast fært í
annála áður. Af þeim nokkrir þjóð-
kunnir með langan feril að baki, svo
enn aðrir í blóma sköpunarferils síns.
Fyrir undarlega skikkan örlag-
anna ástæða til að minnast sér-
staklega tveggja grafíklistamanna,
þeirra Drafnar Friðfinnsdóttur og
Þorgerðar Sigurðardóttur sem borin
verður til grafar í dag. Fleira áttu
þær sameiginlegt en að vera at-
kvæðamiklar á skapandi vettvangi
þá lífsklukka þeirra rann sitt skeið.
Báðar upprunnar norðan heiða, hófu
listnám kornungar 1962, einn vetur
samtíða í Myndlista- og handíðaskól-
anum en gengu að heimilisverkum
og létu seint að sér kveða á listavett-
vangi. Gerðist eftir endurnýjað nám,
báðar á hátindi sköpunarferlis og at-
hafnasamar á sýningavettvangi þeg-
ar krabbinn varð lífsdug þeirra yf-
irsterkari.
Dröfn þekkti ég eðlilega minna,
starfsvettvangur hennar og seinni
námsferill 1982–86 á Akureyri, síðan
Lahti í Finnlandi 1987–88, en undr-
aðist hinar drjúgu framfarir og stór-
hug í vinnubrögðum. Kom stöðugt á
óvart með tréristum sínum í yf-
irstærðum, hreinum og tærum hvar
gagnsær blámi himins og úthafs í
bland við huglæg sköp og grómögn
jarðar voru yfirleitt í aðalhlutverk-
unum.
Þótt Þorgerður Sigurðardóttir,
sem í dag verður til moldar borin,
færi um margt aðrar leiðir í list-
sköpun sinni og myndverk hennar að
meginhluta trúarlegs eðlis, var ein-
hver keimlíkur tónn víðáttu og nálg-
unar í tréristum þeirra, ásamt
óformlegri beitingu skurðhnífanna.
Man glöggt eftir Þorgerði í MHÍ,
enda dvaldist henni ári lengur en
Dröfn, og mun hafa sótt tíma á graf-
íkverkstæðið þar sem ég réði þá ríkj-
um, seinna nemandi í grafíkdeild
1986–89 og vissi ég þá vel af henni
þótt ég kenndi nú á öðrum víg-
stöðvum innan skólans. Loks var
Þorgerður alla tíð starfandi í Reykja-
vík og mjög atkvæðamikil í fé-
lagsmálum grafíklistamanna, sendi
mér ótal rafbréf sem sköruðu vett-
vanginn sem og athafnasemi hennar
sjálfrar. Kom fyrst fram á sviðljósið
jafnt með einkasýningar og þátttöku
á samsýningum 1998, og var eftir það
með virkustu grafíklistamönnum
þjóðarinnar. Síðasta afrekið var sýn-
ing á teikningum trúarlegra tákna í
anddyri Grensáskirkju í september,
sem var framlengd og uppi meðan
listakonan háði dauðastríð sitt, og
enn á staðnum er mig bar að síðast-
liðinn sunnudag. Þar kveður við nýj-
an tón í listsköpun Þorgerðar, ein-
faldari, samþjappaðri, kröftugri og
myrkri, um leið öllu meira í anda síð-
módernismans. Helst í þá veru að
allri upphafinni litagleði ásamt létt-
um og leikandi áhrifameðölum er
hafnað, þannig á fullu til hinstu
stundar, út yfir gröf og dauða.
Listakonan fylgdi sýningunni, sem
hún nefndi „Milli himins og jarðar“
úr hlaði með táknrænum hugleið-
ingum: „Ein lítil bernskuminning
kemur mér ætíð til að líða vel. Þegar
veður var gott lagðist ég í óslegið
grasið á túninu heima á Grenj-
aðarstað. Þarna gat ég legið tímum
saman á mjúkri jörðinni, horft upp í
himininn í skjóli grassins sem bylgj-
aðist meðfram líkama mínum. Þetta
var minn heimur. Ég hafði þá trú að
enginn vissi hvar ég væri, enginn
truflaði mig, ég var í miðju heimsins.
Himinninn var síbreytilegur og skýin
færðust til – eða var það jörðin?
Þannig fór ég mínar ævintýraferðir
um himininn. Þetta voru góðar
stundir sem við áttum – ég, himinn-
inn og jörðin.“
Þorgerður Sigurðardóttir var
prestsdóttir frá Grenjaðarstað í Að-
aldal, kirkjustað sem í upphafi var
helgaður heilögum Marteini í kaþ-
ólskum sið, í kirkjugarðinum rúna-
steinn frá miðöldum. Allir sem lagt
hafa leið sína á þessar slóðir mega
gera sér ljóst að um er að ræða einn
fegursta kirkjustað á Íslandi, höfð-
ingjasetur til forna og eitt af bestu
brauðum landsins, til jafns við Odda
sunnan heiða. Þar bjó fyrstur Grenj-
aður Hrappsson, og samkvæmt
Landnámu nam hann Þegjandadal
og Hraungerði og Þorgerðarfell og
Laxárdal neðan.
Af ofanskráðu nærtækt að giska á
hvert hugmyndin að nafni listakon-
unnar var sótt, og með jarðbundinn
safaríkan bakgrunn fortíðar í lífs-
malnum yfirgaf hún heimahaga.
Þorgerður þannig trú uppruna sín-
um, jafnt sögu og umhverfi þótt ekki
kortlegði hún ytra byrði æskuslóð-
anna, frekar að hún skilaði frá sér
arfi og andblæ aldanna. Var hér á
réttu róli í listinni, vandfundinn sá
markverður myndlistarmaður í
heimi hér sem ekki yfirfærði hluta
upprunans í verk sín. Hvað svo sem
öllu tali um alþjóðamál listarinnar
líður og hvort heldur væri á hlut-
vöktum eða huglægum nótum.
Samfelldustu og ánægjulegustu
nálgunina í samskiptum við listakon-
una naut ég í Kínaferð félagsins Ís-
lenzk grafík 1994, tilefnið opnun
fyrstu íslenzku listsýningarinnar í
landinu að ég best veit. Fyrst var það
Peking, með forboðnu borginni og
dagsferð að múrnum mikla, svo keis-
arahöllin í Chengde í Norður-Kína,
síðan aftur Peking. Þarnæst Xian í
miðhluta landsins og gröf gula keis-
arans Qin Shi Huangdi heimsótt, svo
áfram til silkiborgarinnar Chengdu í
suðausturhlutanum og Guilin í suð-
urhlutanum, sagður fegursti hluti
Kína með ævintýralegri siglingu um
fljótið Lijiang allt til Guangzhou
borgar, áður þekkt undir nafninu
Kanton, miðstöð ópíumverslunar og
vaki hvers konar skuggaverka er
fylgdu í kjölfarið. Loks endað í
Kowloon/ Hong Kong. Vægt orðað,
að þetta hafi verið lærdómsrík og
ógleymanleg yfirferð um eitt víð-
feðmasta og mesta menningarríki
jarðar. Í skýru minni hve Þorgerður
var forvitinn, áhugasamur, góður og
tillitssamur ferðafélagi, og hve djúp-
stæð lifun ferðin undantekning-
arlaust reyndist fyrir hvert eitt okk-
ar.
Þorgerður Sigurðardóttir kom
mér svo fyrir sjónir að vera ákaflega
einlægur, tilfinningaríkur og traust-
ur persónuleiki. Hún hafði gengið í
gegnum ýmsar hremmingar og mun
hafa verið ófeimin að tjá sig um þær
ef svo bar undir og hvorki leyndi né
auglýsti hún seinna veikindi sín, tal-
aði frekar hreint út um þau og sagði
mér síðast að í stað afturbata hefði
krabbinn tekið sig upp og dreift sér
um líkamann. Sterk bein þarf til að
horfast á þann veg í augu við ill örlög
og feigð sína, mitt í rífandi sköp-
unargleði og lífsvilja.
Í dag leggur Þorgerður í sitt
mesta ferðalag og nú til landsins
handan landsins, þaðan sem enginn á
afturkvæmt, skýin hafa færst til eins
og þegar hún lá í grasinu á Grenj-
aðarstað forðum daga og víddir him-
insins lokist upp. Fylgi henni heilar
óskir og þakkir fyrir auðgandi návist.
Þorgerður
Sigurðardóttir
Þorgerður Sigurðardóttir við eitt verka sinna árið 1998.
Eftir Braga
Ásgeirsson