Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 25

Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 25 STAÐA fjölskyldunnar, einkum staða barna og unglinga innan henn- ar og utan, hefur verið viðfangsefni starfs míns og áhugamál til margra ára. Undirrituð hef- ur unnið að mála- flokknum frá upp- hafi áttunda áratugarins og oftar en ekki fengist við málefni þeirra barna og unglinga sem lent hafa í vanda. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að við Íslend- ingar höfum um margt afskaplega góðar aðstæður og mikla möguleika til að takast á við verkefni og vanda- mál sem tengjast börnum okkar og unglingum. Aðstæður sem ættu að gera okkur kleift að leiða þau til lykta með jákvæðum hætti. Ég hef jafnframt þá skoðun að við getum boðið börnum okkar um margt mun betri aðstæður en unnt er að bjóða börnum víðast hvar annars staðar í heiminum. Fámennið og nánd ein- staklinga skipta sköpum hvað það varðar. Á örfáum árum höfum við Ís- lendingar auk þess byggt upp fjöl- mörg úrræði á vegum ríkis og sveit- arfélaga sem ættu að hjálpa okkur við að gera komandi kynslóðir að hamingjusömum, lífsglöðum og kröftugum einstaklingum. Við höfum byggt upp öflugt skólakerfi, góða fé- lagsþjónustu og víðfeðmt aðstoðar- og stuðningskerfi. Sterk fjöl- skyldutengsl, einkum og sér lagi gott samband foreldra og barna, er þó lykilatriði að farsælu lífi barna okkar og unglinga. Á liðnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið veigamiklum breyt- ingum. Fjölgun kvenna á vinnu- markaði hefur margfaldast og er nú svo komið að hlutfall karla og kvenna á vinnumarkaði er nánast jafnhátt. Þá hafa tækifæri fólks til að mennta sig tekið stakkaskiptum. Til marks um það má nefna að í dag hefja um 90 prósent unglinga nám á fram- haldsskólastigi, samanborið við 65 prósent fyrir aðeins tuttugu árum. Við höfum stigið heillavænlegt skref með lengingu fæðingarorlofs og margt fleira mætti telja. Flestar hafa þessar breytingar verið af hinu góða, falið í sér aukin tækifæri, frelsi og meira jafnræði. Það væri hins vegar rangt að segja að þróunin hefði ein- ungis verið jákvæð. Skilnaðir innan fjölskyldna hafa til að mynda tvö- faldast á liðnum 30 til 40 árum. Sú spurning vaknar hvernig íslenskar fjölskyldur hafa aðlagað sig þeirri þróun og hvernig þær hafa brugðist við henni. Börnin finni sig örugg Öll vitum við og skynjum að mik- ilvægustu þættirnir í lífi okkar eru börnin okkar og velgengni þeirra. Í nútímasamfélagi þurfa börn og ung- lingar að takast á við margvísleg fjöl- skylduform með ólíku fullorðnu fólki. Ef til vill má sjá jákvæðar hliðar á slíku fyrirkomulagi á stundum. Hið almenna viðhorf hefur til margra ára verið að mikilvægt sé að börnin finni sig örugg og að festa og varanleiki sé tryggður við uppeldi þeirra. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að við Íslendingar gætum stigið skref sem bæta myndu stöðu fjöl- skyldunnar og auðga líf einstaklinga innan hennar umtalsvert, þá um leið barna og unglinga. Við gætum jafn- vel skákað öðrum þjóðum í því sam- bandi. Meðal mikilvægra þátta fyrir okkur er að leita leiða til að draga úr skilnuðum foreldra, sérstaklega á þeim árum sem börn eru að alast upp. Sú spurning leitar æ oftar á mig hvort hjón/foreldrar sjái oft skilnaði sem auðvelda lausn á tímabundum erfiðleikum í stað þess að leita allra leiða sem unnt er til að halda fjöl- skyldunni saman. Líf okkar er stöð- ugt að lengjast og fjölda barna í fjöl- skyldum fækkar stöðugt. Meðaltal barna í fjölskyldu er um tvö börn. Mörg þessara tveggja barna kynnast jafnvel tveimur til þremur feðrum á uppeldisaldrinum. Spurningin er hvort ekki sé rétt og skynsamlegt að taka upp opnari og virkari umræðu í íslensku samfélagi um stöðu fjöl- skyldunnar og hvort sú háa skiln- aðartíðni sem við stöndum frammi fyrir sé eðlilegur þjóðfélagsveruleiki. Staðreyndin er, eins og nefnt var hér að framan, að fjölskyldumynstur hefur breyst umtalsvert hérlendis á síðustu áratugum. Á síðustu fjórum áratugum hefur skilnaðartíðni meira en tvöfaldast. Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræðingur hefur rannsakað stöðu barna og unglinga í þessu breytta samfélagi. Samkvæmt nið- urstöðum hennar búa aðeins 74% ís- lenskra ungmenna á aldrinum 15 til 16 ára hjá báðum líffræðilegum for- eldrum, en 26% búa hjá öðru for- eldri, stjúpforeldrum eða öðrum. Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að sá tími sem foreldrar verja með börnum sínum hefur minnkað um- talsvert. Þessu til viðbótar telst það nú orðið til undantekninga að stór- fjölskyldan búi undir sama þaki, það er að segja að amma og afi geti litið til með börnum og ungmennum, þeg- ar foreldrar eru fjarri vegna skyldu- starfa, eins og gjarnan var áður. Nú eru aðeins 3% heimila hérlendis þar sem þrjár kynslóðir búa undir sama þaki. Það veikir enn frekar stuðn- ingskerfi heimilanna. Nauðsyn opinnar umræðu Í orði og ég hygg einnig á borði er það þannig að allir foreldrar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja velsæld barna sinna. Við elskum börnin okkar. Svo einfalt er það. En hin áleitna spurning er hvort hið nýja íslenska fjölskyldumynstur sé sú vörn og það skjól fyrir börnin okkar sem nauðsynlegt er. Ég vil með þessum hugleiðingum hvetja alla aðila til að taka þessi mál til op- innar og hreinskilinnar umræðu. Þar má enginn sitja eftir. Kirkjan, for- eldrasamtök, skólarnir og umfram allt foreldrarnir sjálfir þurfa að íhuga þessi mál og kryfja til mergjar. Opin umræða er nauðsynleg. Þögnin er verst. Það eru engar töfralausnir til í þessum efnum fremur en öðrum. Það er stundum sagt á hátíða- stundum að fjölskyldan sé horn- steinn samfélagsins. Vissulega á hún að vera það. En stendur hún undir nafni í íslenskum veruleika nú- tímans? Hugsum um það. Börn og íslenskar fjölskyldur Eftir Snjólaugu G. Stefánsdóttur Höfundur er uppeldisfræðingur. UNDANFARNAR hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um þá sjálf- sögðu og löngu tímabæru ákvörðun umhverfisráðherra að banna veiðar á rjúpu næstu þrjú ár. Undirritaður hefur um áratugi verið fengsæl rjúpna- skytta, en látið slíkt ógert síðustu tvö haust vegna ástands stofnsins, og ennfremur tekið þátt í opinberri um- ræðu um hag þessa nytjafugls, vöxt hans og viðgang. Margt af „rökum“ andstæðinga þessa veiðibanns er með þeim ólík- ingum að full ástæða er til að biðja viðkomandi að stökkva nú niður úr trjánum, rétta úr bakinu og takast á við staðreyndir. Veiðibann Rjúpan hefur verið alfriðuð fjór- um sinnum áður, síðast 1940–42. Vegna núverandi hörmung- arástands stofnsins kemur það eitt á óvart að friðunin skuli ekki hafa ver- ið ákveðin fyrr og til lengri tíma. Rjúpnaveiði minnkaði um 40% frá 1997–2001 og allir ættu að muna eft- ir síðasta hausti er veiðin þvarr ger- samlega. Rjúpnatalning í vor á veg- um Náttúrufræðistofnunar sýndi síðan fækkun eða kyrrstöðu á nær öllum talningasvæðum, miðað við 2002, svo botninum virðist enn ekki náð. Slíks er heldur ekki að vænta meðan sífellt fjölmennari og tækni- væddari dauðasveitir sportveiði- manna „líkt og engisprettuplága“ eins og einn sveitungi minn orðaði það í blaðagrein í fyrrahaust, þaul- kemba landið, oft á alauðri jörð, frá ystu nesjum til innstu jökulkima miðhálendisins, svo rjúpan á hvergi griðland. Við þetta bætast svo að afráns- stofnar refa, minks og flugvargs blómstra sem aldrei fyrr. Meðan svo er getur engin eðlileg uppsveifla skapast. Sölubann Verð á rjúpu ræðst af framboði og eftirspurn. Mörg undanfarin haust hafa atvinnuskyttur ekki þurft á milliliðum að halda til að koma feng sínum á borð neytenda og raunar hvergi annað eftirspurn. Sölubann á verslanir er því við núverandi að- stæður algerlega gagnslaust til að draga úr sókn. Það getur varla verið keppikefli þingmann, síst nýkjörinna, að al- menningi finnist að þeir fyrir heimsku sakir ekkert erindi eigi á alþingi. Það er því dapurlegt hlut- skipti sem 18 þingmenn hafa kosið sér, að ganga þar erinda lítils og ljóts þrýstihóps sem er ráðandi í Skotvís. Tveir góðir Um formann Skotvíss og fram- göngu hans í hagsmunamálum skot- veiðimanna mætti margt segja en ég geymi mér það til betri tíma. Fræg- astur hefur hann þó orðið, raunar að endemum, er hann sótti um það í nafni samtakanna að bæta hrossa- gaukum á sælkeramatseðil sinn. Þá var þetta kveðið: Skotmenn eiga í horni hauk, Hregg-Strandanna ættarlauk. Unir sér við byggubauk. Býst að myrða hrossagauk. Þó tók steininn úr í sumar er hann brást við rjúpnafriðuninni með þeim hætti að fullyrða að Náttúru- fræðistofnun og vísindamenn henn- ar hefðu falsað rannsóknargögn. Er nema von að greinarhöfundar hér í Mbl. hafi undanfarið velt því fyrir sér hvort Skotvísformaðurinn gangi vitsmunalega heill til skógar. Og ekki má gleyma garminum hon- um Katli þar sem veiðistjóri er, en hann lét blöð hafa eftir sér er frið- unin var kynnt, að hún væri ekki tímabær þar sem fálki væri ekki út- dauður! Ég hef áður hér í Mbl. lýst skoð- unum mínum á embættisfærslu veiðistjóra, sem er í stuttu máli sú að hún sé eitthvert alvarlegasta vandamálið í íslenskri náttúruvernd. Og það sýnir álit umhverfisráðherra á þessum tveim umræddu mekt- armönnum að hún sniðgekk þá báða gersamlega við ákvörðunina um veiðibannið. Ráðherrar vakna En nú fara vonandi betri tímar í hönd því Sif hefur lýst yfir heilögu útrýmingarstríði gegn minknum og Guðni vaknaði í haust eftir að rebbi var kominn inn á gafl í öðrum hverj- um hænsnakofa í Flóanum og sagði að nú þyrfti að snúa frá flótta undan varginum til sóknar gegn honum. Fyrsta og sjálfsagðasta skrefið er að setja nýjan hershöfðingja í veiðistjóraembættið og síðan breyta lögum og reglugerðum svo sækja megi gegn ref, mink og varg- fugli með öllum tiltækum ráðum. Þá gæti ég vel ímyndað mér að ekki þyrfti nema þriggja ára rjúpnafrið- un. Stattu þig, Sif! Vönduð skoðanakönnun hefur sýnt að tveir þriðju Íslendinga styðja rjúpnaveiðibannið. Þrá- hyggja, blekkingar og lygar þeirra sem telja sig hafa „hefðarrétt“ til að andskotast á eftir rjúpunni til síð- asta fugls, með tilheyrandi land- skemmdum, blýmengun og veiði- þjófnaði, eru grátbroslegar. Það sparar þjóðfélaginu stórfé í leit- arkostnaði að téðir villimenn haldi sig á malbikinu. Það er nóg kjöt í landinu til hátíðabrigða næstu þrjú ár. Ef ekki er gripið til eins öflugra aðgerða nú þegar og mögulegt er til að koma rjúpnastofninum aftur í eðlilegt horf gæti svo farið að ís- lensk rjúpa hyrfi af jólaborðum um alla framtíð. Hugleiðingar um rjúpnaveiðibann – stattu þig, Sif! Eftir Indriða Aðalsteinsson Höfundur er bóndi og atvinnuskytta og býr á Skjaldfönn við Djúp. UM ALLLANGT skeið hefur verið í smíðum frumvarp hjá fjár- málaráðuneytinu sem lýtur að því að breyta núverandi þungaskattskerfi. Frumvarpið sem brátt verður lagt fyrir Alþingi gerir ráð fyrir að greiðsla þungaskatts færist inn í gasolíuverð að öllu leyti fyrir bifreiðir sem eru undir 10 tonnum að heildarþyngd, en bifreiðir sem þyngri eru greiði þungaskatt eftir nýju kerfi sem og því gamla. Frumvarpið gerir ráð fyrir að öll gjaldfrjáls gasolía verði lituð, jafnt sú olía sem notuð er til skipa, báta og landnotkunar en gjaldskyld gasolía verði ólituð, þ.e. stæstur hluti gasolíutegunda í landinu verði litaður. Í greinargerð með frumvarpinu eru færð þau rök fyrir breyting- unni að auka bera notkun gas- olíudrifinna ökutækja á kostnað þeirra sem eru bensíndrifin sem og að vert sé að auka hagkvæmni við kaup á sparneytnari bifreiðum. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að greiðslubyrði gjaldanda verði jafnari en nú er, undanskot frá skattheimtu verði minni og sparn- aður við framkvæmd og umsýslu aukist. Sem sagt allt góð og skyn- samleg markmið. Á Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni tíðkast að lita gas- olíu og hefur svo verið í nokkur ár og þá bæði með og án endur- greiðslu. Búist er við því að Dan- mörk bætist í hópinn jafnvel á þessu ári en umræður um að íblöndunarefnið geti verið krabba- meinsvaldandi hafa tafið upptöku litunar gasolíu þar í landi allt frá árinu 1997. Það sem hinsvegar skilur okkur frá hinum Norð- urlöndunum í þessum efnum er að þar er verið að lita olíu vegna álagðs orkugjalds en ekki vegna veggjalds sem rennur beint til vegakerfisins, eins og ráðgert er að gera hér. Um frumvarpið er það að segja að það færir skattheimtu frá ríkinu til einkaaðila með töluverðum aukakostnaði fyrir þau fyrirtæki sem að framkvæmd og innheimtu oliugjaldsins koma. Fram til þessa hefur frumvarpið verið óskýrt og ónákvæmt þar sem skort hefur Breyting á þungaskatti Eftir Hörð Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. skilgreiningar á mörgum sviðum. Jafnframt mun framkvæmdin verða skilgreind í reglugerð sem ekki er byrjað að undirbúa. Þó má sjá að viðurlög eru ströng og refsi- ábyrgð stíf. Gert er ráð fyrir að ol- íugjaldið verði 36,50 kr. á hvern lítra svo sjá má að um háar upp- hæðir er að ræða sem fyrirtækjum í þessari grein er gert að inn- heimta fyrir ríkissjóð. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður Olíudreifing ehf. stærsti framkvæmdaaðili þessa máls. Því hefur eðlilega verið velt mikið fyrir sér hér innandyra hvernig framkvæmd litunar fari fram hér á landi og hvaða ann- markar séu á slíkri framkvæmd m.v. framkomið frumvarp. Jafn- framt gafst Olíudreifingu tækifæri á því í samstarfi við eigendur sína að senda fjármálaráðuneytinu um- sögn um frumvarpið fyrir ári síð- an. Það er ljóst að framkvæmd sem þessi mun kosta þjóðfélagið í heild um 140 mkr. á hverju ári m.a. í auknum dreifingarkostnaði þar sem kostnaður við litarefnið eitt og sér er einungis um 7% af heildarkostnaði. Kostnaður mun síðan lenda mishart á lands- mönnum allt eftir búsetu. Einnig mun frumvarpið, nái það fram að ganga, leiða til þess að vissir hópar svo sem bændur, verktakar, smá- bátaútgerð o.fl. verða fyrir kostn- aðarauka þó að þeir noti að mestu gjaldfrjálsa olíu þar sem dreifing- arkostnaður til þeirra eykst vegna minni samlegðar í flutningum með gjaldskyldri olíu. Olíudreifing hef- ur gasolíubirgðir á 27 stöðum á landinu í dag en gerir ráð fyrir að gjaldskyld olía verði á 7 stöðum á landinu verði frumvarpið að lögum, eða þeim stöðum þar sem bens- ínbirgðir félagsins eru í dag. Hér er því um viðbótareldsneytisteg- und að ræða. Jafnframt er vert að benda á að þungaskattur sem kom- inn verður í olíuverð leiðir til mis- mikils þungaskatts eftir land- svæðum og aðstæðum hverju sinni. Ljóst er að bifreiðaeigandi á Suð- urlandi mun greiða lægri þunga- skatt á hvern ekinn km en bif- reiðaeigandi á Norðurlandi, Austurlandi eða Vestfjörðum þar sem meira er um mishæðir í lands- lagi innan þessara landshluta. Tekjustofn í nýju kerfi skilar ekki ríkissjóði þeim tekjustofni sem nú- verandi kerfi skilar til ríkisins þó að verð á gasolíu verði hækkað í svipað verð og á bensíni. Til að mæta þeim mismun gerir frum- varpið ráð fyrir að núverandi þungaskattskerfi verði viðhaldið áfram við hlið nýs kerfis fyrir bif- reiðir sem eru 10 tonn eða þyngri, eða fyrir um 4.500 bifreiðir sem eru 40% af heildarfjölda bifreiða í núverandi þungaskattskerfi. Jafn- framt er gert ráð fyrir að þunga- skattur af vögnum tvöfaldist frá því sem nú er. Það er mat Olíu- dreifingar að nái frumvarpið óbreytt fram að ganga leiði það til 15-17% hækkunar á þungaskatti frá því sem nú er og því um 6-7% hækkun á dreifingarkostnaði sem þyngst komi fram á landsbyggð- inni. Fyrir Olíudreifingu sem fyr- irtæki í flutningastarfsemi er frumvarpið eins og það lítur út í dag verulega íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins. Fyrir utan hækkun á þungaskatti, sem að framan er rakinn og er stærsti ein- staki kostnaðarliður í rekstri flutn- ingafyrirtækja, þarf fyrirtækið að greiða þungaskatt af öllu eldsneyti sem brennt er við dælingu til við- skiptavina, sem og allri krana- vinnu. Einnig er vert að benda á að forsendur fyrir fjárfestingum í flutningatækjum á fyrri árum eru að hluta til brostnar þar sem enn á ný verður að taka tillit til breyt- inga í þungaskattskerfinu sem hef- ur veruleg áhrif á afkomu fyr- irtækja í greininni. Jafnframt verður félagið að leggja í aukinn kostnað við eftirlit og framkvæmd með litun olíunnar þar sem að starfsmenn fyrirtækisins verða skyldaðir til að taka á sig ábyrgð skattheimtumanna fyrir ríkissjóð. Eins og að framan greinir er markmið frumvarpsins göfugt en leiða má að því líkur að ná megi sömu markmiðum eftir öðrum leið- um sem eru kostnaðarminni og réttlátari fyrir samfélagið. T.d. mætti setja mæla í þær díselknúnu bifreiðir sem ekki hafa þá í dag eða leggja á olíugjald án litunar og endurgreiða þeim sem rétt hefðu á í gegnum virðisaukaskattskerfið og minnka álög á léttustu bifreiðirnar. Ég vil því beina þeim vinsamlegu tilmælum til alþingismanna og ráð- herra að þeir íhugi vandlega að leiðrétta þá augljósu vankanta sem á frumvarpinu eru ef það á annað borð á að koma til framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.