Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 41

Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 41 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. ✝ Þorbjörg Jó-hannesdóttir fæddist í Neðribæ í Flatey á Skjálfanda 19. nóvember 1918. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 11. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Baldvin Jóhannes Bjarnason, kennari, útgerðarmaður og hreppstjóri, f. 2.8. 1876, d. 7.3. 1954, og kona hans María Gunnarsdóttir hús- móðir, f. 29.6. 1880, d. 12.4. 1970. Systkini Þorbjargar voru Guðrún, f. 1907, d. 1970, gift Jós- ep Kristjánssyni, Karólína, f. 1908, d. 1998, gift Jóhanni Ög- mundssyni, Árni, f. 1911, d. 1944, Bjarni, f. 1913, d. 2001, kvæntur Sigríði Freysteinsdóttur, og Gunnar, f. 1917, d. 1938. Þorbjörg giftist 25.8. 1939 Tómasi Kristjánssyni vélstjóra, f. 7.9. 1913, d. 13.10. 1976. For- eldrar hans voru Rósa Tómas- dóttir, f. 1.1. 1886, d.1.1. 1957, og eiginmaður hennar Kristján Gíslason, bóndi, f. 23.6. 1885, d. 23.7. 1956. Þorbjörg og Tómas eignuðust tíu börn, þau eru: 1) Róslín Erla, f. 29.12. 1938, búsett á Akureyri, gift Sævari Sigurpálssyni. Þau eiga þrjú börn og ellefu barna- börn. 2) Árni Gunnar, f. 13.8. 1941, d. 27.1. 1942. 3) Árni Gunn- ar, f. 12.8. 1942, d. 15.2. 1969, var kvæntur Halldóru Gunnarsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur. Barnabörn þeirra eru tvö. 4) Baldur Snævarr, f. 6.8. 1945, búsettur í Borgarnesi, kvænt- ur Lilju Sigríði Guð- mundsdóttur. Þau eiga þrjár dætur og fimm barnabörn. 5) Heimir Eyfjörð, f. 8.6. 1947, búsettur á Akureyri, var kvæntur Margréti Árnadóttur og eiga þau fjórar dætur og átta barnabörn. 6) Rósa María, f. 14.10. 1949, búsett á Akureyri, gift Ingva Óðinssyni og eiga þau þrjár dætur og fjögur barna- börn. 7) Jóhanna Kristín, f. 24.11. 1952, búsett í Reykjavík, var gift Sigurði Ragnari Gunn- laugssyni (d. 2000). Þau eiga eina dóttur. 8) Tómas Bjarni, f. 18.12. 1953, búsettur í Mos- fellsbæ, kvæntur Maríu Friðriks- dóttur og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. 9) Kristján Helgi, f. 6.8. 1957, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ingigerði Bjarnadóttur og eiga þau tvö börn. 10) Ásgeir Elfar, f. 13.5. 1962, búsettur á Akureyri, kvæntur Ágústu Karlsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Útför Þorbjargar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mamma mín, mér finnst ég þurfa að skrifa þér örstutt kveðjubréf, því við áttum eftir að kveðjast. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér og svo margt sem ég hefði viljað þakka. Síðustu ár hefur þú verið að smá hverfa frá mér inn í þinn eigin heim, svo að stundirnar okkar saman fóru í annað en spjall. Ég þakka þér fyrir síðustu brosin og gleðst nú yfir því þegar við héldumst í hendur, horfðumst í augu og hlustuðum á fal- lega tónlist. Ég segi bara „góða ferð, mamma mín“, þú varst búin að bíða svo lengi, skilaðu kveðju til pabba og bræðra minna frá mér og mínum. Ég kveð þig því eins og ég kveð barnabörnin mín „Guð geymi þig alltaf“. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Tove Findal Bengtsson - þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Þín Rósa. Elsku amma, margs er að minnast og margs er að sakna, nú komið er að kveðjustund. Þó að við burtför þína sé sorgin sár er það huggun harmi gegn að þrautir þínar séu á enda. Vonandi ertu komin til fundar við afa og pabba. Ég sé þig vina með silfrað hár sitja í haustsins aftanbjarma. Í litbrigðum sérðu hin liðnu ár sem laugað hafa þín bros og tár á hamingjustundum og harma. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kveðja. Þorbjörg, Guðbjörg og Auður Ögn. Þegar ég var lítil og var í leikskóla var amma Bogga oft hjá okkur mömmu. Í leikskólanum var ég í kór og lærði að syngja Snert hörpu mína himinborna dís. Það var uppáhalds- lagið hennar ömmu og við sungum það oft saman. Henni fannst það svo fallegt. Nú langar mig að biðja dísina aft- ur að snerta hörpuna mína svo ég geti sagt englunum í Paradís að amma mín er komin til þeirra og að hana langar að syngja. Og af því að Amma Sigga er líka nýdáin þá er ég viss um að hana langar líka að vera með. Í huganum syng ég með þeim og englarnir hlusta: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Guð geymi ömmu Boggu. Unnur Svava. Jæja elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Ég veit að afi Tommi hefur tekið á móti þér opnum örm- um. Loksins hittir þú hann aftur, en það varst þú búin að þrá í mörg ár. Ég á margar minningar um þig sem verða allar ljóslifandi þegar kemur að því að kveðja. Þú varst hörkukerl- ing og vannst alltaf líkamlega erfiða vinnu allt þangað til þú varst sjötug. Ég man alltaf eftir bleika og bláa namminu sem þú áttir svo oft þegar þú bjóst í Víðilundinum. Þú vissir að þetta nammi var uppáhald okkar systranna og því var engum boðið upp á það nema okkur. Söngurinn átti hug þinn allan og varst þú mikil áhugamanneskja um allt sem viðkom söng. Aldrei gleymi ég því hvað þú varst ánægð með það þegar ég var lítil og var alltaf að syngja, þér fannst söngurinn falleg- ur þó svo að aðrir kynnu ekki eins vel að meta hann. Ég læsti mig inni á baði, gólaði þar öllum stundum og var alveg að gera fjölskylduna brjál- aða. En þú stóðst með mér og hefur örugglega haldið í vonina um að stelpan yrði söngkona, en sú varð ekki raunin. Hún Laufey mín á eftir að sakna þín en henni fannst svo skemmtilegt að koma til þín á Hlíð, standa á skammelinu þínu og syngja fyrir þig. Þetta líkaði þér vel og and- litið á þér ljómaði þegar þú hlustaðir á hana syngja. Kannski þessi stelpan þín verði söngkona! Þú náðir aldrei að sjá hina prinsessuna mína, hana Hafdísi, og hún kemur ekki til með að geta sungið fyrir þig. En við mun- um hugsa til þín þegar við mæðg- urnar syngjum saman. Elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Gunnþóra, Birkir, Laufey Ýr og Hafdís. Elsku amma. Þú sofnað hefur síðasta blund, í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt, þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsd.) Við eigum eftir að sakna þín sárt. Ingibjörg, Hallur, Rósa María og Halla María. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma. Ég er glöð að þú fékkst að fara til afa Tomma en ég er samt líka svo sorgmædd. Ég sagði þér það aldrei hvað ég er og má vera stolt af því að bera nafnið þitt. Þú varst, eins og sagt er svo fallega í ljóðinu um íslensku konuna, sann- kölluð hvunndagshetja. Þú ert hetj- an mín. Ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Þín nafna. Elsku besta amma Bogga. Loksins ertu orðin frjáls kona, mikið ertu glöð núna. Ég er glöð fyr- ir þína hönd þó ég muni sakna þín. Það var svo gott að fá að vera hjá þér síðustu stundirnar, syngja fyrir þig, faðma þig og strjúka kinn þínaog hár. Þú gast ekki sagt neitt við mig en það skipti ekki máli. Ég elska þig og ég veit þú elskaðir mig. Þakka þér fyrir allt. Þín dótturdóttir, Heiða Björk. Af ýmsum ástæðum hef ég ekki fengið að kynnast ömmu minni eins og ég vildi hafa gert. Við fluttum til Danmerkur áður en ég varð 7 ára og fljótlega eftir að við komum aftur heim til Akureyrar fór hún að veikj- ast. Það breytir því þó ekki að bæði ég, og yngri systkini, höfum lært margt af ömmu okkar. Það er af ömmu Boggu að segja að hún var ekki hrædd við neitt. Hún skellti sér í fótbolta þegar hún var farin að nálgast sjötugt og skrapp til New York enn seinna. Svo kom hún heim og sýndi okkur myndir sem hún tók niður skýjakljúfana og undraðist yfir því að fólk skyldi búa svona. Ein besta minnig mín um ömmu mína var um jólin ’89. Þá vorum við nýflutt til Danmerkur og ég enn einkabarn. Þetta þótti mér hrikaleg tilhugsun því að nú yrðum við í fyrsta skipti ein um jólin, bara ég, mamma og pabbi. Þá kemur í ljós að ömmu þykir þetta hlutskipti ekki nógu gott og ákveður að koma og verja með okkur jólunum. Þetta breytti öllu fyrir 7 ára strák og tók ég gleði mína á ný og mundi það mörg ár á eftir hvernig amma bjargaði jólunum. Þegar við vorum flutt aftur til Ak- ureyrar var Ásta María, systir mín, fædd og þá fórum við oft í heimsókn til Ömmu Boggu í Hlíðarlundinn. Okkur fannst það rosalega gaman enda átti hún fullt af flottu dóti frá því að hún vann í gamla París og gaf okkur kandís, McIntosh og gos. Ég skildi ekki af hverju hún var alltaf svona hrædd um að allt gott myndi skemmast en hún virtist vera í stans- lausum ótta um slíkt og sendi okkur oftast heim með gosflöskur og nammi í nesti. Seinna komst ég að því að hún var bara að blekkja mömmu og pabba svo að þau myndu leyfa okkur að fara með nammið heim. Eins og áður sagði var hún ekki hrædd við neitt, og því skyldi hún þá vera hrædd við að eitthvað skemmdist? Þegar Ásta María var orðin 2 ára var hún svo heppin að lenda á leikskólanum Lundaseli sem er við hliðina á gömlu íbúðinni henn- ar ömmu. Þá náði hún stundum í Ástu þegar mamma var að vinna lengi, og þegar ég náði í hana komum við oft við hjá ömmu á leiðinni heim. Þá fengum við alltaf smákökur og mjólk sem var kærkomið fyrir göng- una heim. Eftir að Ágúst Elfar fædd- ist hefur amma átt heima á Dvalar- heimilinu Hlíð en það breytir því ekki að hann hefur fengið að njóta heimsóknanna til hennar. Ágústi hefur alltaf fundist gaman að heim- sækja hana og ef hann hefur ekki fengið að fara með hefur hann grenj- að eins og ljón. Skemmtilegast fannst honum að fara til ömmu um jólin. Þá var allt flotta jólaskrautið hennar uppi og margir pakkar sem hann fékk stundum að hjálpa til við að opna. Sérstaklega hafði hann gaman af kirkjunni sem hefur staðið uppi hjá ömmu frá því að ég man eft- ir mér, og svo var líka stundum til konfekt sem amma vildi helst að við borðuðum allt þegar við komum í heimsókn. Við Þökkum Ömmu Boggu allar góðu stundirnar. Hvíldu í friði, elsku amma. Árni Gunnar, Ásta María og Ágúst Elfar Ásgeirsbörn. Leiðir okkar Þorbjargar lágu sam- an þegar Ásgeir yngsti sonur hennar og Ágústa dóttir okkar felldu hugi saman, og myndaðist fljótt mikill vinskapur með okkur. Þá vann hún á Kristnesi, og leit þá við þegar hún átti frí. Ég vil þakka henni fyrir um- hyggju og hlýju, í veikindum og við fráfall foreldra minna, en þá var gott að eiga hana að. Ekki leyndi sér smekkvísi og út- sjónarsemi Þorbjargar, þegar hún kom sér fyrir í íbúðinni í Hlíðarlundi, með fjölskyldumyndir í hillum og á veggjum, því afkomendurnir eru orðnir margir. ,,Þetta er nú minn kristall“ sagði hún stolt, og það mátti hún svo sannarlega vera af sínum stóra afkomendahóp. Hún var snillingur í höndunum, allt sem hún gerði hárnákvæmt og unnið með ákveðnum og öruggum handtökum. Við áttum saman margar gleði- stundir, brúðkaup, barnsfæðingar, skírnir, fermingar og öll jólin sem við hittumst. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Soffía Jónasdóttir og Karl Egill Steingrímsson. Með örfáum orðum langar mig að kveðja móðursystur mína, Þor- björgu Jóhannesdóttur. Hún er sú síðasta af Neðribæjarsystkinunum sem kveðja þennan heim. Mínar fyrstu minningar úr æsku eru tengdar henni og Flatey á Skjálf- anda. Fjölskylda mín hafði flutt úr eyjunni árið 1943, þá voru ennþá skyldmenni mín búandi þar og meðal annars Bogga, Tómas og börnin þeirra Róslín og Árni Gunnar. Vorið 1944 fórum við krakkarnir með mömmu út í Flatey og er það með fyrstu minningum mínum, hve gam- an var að heimsækja Boggu frænku þetta sumar. Þau fluttu síðar í land eins og kallað er og settust að á eyr- inni á Akureyri. Þar átti hópurinn hennar eftir að stækka, mér fannst raunar alltaf þegar við mamma fór- um að heimsækja Boggu að þá hefði verið komið nýtt barn og mikið vor- kenndi ég Róslín að þurfa að passa öll þessi börn. En þetta var auðvitað bara öfund því sjálf átti ég engin yngri systkini. Börnin þeirra Boggu og Tómasar hafa líka sannað það með dugnaði sínum að það eru viss forréttindi að alast upp í stórum samheldnum systkinahópi. Það var gaman þegar Bogga kom í heimsókn í gamla daga, þá settist pabbi gjarnan við píanóið og sungið var af hjartans lyst, hún hafði af- skaplega fallega söngrödd og hafði yndi af að syngja. Sorgin gleymir engum og Bogga missti Tómas sinn 1976, einnig missti hún báða Árnana sína, þann eldri nokkurra mánaða, en hinn af slysför- um frá þrem litlum dætrum. Ég held að hún hafi aldrei almennilega kom- ist yfir það áfall. Bogga vann ýmis störf utan heimilis, síðustu starfsárin mest við umönnunarstörf. Það var sárt að horfa upp á bar- áttu hennar síðustu árin við Alzheim- ersjúkdóminn, sá sjúkdómur hlífir engum, hvorki sjúklingi né aðstand- endum. Það var samt ljúft að fá að strjúka yfir fallega silfraða hárið hennar, það minnti mig svo á móður mína sem líka fékk þennan sjúkdóm. Ég sendi börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. María Jóhannsdóttir (Dídí). ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.