Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
É
G horfði á Karl bisk-
up sitja fyrir svörum
í ríkissjónvarpinu í
gærkvöldi í rauðum
kyrtli með rauðari
bakgrunn, en á móti sátu alþýðu-
menn í þvinguðu taumhaldi virð-
ingar. Mér fannst allir fjórir fara
eins og kettir kringum heitan
graut og ekki nema snerta kjarn-
ann sem felst í langþráðri umræðu
um trúmál á Ís-
landi núna loks-
ins haustið
2003!
Ég skrifaði
um tímabilið
1830–1910 í
Kristnisögu Al-
þingis, stóru og
glæsilegu fjög-
urra binda verki
sem mig grunar að hafi ekki skilað
sér sem skyldi til almennings. Í
því kortlagði ég þá umbyltingu
sem varð í Danaveldi um miðja 19.
öldina og hér uppi árið 1874 er
þingbundið lýðræði komst á, með
takmörkunum að vísu. Þetta hafði
í för með sér að konungur hætti
að vera yfirmaður kirkjunnar,
æðsta kirkjuvaldið fór niður til
fólksins, þ.e.a.s. undir alþingi. Ís-
lendingar nýttu nýfengið frelsi í
innanlandsmálum vel á landshöfð-
ingjatímanum og fram á miðja 20.
öld, leystu sóknabandið og komu á
prestskosningum hér miklu fyrr
en gert var í Danmörku, og gengu
síðan snemma á 20. öld Nýju eða
Frjálsu guðfræðinni á hönd, sem
var ótrúlega róttækt. Ég vinn að
ritun ævisögu Matthíasar Joch-
umssonar, sem ýtti frjálsri hugsun
í trúmálum úr vör hér uppi, svo ég
hef atvinnu af því að hugsa um
þessi mál. Þjóðin hefur greitt mér
laun fyrir að huga að kirkjusögu,
blóðið rennur því til skyldunnar
þótt ég sé hrædd um að lenda í
meira stappi en mitt kerling-
arhjarta þolir við það að blanda
mér í valda- og peningamál karl-
heimsins.
Séra Matthías Jochumsson
sagði „að hjartað gæti ekki gert
neitt sem höfuðið væri ekki með
í“. Með þessu afneitaði hann af-
stöðu Kierkegaards til trúmála,
sem sagði að fólk yrði að trúa ad
absurdum, fara yfir í heim fárán-
leikans og trúa þar. Gáfufólk á 18.
og 19. öld átti erfitt með að kyngja
sumum kennisetningum kirkj-
unnar og ýmsum bókstaf biblíunn-
ar sem vísindin drógu að dár. Til
að sætta höfuðið og hjartað skáru
Matthías og nýguðfræðingarnir
sem settust í biskupsstól á fyrri
helmingi 20. aldar því það utan af
kristninni sem stríddi móti skyn-
seminni, en héldu kjarnanum,
heitri og góðri trúartilfinningu
sem kom andanum upp í óræðar
hæðir þar sem vísindi og trú hald-
ast í hendur. Enginn prestur
þurfti lengur að svekkja fólk í
kirkjum með því að tala um það
sem fólkinu finnst óþægilegt og
óvísindalegt að heyra. Játning-
arnar voru teknar úr sambandi,
enda er lífvænlegast við þessi
fornu skrítnu trúarbrögð frá Mið-
jarðarhafi að kirkjan segist alltaf
eiga að breytast: Ecclesia semper
reformata est. Eilíf útskúfun varð
bara gömul ljót skammarleg
kennisetning líkt og tengsl kirkju
við galdrabrennur og trúvill-
ingaofsóknir. Íslenskir prestar
máttu eftir þetta aðhyllast spírit-
isma og gerðu sumir glaðir, fólkið
mátti halda góðu sambandi við
lands vors guð líkt og hinn inn-
flutta guð vors lands, og elska sín-
ar „ókristilegu“ hégiljur með góðri
samvisku og vera kristið um leið.
Framhaldslífið varð ljós við óræð-
ar lífsins dyr þar sem lífið heldur
áfram í ungviðinu. Hægt varð að
Með fullvalda Kirkjuþingi
var íslenska kirkjan gerð a
tísk og þannig var stjórns
dregið aftur til miðalda. H
þá María?
Kirkjuþing vinnur ekki
út frá raunveruleika samtí
viðurkennir samkynheigð
hyggju. Kirkjuþing er eins
er í dag í eðli sínu of dans
stafstrúar og íhaldssamt t
sinna tilfinningalífi þjóðari
völd þess þyrftu því að far
undir fullveldi alþingis, se
gefið strax út dagskipanir
þessar: „Hættið að tala um
risu holdsins!“ „Ekki ásak
fyrir að fara til andalækna
„Verið góðar prestessur v
kynhneigða og vígið ást þe
eins og ást gagnkynhneigð
Kirkjuþing hefur eins og m
vita ekki opnað fangið að f
ir samkynhneigðum, og be
vissa óbeina ábyrgð á því
er að á hverju ári fyrirfari
hverjir samkynhneigðir dr
Fjölhyggja hefur síast i
ar- og tilfinningalíf þjóðar
öllum öldum en meira en n
sinni með hröðum samgön
ustu aldar. Kirkjuþing hef
dæmt allt sem alþýðan no
sefa tilfinningalíf sitt sem
hrein-kirkjulegt svo sem:
bollaspá, draugatrú, stjörn
rúnaspil, fuglaspá, andalæ
Sumt stendur á fornum ísl
rótum og hefur alltaf feng
góðu lífi með kristninni, an
alþjóðlega nýaldarkukls-p
anum. Séra Friðrik Bergm
sem var vel að sér í íslens
kirkjusögu, sagði fyrir tæp
að íslensk kristni hefði ald
að öllu sem stendur í biblí
Bókstafstrú og fordæming
þjóðtrú var aldrei annað e
bundnar bólur í íslenskri k
sögu, og því er sögulega r
halda slíkum viðhorfum á
tala um íslenskan trúararf
andránni.
Biskupinn talaði í Morg
unblaðinu frá prestastefnu
Hólum fyrr í haust og sag
slæmt væri að hin kristna
tryði ekki kennisetningunu
Hann mundi því sýnist mé
að við færum 200 ár aftur
og tækjum aftur að trúa u
holdsins, meyfæðingunni,
um á heilagan anda í engli
hvíslar sæði guðs í eyra jó
Krist sem guð en ekki á m
Jesú með Guð í sér, á synd
sem gerist fyrir pyntingar
verja á góðum manni forðu
Kirkjufælni fólks sem er s
fælni og sú að vilja ekki á
kristnihátíð á Þingvöllum
2000 heldur áfram að auka
Kirkjuþing stendur fyrir þ
enn sé hamrað á bókstafst
stóli, því það er það sem f
fólkið frá kirkjunni. Þetta
falt, segir kerlingin. Það e
legt að meirihluti fólks sem
sig kristið skynji enga sefj
almennar messur. Vísindin
komin í hring, benda nú á
ar heilastöðvar trúarinnar
augum okkar og segja: Við
horfa á sjóskjaldbökuungana í
þúsunda tali hlaupa niður að sjó
og vera næstum alla étna af
smjattandi ránfuglum og hugsa:
„Svona ertu þá Guð, en ég elska
þig samt af því égkemst ekki hjá
því, þar sem þú bjóst líka til sæl-
una sem einn af þúsund skynjar
sem kemst niður í sjó.“ Það er
hægt að ná trúarlegum hæðum
gegnum sköpunarverkið og lífið
sjálft, það þarf ekki önnur krafta-
verk til. En auðveldasta leiðin til
að ræsa trúarheilastöðvarnar sem
eru í gagnaugum okkar er að gera
það gegnum sinn eigin trúararf, ef
hann hefði ekki gert sig svo frá-
hrindandi fyrir marga nútíma-
menn aftur á síðari helmingi 20.
aldar. Maður situr í kirkju kominn
í góða vímu þegar presturinn segir
upprisa holdsins … þá hrinur af
mér trúarglitið, ég sé ýmist úldið
hold rísa úr gröf eða mér kemur í
hug það sem mér ekki rís. Það
slokknar á trúarstöðinni í mér
með sáru væli. Góður sálmur eftir
Matthías á eftir hjálpar, en þó
ekki nóg. Kirkjuferðin er ónýt.
Látum nægja. Komum nú að
kjarnanum.
Fríkirkjukrafan sem nú er uppi
aftur eftir hundrað ára hvíld snýst
um tvennt: hugmyndafrelsi og
fjáreignir: Fyrst er það hug-
myndafrelsið: Ef fólkið innan þjóð-
kirkjunnar er = kirkjan, eins og
kenningarnar segja, þá grunar
mig að meirihluti þjóðarinnar að-
hyllist frjálsa guðfræði eða nýguð-
fræði, a la Matthías, Þórhall bisk-
up, Jón Helgason og Harald
Níelsson, guðfræði sem umber
fjölhyggju- og þjóðtrúarlegar hug-
myndir, draugatrú, rúnaspá, anda-
trú, andalækna, stjörnuspeki og
hvað sem fólki finnst hjálpa við að
lifa. Meirihluti Kirkjuþings spegl-
ar ekki trúartilfinningu meirihluta
þjóðkirkjufólks, því að svo margir
KFUM-K-prestar fóru í guðfræði.
Þeir náðu yfirhöndinni innan
kirkjunnar og settu játningarnar
aftur í samband um 1950 svo að
upphófst íhaldssamari kirkja en
var við lýði hér á fyrri hluta ald-
arinnar, í frjálsustu þjóðkirkju í
heimi „hér á landi á“. KFUM-K er
danskt bókstafstrúarheimatrúboð
sem kom inn í landið með Friðriki
Friðrikssyni um 1900, en fyrir
þann tíma hafði landið alveg
sloppið við alþýðlegar bókstafs-
trúarvakningar. Kirkjuþing er
grunar mig þéttsetið afkomendum
áhangenda þessarar bókstafs-
trúarhreyfingar, prestum, sókn-
arnefndarfólki og guðfræðikenn-
urum sem spegla miklu
íhaldssamari trúartilfinningu en
íslenskur almenningur aðhyllist.
Hér liggur hundurinn grafinn,
og kötturinn reyndar líka og við
öll.
Komum þá að nýfengnu sjálf-
stæði þjóðkirkjunnar. Það að
draga árið 1997 vald undan alþingi
og setja yfir til Kirkjuþings stríðir
gegn því lögmáli að kirkjan hefur
frá upphafi fylgt þróun stjórnskip-
unar Evrópu. Nema hér sé eitt-
hvert hugmyndarugl í gangi og
stjórnendur kirkjunnar haldi að
þeir séu að stofna nýja fríkirkju,
en hvaða rétt á hún þá til að erfa
allt það jarðafé sem gefið var mið-
aldatrúnni? Þingið á að hafa vald
yfir leifum ríkiskirkna á lýðræð-
istímum, með því móti er hægt að
tryggja að þessi ríku batterí hegði
sér í samræmi við vilja þjóðar en
ekki bara vilja þess hóps sem
heldur um taumana á kirkjuþing-
um og prestastefnum. Ef danska
þingið hefði ekki skipað dönsku
kirkjunni að vígja konur til prests-
embættis hefði það ekki gerst:
danska kirkjan var svo íhaldssöm
þegar sænskar konur urðu prestar
að hún vildi ekki slíkan ósóma.
Kirkja fyrir alla
og allir fyrir kirkju
Eftir Þórunni Valdimarsdóttur
’ Það að draga1997 vald undan
alþingi og setja y
til Kirkjuþings st
gegn því lögmáli
kirkjan hefur frá
upphafi fylgt þró
stjórnskipunar
Evrópu. ‘
VIÐSKIPTI MEÐ
ÚTBLÁSTURSKVÓTA
Aðalheiður Jóhannsdóttir, aðjúnkt viðlagadeild Háskóla Íslands og sér-fræðingur í umhverfisrétti, vakti í
grein hér í blaðinu laugardaginn 12. októ-
ber athygli á því, að íslenzk stjórnvöld hafa
ekki talið ástæðu til þess, við útfærslu
Kyoto-bókunarinnar um takmörkun á út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda, að koma á
innanlandsmarkaði fyrir viðskipti með út-
blástursheimildir.
Vitnar Aðalheiður til þess, sem um þetta
mál er sagt í svokallaðri stefnumótun rík-
isstjórnarinnar um ráðstafanir til að
standa við skuldbindingar loftslagssamn-
ingsins og Kyoto-bókarinnar. Þar segir
eingöngu: „Ríkjum er í sjálfsvald sett hvort
þau takmarki útstreymi innanlands með
úthlutun útstreymisheimilda og viðskipt-
um með þær. Að athuguðu máli er ekki tal-
in ástæða til þess að fara þá leið hér á
landi.“
Aðalheiður Jóhannsdóttir segir réttilega
að þetta verði að teljast harla rýr rökstuðn-
ingur fyrir því að fara ekki þá leið, sem
Kyoto-bókunin býður upp á. „Ljóst er að ís-
lenska ríkið ber nokkurn kostnað af mót-
vægisaðgerðum, t.d. skógrækt, í þeirri við-
leitni að draga úr áhrifum vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt eru
nauðsynlegar rannsóknir af hálfu opin-
berra stofnana kostnaðarsamar. Þessar
staðreyndir réttlæta t.d. sölu eða uppboð á
útstreymisheimildum eða hluta þeirra,“
segir Aðalheiður. Hún bendir jafnframt á
að verðlagning náttúruauðlinda, eða á rétt-
inum til þess að nýta þær sé einnig hluti af
svokallaðri mengunarbótareglu. „Auk
þessa virka sveigjanleikaákvæði Kýótó-
bókunarinnar hvetjandi og gera rekstrar-
aðila á margan hátt ábyrgari fyrir þeim
áhrifum sem viðkomandi starfsemi hefur á
umhverfið og möguleg viðskipti með út-
streymisheimildir, hvort sem er á markaði
innanlands eða milli ríkja, auka frjálsræði,
hvetja til aukinnar hagkvæmni, þróunar á
betri tækni og framleiðsluaðferðum o.fl.“
Aðalheiður bendir m.a. á hliðstæðu
þessa máls og takmörkunar réttarins til að
nýta fiskveiðiauðlindina. Þar getur Morg-
unblaðið tekið undir með henni. Blaðið hef-
ur áður lagt til að útblásturskvóta verði út-
hlutað gegn endurgjaldi, með sama hætti
og í fiskveiðunum.
Ástæða er til að rifja upp það, sem sagði í
leiðara blaðsins 9. ágúst 2001, þar sem
þessi mál voru til umræðu: „Það virðist
ekki fara á milli mála að með því að hrinda
Kyoto-bókuninni í framkvæmd hér á landi
sé verið að taka upp takmörkun á þeim
gæðum, sem felast í heimild til losunar
gróðurhúsalofttegunda. Það hvernig eigi
síðan að úthluta þeim takmörkuðu gæðum
er vissulega stór spurning og henni verður
ekki svarað nema með hliðsjón af þeim um-
ræðum, sem farið hafa fram um úthlutun á
öðrum takmörkuðum gæðum, t.a.m. fisk-
veiðikvóta og rafsegulbylgjum. Það er ekki
hægt að segja að útblásturskvótinn sé þjóð-
areign með sama hætti og fiskimiðin, en
hann er hins vegar verðmæti, sem verða til
með samningum Íslands við önnur ríki,
með sambærilegum hætti og tíðnisvið fyrir
fjarskipti, sjónvarp og útvarp ... Stefnu-
mótun stjórnvalda hlýtur að taka mið af
þeirri grundvallarstaðreynd að með því að
takmarka rétt manna til að losa gróður-
húsalofttegundir hefur sá réttur öðlazt
verðgildi og þeir, sem nota hann, eiga að
greiða fyrir þau afnot.“
Morgunblaðið tekur undir með Aðalheiði
Jóhannsdóttur að það er lágmarkskrafa til
stjórnvalda að fyrir liggi „gagnsær, skýr
eða ítarlegur rökstuðningur“ fyrir þeirri
ákvörðun að fara ekki þessa leið.
BRUGÐIST VIÐ ÓGN
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðmynda starfshóp til að gera úttekt
á varnarviðbúnaði vegna hugsanlegrar
notkunar efna-, sýkla- og geislavopna
hér á landi er mikilvægur þáttur í að
tryggja öryggi Íslands.
Í tilkynningu sem ríkisstjórnin sendi
frá sér segir: „Hættan á hermdar- og
hryðjuverkum þar sem slíkum vopnum
kann að vera beitt er talin ein stærsta
ógn fyrir borgara hins vestræna heims
nú á tímum. Á leiðtogafundi Atlants-
hafsbandalagsins í Prag í nóvember
2002 var ákveðið að grípa til sameig-
inlegra aðgerða á þessu sviði með þátt-
töku allra aðildarþjóða, þ.á m. Íslands.“
Því miður er það staðreynd að líklega
er ríkjum á Vesturlöndum meiri hætta
búin af árásum með efna-, sýkla- eða
geislavopnum en hefðbundnum vopnuð-
um átökum. Í Vestur-Evrópu má segja
að nær óhugsandi sé að til hefðbundinna
styrjaldarátaka komi miðað við núver-
andi aðstæður. Átökin á Balkanskaga
eru einu átökin um áratuga skeið og sú
ógn er álfunni stafaði af Sovétríkjunum
heyrir nú sögunni til.
Þar með er hins vegar ekki sagt að
ríki Evrópu megi sofna á verðinum.
Hryðjuverkaógnin er raunveruleg og
beinist gegn Evrópu ekki síður en gegn
Bandaríkjunum. Lögregluyfirvöld í
Bretlandi, Frakklandi, á Ítalíu og í Sví-
þjóð svo nokkur dæmi séu nefnd hafa
þurft að beina spjótum sínum að útsend-
urum al-Qaida. Í nokkrum tilvikum eru
vísbendingar um að árásir með efna- eða
sýklavopnum hafi verið í undirbúningi.
Dæmi er um að hryðjuverkahópur í Jap-
an hafi beitt efnavopnum og jafnframt
reynt að beita sýklavopnum. Starfsemi
Bandaríkjaþings og fleiri stofnana þar í
landi lamaðist eftir að miltisbrandur
greindist í bréfasendingum. Þótt ekki
hafi margir látist í þessum árásum greip
um sig skelfing er hafði langt um meiri
áhrif en hið eiginlega umfang árásanna.
Fólk þorði ekki að nota almenningssam-
göngur í Japan eða að opna póst í
Bandaríkjunum fyrst á eftir. Þar með er
hins vegar ekki sagt að árásir með
sýkla- eða efnavopnum geti ekki valdið
gífurlegu mannfalli. Sérfræðingar óttast
ekki síst að sú öra þróun er orðið hefur
á sviði líffræði og læknavísinda á síð-
ustu árum nýtist jafnframt þeim er nota
slíka þekkingu til að tortíma en ekki
lækna. Ekki er hægt að útiloka að beit-
ing slíkra vopna geti í framtíðinni leitt
til jafn mannskæðra farsótta og hægt er
að lesa um í sögubókum.
Við Íslendingar erum ekki óhultir
frekar en aðrar þjóðir og verðum því að
grípa til viðeigandi ráðstafana. Þessari
ógn er ekki hægt að venjast með hefð-
bundnum aðferðum heldur með sam-
stilltu átaki löggæslu og nánu samstarfi
við önnur ríki varðandi skipti á upplýs-
ingum og reynslu. Þá verður að tryggja
að íslenska heilbrigðiskerfið og við-
bragðsaðilar séu í stakk búnir til að
bregðast við ef eitthvað gerist hvort
sem um er að ræða árás hér á landi eða
þá að árás í öðrum ríkjum berist hingað.
Það eru miklar líkur á því að ef árás
með sýklavopnum yrði gerð í evrópskri
stórborg myndi það hafa afleiðingar hér
á landi. Ferðamenn og Íslendingar í út-
löndum gætu borið með sér veirur eða
sýkla þar sem nokkur tími getur liðið
frá því árásin er gerð þar til afleiðingar
hennar koma í ljós.
Að tryggja að við rétt eins og aðrar
þjóðir séum undir það versta búin er
eitthvert brýnasta verkefnið á sviði ör-
yggismála þessa stundina.