Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tölvur á leikskólum Iðavöllur á Akureyri fær evr- ópsk verðlaun Daglegt líf 21 Mezzoforte í viðræðum Mezzoforte ræðir við þýska útgáfu um nýja plötu Fólk 45 Ragnar Óskarsson í fremstu röð í Frakklandi Íþróttir 40 Kominn á fulla ferð SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar – stétt- arfélags, segir að verkalýðshreyfingin muni ekki ljúka viðræðum við ríkið um gerð nýs kjarasamn- ings fyrr en búið sé að jafna þann mun sem sé á réttindum félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu og op- inberra starfsmanna. „Við munum ekki standa upp frá samningaborði við ríkið fyrr en búið er að jafna þennan mun,“ segir Sigurður. Hann segist líta svo á að fjármálaráðherra hafi ekki efnt það loforð sem hann gaf 13. desember 2001 í tengslum við endurnýjun á kjarasamning- um um að jafna þennan mun á réttindum. Ekki gangi til lengdar að fólk sem starfi hlið við hlið hjá ríkinu sé með mismunandi réttindi, eins og t.d. í lífeyrismálum og varðandi veikindarétt. Sigurður segir að fjármálaráðherra hafi fengið góðan tíma til að finna lausn á þessu máli. Hann hafi í desember 2001 lýst yfir að hann ætlaði að jafna þennan réttindamun, en ekki gert það enn. Í komandi kjaraviðræðum verði hann að svara því hvernig stjórnvöld ætli að jafna þennan mun. Ætlum okkur hlut í auknum hagvexti Efling, í samstarfi við Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, en þessi félög mynda Flóabandalagið, hefur kynnt vinnu- veitendum helstu áherslur í kjaraviðræðum sem fara í hönd. Félagið gerir þá kröfu til samtaka vinnuveitenda og ríkisins að þau skýri launastefnu sína og skilgreini hvort hún samrýmist þeim al- mennu markmiðum sem félagið hefur sett fram um minnkandi launamun og stöðugleika. Sigurður segir að félögin leggi megináherslur á hækkun lægstu launa með áherslu á hækkun taxtakaups en almenna prósentuhækkun á önnur laun. Þessi krafa um hækkun lægstu launa hafi komið mjög skýrt fram í könnun sem félagið hafi staðið fyrir meðal félagsmanna í Flóabandalaginu. „Það bendir allt til þess að það verði verulegur hagvöxtur hér á landi næstu 2-3 árin. Almennt launafólk ætlar sér að fá sinn hlut af þeim hagvexti sem er framundan,“ segir Sigurður. Í áherslum Eflingar segir að lág verðbólga og almennur stöðugleiki tryggi að launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti. Framlag almenns verkafólks, eitt og sér, haldi hins vegar ekki niðri verðbólgu. „Launahækkanir sem miða að hægt vaxandi kaupmætti í umhverfi þar sem aðrir hóp- ar eru fyrirfram ákveðnir í að sækja meira, stang- ast á við það markmið að draga úr auknum launa- mun síðustu ára.“ Krefst efnda fyrirheits um jafnan rétt launafólks hjá ríki og opinberra starfsmanna Stöndum ekki upp fyrr en búið er að jafna þennan mun Duncan Smith hefur undanfarið sætt mikilli og vaxandi gagnrýni fyrir skort á leiðtogahæfileikum og per- sónutöfrum. Í gær varð svo ljóst að 25 þingmenn Íhaldsflokksins höfðu formlega krafist atkvæðagreiðslu, og samkvæmt reglum flokksins verður hún þá að fara fram. Úrslit munu væntanlega liggja fyrir um klukkan 19 í kvöld, og hafi innan við helmingur þingmanna Íhaldsflokksins, sem eru alls 165, lýst stuðningi við Duncan Smith verður efnt til leiðtogakjörs, en hon- um er ekki heimilt að gefa kost á sér í því. Eftir að ljóst var orðið í gær að at- kvæðagreiðsla um vantraust mundi fara fram ávarpaði Duncan Smith fréttamenn og sagði þá m.a. að ekki kæmi til greina að hann segði af sér fremur en að berjast fyrir því að leiða flokkinn áfram. Í skriflegri yfirlýsingu sagði hann að leiðtogakjör væri mikið óráð og myndu kjósendur flokksins telja það til marks um örvæntingu og lítils- virðingu, og því myndi það draga mjög úr möguleikum flokksins á sigri í næstu kosningum. Fimm þingmenn sem sitja í stjórnarandstöðuráðuneyti Duncans Smiths lýstu í gær stuðningi við hann, þau Michael Ancram, Michael Howard, Oliver Letwin, Theresa May og David Davis. Nokkur þeirra hafa reyndar verið nefnd sem hugs- anlegir arftakar Duncans Smiths fái hann ekki nægan stuðning í at- kvæðagreiðslunni í dag. Duncan Smith rær lífróður Atkvæði greidd um vantraust í dag ÞINGMENN breska Íhaldsflokksins greiða í kvöld atkvæði um hvort lýsa beri vantrausti á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Hann kvaðst í gær myndu berjast fyrir því að leiða flokkinn áfram og hafa betur í þingkosningum er haldnar verða ekki síðar en 2006. Reuters Iain Duncan Smith ávarpar frétta- menn á fundi í London í gær.  Duncan Smith berst/27 London. AP. Ekki fleiri hermenn til Íraks GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði í gær að engin áform væru uppi um að senda fleiri hermenn til Íraks þótt illa gengi að koma þar á lögum og reglu. Hann útilokaði þó ekki að til þess myndi koma. Lagði Bush áherslu á það á frétta- mannafundi sem hann hélt í garði Hvíta hússins að Banda- ríkin myndu ekki láta árásir á óbreytta borgara í Írak draga úr sér kjark en tugir manna hafa fallið í sjálfsmorðsárásum þar undanfarna tvo daga. Bush sagði nú unnið að því að finna út hverjir stóðu að baki árásunum í Bagdad á mánudag, sem kostuðu 43 lífið. Sagðist hann gefa sér að um stuðnings- menn Saddams Husseins, fyrr- verandi forseta Íraks, væri að ræða og/eða erlenda hryðju- verkamenn. „Írak er hættulegt land. Írak er hættulegt land vegna þess að til eru þeir sem umbera ekki tilhugsunina um frjálst og friðsamt Írak,“ sagði forsetinn meðal annars. Bush varaði stjórnvöld í Sýr- landi og Íran við að liðsinna er- lendum hryðjuverkamönnum. Fyrr í gær höfðu ráðamenn í Teheran ítrekað að þeir hygð- ust ekki framselja meinta liðs- menn al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna sem eru í haldi í Íran til Bandaríkjanna. Réttað yrði yfir þeim í Íran.  Bílsprengja/15 George W. Bush Washington, Teheran. AFP, AP. „ÞAÐ er hreinlega ekki hægt að lýsa ástandinu hérna núna,“ segir Kristrún Pálsdóttir Hoydal, sem búsett er í San Diego í Kaliforníu en þar hafa miklir skógareldar brunn- ið undanfarna daga. Bróðir hennar, Páll Pálsson, er slökkviliðsmaður og hefur hann verið í eldlínunni síð- ustu þrjá sólarhringana. „Við vor- um virkilega hrædd um hann í byrj- un,“ segir Kristrún. „Hann hefur hins vegar látið vita af sér og er raunar kominn í stutta pásu núna.“ Sautján manns að minnsta kosti hafa látist af völdum skógareld- anna í Kaliforníu og a.m.k. 1.552 hús hafa brunnið til kaldra kola. Yf- ir 10.000 slökkviliðsmenn reyna að hefta útbreiðslu eldanna sem hafa eyðilagt 200 þúsund hektara lands. Kristrún segist í samtali við Morgunblaðið búa nálægt strand- lengjunni í San Diego og eldar hafi því ekki brunnið í næsta nágrenni við heimili hennar. Annar bróðir hennar, Jón Pálsson, þurfti hins vegar að flýja sitt heimili en hann býr í um tuttugu mínútna fjarlægð. Skaut Kristrún skjólshúsi yfir bróð- ur sinn, eiginkonu hans og tvö börn. Fólk beðið að vera heima Gífurlegur reykur og aska er yfir San Diego og segir Kristrún að ekki sé hægt að fara út úr húsi. Það sé stórhættulegt vegna reyksins og öskunnar. „Það eru allir skólar lok- aðir. Það eru allar skrifstofur lok- aðar, allir hafa verið beðnir um að vera heima og fara ekki í vinnu. Það er búið að tilkynna að skólar verði lokaðir áfram á morgun,“ segir Kristrún. „Við erum beðin um að hleypa börnunum okkar alls ekki út og hafa alla glugga lokaða.“ Kristrún er heimavinnandi hús- móðir og er því heima hjá dætrum sínum tveimur og börnum Jóns. Hún segir að Jón hafi aftur á móti farið í vinnu í gær. „Hann er yfir- kokkur á einu stærsta spilavítishót- elinu hérna í einu úthverfa San Diego þar sem eldar brunnu. Þeir hleyptu honum í gegn til að hann gæti farið að elda mat handa slökkviliðsmönnunum og fólkinu sem hefur misst heimili sín. Við náum engu sambandi við hann í augnablikinu, hann er önn- um kafinn. Þessir slökkviliðsmenn eru búnir að vera á vakt í meira en 48 tíma. Við erum áhyggjufull því þeir eru orðnir virkilega þreyttir.“ Kristrún er formaður Íslendinga- félagsins í San Diego. Hún fluttist til San Diego fyrir 23 árum ásamt bræðrum sínum og foreldrum, Páli Guðmundssyni og Soffíu Vatnsdal, sem nú er látin. /14 AP „Ekki hægt að lýsa ástandinu“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.