Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 4

Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆKKUN lánshlutfalls Íbúðalána- sjóðs í 90% og hækkun hámarkslána sjóðsins munu örva eftirspurn og hafa svipuð áhrif og slökun í ríkisfjármál- um og munu þannig kalla á hærri stýrivexti Seðlabankans en ella. Gæti áhrifanna á sama tíma og stóriðju- framkvæmdir eru í hámarki gætu af- leiðingarnar orðið alvarlegur efna- hagslegur óstöðugleiki með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Þá hafa þessar breytingar óæskileg áhrif á fjármálakerfið hér á landi, stöðug- leika þess og skilvirkni. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum sem Seðlabanki Íslands hefur unnið vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæðislánakerfinu. Önnur er minnisblað vegna hlutverks bankans í samráðshópi vegna breyt- inganna og hin er unnin að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar. Í fyrrnefndu skýrslunni segir að skammtímaáhrif breytinganna á hús- næðislánakerfinu verði líklega meiri en langtímaáhrifin og að verulegu máli skipti við hvaða skilyrði skamm- tímaáhrifanna muni gæta. Aukin hætta á vanskilum „Gerist það á sama tíma og stór- iðjuframkvæmdir, sem mjög munu reyna á þanþol hagkerfisins, verða í hámarki geta afleiðingarnar orðið al- varlegur efnahagslegur óstöðugleiki með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Því væri æskilegt að aðlögunarferlið yrði langt og áfangaskipt og fæli í sér mjög hóflegar breytingar fyrir 2007 auk mikillar varfærni við hækkun há- markslána,“ segir í annarri skýrsl- unni sem er minnisblað til verkefn- isstjóra og ráðgjafahóps vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu. Þá segir einnig að breytingarnar á húsnæðislánunum gætu haft umtals- verð áhrif á íslenska fjármálakerfið. Miklu varði hvernig staðið verði að breytingunum og hver þróun efna- hagslífsins verði á næstu árum. „Fyrirfram má telja að breyting- arnar feli í sér aukna hættu á van- skilum heimila, útlánatapi í fjármála- kerfinu og fjármálalegum óstöðug- leika. Þær eru jafnframt líklegar til þess að hafa hamlandi áhrif á sam- keppnishæfni á fjármálamarkaðnum og skilvirkni fjármálakerfisins þegar til lengri tíma er litið. Því verður að telja að breytingarnar séu til þess fallnar að hafa óæskileg áhrif á fjár- málakerfið hér á landi, stöðugleika þess og skilvirkni,“ segir ennfremur í samantekt á niðurstöðum um áhrif fyrirhugaðra breytinga á húsnæðis- lánakerfinu. Alvarlegur efnahagslegur óstöðugleiki gæti fylgt VARÐSKIP kom til Seyðisfjarðar í fyrrinótt með Síldey NS-25 í togi, sem hafði orðið vélarvana sextíu sjómílur norðaustur af Dalatanga að morgni mánudags. Síldey er 250 tonna línuskip. Skipstjóri Síldeyjar hafði sam- band við stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar og óskaði eftir að- stoð þar sem skipið hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Varðskip hélt þá í átt til skipsins og var komið að því um tvöleytið á mánudag. Komu skipin svo til heimahafnar á Seyðisfirði á þriðja tímanum í fyrrinótt. Nokkuð hvasst var á leiðinni en vel gekk að draga skipið til hafn- ar, að því er fram kemur í til- kynningu frá Landhelgisgæsl- unni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Síldey dregin til hafnar af einu varðskipa Gæslunnar. Siglingin til Seyðisfjarðar tók hálfan sólarhring. Varðskip dró Síldey til Seyðisfjarðar HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands tel- ur að ef lánshlutfall almennra íbúðalána og hámarkslán Íbúðalánasjóðs verða hækkuð á tiltölulega skömmum tíma séu líkur á því að fasteignaverð geti hækkað um 11–16% um- fram þær hækkanir sem ella hefðu orðið í kjölfar slíkrar rýmkunar lánareglna. Þessar hækkanir muni síðan ganga til baka á nokkr- um árum. Hagfræðistofnun vann að beiðni Samtaka atvinnulífsins og Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja skýrslu þar sem mat er lagt á áhrif aukinna lánveitinga Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaðinn annars vegar og efna- hagslífið í heild hins vegar. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að færa megi hald- góð rök fyrir því að langtímavirði húsnæðis sé nokkuð óháð skipan húsnæðislána. Ástæð- an sé sú að á húsnæðismarkaði myndist verð með samspili framboðs og eftirspurnar. Hann segist telja nauðsynlegt að fara afar gætilega í rýmkun lánareglna Íbúðalánasjóðs. Í skýrslunni eru leiddar að því líkur að fasteignaverð gæti hækkað um 11–16% um- fram þær hækkanir sem ella hefðu orðið í kjölfar slíkrar rýmkunar lánareglna. Tryggvi segir að þessar miklu hækkanir myndu síðan að mestu ganga til baka að raunvirði á nokkrum árum þar sem hærra fasteignaverð myndi örva hvata til nýbygg- inga og auka þannig íbúðaframboð. Hann benti á að þetta geti komið illa við þá sem séu að fjárfesta í húsnæði en séu með litla eigin fjármögnun. Þegar fasteignaverð lækki fjari undan veðunum og því geti sú staða komið upp að fólk sem var með 10% eigin fjár- mögnun eigi allt í einu ekkert í fasteigninni. Tryggvi segir að tímasetning breytingar skipti miklu máli. Framkvæmdirnar á Aust- urlandi geri það að verkum að svigrúmið í efnahagslífinu sé ekki mikið. Fasteignamark- aðurinn muni einnig ráða miklu um þróun efnahagsmála á næstu árum. Hefur áhrif á verðbólgu Tryggvi segir að þensla í fasteignaverði hafi bein áhrif á verðlag vegna þess að fast- eignaverð sé reiknað inn í vísitölu neyslu- verðs. Hann segir að viðbrögð þeirra sem stjórna peningamálum verði væntanlega þau að hækka stýrivexti sem aftur leiði til al- mennrar vaxtahækkunar. Það leiði svo aftur til minni einkaneyslu. Tryggvi segir að niðurstaða sín sé að er- lend spurn eftir húsbréfum sem langtíma- fjárfestingu sé ofmetin. Mjög varasamt sé að byggja breytingar á langtímaskipulagi hús- næðislána á erlendri spurn eftir húsbréfum sem sé óviss og hvikul. Tryggvi sagði spurður að boðaðar breyt- ingar stjórnvalda á vaxtabótakerfinu gætu haft áhrif á þróunina á fasteignamark- aðinum. Vaxtabótakerfið hvetji til skuldsetn- ingar. Hann benti á að ef veitt verði 90% lán og hámarkslán yrði hækkað í 18 milljónir myndi fjárstreymi úr ríkissjóði í vaxtabóta- kerfið aukast mikið. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfasjóða (SBV), segir að niðurstaða Hagfræðistofnunar HÍ staðfesti áhyggjur banka af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram um breytingar á húsnæðiskerfinu. Hann minnti á tillögur SBV í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrir skemmstu. Hann sagði að sumir hefðu skilið tillögurnar á þann veg að verið væri að leggja til að bankarnir tækju alfarið yfir hús- næðislánakerfið. Þetta væri ekki rétt. Tillög- urnar miðuðu að því að Íbúðalánasjóður yrði heildsölubanki en bankarnir sæju um alla umsýslu og samskipti við lántakendur. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði á blaðamannafundi í gær að skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að ástæða væri til að fara mjög varlega í breyt- ingar á húsnæðiskerfinu. Hann tók jafnframt fram að SA væri ekki þeirrar skoðunar að ekki mætti gera neinar breytingar á húsnæð- iskerfinu. Hagfræðistofnun telur að fasteignaverð hækki verulega verði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkað Líkur á 11–16% hækk- un á fasteignaverði Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Hagfræðistofnunar kynna skýrsluna. ÍSLENSKA ríkið var í gær sýknað af kröfu Litháa sem krafðist þess að ógilt yrði staðfesting dómsmála- ráðuneytisins á afturköllun útlend- ingaeftirlitsins á dvalarleyfi hans hér á landi. Útlendingaeftirlitið afturkallaði í nóvember 2001 dvalarleyfi manns- ins en brottvísun hans frá Íslandi gildir á Norðurlöndum og fól í sér ævilangt endurkomubann til Ís- lands og skráningu í Schengen- upplýsingakerfið, sem þýðir að hann er óæskilegur í Schengen- ríkjunum í 3 ár frá skráningunni. Maðurinn kom til landsins seint á árinu 1999 og var hér við störf. Í ljós kom að hann hafði á árinu 1995 verið dæmdur í heimalandi sínu fyrir að nauðga og myrða unga konu. Þar eð hann greindist með geðklofa var hann dæmdur til vistar á lokuðu geðsjúkrahúsi en var látinn laus þaðan 1999 og mun hafa komið til Íslands í framhaldi af því. Mat útlendingaeftirlitið það svo að áframhaldandi dvöl mannsins hér á landi teldist hættuleg hags- munum ríkisins og almennings og væri vist hans hér óæskileg. Komst héraðsdómur að þeirri nið- urstöðu að sú ákvörðun hefði verið tekin á málefnalegan hátt og ekki hefði verið kostur á vægari ákvörð- un í tilviki mannsins. Er dómsmálaráðuneytið stað- festi afturköllun dvalarleyfis mannsins í febrúar í fyrra fór hann af landi brott. Í stefnu í málinu á hendur ríkinu kvaðst maðurinn hafa náð góðum bata á sjúkrahús- inu og hefði hann verið útskrifaður án lyfja. Hann kvað sér hafa geng- ið vel að aðlagast samfélaginu á nýjan leik og ekki gerst brotlegur við refsilög. Arngrímur Ísberg héraðsdómari dæmdi málið. Lögmaður Litháans var Hilmar Magnússon hdl. Óskar Thorarensen hrl. flutti málið fyrir ríkið. Heimilt að vísa Litháa úr landi RÍKISÚTVARPIÐ neitaði að flytja auglýsingu frá Heimdalli á undan há- degisfréttum í gær á þeirri forsendu að Ríkisútvarpið birti ekki ótilhlýði- legan áróður. „Okkur finnst ríkið vera að gera hluti sem einkaaðilar geti gert,“ segir Atli Rafn Björnsson, formaður Heim- dallar, um auglýsinguna „slökkvum á Ríkisútvarpinu. Heimdallur“ sem átti að lesast í gær. Hann segir að auglýs- ingin hafi átt að vera byrjun á svo- nefndri RÚV-viku Heimdallar, en málefnahópur hafi viljað vekja athygli á þeirri tímaskekkju að ríkið ræki fjölmiðla. Að sögn hans fengust fyrst þau svör að auglýsingunni hefði verið hafnað vegna þess að ríkisútvarpið birti ekki ótilhlýðilegan áróður gegn fyrirtækjum, félögum eða einstak- lingum. Stjórn Heimdallar hefði talið svörin ófullnægjandi og því sent út- varpsstjóra bréf þar sem farið hafi verið fram á að hún yrði birt en ann- ars að synjunin yrði rökstudd ítarleg- ar. Í svarinu er vitnað í lög um Rík- isútvarpið þess efnis að útvarpsstjóri setti sérstakar reglur um flutning auglýsinga í útvarpi og sjónvarpi sem hlotið hafi staðfestingu útvarpsráðs. Í 5. gr. auglýsingareglnanna eru rakin 10 atriði sem leiði til synjunar auglýs- inga og m.a. tiltekið að auglýsingu sé synjað „ef auglýsing (eða heiti auglýs- anda) er mengað ádeilu eða hlutsamri umsögn um einstaka menn, stofnanir, félagsheildir, stefnur í almennum málum eða stjórnmálaflokka“. RÚV neitaði að flytja auglýsingu frá Heimdalli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.