Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna talmeinafræðinga
Röddin er
atvinnutæki
RÁÐSTEFNA tal-meinafræðingaverður haldin á
Hótel Nordica nk. föstu-
dag, 31. október, og hefst
hún klukkan 8.30 að
morgni. Morgunblaðið
ræddi við Valdísi Ingi-
björgu Jónsdóttur, tal-
meinafræðing á Akureyri,
sem er í forsvari fyrir ráð-
stefnuna. Lagði hún
áherslu á að meginþema
ráðstefnunnar væri að
raddveilur væru ekki sjálf-
skaparvíti heldur dæmi um
að rödd hefði verið ofgert.
Yrði fjallað um málið á
þeim nótum.
– Hvert er verksvið
talmeinafræðinga?
„Það má segja að tal-
meinafræðingar takist á
við alla brotalöm í máli og rödd hjá
fólki á öllum aldri. Sjálfsagt eru
þeir þekktastir fyrir að fást við
brotalöm í framburði og máli
barna þó að það sé ekki nema brot
af þeirra starfssviði. Svo dæmi séu
tekin þá fást þeir líka við málstol,
þ.e. ef einhver glatar málgetu af
völdum heilaáfalls, málhelti af
völdum sjúkdóma eins og Parkin-
sons og MS, kyngingarörðugleika,
stam og raddmein. Yfirleitt sér-
hæfa talmeinafræðingar sig meira
eða minna á einhverju ákveðnu
sviði talmeina.“
– Tilefni og markmið?
„Tilefni ráðstefnunnar er að
vekja athygli á röddinni sem at-
vinnutæki. Það er talað um að
þriðjungur vinnuafls sé fólk sem
hefur atvinnu af rödd sinni þ.e. að
miðla með röddinni hinu talaða eða
sungna orði. Hins vegar má segja
að fæstir geri sér grein fyrir því að
röddin er atvinnutæki sem við-
komandi er að leigja út og á allt
sitt atvinnuöryggi undir. Flestir
taka röddinni sem sjálfsögðum
hlut sem annaðhvort er í lagi eða
ekki. Það er ekki fyrr en í óefni er
komið að fólk leitar sér hjálpar.
Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt
fyrst og fremst þekkingarleysi.
Fólk áttar sig því ekki á því að ein-
kenni eins og þrálátur þurrkur,
ræskingarþörf, hæsi án kvefs,
kökktilfinning og raddþreyta geta
stafað af því að það er búið að of-
bjóða raddböndunum. Vegna þess
að litla sem enga fræðslu er hægt
að hafa um röddina er erfitt að
koma í veg fyrir að þessu mikil-
væga atvinnutæki sé ofgert. Það
er því lítil furða þó víða sé illa að
henni búið og fólk leigi hana út í
kringumstæður sem beinlínis geta
skaðað hana eins og t.d. kennarar
og talsímaverðir. Hins vegar má
líka geta þess að fólk virðist eiga
erfitt með að átta sig á því að rödd-
in er hljóð sem fellur undir sömu
lögmál og birtan. Það dofnar með
fjarlægð og raddveilur eins og t.d.
hæsi deyfa raddstyrkinn. Vegna
þess að fólk heyrir vel til sjálfs síns
hættir því til að ofmeta hvernig
rödd berst eða hugnast öðrum.
Hás eða skemmd rödd getur farið í
taugarnar á fólki og í
raun verður að líta á
slíka rödd sem óheil-
brigða rödd sem þarfn-
ast endurhæfingar.
Reyndar er slík rödd
ekki boðleg sem vinnutæki sem á
að hugnast neytendum, þ.e. hlust-
endum.“
– Hvert er þema ráðstefnunn-
ar?
„Að fjalla um röddina sem at-
vinnutæki sem enn er ekki viður-
kennt sem slíkt og nýtur þar af
leiðandi engrar vinnuverndar. Það
verður fjallað um raddvandamál
sem falið heilsuvandamál í þjóð-
félaginu og í raun sem atvinnu-
sjúkdóm. Hér þarf að koma til
stefnubreyting. Það er viðurkennt
um allan heim að raddvandamál
eru vaxandi vandamál og kostar
bæði þjóðfélagið og einstaklinginn
bæði óþægindi og fjárútlát. Þannig
hefur verið reiknað út að tapaðir
vinnudagar vegna raddvandamála
kennara kosti bandaríska þjóðfé-
lagið tvær og hálfa billjón dollara á
ári.
Við ætlum með ráðstefnu þess-
ari að vekja til umræðu almennt
ástand raddar sem atvinnutækis
og benda á hve staða hennar er
bágborin, nauðsyn þess að fólk
fræðist meira um hvernig það get-
ur beitt röddinni og verndað hana
og hvað annað sé hægt að gera til
úrlausna. Fyrst og fremst þarf að
taka til alvarlegrar athugunar
hvernig hægt sé að fela rödd undir
vinnuvernd. Erlendis er að verða
vakning um þessi mál, t.d. er nú
gert ráð fyrir því í Bretlandi og
Póllandi að fræðsla um rödd, radd-
beitingu og raddvernd verði felld
sem fastur liður inn í námskrá
kennaranema. Hér á landi hefur
þetta t.d. ekki enn komist á.“
– Hvað um dagskrána?
„Finninn Erkki Vilkman, háls-,
nef- og eyrnalæknir, sérhæfður í
raddvísindum, fjallar um röddina
sem atvinnutæki. Marketta Sihvo,
doktor í raddvísindum og mennt-
aður talmeinafræðingur talar fyrst
um hvað í umhverfinu geti skaðað
röddina og síðan um áhrifaríka að-
ferð til að losa um raddmein. Dr.
Anita McAllister frá Svíþjóð ræðir
um áhrif umhverfis á raddvanda-
mál barna. Dr. Hannes
Petersen verður með
erindi um bakflæði á
rödd og Einar Thorodd-
sen fjallar um deyfingu
við raddþreytu.
Eftir hádegið fjallar Bryndís
Guðmundsdóttir talmeinafræðing-
ur um gildi raddverndar, Helga
Jóakimsdóttir kynnir Alexand-
ertæknina sem vinnur að losun
raddar og ég mun síðan ræða um
hlustunargetu, hlustunarskilyrði
og rödd kennarans. Þá verður
stutt námskeið í raddbeitingu,
slökunaræfingum fyrir rödd, radd-
þekkingu og raddbeitingu.“
Valdís Jónsdóttir
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir er
fædd 6. nóvember 1946. Grunn-
skólakennari frá KÍ 1968 og
heyrnar- og talmeinafræðingur
frá Danmarks Lærerhojskole
1974. Hefur meistarapróf í radd-
vísindum frá Jordan Hill College
í Skotlandi 1997 og er að ljúka
doktorsprófi frá Háskólanum í
Tampere í Finnlandi. Rekur eig-
in talmeinastofu á Akureyri. Val-
dís á þrjú börn með Óla Aðal-
steini Jakobssyni.
Erlendis er að
verða vakning
um þessi mál
HARALDUR Örn Ólafsson, lög-
fræðingur og pólfari, dregur í efa að
reglur sem Þingvallanefnd hefur
sett um siglingar á Þingvallavatni
standist ákvæði vatnalaga. Sam-
kvæmt reglunum, sem nefndin sam-
þykkti fyrir tæplega þremur árum,
er óheimilt „að leggja á bátum út
frá landi þjóðgarðsins“. Tilgangur
bannsins er að vernda hagsmuni
þeirra sem stunda silungsveiði við
vatnið.
Landverðir í þjóðgarðinum mein-
uðu Haraldi Erni og félaga hans að
sigla á kajak á Þingvallavatni í sum-
ar. „Eins og allir vita er náttúran
þarna einstök og við félagarnir ætl-
uðum að njóta hennar á góðum
degi. Við teljum að það sé mjög góð
leið til að skoða náttúruna að róa á
vatninu.“
Haraldur Örn sagðist telja að
frjáls för almennings um lönd og
vötn skipti sífellt meira máli þegar
þéttbýli stækkaði og mikilvægt
væri að landeigendur virtu þann
rétt. Hann sagði að sér hefði komið
þetta bann á óvart, ekki í síst í ljósi
þess að á árum áður hefði verið
báta- og kajakleiga við Þingvalla-
vatn.
„Í vatnalögum eru alveg skýr
ákvæði um rétt manna til að ferðast
um vötn. Manni finnst nokkuð ein-
kennilegt að í þjóðgarði sé þessi
réttur ekki virtur, sem er tryggður
á öllum vötnum.“
Bannið sett með hagsmuni
veiðimanna í huga
Sigurður Oddsson, framkvæmda-
stjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum,
sagði að bannið væri sett í þeim til-
gangi að verja hagsmuni þeirra sem
stunda silungsveiði í Þingvallavatni.
„Það er rétt, að samkvæmt
reglum þjóðgarðsins er ekki leyfi-
legt að setja út bát út frá landi þjóð-
garðsins. Það stafar mikið til út af
því að við seljum veiðileyfi með
landi þjóðgarðsins. Það er mjög vin-
sælt, en það er mikil truflun ef
menn eru á bátum rétt fyrir framan
þar sem menn eru að veiða. Við telj-
um því að þetta fari ekki saman og
þess vegna höfum við ekki heimilað
að menn séu á bátum þarna fyrir
framan.“
Aðspurður sagði Sigurður að
þetta væri búið að vera vandamál
og í reynd ættu landverðir erfitt
með að framfylgja þessu banni.
Þjóðgarðurinn hefði ekki aðgang að
báti til að sinna eftirlitsstörfum.
„Það hefur verið mikið kvartað und-
an þessu og við höfum reynt að
benda fólki á að vera ekki á báti
þarna fyrir framan.“
Sigurður sagði að á Þingvalla-
vatni væri ekki „almenningur“,
þ.e.a.s. vatninu væri öllu skipt á
milli landeigenda. Það væri því á
valdi hvers landeiganda eða ábú-
anda að heimila að farið sé frá landi
út á vatnið.
Haraldur Örn er ekki sáttur við
þau rök að banninu sé ætlað að
verja hagsmuni þeirra sem veiða í
vatninu. Hann benti á að silungs-
veiði væri ekki stunduð í þjóðgarð-
inum nema frá landi og því ætti
ekki að þurfa að banna umferð um
allt vatnið. Hann sagði að auk þess
virtist vera gengið út frá því í
vatnalögum að umferð um vötnin
gengi fyrir og ef landeigendur yrðu
fyrir tjóni gætu þeir gert kröfu á
ríkið um bætur. „Í þessu máli er
ríkið beggja vegna borðsins. Það er
bæði að selja veiðileyfi og setur
reglur um umferð um vatnið. Ég
dreg mjög í efa að þetta bann
standist,“ sagði Haraldur Örn.
Lögfræðingur telur
reglur ekki standast
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þó ekki megi leggja frá landi innan þjóðgarðs Þingvalla er alltaf eitthvað um að menn sigli á Þingvallavatni.
Bannað að leggja bátum út frá þjóðgarði Þingvalla