Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 43
FÓLK
PÁLL Guðmundsson hefur verið
ráðinn þjálfari 3. deildarliðsins Ár-
borgar. Páll, sem jafnframt leikur
með liðinu, hefur góða reynslu að baki
sem leikmaður með Leiftri, ÍBV, ÍA
og Selfossi, auk þess sem hann lék
með Raufoss í Noregi og Ionikos í
Grikklandi.
HÖSKULDUR Eiríksson, knatt-
spyrnumaður, hefur skrifað undir
þriggja ára samning við Víking.
Höskuldur gekk í raðir Víkings fyrir
síðasta tímabil frá KR. Hann lék 14
leiki liðsins í 1. deildinni í sumar og
skoraði tvö mörk.
PAUL Scholes, 28 ára, miðvallar-
leikmaðurinn sterki hjá Manchester
United mun ekki leika með liðinu
næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla
á nára. Hann mun missa af tveimur
stórleikjum á Englandi – þegar Unit-
ed mætir Liverpool og Chelsea í nóv-
ember og einnig tveimur leikjum í
Meistaradeild Evrópu, Glasgow
Rangers og Panathinaikos.
OLIVER Kahn, fyrirliði Bayern
München og þýska landsliðsins, var
hetja Bæjara í bikarleik gegn Nürn-
berg í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn 1:1,
en Kahn gerði sér síðan lítið fyrir og
varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnu-
keppni, sem Bæjarar unnu, 6:5.
„ÉG er mjög ánægður. Leikmenn-
irnir léku fyrir Stevens og fögnuðu
sigri,“ sagði Dieter Hoeness, fram-
kvæmdastjóri Herthu Berlín, en leik-
menn Berlínarliðsins björgðu þjálfar-
anum Huub Stevens, með því að
leggja Hansa Rostock í vítaspyrnu-
keppni, 4:3, eftir að liðin skildu jöfn,
2:2.
JOE Royle, knattspyrnustjóri Ips-
wich, segist ætla að hætta þegar
samningur hans við félagið rennur út
eftir 20 mánuði. Ipswich verði síðasta
félagið sem hann starfi hjá. Eftir 22 ár
við knattspyrnustjórn hjá ýmsum fé-
lögum sé mál til komið að rifa seglin
og lifa áhyggjulausara lífi en því sem
fylgi stjórnun knattspyrnuliðs. Royle
er 54 ára.
HERMANN Hreiðarsson leikur
með Charlton gegn Everton á Goodi-
son Park í Liverpool, þegar liðin
mætast þar í kvöld í deildabikar-
keppninni. Þá leikur Mathias Svens-
son sinn fyrsta leik með liðinu í sex
mánuði, en hann hefur verið frá vegna
meiðsla. Paolo di Canio, Shaun Bart-
lett, Carlton Cole og Kevin Lisbie eru
aftur á móti á sjúkralista, þannig að
þeir Jonatan Johansson og Jason
Euell verða í fremstu víglínu hjá
Charlton.
FLORENTINO Perez, forseti Real
Madrid, hefur gefið sterklega til
kynna að spænski landsliðsmaðurinn
Michel Salgado verði ekki í herbúð-
um spænsku meistaranna á næsta ári,
en samningur Salgado við félagið
rennur út í vor. Perez segir að Real
Madrid eigi erfitt með að mæta kröf-
um Salgados og verði samningum
ekki lokið fyrir lok þessa mánaðar
megi ætla að Salgado verði að róa á
önnur mið. Vitað er af áhuga innan
raða Manchester United og Chelsea á
miðvallarleikmanninum.
KÄRNTEN, lið Helga Kolviðsson-
ar, rak í gær þjálfarann Johannes
Haubitz vegna slaks gengis liðsins á
leiktíðinni. Kärnten hefur aðeins tek-
ist að vinna tvo af 14 leikjum sínum í
austurrísku deildinni og er í níunda
sæti af tíu liðum. Haubitz tók við lið-
inu um mitt tímabil í fyrra og undir
hans stjórn komst liðið í bikarúrslit og
tryggði sér sæti í UEFA-keppninni í
ár þar sem það sló út Grindavík í 1.
umferð en var svo slegið út af
Feyenoord.
LAUREN, bakvörður Arsenal, mun
að nýju leika með landsliði Kamerún
11. nóvember í Lyon, en þar fer fram
minningar- og ágóðaleikur fyrir fjöl-
skyldu Marc Vivien Foe, sem fékk
hjartaáfall og dó í landsleik fyrir
Kamerún. Lauren, 26 ára, segir að
það sé alltaf gaman að leika með
landsliði Kamerún, en hann er þó ekki
viss um hvort hann gefur kost á sér í
liðið í öðrum verkefnum.
Reuters
Spánverjinn Francesc Fabregas Soler (t.h.) braut blað í sögu Arsenal í gærkvöldi þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að leika
með aðalliði félagsins. Hér á hann í höggi við Darren Byfield hjá Rotherham.
Þór vill fá
Sigurð
Það fór eins og við mátti búast aðHaukar myndu hrista af sér
eitthvað af því sleni sem legið hefur
yfir þeim í síðustu
tveimur leikjum. Það
tókst þó ekki alveg
og deyfð var yfir leik
þeirra, mótstaða ÍBV
var á köflum lítil sem engin og því
varla nema von að Íslandsmeistar-
arnir næðu ekki stemmningu í leik
sinn. „Þetta var heldur dapur leikur
og það var bara vegna okkar mistaka
sem það hljóp smá spenna í þetta í
lokin,“ sagði Birkir Ívar Guðmunds-
son, markvörður Hauka í leikslok.
„Þessi leikur er endurtekning á því
sem hefur verið að gerast hjá okkur
þar sem við spilum vel í 20-25 mínútur
af 60. Það nægði okkur til sigurs í
kvöld, ólíkt því sem hefur gerst í síð-
ustu tveimur leikjum.“ Haukarnir
höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleik-
inn, náðu mest 9 marka forskoti 15:6
uppúr miðjum hálfleiknum en ÍBV
náði að minnka muninn í 5 mörk fyrir
leikhlé. Það var því engin ástæða fyr-
ir Viggó Sigurðsson, þjálfara Hauka,
að byrsta sig neitt yfir sínum mönn-
um í leikhléinu og á fyrstu 8 mínútum
seinni hálfleiks rúlluðu Haukarnir
hreinlega yfir ÍBV, skoruðu 6 mörk
gegn 1 og náðu 10 marka forystu.
Eyjamenn áttu nokkuð góðan leik-
kafla í framhaldi af því auk þess sem
Viggó skipti „óreyndari“ mönnum
inná. ÍBV hélt þó áfram að ganga á
lagið og þegar um 10 mínútur voru
eftir af leiknum höfðu þeir náð að
minnka muninn aftur niður í 5 mörk
og síðar niður í 3 mörk. Birkir Ívar
sagði aðspurður að þessar innáskipt-
ingar hjá Viggó ættu ekki að skipta
neinu máli. „Ef að menn eru að koma
inn af bekknum, þá eru þetta menn
sem hafa verið að fá minni séns og
þeir eiga að koma inná og berjast.
Það hefur bara ekki verið að gerast.
Ég veit ekki hvað er að þó ég telji
þetta ekki vera neina krísu hjá okkur.
Menn eru auðvitað þreyttir, það hef-
ur verið rosalega mikið álag og ég tel
einu mögulegu skýringuna á þessum
leikjum hjá okkur að við höfum haft
lítinn æfingatíma. Við erum að spila
það þétt að við höfum í rauninni af-
skaplega lítinn tíma til að pússa leik
okkar og bæta okkur,“ sagði Birkir.
Lélegasti leikur vetrarins
Eyjamenn léku ekki vel frekar en
leikmenn Hauka. Leikur beggja liða
var mjög tilviljanakenndur á köflum
og bæði lið gerðust sek um óteljandi
mistök í sóknarleik sínum og fengu
fyrir vikið fjöldann allan af hraðaupp-
hlaupum í bakið. Erlingur Richards-
son, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur við
leik sinna manna í þessum leik. „Ég
segi að þetta hafi verið lélegasti leik-
ur okkar í vetur og sjálfsagt er hægt
að segja það sama um leik Hauka. Af
okkar hálfu var þetta hörmung, sér-
staklega í fyrri hálfleiknum. Ungu
strákarnir sem hafa verið að spila
ágætlega voru ekki sannfærandi. Við
höfum verið að skora 28 mörk að
meðaltali í leik og höfum reyndar ver-
ið að fá á okkur 31 mark þannig að ég
tel að við séum með betra lið núna
heldur en í fyrra. Það sést líka vel á
því að við erum ekki að tapa eins stórt
og í fyrra á móti liðum eins og Hauk-
um og ÍR. Við verðum að fara að fá
einn óvæntan sigur til að fá sigurvilj-
ann og sjálfstraustið í gang. Þegar við
erum komnir vel undir þá er eins og
menn kveiki á því að þeir þurfi að gefa
meira í sinn leik. Þetta er nokkuð sem
við þurfum að laga, við verðum að
fara að spila af fullum krafti frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu,“ sagði
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.
Leikmenn liðanna verða tæplega
dæmdir út frá þessum leik. Til þess
var hann of dapur, rislítill og leiðin-
legur. Tveir leikmenn eiga þó hrós
skilið og eru það markverðirnir Birk-
ir Ívar Guðmundsson, Haukum, og
Jóhann Guðmundsson, ÍBV. Þeir
vörðu báðir ágætlega í þessum leik
sem minnti á stundum meira á skot-
æfingu heldur en handboltaleik í al-
vörumóti.
En á Birkir Ívar einhverja skýr-
ingu á þessu slaka gengi Hauka í síð-
ustu þremur leikjum. Er Evrópu-
keppnin eitthvað að trufla leik-
mennina? „Já það getur verið að hún
sé að því. Menn virðast eiga erfitt
með að einbeita sér að þessum verk-
efnum. En mótið er bara rétt að byrja
og við vorum í nákvæmlega sömu
stöðu í fyrra. Við náðum takmarki
okkar þá og gerum það aftur núna.“
Létt hjá Haukum
HAUKAR unnu léttan sigur, 30:27, á ÍBV í suðurriðli Íslandsmóts
karla í handknattleik í gærkvöldi en leikurinn fór fram að Ásvöllum í
Hafnarfirði. Algjör lognmolla einkenndi leikinn frá upphafi til 58.
mínútu er pínulítil spenna hljóp í leikinn þegar ÍBV minnkaði mun-
inn í tvö mörk 29:27. Þær tvær mínútur sem eftir lifðu af leiknum
dugðu þó Eyjamönnum ekki til stigs í þessum rislitla leik.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
RAGNA Ingólfsdóttir og Sara
Jónsdóttir badmintonkonur
halda á morgun til Ungverja-
lands þar sem þær taka þátt í
opna ungverska mótinu sam
haldið verður um helgina.
Mótið er eitt af A-mótunum
svokölluðu sem gefa stig til
þátttöku á Ólympíuleikunum.
Ragna og Sara hafa svo sann-
arlega verið á ferð og flugi
undanfarnar vikur. Þær höfn-
uðu í öðru sæti á alþjóðlegu
móti í Slóvakíu fyrir nokkru
og um síðustu helgi komust
þær í undanúrslit á móti á
Miami á Flórída.
Ragna og
Sara á
ferðinni
ÞÓRSARAR á Akureyri hafa
rætt við Sigurð Lárusson um
að taka við þjálfun karlaliðs
félagsins í knattspyrnu. Jónas
Baldursson þjálfaði Akureyr-
arliðið í sumar, en hann gat
ekki haldið áfram þar sem
hann er fluttur til Hull vegna
starfa sinna hjá Samherja.
Sigurður hefur ekki svarað
Þór, en að sögn forráðamanna
liðsins er hann efstur á óska-
lista þeirra.
Sigurður lék með Þór á ár-
um áður, síðast 1990 og þjálf-
aði Þórsliðið frá 1991–1994.