Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRMANN Smári Björns- son knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Val undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við FH. Ármann er 23 ára gamall Hornfirðingur sem lék með Sindra áður en hann gekk í raðir Vals ár- ið 2001. Hann hefur spilað 31 leik með Val í efstu deild og skorað þrjú mörk og þá hefur hann spilað sjö leiki með U-21 árs landsliðinu og þrjá með U-19 ára landsliðinu. Ármann Smári lék með Brann lokasprettinn í norsku úrvals- deildinni í fyrra. Hann lék sjö deild- arleiki með liðinu og skoraði þrjú mörk og vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína hjá Brann, sem var þá undir stjórn Teits Þórðarsonar. Ármann Smári var samnings- bundinn Val til ársins 2005 en ákvæði voru í samningi hans um að hann gæti skipt um félag ef Valur félli úr efstu deild, sem raunin varð á. „Það er frábært að fá Ár- mann Smára í okkar raðir enda fjölhæfur og sterkur leikmaður þar á ferð. Hann fellur vel inn í okkar upp- byggingu og mun örugglega reynast liðinu vel,“ sagði Leifur S. Garð- arsson, annar þjálfari FH-liðsins, við Morgunblaðið í gær, en Leifur þjálfaði Ármann Smára í 5. flokki hjá Sindra á Höfn fyrir um áratug. Ármann Smári Björnsson til liðs við FH-inga ÓVÍST er hvort Stefan Lövgren, fyrirliði sænska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Kiel, leikur með Svíum á Evrópumótinu í Slóveníu í janúar þar sem Svíar reyna að verja Evrópumeistaratitil sinn. Lövgren er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum, en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í fæti, og sjálfur segist hann ekki ætla að keppa á Evrópumótinu nema hann verði orðinn 100% klár. Lövgren lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Kiel um síðustu helgi og skoraði fjögur mörk í sigri á Hamborg. Hann sagði eft- ir leikinn að sig skorti styrk í fót- inn og yrði að fara rólega í að byggja sig upp eftir að hafa verið svo lengi frá. „Ég tek ákvörðun síðar í haust um hvort ég gef kost á mér á Evrópumótið en verði ég ekki bú- inn að ná mér 100% spila ég ekki,“ segir Lövgren við sænska fjölmiðla. Lövgren leikur ekki með Sví- um á Super-cup, sem hefst í Þýskalandi í dag, en hann verður með hópnum og mun taka þátt í æfingum liðsins. Sex þjóðir taka þátt í Super- cup sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. í A-riðli leika Þjóð- verjar, Rússar og Svíar og í B-riðli Frakkar, Spánverjar og Króatar. Stefan Lövgren ekki með Svíum á EM? ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Haukar - ÍBV 30:27 Ásvellir, Íslandsmót karla, RE/MAX- deildin, suðurriðill, þriðjudagur 28. októ- ber 2003. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 6:2, 7:3, 8:5, 12:6, 14:7, 15:8, 17:10, 17:12, 18:13, 23:13, 23:16, 25:16, 25:18, 26:22, 27:24, 28:25, 29:27, 30:27. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 6/2, Jón Karl Björnsson 5/1, Ásgeir Örn Hall- grímsson 4, Robertas Pauzuolis 4, Dalius Rasikevicius 4, Vignir Svavarsson 4, Þór- ir Ólafsson 2, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/2 (þar af 2 sem fóru aftur til mót- herja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk ÍBV: Zoltán Bragi Belányi 9/4, Ro- bert Bognar 5, Joseph Bøsze 4, Michael Launtsen 2, Sigurður Ari Stefánsson 2, Sigurður Bragason 2, Björgvin Þór Rún- arsson 1, Davíð Þór Óskarsson 1, Erling- ur Richardsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 20/1 (þar af 1 sem fór aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: 168. Staðan: ÍR 8 7 0 1 251:209 14 Haukar 9 6 0 3 271:240 12 HK 9 6 0 3 257:236 12 Stjarnan 8 5 1 2 213:209 11 FH 8 4 0 4 229:209 8 ÍBV 8 2 1 5 238:245 5 Breiðablik 8 2 0 6 201:259 4 Selfoss 8 0 0 8 203:256 0 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: ÍS - ÍR ................................................ 81:53 Staðan: ÍS 5 4 1 317:278 8 Njarðvík 4 3 1 253:221 6 Keflavík 4 2 2 331:281 4 ÍR 5 2 3 308:351 4 KR 4 1 3 246:273 2 Grindavík 4 1 3 220:271 2 KNATTSPYRNA 1. deild: Cardiff - Watford.................................. 3:0 2. deild: Barnsley - Wrexham ............................ 2:1  Barnsley er komið í annað sæti eftir 16 leiki með 29 stig, en Plymouth er efst með 30 stig. Brighton, Bournemouth og Port Vale hafa 27 stig. Deildarbikarkeppnin: Arsenal - Rotherham............................ 1:1  Arsenal vann í vítakeppni, 9:8 Blackpool - Crystal Palace................... 1:3 Bristol C. - Southampton ..................... 0:3 Leeds - Manchester United................. 2:3  Staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma. QPR - Manchester City........................ 0:3 Wolves - Burnley .................................. 2:0 Bolton - Gillingham .............................. 2:0 Reading - Huddersfield........................ 1:0 Spánn Zaragoza - Real Madrid ....................... 0:0 Ítalía Bikarkeppnin Empoli - Venezia .................................. 1:1 Þýskaland Bikarkeppnin: Bayern Münich - Nürnberg ................. 1:1  Bayern vann í vítakeppni, 7:6 Burghausen - Stuttgart........................ 0:1 Hansa Rostock - Hertha Berlín .......... 2:2  Hertha vann í vítakeppni, 4:3 St. Pauli - Lübeck................................. 2:3 Werder Bremen - Wolfsburg............... 3:1 Wolfsburg (áhugal.) - Köln .................. 2:3 Frakkland Bikarkeppnin: Ajaccio - Nice........................................ 2:2  Nice vann í vítakeppni, 4:1 Auxerre - Rennes ................................. 1:0 Lens - Lyon............................................1:1  Lens vann í vítakeppni, 4:3 Metz - Guingamp .................................. 3:0 Montpellier - Clermont Ferrand......... 0:1 Nantes - Nancy..................................... 3:1 Saint-Etienne - Beauvais ..................... 1:0 Sedan - Lorient..................................... 2:0 Strasbourg - Bordeaux......................... 0:1 Troyes - Creteil......................................2:1 Skotland Deildarbikarkeppnin: Aberdeen - Brechin City...................... 5:0 Hibernian - Queen of the South .......... 2:1 Rangers - Forfar Athletic.................... 6:0 St. Johnstone - Dunfermline ............... 3:2 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, SS-bikarkeppnin: Framhús: Fram – Haukar.........................20 Fylkishöll. Fylkir/ÍR – FH...................19.30 Vestmannaey.: ÍBV – Stjarnan............19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN – Keflavík................19.15 Í KVÖLD Gaines hefur ekki staðfest frétt-ina en þjálfari hennar, Remi Korchemny, viðurkennir að hafa gefið henni efnið við svefntruflun- um. Gaines lánaðist ekki að komast í úrslit í 100 og 200 m hlaupi á HM í París en var í silfursveit Banda- ríkjanna í 4x100 m hlaupi. Gaines hefur verið ein fremsta spretthlaupskona Bandaríkjanna undanfarin ár, en eins og fleiri stað- ið í skugga drottningarinnar Mar- ions Jones. Þjálfarinn í slæmum málum Nú standa öll spjót á Korchemny því Gaines er fjórði íþróttamaður- inn á hans vegum sem fellur á lyfja- prófi á skömmum tíma. Auk Gaines eru White og Bretinn Dwain Chambers undir hans handarjaðri en Chambers varð uppvís að notk- un hins nýjan THG stera á dög- unum. Þá hefur Korchemny við- urkennt að hafa gefið bandaríska grindahlauparanum Chris Phillips töflu af modafinil á HM í sumar. Phillips varð í 5. sæti í 110 m grindahlaup á mótinu. Korchemny segist hafa gefið Phillips efnið til þess að ráða bug á svefntruflunum en það er sama skýring og hann hefur gefið á notkun Whites á efn- inu. Hvort Korchemny er þjálfarinn sem gaf Harrison sama efni hefur ekki verið upplýst en Harrison sagði um helgina að hann hefði fengið umrætt efni hjá þjálfara vestan hafs en vildi ekki nafngreina hann, tók þó fram að þar hefði ekki hans persónulegi þjálfari átti í hlut. Harrison æfir ekki hjá Korchemny. Gaines gripin í landhelgi BANDARÍSKI spretthlauparinn Chrystie Gaines féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum í júlí sl. eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Washington Post. Þar er greint frá því að í sýni sem tekið var af Gaines á mótinu hafi fundist merki um notkun á efninu modafinil, en það er sama efnið og landar hennar Kelli White og Calvin Harrison voru uppvís að notkun á, White á HM í París í sumar og Harrison á bandaríska meist- aramótinu. Reuters Chrystie Gaines fagnar sigri í 100 m hlaupi á gullmóti í Zürich. Ólafur Ingi sat á bekknum allantímann en þetta er í fyrsta skipti sem hann er í leikmannahópn- um hjá Lundúnaliðinu. Jermaine Aliadiere kom Arsenal yfir en Rotherham tókst að knýja fram framlengingu með því að skora jöfnunarmark á lokamínútunni. Í framlengingunni bar það helst til tíð- inda að markverði Rotherham var vikið af velli fyrir að handleika knött- inn utan teigs 15 mín. fyrir lok fram- lengingarinnar en Arsenal náði ekki að færa sér það í nyt. Vítaspyrnu- keppnin varð maraþoneinvígi sem lauk með því að Arsenal hafði betur, 9:8. Edu, Jermaine Aliadiere, Pascal Cygan, Kanu, John Spicer, Ryan Smith, Gael Clichy, Graham Stack og Sylvain Wiltord skoruðu mörk Arsen- al í vítaspyrnukeppninni, Wiltord sig- urmarkið en hann hafði áður brennt af fyrstu spyrnu Arsenal. Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Francesc Fabregas Sol- er varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Arsenal, 16 ára og 177 daga gamall. Eric Djemba-Djemba skaut Man- chester United áfram í 4. umferð keppninnar þegar hann skoraði sig- urmarkið gegn Leeds United á Elland Road þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Jose Roque Junior skoraði bæði mörk Leeds og kom þeim yfir, 1:0, en David Bellion, Diego Forlan og Djemba- Djemba gerðu mörk United. Jóhannes Karl og Ívar með Jóhannes Karl Guðjónsson lék all- an tímann fyrir Wolves sem lögðu Burnley 2:0 og fékk Skagamaðurinn knái að líta gula spjaldið í leiknum. Ívar Ingimarsson lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Reading sem lagði Huddersfield 1:0 og skoraði Nicky Forster Reading sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok. Lærisveinar Kevins Keegans hjá Manchester City áttu ekki í vandræð- um með að leggja QPR. City sigraði, 3:0, með tveimur mörkum Shauns Wright-Phillips og einu frá Jonathan Macken. Bolton vann langþráðan sigur en fyrrverandi samherjar Guðna Bergs- sonar sigruðu Gillingham á Rebock- leikvanginum í Bolton, 2:0. Grikkinn Stelios Giannakopoulos skoraði fyrra mark Bolton og Daninn Henrik Ped- ersen innsiglaði sigur Bolton 25 mín- útum fyrir leikslok. James Beattie, Brett Ormerod og Graeme Le Saux tryggðu Southamp- ton öruggan útisigur á Bristol City. Maraþon- vítakeppni á Highbury ÓLAFUR Ingi Skúlason fékk ekki að spreyta sig með aðalliði Arsen- al í leiknum við Rotherham í deildabikarkeppninni á Englandi í gær þar sem Arsenal fagnaði sigri, 9:8, í vítaspyrnukeppni eftir að stað- an var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Tæplega 28.000 áhorfendur mættu á Highbury til að berja augum marga unga og efnilega leikmenn Arsenal-liðsins en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tefldi fram mögum minni spámönnum og gaf flestum stór- stjörnum sínum frí. Reuters Diego Forlan fagnar hér marki sínu gegn Leeds með viðeigandi hætti á Elland Road í gærkvöldi. Ármann Smári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.