Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 6

Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPSAGNARBRÉF biðu tuga starfsmanna Varnarliðsins þegar þeir komu heim frá vinnu í gær en ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stærstu verkalýðsfélögin á Suður- nesjum segja Varnarliðið hafa farið á svig við lög með því að hafa ekkert samráð við þau vegna hópuppsagnar starfsmanna og þá eru uppi grun- semdir um að til frekari niðurskurðar muni koma hjá Varnarliðinu sem bitna muni á verktökum þess en hjá þeim starfar fjöldi manns á Suður- nesjum. Uppsagnirnar grjóthörð staðreynd Embættismenn frá Varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins funduðu með formönnum stærstu verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum síðla dags í gær vegna uppsagna 90 starfsmanna Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. „Þeir komu til þess að heyra okkar sjónarmið og fá upplýsingar um af- stöðu okkar í þessu máli og fengu þær,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, að loknum fundin- um en 28 starfsmönnum í félaginu, þar af 26 á Suðurnesjum, hefur verið sagt upp. „Okkar fólk hefur verið að fá uppsagnarbréf með pósti í dag þannig að þetta er orðin grjóthörð staðreynd og bréfin hafa farið út þrátt fyrir áskoranir um að það yrði ekki gert og að menn hæfu samráðs- ferli samkvæmt lögum um hópupp- sagnir.“ Samdráttur í verktöku líklegur Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, sagði sína félagsmenn væntanlega hafa fengið bréf í gær og það eigi því að liggja fyrir í dag hverjum hafi ver- ið sagt upp en hann hafi ekki fengið upplýsingar um það og viti því ekki hvernig staðið hafi verið að uppsögn- unum. Þegar það liggi fyrir muni menn setjast niður til samráðs með því fólki sem sagt hefur verið upp. Síðan muni stéttarfélögin fara yfir málin sín á milli um næstu skref í málinu og þar þurfi fleiri að koma að borðinu, eins og t.d. svæðismiðlanir og sveitarstjórnir. Guðbrandur segir embættismenn varnarmálaskrifstofu lítið hafa haft fram að færa á fundinum en að grun- ur sinn um að það verði meiri nið- urskurður hafi styrkst þótt það verði ekki hjá fleiri starfsmönnum sem séu á launum hjá Varnarliðinu. Hins veg- ar sé eins líklegt að verktakastarf- semi ýmiss konar verði skorin niður til viðbótar en stór hópur fólks á Suð- urnesjum, ekki síst iðnaðarmenn, vinni hjá þessum verktökum. Störfin áfram til staðar eftir uppsagnirnar Kristján Gunnarsson segist ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða að- ferðum var beitt við uppsagnirnar en fyrir liggi að tíu tækjastjórum í félag- inu hafi verið sagt upp, fjórtán starfs- mönnum í mötuneyti, tveimur mat- reiðslumönnum, einum verkamanni auk tækja- og viðgerðarmanns. „Ég get ekki betur séð en þessi störf verði áfram til staðar þó þetta fólk verði látið hætta. Það er aðeins tvennt sem getur gerst, annaðhvort eykst vinnuálag á þá sem eftir verða eða þá að menn ætli að manna þessi störf með hermönnum. Við munum fylgjast vel með því og munum aldrei sætta okkur við að Íslendingar séu reknir svo manna megi störfin með hermönnum.“ Kristján segir að félagið hafi þegar falið lögmanni Alþýðusambandsins fyrir hönd félagsins að rita Varnar- liðinu og varnarmálaskrifstofunni bréf vegna þessa. Segja ekkert samráð viðhaft Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja óttast frekari niðurskurð VARNARLIÐIÐ sendi síðdegis í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. kemur fram að niður- skurður á fjárveitingu til flotastöðv- ar Varnarliðsins nemi 18% af rekstrarfé stöðvarinnar. Óhjá- kvæmilegt sé að grípa til uppsagna þar sem 74% af rekstrarkostnaði séu laun til borgaralegra starfs- manna. Auk uppsagna verði gripið til ýmissa sparnaðaraðgerða. Í tilkynningunni segir að fjárveit- ingar til Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafi líkt og fjárveitingar til annarra bækistöðva Bandaríkjaflota um heim allan verið skertar á nýhöfnu fjárhagsári. Skerðingin er liður í tilfærslu fjár- muna til endurnýjunar skipa- og flugvélaflotans á komandi árum sem að hluta til verður á kostnað bækistöðva flotans. „Stjórnendur Flotastöðvarinnar hafa leitað leiða til að mæta ofan- greindum niðurskurði, sem nemur um 18% af rekstrarfé stöðvarinnar, án þess að það bitni á hlutverki varnarliðsins, rekstri Keflavíkur- flugvallar, öryggi eða að grípa þurfi til uppsagna eins og kostur er. 74% rekstrarkostnaðar flotastöðvarinn- ar er þó launakostnaður vegna borgaralegra starfsmanna og reyn- ist því óhjákvæmilegt að grípa til uppsagna 90 starfsmanna sem koma til framkvæmda á næstu mán- uðum. Starfsemi varnarliðsins hefur dregist verulega saman undanfarin 10 ár. Íslenskir starfsmenn Flota- stöðvarinnar voru 808 að tölu árið 1993. Nú eru 703 Íslendingar við störf hjá flotastöðinni og 891 hjá öll- um rekstrareiningum Varnarliðs- ins. Lágt gengi Bandaríkjadollars að undanförnu hefur haft mjög óhagstæð áhrif á greiðslujöfnuð varnarliðsins innanlands,“ segir í tilkynningunni. Breytingar á hlunnindum Þar segir að uppsagnir nái ekki til starfsmanna annarra deilda rekstr- areininga varnarliðsins sem hafa samtals um 188 manns á launaskrá, en breytingar verða á hlunninda- greiðslum starfsmanna í öllum deildum varnarliðsins. „Niðurskurður í rekstri flota- stöðvarinnar hefur engin áhrif á varnarsamning Íslands og Banda- ríkjanna, og er í engum tengslum við umræður um framtíð varnarliðs- ins né endurskoðun á viðbúnaði Bandaríkjahers á heimsvísu sem nú er til athugunar. Umræddar sparnaðaraðgerðir hafa verið kynntar íslenskum stjórnvöldum líkt og stéttarfélögum starfsmanna. Af þeim sem sagt er upp störfum eru 69 manns af Suð- urnesjum og 21 af höfuðborgar- svæðinu. 67 karlar og 23 konur. Í heild eru um 70% starfsmanna varnarliðsins af Suðurnesjum. Hlunnindagreiðslur sem lækka eða falla niður eru fargjöld sem allir starfsmenn utan Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkur njóta, en þar er boðið upp á ferðir á vinnustað. Bif- reiðastyrkur til u.þ.b. 270 starfs- manna fellur niður. Fargjöld til rúmlega 80 starfsmanna sem bú- settir eru á Suðurnesjasvæði, utan Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkur, falla niður. Ferðatími af höfuðborgar- svæðinu lækkar og verður sá sami og til Suðurnesjamanna. Hér er um að ræða u.þ.b. 260 manns. Aðrar sparnaðaraðgerðir sem flotastöðin mun ráðast í eru m.a. að ekki verður ráðið í stöður sem þeg- ar eru lausar eða eru óþarfar eftir atvikum, ýmsir þjónustu- og smærri verksamningar verða endurskoðað- ir, dregið verður úr birgðakaupum og dregið úr ferðakostnaði og þjálf- un eftir því sem tök eru á.“ Niðurskurður nemur 18% af rekstrarfé HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 4,1 milljarði króna, sem er nær 74% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar af nam hagnaður á þriðja fjórðungi ársins 1,7 milljörðum króna, sem er 139% aukning frá fyrra ári og 27% aukning frá öðr- um fjórðungi þessa árs. Arðsemi eigin fjár jókst úr 16,8% í fyrra í 31,3% í ár. Hagnaðinum er skipt niður á afkomusvið og stærsti einstaki hluti hans kemur frá áhættu- og fjárstýringu, eða 37%. Markaðsvið- skipti skila 13% af hagnaði bank- ans og fyrirtækjasvið og útibúasvið skila hvort um sig 12% hlutdeild í hagnaði, en hlutdeild annarra sviða er innan við 10%. Vaxtamunur, sem er hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu heildarfjármagns, hækkaði á milli ára. Hann var 3,1% á fyrstu níu mánuðum ársins en 2,9% á sama tímabili í fyrra. Í afkomutilkynn- ingu frá bankanum segir að þetta skýrist af lægri fjármögnunar- kostnaði í krónum vegna lækkunar óverðtryggðra vaxta hér á landi. Gengishagnaður 1,9 milljarðar króna Gengishagnaður snerist úr 31 milljónar króna tapi á fyrstu níu mánuðum síðasta árs í 1.904 millj- óna króna hagnað á sama tímabili í ár. Þetta er afkomubati upp á 1.935 milljónir króna og þar af nemur af- komubati vegna hlutabréfa nær 1.800 milljónum króna. Gengis- hagnaður af hlutabréfum nam 1,7 milljörðum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins og þar af nam geng- ishagnaðurinn á þriðja fjórðungi tæpum einum milljarði króna. Hagnaður fyrir skatta nam rúm- um 4,9 milljörðum króna og geng- ishagnaður nam því nær 4⁄10 af hagnaði fyrir skatta. Aukning hagnaðar fyrir skatta milli ára nam rúmum 2 milljörðum króna og skýrir aukning gengishagnaðar 96% þeirrar aukningar. Sjóvá-Almennar tryggingar eru ekki hluti af samstæðureikningi bankans á fyrstu níu mánuðum ársins, en bankinn hefur nú eignast yfir 90% hlut í Sjóvá-Almennum og ætlar að eignast félagið að fullu. Félagið verður inni í samstæðu- reikningi bankans frá og með 1. október á þessu ári. Kostnaðarhlutfall Íslandsbanka lækkaði úr 53,9% á fyrstu níu mán- uðum ársins í fyrra í 48,0% í ár, en markmið bankans er að hlutfallið sé undir 50%. Lækkun eiginfjárhlutfalls Framlag í afskriftareikning út- lána jókst um 9,7% frá fyrra ári og nam 1,9 milljörðum króna. Í tilkynningu segir að þetta megi rekja til aukningar útlána á tíma- bilinu og væntra útlánatapa vegna rekstrarerfiðleika viðskiptavina. Eignir bankans jukust um þriðj- ung frá áramótum til september- loka og námu 416 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall, reiknað á CAD-grunni, var 9,0% í lok sept- ember og þar af nam eiginfjárþátt- ur A 6,8%. Í lok síðasta árs var CAD-hlutfallið 12,7% og þáttur A 10,1%. Í tilkynningu segir að lækkunin stafi af kaupum á ráðandi hlut í Sjóvá-Almennum, en ætlunin sé að auka hlutafé úr 9 milljörðum króna í 10,5 milljarða króna á þessum ársfjórðungi. Markmiðið sé að eig- infjárhlutfall samstæðu Íslands- banka og Sjóvár-Almennra verði yfir 10% og þáttur A yfir 7%. Hagnaður Íslands- banka eykst um 74% Afkomubatinn er að stærstum hluta rakinn til mjög aukins gengishagnaðar af hlutabréfum í eigu bankans ÓTÍÐ hefur hamlað sjósókn neta- báta á Suðurnesjum frá því fyrir helgi en þeir stærstu komust þó á sjó í gær til að leggja netin. Þeir misstu því ekki af miklu, skipverjar á Sigurvin GK frá Sandgerði, þó bátur þeirra hefði verið á þurru landi í nærri vikutíma vegna ár- legrar botnskoðunar. Þeir notuðu tækifærið til að dytta að einu og öðru, meðal annars að mála skips- botninn. Það hefur löngum þótt nokkur kúnst að mála sjólínuna en Svanur Karl Friðjónsson mundaði pensilinn af mikilli list þegar Morg- unblaðið var á ferð um Sandgerð- ishöfn í gær og skipsfélagi hans, Heimir Hansson, dáðist að úr fjar- lægð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þráðbein sjólína Varnarliðið segir óhjákvæmilegt að grípa til uppsagna Gripið verður til ýmissa aðgerða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.