Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 41

Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 41 FÓLK  JUVENTUS hefur ákveðið að hætta við að reyna fá hollenska landsliðsmanninn Edgar Davids til að skrifa undir nýjan samning, en samningur hans við liðið rennur út eftir keppnistímabilið. Davids er ekki tilbúinn að skrifa undir samning þessa dagana og er greinilegt að hann ætlar sér að vera laus allra mála er samningur hans við Juvent- us rennur út.  MÖRG lið hafa sýnt Davids áhuga, en líklegast er talið að hann yfirgefi Juventus og gangi til liðs við ann- aðhvort ítalska liðið Roma eða Inter Mílanó. Þá er einnig hermt að Dav- ids sé undir smásjánni hjá Chelsea, en vart er sá knattspyrnumaður með knattspyrnumönnum í dag að hann sé ekki orðaður við Lúndúnaliðið.  ARGENTÍNSKI þjálfarinn Hector Cuper, sem var látinn taka poka sinn á dögunum hjá Inter á Ítalíu, er nú orðaður við Tottenham, sem næsti knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins.  GULA spjaldið sem David Dunn fékk í leik Bolton og Birmingham um síðustu helgi hefur verið dregið til baka. Dunn fékk gult spjald þegar Ivan Campo braut á honum innan vítateigs Bolton. Chris Foy taldi að Dunn hefði leikið sér að því að falla í þeim tilgangi að fiska vítaspyrnu. Eftir að hafa skoðað atvikið gaum- gæfilega af myndbandi ákvað Foy að draga spjaldið til baka þar sem greinilega má sjá að Campo felldi Dunn, ekki var um að ræða leikara- skap af hálfu Dunns.  KLAUS Toppmöller, 52 ára, ný- ráðinn þjálfari Hamburger SV, sagði í gær að það væri takmark sitt að koma liðinu á þann stall sem það á að vera á – í hópi bestu liða Þýska- lands. Toppmöller náði mjög góðum árangri með Bayer Leverkusen, sem var ekki langt frá því að verða bæði Þýskalandsmeistari og Evr- ópumeistari undir hans stjórn. ENSKA knattspyrnuliðið Leeds United greindi frá því í gær að tap á rekstri félagsins á ársgrundvelli nema tæplega fimmtíu milljónum punda, eða 6,5 milljörðum króna, að því er segir í frétt BBC. Tapið hefur ekki verið svo mikið áður og er hið mesta í sögu úrvalsdeild- arfélags í Englandi. Tap fyrir skatta nemur 49,5 milljónum punda og er 25,4 millj- ónir þegar tilfærslur hafa verið teknar til greina. Þá staðfesti kauphöllin í Lundúnum í gær að Trevor Birch verði næsti fram- kvæmdastjóri félagsins en hann tekur við starfinu 1. nóvember nk. Þá hefur BBC heimildir fyrir því að Birch, sem er fyrrverandi yf- irmaður hjá Chelsea, muni taka yf- ir daglegan rekstur félagsins. Þrátt fyrir miklar sparnaðar- aðgerðir jukust skuldir Leeds í 78 milljónir punda. Inn í dæmið hafa verið tekin sala á leikmönnum sem numið hefur tugum milljóna punda. Staða félagsins er því afar veik og líkegt að það verði enn að selja leikmenn til viðbótar og draga auk þess úr ýmsum kostnaði, s.s. vegna launa. Leeds er um þessar mundir í næstneðsta sæti ensku úrvals- deildarinnar. Það slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð. Ekki eru nema þrjú ár síðan allt var í blóma hjá Leeds, það var í Meistaradeild Evrópu, í hópi efstu liða í úrvals- deildinni og smjör draup af hverju strái. Mettap hjá Leeds í Englandi sigraði í Meistaradeildinni í vor. Franska deildarkeppnin er mjög erf- ið.“ Ekki eins skot- glaður og áður Á hverju byggjast framfarirnar sem þú hefur tekið síðan þú lékst með ÍR-liðinu á Íslandi? „Ég held að ég sé orðinn töluvert betri leikmaður, enda öðlast mikla reynslu og gengið í gegnum erfiðan skóla. Það er nokkuð ljóst að leikstíll minn hefur breyst mikið til batnaðar, því ég er meiri leikstjórnandi í dag, en ég var fyrir nokkrum árum. Þá var ég alltof skotglaður miðað við leikstjórnanda, en nú hugsa ég fyrst og síðast um að koma félögum mín- um í gang og fá þá með mér. Auk þess spila ég mun meira í vörninni nú en ég gerði fyrstu tvö tímabilin hér í Frakklandi. Ég hlýt að hafa bætt mig sem varnarmaður, því Dunk- erque-liðið er þekkt fyrir að leika mjög sterkan varnarleik,“ sagði Ragnar Óskarsson, sem verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu um næstu helgi – í þremur lands- leikjum gegn Pólverjum. Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, er samningsbundinn franska liðinu Dunk- erque fram á sumarið 2004. Draumur hans er að leika á Spáni. RAGNAR Óskarsson hefur leikið 45 landsleiki í hand- knattleik fyrir hönd Íslands og skorað 105 mörk í þeim. Ragnar lék sinn fyrsta lands- leik gegn Norðmönnum í Nor- egi 1998 – leik sem tapaðist 26:19 og hann skoraði sitt fyrsta mark í leik gegn Nor- egi í sömu ferð. Ragnar skor- aði fjögur mörk í leiknum, sem Norðmenn unnu 30:24. Ragnar varð að fara til Jap- ans til að fagna sínum fyrsta sigri í landsliðsbúningi – þá í leik gegn Kínverjum í júní 1998, 29:19. Ragnar skoraði þrjú mörk í leiknum. Ragnar var heldur betur búinn að stilla fallbyssuna er hann lék með landsliðinu í móti í Haarlem í Hollandi 1999. Hann skoraði 45 mörk í fimm leikjum á mótinu og varð markahæstur. Ragnar skoraði 11 mörk í leik gegn Rúmeníu, 23.22, 13 mörk í leik gegn Hollandi, 27:22, og 11 mörk í leik gegn Egyptalandi, 25:29. Ragnar lék 8 landsleiki árið 2000 og skoraði 24 mörk. 2001 lék hann 13 leiki og skoraði 15 mörk. Þá tók hann þátt í HM í Frakklandi – fékk að leika einn leik og skoraði tvö mörk í honum; gegn Mar- okkó 31:23. Ragnar lék 13 leiki 2002 og skoraði 10 mörk í leikjunum. Sinn síðasta landsleik lék hann í Laugardalshöllinni 9. júní 2002, er Makedóníumenn voru lagðir að velli, 33:28. Hann skoraði sitt 100. landsliðsmark í leik gegn Dönum, sem tapaðist 29:21 á móti í Danmörku. Marka- kóngur í Belgíu ÁKVEÐIÐ hefur verið að leika við landslið Mexíkó vináttulandsleik í knattspyrnu í San Francisco í Kali- forníu 19. nóvember nk. „Það er allt klárt og stefnt að því að fara með það sterkasta lið sem við eig- um völ á, við köllum alla þá bestu til,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ í samtali við Morgunblaðið. Geir sagði enn- fremur að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að allir þeir leikmenn sem Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar óskuðu eftir gæfu kost á sér í leikinn því um væri að ræða alþjóðlegan leik- dag. Geir sagðist reikna með að ljóst yrði fljótlega eftir næstu mán- aðamót hvaða leikmenn verði vald- ir til fararinnar. Nú stendur fyrir dyrum að láta þau félög leikmanna vita af því að þeir verði hugsanlega valdir í leikinn, en slíkt þarf að til- kynna a.m.k. fimmtán dögum fyrir leikdag. „Við erum því vel innan allra marka í þeim efnum,“ sagði Geir sem ekki reiknar með að leik- menn lendi í vandræðum hjá sínum félagsliðum vegna leiksins. „Það hjálpar okkur að um alþjóðlegan leikdag er að ræða og við eigum skýran rétt á mönnum í leiki á þeim dögum,“ sagði Geir. Leikið verður miðvikudaginn 19. nóvember. Mexíkó er í 8. til 10. sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Ákveðið að leika við Mexíkó í San Francisco

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.