Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FLATUR fyrir mínum herra, var
sagt á niðurlægingartímanum og
það merkti auðmýkt fyrir útlandinu,
undirgefni.Við erum ekki vaxin upp
úr þessum stuttbuxum, nema síður
sé, því að ekkert eyra er þynnra en
það íslenzka, þegar það hlustar eftir
umheiminum og afstöðu hans til
okkar.
Það var því að vonum menn tækju
eftir því, hvað þýzka skáldið Günter
Grass sagði, þegar talað var um að
íslendinga sögurnar væru hinar
fyrstu sinnar tegundar. Það er bara
áróður, sagði Grass og það fór titr-
ingur um þunna eyrað þarna í saln-
um í Norræna húsinu!
En argentínska skáldið Jorge
Luis Borges hafði aðra skoðun. Og
enginn þekkti fornsögur okkar bet-
ur en hann. Þær voru honum eins-
konar vegvísir. Að vísu leiddist hon-
um skáldsögur, þótt hann kynni að
meta sumar að verðleikum, og sagð-
ist sannfærður um að íslendinga
sögurnar væru saman settar úr
þáttum og smásögum og væru þann-
ig fyrstar sinnar tegundar og ein-
stæðar.
Það er engin rómantísk hérvilla
að þessi forna ritmenning okkar
stendur undir orðspori þjóðarinnar
og er bezta vegnesti okkar inn í
framtíðina; hvað sem öðru líður.
Þessi arfur er einstæður og án hans
vissum við ekki, hver við erum og
værum að dröslast á alþjóðavett-
vangi án einkenna, án markmiða.
Það getur varla verið helzta hlut-
verk okkar að syngja með sama nefi
og allir aðrir, eignast leikfangaverzl-
anir og banka í útlöndum, græða á
jólunum; hlusta á hvert annað kvaka
í fjölmiðlum.
Og ekki getur það heldur verið
neitt markmið í sjálfu sér að geðjast
umheiminum og bukka sig og beygja
í sífellu fyrir honum; eða dansa með
æ nýjum jörundum hundadagakon-
ungum og missa hárkolluna í ljósa-
krónuna, ef ekki vill betur til.
Metnaðurinn hlýtur að vera meiri
og merkilegri. Og ekki sízt sá að
ávaxta þann fjársjóð sem skiptir öllu
máli í sögu þessarar litlu þjóðar, arf-
leifðina. En það er eins og við séum
sífelldlega að reyna að gleyma hver
við erum og hvaða hlutverki við
gegnum sem aðrir geta ekki sinnt.
Það er einfaldlega að vera Íslend-
ingar. Ekki flatir fyrir neinum
herra, heldur þjóð sem hefur ástæðu
til að bera höfuðið hátt og þá ekki
sízt vegna arfleifðarinnar. Það er
hún sem þessi margnefndi umheim-
ur ber virðingu fyrir; tungan og ein-
stæð ritsnilldargeymd sem á ekki
sinn líka.
Og við þessa arfleifð á að bæta
andlegum, ekki síður en veraldleg-
um verðmætum. Það hefur tekizt
bærilega sem betur fer.
Og þá er komið að erindi þessa
bréfs; að benda á ummæli merkrar
konu og viturrar sem var hér gestur
fyrir ekki alllöngu, Adrienne Clark-
son. Hún er landstjóri í Kanada, þar
sem fleiri hafa fram að þessu talað
íslenzku en í nokkru öðru landi, utan
Íslands.
Boðskapur hennar var einfaldlega
sá að fortíð okkar sé nútíð okkar,
eins og hún komst að orði.
Sögurnar og forn kveðskapur
veita okkur innsýn í fortíðina og eru
vegvísir til framtíðar. Án hans yrð-
um við einhvers konar óþjóð, án ein-
kenna, án metnaðar og í raun án til-
gangs. Rótlaus eins og þangið. Föst í
lekabyttu peningahyggjunnar .
Peningar eru að vísu ágætir til
síns brúks; að láta okkur líða betur
og vernda þau markmið sem máli
skipta. Það er hægt að nota þá til
annars en ýta undir íslenzka öfund.
En það þarf meira til ef við ætlum
ekki að vera eins og gulnað laufið
sem fellur af trjánum og rotnar und-
ir þungum sólum haustvindanna.
Það þarf gott eyra til að hlusta á
hvísl aldanna og skila því af stolt-
aralegum metnaði til framtíðarinn-
ar.
„Íslendingasögurnar eru meðal
stórkostlegustu bókmennta sem
nokkurn tíma hafa verið skrifaðar,“
sagði Clarkson. „Það er einnig öf-
undsverð staðreynd að Íslendingar
geta enn í dag lesið og skilið þessi
bókmenntaverk sem byrjað var að
skrá fyrir meira en þúsund árum.“
Hún bætti því við að enginn
enskumælandi maður hefði sama að-
gang að engilsaxnesku eða miðalda-
ensku og við að fornum arfi okkar og
enginn Frakki hefði slíkan aðgang
að þeirri frönsku sem Roman de la
rose var rituð á, eins og hún komst
að orði. Það sé vandamál margra
þjóða að muna ekki hvað þær gerðu í
fortíðinni og geta því ekki lært af
henni.
Þið hafið ekkert slíkt vandamál,
sagði Clarkson. Forn arfur ykkar
fjallar ekki aðeins um atburði, held-
ur einnig tilfinningar, sársauka og
þjáningar, „þar á meðal þjáningar
annarra“.
Sem sagt, ekki tilfinningaleysi
hinnar stöðluðu einsmenningar sjón-
varpsguðsins.
Allt skerpir þetta skilning á hög-
um annarra og þá ekki síður velferð
þeirra. Mundi það ekki vera kjarn-
inn í þeim þjóðfélagssáttmála sem
við fengum úr byltingu franskra
borgara á sínum tíma, en hafði skot-
ið rótum í íslenzku umhverfi, þegar
víkingasamfélagið smitaðist af
mannúð kristins boðskapar? Þessi
siðmenningarlegu gæði gagnast
okkur enn mætavel.
Samfylgd ríkis og kirkju gegnum
tíðina hefur verið mikilvægur þáttur
arfleifðarinnar og engum til góðs að
rjúfa nú þessi tengsl, eins og ástand-
ið er í heiminum. En hverjum og ein-
um er í sjálfsvald sett, hvort hann er
í þjóðkirkjunni eða ekki.
Kirkjan er þjóðholl, hún hefur
messað á íslenzku og varðveitt tung-
una; rétt eins og rímur og sagnir.
Hún hefur haft sinn Eystein, Odd,
Guðbrand og Hallgrím á sínum
snærum og ræktað málsmenningar-
hefðina. Sjónvörpin íslenzku eru til
samanburðar útlenzkir, einkum
ensk-amrískir bastarðar og ógna
tungunni.
Og arfleifðinni.
MATTHÍAS JOHANNESSEN,
Reynimel 25A,
107 Reykjavík.
Vitur kona og
arfleifðin
Frá Matthíasi Johannessen