Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 35
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 35
Suðurstrandarvegur
milli Grindavíkur
og Þorlákshafnar
Mat á umhverfisáhrifum — athugun
Skipulagsstofnunar
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar matsskýrslu um lagningu Suður-
strandarvegar í Grindavík, Hafnarfirði og
Sveitarfélaginu Ölfusi.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 29. október til
10. desember 2003 á eftirtöldum stöðum:
Á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar og Grindavík-
ur og skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Þor-
lákshöfn. Ennfremur á bókasöfnum Hafnar-
fjarðar og Grindavíkur, bókasafninu í Þorláks-
höfn, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags-
stofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heima-
síðum Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is
og Línuhönnunar www.lh.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
10. desember 2003 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Auglýsing
um starfsleyfistillögu fyrir Hörpusjöfn
hf., Stórhöfða 44, 110 Reykjavík
Í samræmi við 6. gr. í 1. kafla laga nr. 7/1998
um hollustuhætti og mengunarvarnir, liggja
starfsleyfistillögur fyrir Hörpusjöfn hf., máln-
ingarverksmiðju, Stórhöfða 44, 110 Reykjavík,
frammi til kynningar á tímabilinu frá 29. októ-
ber til 24. desember 2003, á afgreiðslutíma í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Skriflegar athugasemdir
við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Um-
hverfisstofnun fyrir 24. desember 2003. Einnig
má nálgast starfsleyfistillögurnar á heimasíðu
Umhverfisstofnunar http://www.ust.is/
Umhverfisstofnun,
stjórnsýslusvið.
Suðurlandsbraut 24,
108 Reykjavík.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um breytingu
á deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru
hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík:
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna
Grafarlæks-Stekkjarmóa-Djúpadals, golfæfinga-
skýli og þjónustubygging.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarmagni á
byggingarreit e3 verði breytt úr 800m2 í
2000m2 og að mesta hæð byggingar hækki úr
7,0m í 8,0 m frá neðstu gólfplötu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 29.
október 2003 - til 10. desember 2003. Einnig
má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins,
skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér
tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við
hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa
eigi síðar en 10. desember 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 29. október 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Heilarinn Karina
Becker,
útskrifuð frá heilun-
arskóla Barböru
Brennarn, sem
þekktust er fyrir
bókina „Hendur
ljóssins“ verður með námskeið í
heilun. Hara dimension mið-
vikudaginn 5. nóv. kl. 10-
16.30. The sacred heart, 1-2
nóv. kl. 10-17. Healing in crisis
8-9 nóv kl. 10-17. Námskeiðin
eru haldin í Heilsusetri Þórgunn-
ar, Skipholti 50C.
Einkatímar og nánari upplýs-
ingar í síma 552 6625, Karina
Becker.
CRANIO-NÁM
2-hluti. B-stig
8.-13. október.
S. 564 1803/699 8064
www.cranio.cc.ww.ccst.co.uk
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 18 18410298
I.O.O.F. 7 184102971/2 MK.
I.O.O.F. 9 18410298½ 9.0
Í dag kl. 18.00 Barnakór.
Öll börn hjartanlega velkomin.
GLITNIR 6003102919 I
HELGAFELL 6003102919 IV/V
Njörður 6003102919 I
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl.
13–16.30. Handavinna, spilað, föndrað.
Gestur Árni Norðfjörð. Þeir sem óska eft-
ir að láta sækja sig fyrir samverustund-
irnar látið kirkjuverði vita í síma
553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra
kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun-
verður. Opið hús fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6
ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9
ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10–12
ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag
kl. 20.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu
kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld-
bænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund
og bænagjörð með orgelleik og sálma-
söng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr.
300). Kl. 13–16 opið hús eldri borgara.
Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur,
spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar
velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin
vegum geta hringt í kirkjuna og óskað
eftir því að verða sóttir. Síminn er
520 1300.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.
10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Nýjar mömmur velkomnar með börnin
sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur
af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla
miðvikudagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl.
14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón
Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana
H. Þorgeirsdóttir Heiðdal og Geir Brynj-
ólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl.
19. Unglingakvöld Laugarneskirkju kl.
20 (8. bekkur).
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Fræðsla: Heimili og skóli. Fræðsla um
foreldrasamninga í skólum o.fl. Umsjón
Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl.
14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur.
Uppl. og skráning í síma 511 1560. Op-
ið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur
og umræður kl. 17. Umsjón Örn Bárður
Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest-
ur sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há-
deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há-
degisverður eftir stundina. Allir velkomn-
ir.
Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki
boðið til bænastunda í kapellu safnaðar-
ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu.
Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhug-
un, en einnig flutt tónlist og textar til
íhugunar. Koma má bænarefnum á fram-
færi áður en bænastund hefst.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–
16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þor-
valdur Halldórsson kemur í heimsókn
fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kl. 13–16 opið hús í
safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórs-
son kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag
hvers mánaðar.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir
7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á
vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og
KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is)
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp
á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM
fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl.
17.30–18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora
námskeið kl. 20.
Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild
KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim-
ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir
krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart-
anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110.
SELA eldri deild kl. 20–22.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá
sem vilja taka frá kyrrláta og helga
stund í erli dagsins til að öðlast ró í
huga og frið í hjarta. Hægt er að koma
fyrirbænaefnum til sóknarprests eða
kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðar-
stund lokinni. Opið hús fyrir eldri borg-
ara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikuleg-
ar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar
í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og
fleira.
Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur
kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar
eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for-
eldrar ungra barna á Álftanesi með börn-
in og njóta þess að hittast og kynnast
öðrum foreldrum sem eru að fást við
það sama, uppeldi og umönnun ungra
barna. Opið hús eldri borgara er síðan
frá kl. 13.00–16.00. Dagskráin verður
fjölbreytt en umfram allt eru þetta nota-
legar samverustundir í hlýlegu umhverfi.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von-
arinnar kl. 12.10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og
brauð á vægu verði. Allir aldurshópar.
Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing hjá
Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æf-
ing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–
22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Bibl-
íulestur á vegum Alfa-hópsins í minni sal
Kirkjulundar kl. 20. Leiðir að lindinni,
kynntar verða mismunandi leiðir að lind-
inni. Ný frumgerð (paradigm) Walter
Wink í biblíurannsóknum. Umsjón Ólafur
Oddur Jónsson.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
17.30 TTT yngri og eldri saman. 9–12
ára krakkar í kirkjunni. Síðast var grettu-
keppnin ógurlega, nú verða eitthvað
fleira spennandi. Helgistund í kirkjunni.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðsfélagi og
KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Ester
Bergsdóttir, æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir
Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10–12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyr-
ir börnin.
Glerárkirkja. Hádegissamverur alla mið-
vikudaga kl. 12. Opin fræðslukvöld eru í
kirkjunni á miðvikudagskvöldum kl.
19.30. Léttur kvöldverður, fræðsla, um-
ræður og bænastund. Námskeiðið er
ókeypis. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 hjálp-
arflokkur, allar konur velkomnar.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og
lestur orðsins. Nánari upplýsingar á:
www.kefas.is
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Mikil trú. Lúk.
8,1-10. Ræðumaður Haraldur Jóhanns-
son. Vitnisburður Katrín Guðlaugsdóttir.
Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir vel-
komnir.
Safnaðarstarf
Foreldramorgnar í Selfosskirkju
Í DAG, miðvikudaginn 29. október, heimsækir okkur María Kristín
Örlygsdóttir, snyrtifræðingur frá „Snyrtistofu Ólafar“. Mun hún með-
al annars kynna nýju haustlínuna frá No Name og sýna létta förðun.
Verum nú duglegar að mæta og njóta þess að hittast og fá fræðslu í
leiðinni.
Allir foreldrar velkomnir.
Fræðslukvöld um fjögur rit
Gamla testamentisins
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur fræðslukvöld fimmtudaginn
30. október um fjögur rit Gamla testamentisins, þ.e. 1. og 2. Króníku-
bók, Esra og Nehemía, en þessi fjögur rit mynda eina heild. Íris Krist-
jánsdóttir sóknarprestur verður fræðari kvöldsins en kennslan hefst
kl. 20 og er tvær kennslustundir með hléi. Hún fer fram í félagsheim-
ili KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Selfosskirkja