Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar þú ferðast
ferðastu þá með AVIS
Verð pr. dag kr. 2.500
M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur
Við gerum betur
AVIS Sími 591 4000
www.avis.is
Orlando
N
ÝVERIÐ gaf
listelski skip-
stjórinn á Detti-
fossi mér glóð-
volga bók um
málarann Carl
Henning Ped-
ersen. Hinn sjálflærði málari hefur
komið við sögu síðustu pistla minna
og með bókina í höndunum er mér
ekki til setunnar boðið að herma enn
frekar af þessum félaga Svavars
Guðnasonar, og fyrrum stríðsmanni
kringum tímaritið Helhesten, jafn-
framt eins af frumkvöðlum Cobra-
hópsins.
Upprunalega dreymdi Pedersen
um að verða tónlistamaður, en eftir
að hann
kynntist
málaranum
Else Alfelt
sem varð
eiginkona
hans 1934,
komst ekkert annað að en að hand-
leika liti. Það hefur hann og gert með
úrskerandi tilþrifum allar götur eftir
það, allt þar til hann lagði frá sér
penslana um stóraldarmót, tók í
staðinn að liðka lúna limi með
löngum gönguferðum, einkum úti í
guðs grænni náttúrunni.
Afmælisdaginn bar upp 23. sept-
ember og kringum tímamótin var
mikið um að vera í fæðingarborg
hans Kaupmannahöfn, líkast til einn-
ig Herning á Jótlandi. Fyrir all-
nokkrum árum hafði iðnaðarfursti
nokkur á staðnum fengið þá hug-
mynd að reisa þar safn yfir málverk
Carls Hennings Pedersens og Else
Alfelt, bretti upp ermarnar og fram-
kvæmdi hana. Safnið var opnað 1974
og ber nafn listamannanna.
Sem áður greinir í skrifummínum má helst nefna yfirlitssýningu á Ríkis-listasafninu og bók listsögu-
fræðingsins Michaels Wivel í útgáfu
Aschehoug. Wivel varði á sínum tíma
doktorsritgerð um samlanda sinn
málarann Niels Larsen Stevens
1864–1941, var þar ekki að leita langt
yfir skammt. Fyrir landa Svavars
Guðnasonar og hönd fleiri framsæk-
inna málara kemur það nokkuð und-
arlega fyrir sjónir, að listsögufræð-
ingurinn er sagður færast mikið í
fang. Sögð ómæld áskorun að skrifa
bók um listamann sem væri þegar
jafnvel kynntur, þrældókumenter-
aður, þá þegar búið að skrifa margar
bækur um hann og verk hans
allstaðar sýnileg ekki síst í formi
grafíkmynda og eftirprentana, að
auki hafi þjóðin löngu tekið hann upp
á arma sér. En Michael Wivel virðist
hafa staðist prófraunina því bókin
hefur að ég best fæ greint fengið
góðar viðtökur gagnrýnenda og al-
mennings. Allar forsendur fyrir því
að áhuginn á listamanninum gangi í
endurnýjun lífdaga í heimalandinu,
listsögufræðingurinn er svo einnig
ábyrgur fyrir framkvæmd sýning-
arinnar á Ríkislistasafninu. Dönum
margfalt sýnna um að halda sínum
mönnum fram en gerist hér á út-
skerinu, fram má koma að Wivel
þekkti ekki listamanninn nema úr
hæfilegri fjarlægð er hann tók að sér
verkefnið.
Í stuttu máli hefur málaranum
hlotnast flestur ef ekki allur sá heið-
ur sem mögulegt er að uppskera í
Danaveldi. Kom fyrst fram á
Kunstnerenes Efterårsudstilling,
1936, sem síður skal ruglað við
Høstudstillingen sem var allt annað
síðbúnara og skammlífara fyrirbæri.
Líf þeirra Else var síður en svo dans
á rósum fyrstu áratugina, mér er í
fersku minni hinn skrautlegi kumb-
aldi í nágrenni sýningaskálans Den
Frie við Østerport, þar sem verk ab-
straktmálaranna voru helst til sýnis,
en skálinn var hitaður upp með kola-
ofni. Einnig kröfuganga framsæk-
inna listamanna, sem prófessorinn
minn Kræsten Iversen kallaði gad-
ens parade, gaf okkur nemendum
sínum um leið vísbendingu um að
halda okkur frá slíkum fáránleika.
Gangan hlykkjaðist um göturnar og
endaði við Kristjánsborg þar einhver
uppákoma og loks dansað. Í þvög-
unni minnist ég helst þeirra Else Al-
felt og Carl Hennig fyrir lífsgleðina
sem gneistaði af þeim þótt danslistin
væri ekki í heimsklassa, klæðnaður
frumstæður líkt og annarra lista-
manna sem lifðu á sósíalnum. Ekki
alveg laust við að áhugi minn á Else
og Carli Henning hafi einkum tengst
heimsókn þeirra til Íslands 1948, og
sýningu þeirra og félaga Svavars
kringum Helhesten í Lista-
mannaskálanum gamla við Kirkju-
stræti. Hafði rekist á allan hópinn á
flötinni fyrir utan skálann og meðal
þess sem menn tóku með sér heim
voru íslenzkar ullarpeysur sem
gögnuðust þeim vel og voru yfirmáta
stoltir af, ekki síst Asger Jorn sem
var hér alla tíð gangandi auglýsing.
Það var svo ekki fyrr enfrægðarsól Cobra fór aðrísa á sjötta áratugnum aðveruleg breyting varð á
kjörum meðlima listhópsins en áður
hafði nokkur hópur listunnenda
skynjað hvað klukkan sló. Hér
gegndi safnarinn Elise Johansen,
sem keypt hafði sína fyrstu mynd af
Carli Henning 1939 drjúgu hlutverki,
einkum með þeirri ákvörðun sinni
1954 að gefa Ríkislistasafninu úrval
hins mikla samsafns sem hún hafði
viðað að sér af abstraktlist. Árið 1940
hafði önnur kona Elna Fonnesbech-
Sandberg keypt sína fyrstu mynd af
Carli Henning, seldi fimm árum
seinna hið mikla safn sitt af eldri
kynslóð myndlistarmanna listhöfð-
ingjunum Önnu og Kresten Kresten-
sen, sem þar næst seldu það Lista-
safni Norður-Jótlands, Álaborg 1962.
Elna hafði lent í fjárhagserfiðleikum
1939, og þess vegna neyðst til að
selja safnið, hóf þá í staðinn að kaupa
verk hinna ungu og framsæknu sem
voru á lágu verði, hreinlega vegg-
fóðraði hús sitt af þeim. Þannig voru
einstaklingar með hjarta fyrir mynd-
list og aðallega konur helstir stuðn-
ingsmenn þarlendra núviðhorfa á
þessum tímum, aftur á móti sváfu
listsögufræðingar, sem þá voru helst
karlmenn, á verðinum. Rumskuðu
einungis við sér varðandi viðurkennd
viðhorf frá útlandinu og á því virðist
hafa orðið lítil breyting, varð til að
mynda orsök heiftarlegrar sennu
milli þeirra og Asger Jorns, sem átti
stóran þátt í að hann yfirgaf Dan-
mörku og sneri aldrei aftur nema
sem gestur. En þau Else Alfelt og
Carl Henning Pedersen kusu að
þreyja þorrann í heimalandinu og
hér voru þau líkast til rekin áfram af
lífsgleðinni, sem á þeim árum var
helsta næring þeirra ásamt danska
rúgbrauðinu, með ástina sem for- og
eftirrétt.
Carl Henning Pedersen var gædd-
ur þeim kostulega eiginleika að geta
hlegið hressilega á
sorgarstundum, að eig-
in sögn hló hann er
hann sá kistu föður síns
síga niður í gröfina. Og
líkt og stendur nokk-
urn veginn skrifað í
inngangi bókarinnar;
ekki vegna gleði og
hugarléttis, menn
gráta við slík tækifæri
en menn geta einnig
hlegið. Um að ræða
eins konar tilfinn-
ingalega brynju. Mál-
aranum var þannig frá
barnæsku áskapað að
bresta óvænt í hlátur
án nokkurs tilefnis og
við ólíklegustu tækifæri, einkum í
hvert sinn sem eitthvað bjátaði á eða
miklir erfiðleikar steðjuðu að, og átti
erfitt með að hætta þegar hann var
byrjaður. Það var honum léttir að
hlæja en um leið neyðarlegt, þannig
mátti hann bíta sig harkalega í vör-
ina við gröf föður síns til að geta
hætt.
Sálfræðingar kunna góða og full-
nægjandi skýringu á slíku geðslagi
og hátterni, það sé einfaldlega til-
finningalegs eðlis, komi einkum fyrir
persónur gæddar einhverju er nefna
mætti tilfinningalega ofvirkni, sem
viðkomandi ráða ekki við. Því fylgir
svo náttúrlega, að hafa eðlislæga
hæfileika til að hlæja og gráta ef ein-
staklingurinn á að vera fær um að
skapa mikla list.
Ég verð þó að efast um að mál-
aranum hafi verið hlátur í hug þegar
kletturinn Else varð öllum að óvör-
um bráðkvödd á götu úti, en gæfu-
hjólið hætti þó ekki sínum snúningi.
Málarinn kynntist annarri konu sem
studdi ekki síður við bakið á honum
en hin fyrri og gerir enn, hefur verið
kvæntur henni í 30 ár og er helstur
förunautur á löngu göngferðunum,
sem geta allt eins átt sér stað í skóg-
arþykkninu í Tidsvilde. Listakonuna
og arkitektinn Sidsel Ramsted hafði
hann hitt í Jerúsalem 1975, málarinn
var að tala við kunningja sinn sem
beið eftir norskri vinkonu sinni er
hún kom gangandi niður tröppur er
lágu til þeirra og varð sem lostinn
eldingu. Sama kvöld hafði hann eng-
ar vöflur á og stakk upp á að þau
giftu sig, gerðist þó fyrst tveim árum
seinna.
Þó ekki svo að það væri tilmarks um innri ánægju efmálarinn yggldi brýrnar,nei aldeilis ekki og hann
ljómaði eins og sól á heiðum himni á
góðum stundum. Hins vegar gefur
þessi hlið skapgerðar hans innsýn í
hið mikla og ólgandi tilfinningaflæði
sem í honum bjó og myndveraldir
hans um leið, dugði honum til stöð-
ugrar endurnýjunar allt lífið þótt við-
föngin væru í það heila hin sömu.
Eitthvað í líkingu við ævintýraheim
H.C. Andersens með bernskar
kenndir og óbeislað hugarflug í
stafni, hann var líka málari sól-
arinnar, gleðinnar og furðuvera í ætt
við list frumstæðra ættbálka Afríku
og Asíu. Landkönnuður í ríki hins
óræða, myndsviðið yfirleitt þanið til
hins ýtrasta hvort heldur einfalt sem
margbrotið, málunarhátturinn
óformlegur og þyngdarlögmálið af-
stætt hugtak.
Það væri ofsögum sagt að almenn-
ingur hefði verið með á nótunum á
þessum árum og þannig var ég iðu-
lega einn að skoða núviðhorf í
danskri list í útibúi Ríkislistasafnsins
að Kastelsvej, stundum opið á kvöld-
in. Í öllu falli voru hinir fáu og vin-
samlegu safnverðir oftast fleiri en
gestirnir. Hinir mörgu og nafn-
kenndu skopteiknarar blaðanna lágu
hér ekki í liði sínu um skemmtileg-
heit á kostnað abstraktmálaranna,
en það var nú ekkert annað en til að
brosa að í landi þar sem fólk er gætt
jafnþróuðum og dásamlegum húmor.
Hér einungis vakin athygli á mik-
illi og fallegri listaverkabók þar sem
frásagnahátturinn líður áfram í takt
við upplýsandi myndefnið, málarinn
og lífsverk hans í aðalhlutverki, síður
köld fræðimennskan.
Málarinn sem hló
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Málarinn sem hló og konan sem ljómaði. Carl
Henning Pedersen og Else Alfelt á yngri árum.
Venus, 1981, olía á léreft, 127 x 104 cm.Standandi verur í appelsínugulu, 1948, olía á léreft, 122 x 102 cm, 1944.
Svavar Guðnason, Carl Henning Pedersen og Elna Fonnesbech-Sandberg á
sýningu Corner-listhópsins 1943. Verkið á veggnum er eftir Lauritz Hartz.