Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 30
MINNINGAR
30 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
g er farin að halda að
ég sé eina mann-
eskjan á Íslandi
sem ekki hefur
fylgst með þætt-
inum Idol – Stjörnuleit á Stöð 2.
Alltént virðast ótrúlega margir
fylgjast með þessum nýjasta
raunveruleikaþætti okkar Íslend-
inga. Ein vinkona mín er t.d. for-
fallinn aðdáandi þáttanna. Og það
versta sem ég geri henni þessar
vikurnar er að hringja í hana á
þeim tíma þegar þátturinn er
sýndur. Þá segir hún bara
humm … og ha … og greinilegt
að hún er ekkert að hlusta á það
sem ég er að reyna að segja. Því
næst biður
hún mig vin-
samlegast að
hringja eftir
klukkutíma.
(Fyrir þá sem
ekki vilja
trufla vini sína á sama hátt þá
bendi ég á að þátturinn er sýndur
á föstudagskvöldum klukkan
átta … minnir mig … eða var það
níu?)
Ég hef lengi ætlað að bjóða
mér í heimsókn til einhverra sem
hafa aðgang að Stöð 2 á föstu-
dagskvöldum, en ekkert hefur
orðið úr því ennþá. Ég hef þó séð
smábrot úr þættinum, en þar var
Bubbi, minnir mig, að kvelja ein-
hverja vesalings stúlku, sem hann
taldi ekki hafa neina sönghæfi-
leika. Stúlkan gekk því, að því er
virtist, niðurbrotin af sviðinu og
fór að gráta. Allt var þetta tekið
upp og lagt á borð fyrir okkur
sjónvarpsáhorfendur. Sem
skemmtiefni.
Annars ætla ég ekki að halda
því fram hér í þessum pistli að ég
sé eitthvað heilög í þessum efn-
um. Ég myndi örugglega fylgjast
spennt með því hver færi grát-
andi heim næst – ef ég bara hefði
aðgang að Stöð 2.
Í þáttum sem þessum, þ.e.
raunveruleikaþáttum, fær maður
nefnilega að fylgjast grannt með
viðbrögðum fólks við ýmsum að-
stæðum. Fer hún að gráta? Reið-
ist hann? Er henni alveg sama?
Er hann að grínast? Mistekst
honum? Vinnur hún? Og svo
framvegis. Þannig fær maður um
tíma að fylgjast með „drama-
tískum“ og „raunverulegum“
uppákomum – liggja á gægjum –
en að „sjóinu“ loknu stendur mað-
ur upp, slekkur á sjónvarpinu og
fer að sinna sínum eigin „raun-
verulegu“ hugðarefnum og
áhyggjum, sem eru þó sjaldan
eins „dramatísk“ og í sjónvarpinu.
Þeir sem gerst þekkja til segja
mér að framleiðsla raunveru-
leikaþáttanna hafi hafist undir lok
síðustu aldar. Þetta byrjaði víst
með vefmyndavélum á Netinu,
þar sem hægt var að fylgjast með
fólki víða um heim sinna sínum
hversdagslegu störfum. Síðan var
þetta „raunveruleikafyrirbæri“
tekið upp í sjónvarpinu.
Þættir á borð við Stóra bróður
litu dagsins ljós og urðu vinsælir
um tíma, en aðrir þættir voru ekki
„eins vel heppnaðir“, eins og t.d.
megrunarþáttur einn sem sýndur
var í Þýskalandi. Sá þáttur gekk
út á að loka fólk í yfirþyngd inni í
húsi með örlitlum garði í ein-
hverjar vikur og sá sem missti
hvað flest kíló stóð uppi sem sig-
urvegari. Myndavélar voru síðan
að sjálfsögðu uppi um alla veggi
til að sjónvarpsáhorfendur gætu
fylgst með baráttunni.
Mér skilst reyndar að einhver
þýskur grínisti hafi átt þátt í því
að „eyðileggja“ orðspor þáttarins
en sá greip til þess ráðs, af ill-
kvittni einni saman, að henda
snakkpokum yfir girðinguna til
fólksins sem var í megrun!
En áfram heldur framleiðsla
raunveruleikaþáttanna; þeir eru
örugglega eitt vinsælasta sjón-
varpsefnið nú í upphafi 21. ald-
arinnar. Sífellt fleiri þættir bæt-
ast við „raunveruleikaflóruna“
með nýjum áskorunum og öðru-
vísi áherslum.
Það er reyndar eins og æ
lengra sé gengið í því að ögra eða
ganga fram af áhorfendunum, t.d.
í þáttum á borð við Fear Factor –
þar sem skordýr eru étin eins og
ekkert sé – og maður veltir því
stundum fyrir sér hvar þetta eigi
eftir að enda. Verður kannski ein-
hvern tíma framleitt alvöru
Truman Show? Eins og margir
eflaust vita fjallar sú kvikmynd
um mann sem er stærsta sjón-
varpsstjarna í heimi án þess að
vita af því vegna þess að öll ævi
hans hefur verið sýnd í beinni út-
sendingu í þættinum Truman
Show.
Ég get ekki látið hjá líða í þess-
ari umræðu að minnast á að raun-
veruleikaþættirnir eru sennilega
ekki eins raunverulegir og fram-
leiðendur vilja vera láta. Þætt-
irnir eru nefnilega fæstir sýndir í
beinni útsendingu. Þegar við
fáum að sjá þá er búið að klippa
atburðarásina til; hún er því í
raun hönnuð með neytendur og
vinsældir í huga. Það má því segja
að raunveruleikaþættirnir séu í
þessu sambandi ákveðin blekking,
eins og aðrir sjónvarpsþættir. Í
báðum tilvikum eru handritshöf-
undar eða „ritskoðendur“. Í hefð-
bundnum sjónvarpsþáttum er
handritið samið fyrirfram en í
raunveruleikaþáttunum er hand-
ritið að mestu samið efir á, þ.e.
þegar stjórnendur fá efnið í hend-
urnar; þeir skoða það og klippa
síðan til samtöl og atburði – og
búa kannski til, svo dæmi sé tekið,
spennu milli fólks sem aldrei var
til staðar. Að lokum er viðeigandi
tónlist bætt við og hún hækkuð og
lækkuð á „réttum“ stöðum.
Ég tek þó fram að ég er ekkert
að kvarta yfir því að raunveru-
leikaþættirnir skuli ekki vera eins
raunverulegir og í fyrstu mætti
ætla. Það myndi t.d. algjörlega
eyðileggja fyrir mér rómantísku
stemmninguna ef ég fengi að sjá
piparsveininn í samnefndum þátt-
um gera eitthvað eins hversdags-
legt og að fara á klósettið!
Raunveruleikinn má því ekki
verða of mikill eða of raunveru-
legur. Já, þegar allt kemur til alls
vill maður kannski ekki allan
þennan raunveruleika úr sjón-
varpinu. Maður fær a.m.k. nóg af
honum sjálfur – í hinu raunveru-
lega lífi.
Of mikill
raunveru-
leiki?
„Sá greip til þess ráðs, af illkvittni
einni saman, að henda snakkpokum
yfir girðinguna.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
✝ Helga Barðadótt-ir var fædd á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 7. október
1967. Hún lést á
heimili sínu laugar-
daginn 18. október
síðastliðinn. Sex ára
gömul flutti Helga
ásamt foreldrum sín-
um Barða Theódórs-
syni og Elínu Giss-
urardóttur og systk-
inum, Ingibjörgu
Barðadóttur og
Theódóri Barðasyni,
á Seltjarnarnesið þar sem hún
átti að mestu heima alla ævi.
Hinn 20. júlí 1991
giftist Helga Sveini
Loga Björnssyni
rafvirkjameistara.
Börn þeirra eru:
Atli Freyr, f. 5. apr-
íl 1991, Axel Fann-
ar, f. 23. janúar
1996, og Lovísa
Birta, f. 23. janúar
1996. Fjölskyldan
bjó lengstum á Mið-
braut 21 á Seltjarn-
arnesi.
Útför Helgu fer
fram frá Seltjarnar-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku Helga. Það var ægilega sárt
að horfa á eftir þér. Þú varst alltof
ung og alltof fögur kona til að kveðja
heiminn svo snemma. Þú áttir eftir að
upplifa allt of margt með fjölskyld-
unni þinni sem saknar þín ákaft.
Minningar sem áður þóttu léttvæg-
ar hafa sótt mikið á okkur undanfarið,
minningar sem urðu á svipstundu
ómetanlegar.
Við vorum börn þegar við sáum
unga og fallega konu ganga inn í
stofu. Af jafnfagurri og góðri konu
sem þú varst, mátti hver sem er vera
stoltur af þínum félagskap. Bróðir
okkar og elskulegur eiginmaður þinn
var það, þar sem hann augljóslega sá
ekki sólina fyrir þér frá fyrsta degi til
hins síðasta. Hrifningin sást iðulega í
augnaráði ykkar beggja hvors til ann-
ars. Sú gleði og hamingja sem fylgdi
fæðingu frumburðarins ykkar, Atla
Freys og svo giftingunni í kjölfarið
var ástinni endanlega til staðfesting-
ar.
Í dag áttu að eilífu þrjú yndislega
falleg og hraust börn, Atla, Axel og
Lovísu sem eru bæði dugleg og
hjarthlý. Kostir sem aðeins um-
hyggjusöm móðir og góð fjölskylda
geta mótað í hugum barna sinna.
Okkar heitasta ósk væri sú að þú vær-
ir hér til að fylgjast með þeim vaxa úr
grasi. Hafðu engar áhyggjur, elsku
Helga. Við munum gæta þeirra og þú
verður með þeim alltaf í anda.
Birgir og Viðar Björnssynir.
Helga, mér finnst ég ekki hafa
kvatt þig almennilega og það finnst
mér óbærilega sárt.
Þú komst inn í líf mitt á hárréttu
augnabliki. Það var erfitt tímabil hjá
fjölskyldunni þegar þú birtist. Þú lést
mér hins vegar alltaf líða vel ef ég var
djúpt sokkinn í vonlausar en barns-
legar hugsanir sem nöguðu sálarlífið.
Fyrir vikið mynduðust traust og
órjúfanleg vináttutengsl sem héldust
æ síðan.
Það var alltaf svo gott að setjast
niður með þér og Sveini og ræða sam-
an. Ég gat alltaf leitað ráða hjá þér.
Þú skildir hlutina alltaf fullkomlega
og gafst mér ráðleggingar sem
brugðust aldrei. Þú varst mér eins og
systir en nú á ég enga. Mér þykir
vænt um þig, elsku Helga.
Viðar Björnsson.
Kynni okkar af Helgu Barðadóttur
hófust þegar Sveinn Logi, vinur og
systursonur, kynnti hana fyrir fjöl-
skyldufólkinu sínu fyrir rúmum 13 ár-
um síðan. Þá voru þau bæði ung og
tilbúin að takast á við allt sem fram-
undan biði. Ekki duldist okkur að þau
höfðu á þeirri stundu hvort um sig
fundið sinn lífsförunaut. Þau hófu
fljótlega búskap, giftu sig, lögðu hart
að sér í því sem þau tóku sér fyrir
hendur og voru samhent í öllu því sem
máli skipti. Fyrir allnokkrum árum
settust þau að á Miðbraut á Seltjarn-
arnesi og héldu þar notalegt heimili
með börnum sínum þremur, en þau
eru Atli Freyr, og tvíburarnir Lovísa
Birta og Axel Fannar. Lífið virtist
fagurt og bjart við vinnu, heimilis-
störf, leik og uppeldi ungra, hraustra
og mannvænlegra barna.
Ýmislegt í lífinu fer hins vegar
öðruvísi en ætlað er, án skýringa,
svara eða mikils fyrirboða. Fyrir
tæpu tveimur og hálfu ári síðan
greindist Helga með illvígan sjúkdóm
sem læknavísindin ráða enn ekki við.
Í fyrstu báru allir von í brjósti um
bata en sjúkdómurinn ágerðist og
varð að lokum óviðráðanlegur. Þó að
við gerðum okkur grein fyrir að
hverju stefndi er missirinn mikill og
sár þegar hann verður staðreynd.
Sérstaklega sár og erfiður er miss-
irinn þegar hugsað er til þess að um
er að ræða unga konu, sem við allar
venjulegar aðstæður ætti að vera í
blóma lífsins og eiga framtíðina fyrir
sér, með öllum þeim tækifærum og
möguleikum sem lífið býður venju-
lega ungu fólki og ungum fjölskyldum
upp á. Sveinn Logi ásamt fjölskyldu
og vinum verður nú þess í stað og af
fremsta megni að reyna að fylla það
skarð sem myndast hefur svo svip-
lega og snöggt.
Helga var sterkur persónuleiki.
Hún var raunsæ og ákveðin en um
leið jákvæð og sjálfri sér samkvæm
og trú. Í framkomu var hún kurteis,
smekkvís, nákvæm og snyrtileg og
gætti vel að þeim þáttum í barnaupp-
eldi og heimilishaldi sínu. Veikindum
sínum tók hún af miklu æðruleysi, ró
og yfirvegun. Í umræðum um þau við
vini og vandamenn sýndi hún stillingu
og mikla staðfestu. Hún sótti styrk í
trúna og kirkjulegt starf á Seltjarn-
arnesi og naut þaðan í veikindum sín-
um einstakrar hjartahlýju og velvild-
ar bæði presta og safnaðar. Allt fram
á síðustu stundu sýndi hún ótrúlega
þrautseigju og viljastyrk og lét aldrei
í orði bugast. Við sem eftir stöndum
getum ekki annað en fyllst lotningu
við að verða vitni að síku sjálfsöryggi
og hugarró.
Á þessari kveðjustund sendum við
Sveini Loga, börnunum þremur, Atla
Frey, Lovísu Birtu og Axeli Fannari,
svo og foreldrum Helgu og systkin-
um, okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur,
Guðrún Magnúsdóttir og
Jón Sveinsson.
Okkar ástkæra Helga er fallin frá,
langt fyrir aldur fram og dökkt ský
hvílir yfir okkur öllum. Við skiljum
ekki hvers vegna ung móðir er tekin
frá börnum sínum, eiginmanni og öðr-
um ástvinum.
Baráttan við sjúkdóminn var ekki
svo löng en engu að síður hetjuleg og
aðdáunarverð. Við stóðum máttlausar
hjá, fylgdumst með og vonuðum hið
besta en veruleikinn er orðinn annar.
Sorgin og söknuðurinn er ólýsanlegur
en við huggum okkur við það að
Helgu líði nú betur þegar hún er laus
úr viðjum veikindanna.
Þú sofnað hefur síðasta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbj. Magnúsdóttir.)
Kæra Helga, þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Okkar litla fjölskylda verður
ekki söm án þín.
Elsku Sveinn Logi, Atli, Axel og
Lovísa, missir ykkar er mikill. Við
sendum ykkur, foreldrum Helgu,
systkinum hennar sem og öðrum að-
standendum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Unnur Ýr, Kristín Ösp og
Hildur Hlín Jónsdætur.
Elsku Helga vinkona, það er sárt
að þurfa að kveðja þig en ég verð að
hugga mig við það að þjáningar þínar
eru á enda og veit að þér líður betur
núna. Það er bara svo mikill tómleiki
hjá okkur sem eftir sitjum. Ég kynnt-
ist Helgu árið 1987 þegar við fórum að
vinna saman í Kringlunni. Þetta var
stór stelpnahópur sem vann saman og
við Helga urðum fljótt góðar vinkon-
ur. Ári seinna fórum við að vinna á
öðrum stöðum, Helga hjá VÍS þar
sem hún kynntist manninum sínum,
Sveini Loga. Mér fannst það hálf-
skondið þegar ég frétti það þar sem
ég þekkti til Sveins og hann búinn að
vera vinur í fjölskyldu mannsins míns
til margra ára. Árið 1990 var stofn-
aður saumaklúbbur úr þessum
stelpnahópi sem hafði unnið saman.
Við Helga vorum þá báðar ófrískar að
okkar fyrstu börnum og áttum von á
okkur um svipað leyti, mars-apríl
1991. Alla meðgönguna vorum við
mikið saman og áttum svo drengina
okkar með þriggja vikna millibili,
báða 20 merkur. Það leið ekki sá dag-
ur að við töluðum ekki saman og bár-
um saman bækur okkar í uppeldinu.
Við vorum alveg þekktar á ferðinni
með barnavagnana í Kringlunni og á
Laugaveginum. Á næstu árum flutti
litla fjölskyldan á milli staða, þau
bjuggu í Reykjavík, Garðabæ og
Kópavogi áður en Helga gat sannfært
Svein um að það væri best að búa á
nesinu. Við skildum aldrei þessa
dýrkun á nesinu en ég hef komist að
því síðustu daga hvað það er. Sam-
heldnin hjá svona litlu bæjarfélagi er
alveg ótrúleg. Þetta minnir einna
helst á lítið sveitaþorp.
Helga var sterkur persónuleiki og
afburða góð móðir. Hún tók þátt í öllu
með börnunum sínum. Þegar þau
byrjuðu að stunda íþróttir fannst
Helgu ekki nóg að skutla á æfingar og
horfa á leiki heldur varð hún að kom-
ast inn í allt á bakvið íþróttafélagið,
vera í fjáröflun, gjaldkeri eða hvað
sem þurfti. Þetta var ekta Helga, varð
að kynnast öllu í þaula og þá sérstak-
lega það sem við kom börnunum
hennar. Nú tekur við erfitt verkefni
fyrir Svein að komast inn í þetta
skipulag. Sveinn hefur nú aldeilis
reynst Helgu vel í veikindunum. Þeg-
ar Helga veiktist fyrst um vorið 2001
þá fannst henni þetta vera verkefni
sem hún þyrfti að takast á við. Helga
var stolt og vildi meira halda veikind-
unum fyrir sig og stundaði sína vinnu.
Þegar hún svo veikist í annað sinn ári
seinna var það Sveinn sem var stoð
hennar og stytta og allt til enda.
Helga var líka lánsöm að eiga svo ein-
staka foreldra sem gerðu allt hvað
þau gátu fyrir hana. Það er örugglega
ekkert eins erfitt eins og fyrir for-
eldra að horfa upp á barnið sitt svona
veikt en þau stóðu hjá eins og klettar
allan tímann.
Ég trúi því ekki enn og sætti mig
ekki við það að Helga sé farin. Sjötta
september sl. mætti Helga í afmæl-
isveislu heim til okkar þegar maður-
inn minn varð fertugur. Helga ætlaði
sko að mæta þrátt fyrir mikil veikindi
og sú minning stendur uppúr þeirri
veislu. Þegar ég svo kom í afmæli
Helgu nú í október óraði mig ekki að
það yrði í síðasta sinn sem við hitt-
umst. Ég vil nota tækifærið og þakka
fyrir að hafa átt svona góða vinkonu.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við Marinó og fjölskylda vottum
Sveini, Atla, Lovísu, Axel, Ellu,
Barða, systkinum og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð. Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Guðbjörg E. Erlingsdóttir.
Elsku besta Helga mín. Ég sit hér
við kertaljós og hugsa um þig, fjöl-
skylduna þína og okkur. Ég geri mér
ekki ennþá grein fyrir hversu stórt
gat er komið í hjartað mitt né hversu
mikill söknuðurinn á eftir að verða.
Eitt er víst að héðan í frá verður allt
öðruvísi. Ég stend mig að því að kíkja
út um gluggann minn og yfir til þín í
von um að ég sjái þér bregða fyrir. Ég
tek símann minn og næ í númerið þitt
og man þá að talvinur minn er því
miður ekki með símann sinn.
Ég get seint fullþakkað þér fyrir
einstaka vináttu og hversu nánar við
vorum. Ég er ekki bara að missa
bestu vinkonu mína, ég er að missa
HELGA
BARÐADÓTTIR