Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 27 yllist“. að hér „end- ð kjósum kur að gs ingu “. Hvað tilfinn- osið að u kirkj- tum a með til- merkingu gsfólk, veggja r hefur allt sem lfinninga- irkju- að vera „Kirkju- eðli sínu g íhalds- alífi þjóð- aldags kirkju- dir full- vissu- ð orðun aðar hafa - fólks til en eitt um villst að rík- jórn, eini starf- ir og leikann gar Þór- kur, sem gð- við berum …] að á hverjir Skrifum kki að lega sjálf, klegt af íkan t hér í ings, rétt r að af- greiða tímamótatillögur á þinginu, tillögur sem bera vott um eindreg- inn vilja kirkjunnar til að koma á móts við íslenskan veruleika og ís- lenskan almenning. En fréttir af því sem vel er gert sjást því miður allt of sjaldan og miklu oftar en hitt er kirkjunnar fólki núið því um nas- ir að það sé ekki í takti við raun- veruleikann. Þannig skrifar Þór- unn að kirkjuþing „vinni[ur] ekki nógu vel út frá raunveruleika sam- tíma …“. Það er sorglega kald- hæðnislegt að skáldleg skrif hins virta sagnfræðings, sem tekur það fram að hún fái „greitt fyrir að huga að kirkjusögu“ skuli einmitt birtast þegar kirkjuþing er að sam- þykkja stefnu og starfsáherslur þjóðkirkjunnar 2004–2010 þar sem segir m.a. „þjóðkirkjan rækir hlut- verk sitt með því að liðsinna hverj- um þeim sem þarfnast stuðnings“ og ennfremur með því að „starfa um land allt í söfnuðum þar sem fjölskyldur og einstaklingar eiga athvarf á stundum gleði og sorg- ar“. Á sama tíma var kirkjuþing einnig að samþykkja tillögu um kærleiks- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar við leik- og grunn- skólabörn. Þar er kirkjan með beinum hætti að bjóða fram krafta sína til að annast um andlega van- nærð börn, sem unnvörpum þjást vegna eineltis og annarra erfiðleika í sínu nánasta umhverfi. Um 1.000 manns tóku þátt í stefnumót- unarvinnu kirkjunnar á yfirstand- andi ári og mikil vinna var lögð í að greina og flokka svörin, til að spegla með sem bestum hætti þann vilja sem íslenskt fólk vill að kirkj- an þess standi fyrir. Um 87% þjóð- arinnar standa á bak við lýðræð- islega kjörna fulltrúa kirkjunnar á kirkjuþingi. Ekkert af þessu fólki á það skilið að sagnfræðingurinn kasti framan í það öðrum eins óhróðri og Morgunblaðið birti hinn 24. október síðastliðinn á miðopnu sinni. Um vinnubrögð og stöðu kirkju- þings á þessari öld veit Þórunn Valdimarsdóttir greinilega því mið- ur ekkert og því er rétt að flokka skrif hennar með hverjum öðrum for-dómum. Hún þekktist því mið- ur ekki boð mitt um upplýsandi samtal um starfsemi kirkjuþings, heldur kaus að sér yrði mætt á þessum ritvelli. dir Höfundur er fulltrúi leikmanna í Borgarfjarðar-, Snæfells- og Dala- prófastsdæmum á kirkjuþingi og 1. varaforseti kirkjuþings. sam- plýs- r 2003 dum LSH ónur á na á ári. tlaða ein- iggjandi á biðlista 54 millj- nburðar in milljón ðfatlaðan sólar- milljónir imili. m fram að u á bið- draðir í r- gar þurfa ð miklum r hendi í u verið á m heim- fir um for- na þeirra em ekki 3 sinnum hægt að gum LSH pilegri, m meiri um 220– Sparn- ð væri a. Þá er 0 geðfötl- n með n sparnað sem yrði til við að leysa vanda á annað hundrað öldrunarsjúklinga sem eru nú á LSH og eru á biðlista eftir úrræðum utan spítala. Hluti þeirra fjármuna sem sparast mætti nota til að stytta biðlista eftir þjón- ustu á sjúkrahúsinu, m.a. á geð- sviði, en hluti væri hreinn sparn- aður. Dýrt heilbrigðiskerfi Svo er fólk undrandi yfir miklum kostnaði íslenska heilbrigðiskerf- isins! Íslendingar verja einna mest til heilbrigðismála af opinberu fé af löndum OECD. Samt er hlutfall aldraðra hvergi lægra en hér á landi. Einungis Þjóðverjar verja hlutfallslega meira af opinberu fé til heilbrigðismála en við Íslend- ingar. Skipt ábyrgð – allir tapa Skv. lögum um málefni fatlaðra er þjónusta við geðfatlaða utan sjúkrastofnana á vegum félagslega kerfisins. Svæðisskrifstofur fatl- aðra hafa yfirumsjón með búetuúr- ræðum þeirra og eru þær undir stjórn félagsmálaráðuneytis. Geð- fatlaðir sem eru á sjúkrahúsum eru hins vegar skjólstæðingar heil- brigðisstofnana sem lúta heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Ábyrgðin er því skipt og oft vísar hver á annan með þeim af- leiðingum að þeir sem þjónustuna þurfa geta orðið undir og að auki verður kostnaður meiri fyrir sam- félagið. Allir tapa. Framangreindir útreikningar kalla á skilyrðislausa endurskoðun á þessum málaflokki. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. ÓÁNÆGJAN með leið-togahæfileika IainsDuncans Smiths, semkraumað hefur undir í breska Íhaldsflokknum undan- farnar vikur kom upp á yfirborðið í gær þegar 25 fimm þingmenn kröfðust þess formlega að fram færi atkvæðagreiðsla um van- traust á leiðtogann. Samkvæmt reglum flokksins verður því að bera tillöguna upp. „Ég held að Íhaldsflokknum væri betur borgið og hann ætti meiri möguleika á sigri í kosn- ingum ef hann hefði annan leið- toga,“ sagði þingmaðurinn Franc- is Maude í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, um leið og hann tilkynnti að hann hefði formlega farið fram á atkvæða- greiðslu um vantraust. „Okkur mun ekki takast að leysa þetta mál án atkvæða- greiðslu,“ sagði annar þingmaður, John Greenway, sem einnig greindi frá því í gær að hann hefði farið formlega fram á atkvæða- greiðslu. „Einstakt tækifæri“ Þegar ljóst var að nægilega margir þingmenn höfðu fylgt for- dæmi Maudes og Greenways ávarpaði Duncan Smith frétta- menn fyrir utan höfuðstöðvar flokksins og hvatti flokksfélaga til að veita sér stuðning svo að hann gæti leitt flokkinn í næstu kosn- ingum, sem haldnar verða ekki síðar en um mitt ár 2006. „Nú gefst okkur einstakt tæki- færi til að láta til skarar skríða gegn Verkamannaflokknum, sem nú á undir högg að sækja,“ sagði Duncan Smith. „Við megum ekki láta ríkisstjórnina sleppa með því að hella okkur út í leiðtogakjör sem gæti valdið klofningi [í Íhaldsflokknum] og staðið mán- uðum saman.“ Duncan Smith mun ávarpa þingmenn Íhaldsflokksins í dag klukkan 14.00, og leynileg at- kvæðagreiðsla fer síðan fram, og má vænta þess að úrslit liggi fyrir um klukkan 19.00. Þarf meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins, sem eru 165, að lýsa stuðningi við Duncan Smith til að hann fái að gegna leiðtogahlutverkinu áfram. Fái hann ekki meirihluta atkvæða fer fram leiðtogakjör, en Duncan Smith gæti ekki boðið sig fram. Kviksögur um að lögð séu á ráðin um að hrekja Duncan Smith úr leiðtogasætinu hafa farið eins og eldur í sinu um þingið á und- anförnum vikum. Margir íhalds- þingmenn eru argir vegna þess að flokkurinn nýtur ennþá minni stuðnings en Verkamannaflokkur- inn í skoðanakönnunum, þrátt fyr- ir að vinsældir Tonys Blairs for- sætisráðherra fari minnkandi og stjórnvöld séu komin út á hálan ís vegna stríðsins í Írak. Á mánudaginn skoraði Duncan Smith á andstæðinga sína í flokknum að afla tillögunni um vantraustsatkvæðagreiðslu nægi- legs stuðnings í síðasta lagi í dag, en láta af andspyrnunni ella. Hef- ur hann hvatt flokksmenn til að „virða að vettugi ráðabrugg hug- leysingjanna undanfarið“. Duncan Smith hefur sætt síauk- inni gagnrýni fyrir að skorta hæfi- leika til að leiða flokkinn. „Þetta snýst um að finna flokknum hæf- an leiðtoga,“ sagði Conway. „Ég tel [Duncan Smith] ekki vera það. Ferill hans ber vott um það.“ Í leiðara undir fyrirsögninni „Dauðamaður“ fordæmir breska fréttatímaritið The Economist forystu Duncans Smiths, og segir að með hann í brúnni sé flokk- urinn dauðadæmdur. Duncan Smith skorti þá eiginleika sem leiðtogi mikils stjórnmálaflokks verði að hafa. Hann virðist stífur og ekki ná til venjulegra kjós- enda. „Lítið fer fyrir andríki hjá hon- um á þingi, hann er þunglama- legur frammi fyrir sjónvarps- myndavélum og óforbetranlega vondur ræðumaður,“ segir m.a. í leiðara The Economist. Fréttaskýrandi tímaritsins bendir á, að Íhaldsflokkurinn hafi aldrei tekið vettlingatökum á leið- togum sem hann hafi verið búinn að missa trúna á. Anthony Eden, Edward Heath og jafnvel Margaret Thatcher hafi verið lát- in taka pokann sinn. John Major og William Hague hafi aftur á móti sagt af sér áður en þeir voru reknir. Stormur vegna tebolla Ekki sé einvörðungu um að ræða að Duncan Smith skorti per- sónutöfra. Honum hafi verið gefið að sök að ráða konuna sína í vinnu og greiða henni úr opinberum sjóðum 15 þúsund pund á ári, eða tæpar tvær milljónir króna, fyrir 25 tíma vinnu á viku. Þá hafi hann verið áminntur fyrir að hafa notað opinberar bifreiðar í eigin þágu. Honum láti illa að umgangast konur, þótt margar hafi risið til metorða í Íhaldsflokknum. Þá ganga þær sögur um Westminster að Duncan Smith tíðki að skilja fötin sín eftir hér og þar um skrif- stofuna sína og æpa svo á konur sem vinna hjá honum: „Fariði með þetta í hreinsun!“ Mannleg samskipti séu einfald- lega ekki hans sterka hlið, ef svo megi segja. Menn sem styrkt hafi flokkinn með fjárframlögum séu óhressir með að leiðtoginn hafi ekki einu sinni þakkað þeim fyrir. Einhverntíma hafi hann beðið um tebolla en enginn hafi orðið við því og þá hafi hann skömmu síðar mótmælt þessu framferði með því að senda harðort bréf til mið- stjórnarskrifstofu flokksins með tepoka heftan við. Fréttaskýrandi The Economist telur að þótt þetta séu léttvæg at- vik, sé litið á hvert þeirra út af fyrir sig, kunni þau að útskýra hvers vegna Duncan Smith hafi átt í erfiðleikum með að tryggja sér stuðning innan flokksins. Duncan Smith sagði í gær, eftir að ljóst lá fyrir að greidd yrðu at- kvæði um vantraust, að ekki kæmi til greina að hann segði af sér fremur en að láta atkvæðagreiðsl- una fara fram. „Ég mun hiklaust fara þess á leit að fá endurnýjað umboð til að leiða flokkinn í kosn- ingum og fara með sigur af hólmi,“ sagði hann. Duncan Smith berst fyrir leiðtogasætinu Reuters Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða í dag atkvæði um vantraust á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Óánægja með hann sem leiðtoga hefur komið upp á yfirborðið undanfarið, og er kvartað yfir því að hann skorti persónutöfra og sé erf- iður í umgengni. Fréttaskýrendur segja því ekki að undra að hann hafi ekki náð að vinna sér traust meðal þingmanna. FRÉTTASKÝRANDI breska ríkisútvarpsins, BBC, veltir fyrir sér hverjir kunni að koma til greina sem eftirmenn Iains Duncans Smiths, samþykki þingmenn Íhaldsflokksins vantraust á hann í dag. Þessi nöfn hafa m.a. verið nefnd: Michael Howard Fyrrverandi innanríkisráðherra og „virki- legur þungavigtarmaður“ í Íhaldsflokknum er geti „látið stjórnvöldum renna kalt vatn milli skinns og hörunds“, eins og fréttaskýrandi BBC kemst að orði. Nýtur stuðnings hægri- og miðjuarma flokksins og er andvígur Evr- ópusambandsaðild. En flokkssystir hans sagði að það væri „eitthvað skuggalegt“ við hann. David Davis Hann hefur lengi haft áhuga á að verða leið- togi flokksins, og þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut í síðasta leiðtogakjöri hefur hann enn brennandi áhuga. Stuðningsmenn hans telja að hann geti sætt stríðandi fylkingar í flokknum, en sumum líst illa á hve ódulinn metnað hann hefur. Hann byggir ímynd sína á því að hafa verið alinn upp hjá einstæðu foreldri. Kenneth Clarke Jafnvel andstæðingar hans segja hann vera „hinn sjálfgefna leiðtoga“. Bauð sig fram í leið- togakjörinu 1997, en laut í lægra haldi fyrir William Hague. Bauð sig fram aftur 2001 og hlaut þá stuðning fleiri þingmanna en Duncan Smith og Michael Portillo. Meðal almennra flokksmanna naut hann aftur á móti minni stuðnings en Duncan Smith, og telja margir að það sé vegna þess að hann er hlynntur Evrópu- sambandinu. Theresa May Hún er formaður flokksins og olli úlfaþyt á flokksþinginu í fyrra með því að segja að flokk- urinn hefði á sér það orð að vera „illkvittinn“. Þessi ummæli og skrautlegur fótabúnaður hennar eru ástæður þess, að hún er líklega þekktasti Íhaldsþingmaðurinn nú um stundir. Hún hefur lýst því yfir að hún sé ekki alltaf sammála Duncan Smith. Hugsanlegir arftakar Iains Duncans Smiths

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.