Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar sindrar á sæ og
tunglið ber við nak-
inn sjóndeildarhring-
inn leiðir maðurinn
hugann að tvíeðli
sínu. Tvíeðli því, sem ráðið hefur
gjörðum hans öldum saman.
Tvíeðli rómantíkur og losta.
Án lostans er rómantíkin orðið
eitt, ofnotað innantómt hugtak
sem hríslast niður vitundina eins
og áleitin kona sem maður hélt
að væri vinur en reynist svo vera
ágirndin í dulargervi. Dul-
argervið ásækir manninn; hann
togast milli tvíeðlisins, innbyrðis,
milli rómantíkur og losta. Á svip-
stundu hverfur maðurinn í óm-
inni tilfinninga og hræringa.
Hann hristist eins og hrærivél á
lóðaríi, í ofsa-
fenginni leit
að samastað
hjartans.
Samastaður
hjartans er
óræður. Hann
er mitt á milli angistar og um-
hyggju. Hann eltir ekki ólar við
tísku, nýjustu strauma í mannlíf-
inu, eða viðtekin viðhorf.
Án mannlífs er fegurð samlífs-
ins hjóm eitt. Hljómur, sem út-
varpað er um víðerni alheimsins,
án hlustanda. Án aðildar vitund-
arinnar, sem speglast í áráttu al-
mættisins, þess almættis sem
getur allt. Almættið getur allt.
Aflsmunur rómantíkur varpar
nýju ljósi á lostann, því tvíeðlið
sundrar samhyggju atgervisins
undir ljóma samheldninnar. And-
artak er sem eilífð, undir fossi
tilfinninganna, sem líða fram
undirlendið í átt til hins ókyrra
hafsjávar sem við köllum tilfinn-
ingalíf manneskjunnar.
Roði sólar varpar skugga á
litla barnið í okkur öllum. Við
hverfum til æskunnar, um leið og
tvíeðli rómantíkur og losta hætt-
ir að berjast um yfirráðin og þá
brestur stíflan. Við grátum þurr-
um tárum, því það er ekki við
hæfi að sýna tvíeðli sitt í sam-
félagi nútímans, sem byggist á
kaldranalegum ásetningi og fyr-
irlitningu ágirndarinnar. Í
miðjum ljóma lostans birtist ork-
an, sem er sammannleg og knýr
okkur áfram í viðleitni til hug-
ljómunar.
Andinn svífur á milli okkar,
því hann er orka. Hann er sálin í
okkur öllum. Hver segir að hugs-
anir séu innilokaðar í skelinni
sem við köllum hauskúpur? Ork-
an flæðir í gegnum þessar þunnu
brynjur, sem veita heilanum
vörn gegn hnjaski en eru að öðru
leyti tilgangslausar. Ef ekki væri
fyrir þetta hlutverk höfuðkúp-
unnar þyrftum við hana ekki. Í
fullkomnum heimi væri hausinn
svo mjúkur viðkomu, án höf-
uðkúpunnar.
Hauskúpan hefur verið mesti
dragbítur á framfarir og þróun
mannsins. Vissulega eru margir
það tilfinningalega sterkir, að
hugsanir þeirra brjótast í gegn-
um varnarmúr kúpunnar, en allt
of mörg okkar eru innilokuð með
hugsanir okkar í þessum litla
kringlótta fangaklefa sem við
köllum höfuðrými. Hugrenning-
arnar reyna í sífellu að brjóta
sér leið í gegnum klefann, með
þeim afleiðingum að við erum úr-
vinda úr andlegri þreytu. Þreyt-
an sligar manninn og stíflar
sköpun og framfarir, sem sál-
arleg og líkamleg velferð okkar
byggist á.
Hver hefur heyrt um áru til-
finningasnauðs manns? Án ár-
unnar er hamingjan fallvölt. Úfið
hraun hamingjunnar er ekki
slétt. Það er úfið. Leiðin um
þetta hraun er vörðuð ákvörð-
unum í líki misbeittra steina;
sumra deigra, annarra hár-
beittra. Ef manninum tekst að
fóta sig framhjá þessum gildrum
tilverunnar bíður hans ómæld
hamingja við grafarbakkann.
Þannig kemur tvíeðli róm-
antíkur og losta fram í mann-
inum. Rómantíkin og lostinn eru
síamstvíburar sem hver og einn
verður að gera upp við sig hvort
beri að aðskilja eður ei. Séu þeir
aðskildir í frumbernsku bíður
þeirra farsælt líf í manninum, en
aðeins ef skurðaðgerðin tekst.
Slíkum aðgerðum fylgir ávallt
mikil áhætta, því ef skurðarhníf-
urinn rennur aðeins til er öllu
lokið. Þá stendur maðurinn eftir,
tilfinningalaus og kaldranalegur,
án rómantíkur og losta.
Ef aðgerðin ber hins vegar til-
ætlaðan árangur má líkja því við
eldgos í tveimur samhliða fjöll-
um. Úr öðru eldfjallinu streymir
sjóðandi heitt hraun rómantíkur.
Úr hinu vellur lostinn, ennþá
heitari og þrungnari líkamlegri
spennu, sem byggst hefur upp og
safnast saman í ámótlegum lík-
ama þess holdgervings sálar-
innar, sem við erum.
Þvílíkur unaður, þvílík stund.
Þvílík lausn. Á augnabliki sem
þessu verður maðurinn mið-
punktur alheimsins og þá hætta
öll náttúruvísindi að skipta máli.
Jörðin snýst ekki í kringum sól-
ina. Sólin fer ekki í hringi um
vetrarbrautina. Nei, alheimurinn
snýst um manninn. Hann er.
Ekkert annað skiptir máli.
Ímyndunin er endurómur for-
tíðar. Allt sem gerist í hug-
arheimi okkar hefur einhvern
tímann gerst. Annars bryti það
sér ekki leið í undirmeðvitund
okkar. Sálin er sarpur fyrir
minningar alheimsins og almætt-
ið safnar í þennan sarp eins og
það ætti lífið að leysa. Þarna
koma ákvarðanir, frjáls vilji eða
einstaklingseðli ekki við sögu.
Maðurinn er eins og sjáandi í
þessu tilliti; miðill fyrir dulúð
tímans. Í undirmeðvitund hans
birtist raunveruleikinn eins og
hann ómar um alheiminn, eirð-
arlaus í leit að samastað.
Þennan samastað á tvíeðlið
einnig; rómantíkin og lostinn. Í
þessum haug eru allar okkar
þrár, allar okkar kenndir, allar
okkar hugsanir, að finna. Hjart-
að er stundum sagt vera helm-
ingur mannsins. Hinn helming-
urinn er sálin. Samastaður
tilfinninga. Sían fyrir vondar
hugrenningar og illar gjörðir. Ef
allir væru svo lánsamir að ljá al-
heiminum eyru sín, þótt ekki
væri nema í augnablik eilífð-
arinnar. Þá væri jafnvægi í hug-
arheimi mannverunnar. Þá væri
áran svo slétt og rauðleit, eins og
flauel. Þá væri tilganginum náð.
Tvíeðli
mannsins
Roði sólar varpar skugga á litla barnið
í okkur öllum. Við hverfum til æsk-
unnar, um leið og tvíeðli rómantíkur og
losta hættir að berjast um yfirráðin og
þá brestur stíflan.
VIÐHORF
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
Á UNDANFÖRNUM árum hef-
ur stuðningur borgaryfirvalda við
tónlistarskólana farið minnkandi
og hefur það leitt
nú til þess að náms-
skilyrðin hafa
versnað. Í haust
dróReykjavík-
urborg úr fjárhags-
legum stuðningi
sínum til flestra
tónlistarskóla borg-
arinnar og í kjölfarið var skólaárið
stytt, skólagjöldin hækkuð og lág-
markstímafjöldi kennara á viku í
fullu starfi var aukinn. Það er í
raun hægt að segja að tónlistar-
skólarnir geti ekki fylgt aðalnáms-
skrá tónlistarskólanna við núver-
andi aðstæður. Menn spyrja sig
hvað valdi því að tónlistarnám er
ekki metið jafnt og annað nám í
landi sem státar sig af ríkri tón-
listarhefð og framúrskarandi lista-
mönnum. Það virðist hins vegar
vera stefna stjórnvalda að fjár-
svelta tónlistarskólana og mætti
túlka þessu lækkun sem aft-
urköllun á launahækkun tónlistar-
kennara sem samþykkt var á liðnu
ári. Tónlistarnám er í mörgum til-
vikum strangt nám sem miðar að
því að þeir nemendur sem ljúki því
útskrifist sem atvinnuhljóðfæra-
leikarar. Í því felst að nemendur
sæki tíma í aukafögum tengdum
tónlistinni, samspili og einkatímum
hjá kennara auk þess sem þeir
þurfa að æfa sig í nokkrar klukku-
stundir á dag. Það liggur í augum
uppi að tónlistarnemendur taka
nám sitt ekki síður alvarlega en
nemendur í öðrum greinum og er
því óskiljanlegt hvers vegna þeim
er mismunað eins og raun ber
vitni. Svo virðist sem tónlistarnám
sé álitið vera eins konar tóm-
stundagaman þeirra sem það
stunda. Þó er námsferlið í grunn-
inn eins og hefðbundið nám, því er
skipt í grunnskólastig, framhalds-
stig og háskólastig. Vegna aðgerða
borgarstjórnar greiða tónlistar-
nemendur sífellt hærri náms-
kostnað og í staðinn er nám þeirra
skert, en stytta varð skólaárið um
einn mánuð. Í Nýja tónlistarskól-
anum þar sem ég stunda nám var
starfsemin skorin niður um 30% og
því hefur nánast öllu samspili,
kórastarfi og hljómsveitarstarfi
verið sleppt. Hvernig er hægt að
ætlast til að skólar sem útskrifa
nemendur á framhalds- og há-
skólastigi skeri niður starfsemi
sína um tæplega þriðjung? Væru
þetta skólar sem kenndu bóklegar
greinar kæmi slíkt aldrei til
greina. Einnig voru kennurum í
aukafögum þröngar skorður settar
hvað varðar tilhögun á sinni
kennslu og leiðir það af sér að þeir
geta ekki boðið nemendum upp á
það nám sem þeir þarfnast. Þessir
þættir eru ekki síður mikilvægir í
tónlistarnámi heldur en einka-
kennsla og er það réttmæt krafa
hvers nemanda að fá skilyrðum
tónlistarnáms síns fullnægt.
Þó að aðgerðir Reykjavík-
urborgar hafi komið illa niður á
nemendum og aðstandendum
þeirra voru þær ekki síður slæmar
fyrir tónlistarkennara. Nú þurfa
þeir að vinna lengur í hverri viku
til að viðhalda þeim lágu launum
sem þeim var boðin. Í flestum til-
vikum yrðu þeir að vinna fram á
kvöld vegna þess hve seint kennsla
hefst á daginn. Tónlistarkennarar
eru með verst launuðu stéttum
landsins miðað við þá miklu
menntun sem þeir hafa.
Margir tónlistarmenn ljúka próf-
um frá listaháskólum erlendis, þar
sem námið er strangt og vistin
dýr. Raunverulega greiða þeir
margfalt hærri námskostnað en
nemendur í bóklegum greinum
t.a.m. í Háskóla Íslands. Þegar út
á atvinnumarkaðinn er komið
reynist hins vegar mörgum erfitt
að lifa af laununum vegna þess hve
lág þau eru. Vinnutíminn er langur
og launin ekki í samræmi við álag-
ið sem fylgir starfinu. Tónlistar-
kennarar sinna því mikilvæga
starfi að mennta komandi kyn-
slóðir og án þeirra yrði engin tón-
listaruppbygging á Íslandi. Ef af
því yrði verður að lokum skortur á
tónlistarmönnum og enginn til að
sinna störfum þeirra. Þó að slík
hugmynd gæti virst vera fáránleg
er hún alls ekki óraunsæ. Tón-
mennta- og hljóðfærakenn-
aradeildir Tónlistarskólans í
Reykjavík voru lagðar niður með
tilkomu Listháskóla Íslands en
engin ný deild var stofnuð þar og
kemur nú að því að síðustu kenn-
ararnir eru útskrifaðir í bili. Því er
fyrirsjáanlegur skortur á fag-
menntuðum tónlistarkennurum. Þá
er illa búið að allri aðstöðu til tón-
listarflutnings- og kennslu í höf-
uðborginni og er það að mínu mati
skammarlegt fyrir Reykjavík sem
á að heita Menningarborg. Að Sin-
fóníuhljómsveit Íslands skuli
ennþá flytja tónleika sína í kvik-
myndahúsi lýsir hversu mikils tón-
list er metin hér á landi. Hvergi
annars staðar í heiminum þekkist
slíkt vanmat á störfum tónlistar-
manna hjá jafnvelstæðri þjóð.
Ljóst er að þörf er á verulegum
breytingum ef nemendur og kenn-
arar eiga að viðhalda því glæsta
tónlistarstarfi sem hefur verið á
liðinni öld. Þetta óviðunandi ástand
hefur varað allt of lengi og skorað
er á borgaryfirvöld að bæta það og
sinna málefnum tónlistarskólanna
mun meira en hingað til hefur ver-
ið gert.
Tónlistarkreppa í menning-
arborginni Reykjavík
Eftir Hrafnhildi Linnet Runólfsdóttur
Höfundur stundar nám við
Menntaskólann í Reykjavík og
Nýja tónlistarskólann.
VARÐANDI umræðu um aðskilnað þjóðkirkjunnar
frá ríkinu og trúfrelsi á Íslandi langar mig til að leggja
orð í belg, þar sem viðkomandi mál snerta starf mitt
sem prestur innflytjenda.
Þetta málefni snertir bæði trúmál,
þjóðmenningarmál, stjórnmál og rétt-
indamál. Það er því vel skiljanlegt að
fólk sjái málið frá mismunandi sjón-
arhóli og skoðanir séu skiptar. Mér sýn-
ist að það séu a.m.k. þrjú mikilvæg at-
riði í málinu.
Þau eru: 1) trúarlegt gildi þess fyrir
kirkjufólk að vera í þjóðkirkjunni, 2) trúfrelsi og 3)
fjár- og skattamál, en ég mun ekki fjalla um síðasta
flokkinn.
Trúarlegt gildi þjóðkirkjunnar
Ef við lítum fyrst á trúarlegt gildi þjóðkirkjunnar þá
varðar það að sjálfsögðu aðallega fólk innan þjóðkirkj-
unnar. Mér finnst nokkurs misskilnings gæta frá upp-
hafi umræðunnar varðandi þetta atriði. Ég varð krist-
inn í Japan og var vígður til prests þar. Ég ólst upp sem
kristinn utan þjóðkirkjulegs menningarsvæðis. Því get
ég fullyrt að hugtakið „þjóðkirkjan“ er alls ekki trúar-
leg hugmynd. Það hefur ekki trúarlegt gildi hvort
kirkjan er þjóðkirkja eða ekki. Í kristni er kirkjan ann-
aðhvort sönn kirkja Jesú Krists eða ekki. „Þjóðkirkjan“
er frekar stjórnsýslu- og menningarleg hugmynd í ís-
lensku þjóðfélagi. Þetta er atriði sem við þjóð-
kirkjumenn þurfum að átta okkur á. Hér á ég þó ekki
við að menningarlegt gildi þjóðkirkjunnar sé lítils
virði.
Trúfrelsi á Íslandi
Ég er prestur á fullum launum innan þjóðkirkjunnar en
grunnstefna starfs míns er að þjóna öllum án tillits til
þess hvort sá sem leitar til mín sé kristinn eða ekki.
Þetta er sama starfsstefna og hjá sjúkrahúsprestum.
Aðalstarf mitt er ráðgjafaþjónusta og sálgæsla fyrir
innflytjendur, en meira en helmingur þess fólks sem
kemur til mín er ekki kristið. Ég hitti marga múslíma,
búddista eða fólk sem ekki er trúrækið. Tilgangur
þjónustu minnar er ekki að innræta skjólstæðingum
mínum kristni, heldur að veita þeim aðstoð með virð-
ingu fyrir lífsskoðun hvers og eins þeirra. Þar á ég
einnig við að þeir geti rækt eigin trú. Í starfi mínu er
trúfrelsi eða réttur til að iðka trú sína (þ.á m. að trúa
engu) áþreifanlegt mál, ekki aðeins hugmyndafræði.
Mig langar til að vitna í nokkur dæmi um raunveru-
leika trúfrelsis. Fyrir nokkrum árum veitti ég aðstoð
fjölskyldu sem missti ungt barn af slysförum. Fjöl-
skyldan var búddistar og langaði að halda jarðarför á
búddista vísu. Ég leitaði að búddistamunki og bað hann
um að sinna athöfninni. Þá kom í ljós að munkurinn
skildi ekki íslensku og hafði heldur enga þekkingu á
því hvernig bæri að framkvæma jarðarför í samræmi
við íslensk lög. Því tók ég að mér hlutverk einkaritara
hans, ákvað tímasetningar, pantaði leigubíl fyrir
munkinn, útskýrði nauðsynleg lagaleg og praktísk at-
riði fyrir fjölskyldunni og fleira. Söfnuðurinn þar sem
fjölskyldan bjó gerði líka mikið til að styðja hana.
Annað dæmi er jarðarför fyrir útlenska konu sem
lést skyndilega. Barn hennar var eftir, aleitt í sorg og
einangrun. Barnið bað mig um að sinna útförinni en
ekki á kristinn hátt, þar sem hin látna var trúleysingi.
Ég gerði það, þar sem ég taldi að með því gerði ég rétt í
augum Guðs líka.
Þessi dæmi eru áþreifanleg vitneskja þess hvernig
trúfrelsi rætist í raun. Trúfrelsi er ekki aðeins hug-
myndafræði, það þarf að vera virkt í verki. Og að mínu
mati er kirkjan enn best í stakk búin til að sinna þessu
verki í raun, a.m.k. þangað til umhverfið fyrir trúfrelsi
verður þróaðra.
Hins vegar viðurkennum við kirkjumenn að það geti
komið til árekstra milli trúariðkunar fólks utan kirkj-
unnar og kristilegrar siðvenju, t.d. í skólum eða á spít-
ölum. Þess vegna hélt kærleiksþjónustusvið Bisk-
upsstofu fjögur málþing sl. ár um mismunandi
trúarbrögð og siði á Íslandi og hyggst halda því áfram.
Ef mál koma upp þar sem árekstrar verða milli krist-
innar trúar sem meirihluta og trúariðkunar minni-
hlutahópa verður að leggja í vinnu til að bæta stöðuna.
En þessir árekstrar leysast ekki með því að gera þjóð-
kirkjuna bara eitt af trúfélögum, þar sem hún verður
áfram langstærst. Það gæti þvert á móti verið verra,
því að kirkjan bæri þá enga sérábyrgð á að hafa frum-
kvæði til að bæta stöðuna. Það væri ekki jákvætt fyrir
trúfrelsi á Íslandi.
Lokaorð
Skoðun mín er sú að það sé ekki trúarlegt atriði
hvort kirkjan sé þjóðkirkja eða ekki. Sem þjóðkirkja á
hún samt meiri möguleika á að styðja við trúfrelsi á Ís-
landi. Ef of hratt er gengið í að framfylgja aðskilnaði
kirkjunnar frá ríkinu getur það komið í veg fyrir fram-
gang trúfrelsis. Að sjálfsögðu er það mikilvægt að
halda áfram á málinu með tilliti til aukins trúfrelsis.
Hins vegar er ég alveg á móti viðhorfi fólks sem talar
um aðskilnaðarmál eingöngu út frá sjónarhóli fjár- og
skattamála án þekkingar á raunveruleika trúfrelsis og
heldur fram tálsýn sem þeirri að ef kirkjan verði að-
skilin frá ríkinu fylgi trúfrelsi sjálfkrafa.
Aðskilnaðarmál kirkjunnar og trúfrelsi
Eftir Toshiki Toma
Höfundur er prestur innflytjenda.