Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 45
Vegna fjölda áskorana
snýr leiksýning ársins aftur
í Borgarleikhúsið!!
Það varð allt vitlaust í haust þegar Kvetch sneri
aftur í Borgarleikhúsið og biðlistar mynduðust.
Því er sýningin tekin upp aftur, en aðeins í
takmarkaðan tíma með nýjum leikurum: Kötlu
Margréti Þorgeirsdóttur og Halldóri Gylfasyni.
Miðasala í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000.
Leikhópurinn Á senunni, www.senan.is
Borgarleikhúsið, www.borgarleikhus.is
Síðasta tækif
ærið
til að sjá sýnin
guna sem hla
ut
einróma lof g
agnrýnenda,
frábærar
viðtökur áhor
fenda og sjö t
ilnefningar og
fern verðlaun
Grímunnar,
íslensku leikli
starverðlauna
nna.
„... Veisla! ... ef ykkur langar að
eiga stund þar sem þið getið
velst um af hlátri, ekki missa af
þessari leiksýningu ...“ (SA, Mbl.)
„... Katla Margrét virðist búa
yfir gífurlegu öryggi og hún
naut sín í hlutverkinu ...“
(SH, Mbl.)
„... Uppsetning Stefáns Jónssonar á þessum gráglettna gamanleik
hjá Á senunni var einstaklega vel heppnuð og þar lagðist allt
á eitt: Útsjónarsöm en táknræn leikmynd, búningar og gervi,
frábær lýsing en umfram allt ótrúlegur kraftur ...“
(Dómnefnd, Menningarverðlaun DV)
SÍÐASTA eina og hálfa árið hafa
Mezzoforte verið iðnir við spila-
mennsku víða um veröld. Þeir eru
nú nýkomnir frá Slóvakíu, Eistlandi
og Litháen þar sem þeim félögum
var vel fagnað.
Haft var samband við Eyþór
Gunnarsson vegna viðræðna sveit-
arinnar við þýsku útgáfuna ESC Re-
cords um útgáfu á nýrri hljóðvers-
skífu Mezzoforte. Það yrði fyrsta
hljóðversplata sveitarinnar síðan
Monkey Fields kom út árið 1996.
„Það er rétt að viðræður eru að
nálgast lokastig en blekið er þó ekki
komið á pappírinn,“ segir Eyþór.
„Þeir myndu þá gefa út nýja plötu
sem verður tekin upp á næsta ári úti
í Þýskalandi. ESC er útgáfa sem
gefur út bræðingslistamenn eins og
Joe Zawinul, Hiram Bullock og
Randy Brecker.“
Einnig eru saxófónleikararnir
Bill Evans og Maceo Parker á mála
hjá fyrirtækinu.
Eyþór segir að framundan sé
meiri spilamennska, í Þýskalandi og
Litháen. Sveitin á aðdáendur í
fjölda landa og segir Eyþór að við-
brögðin í Austur-Evrópu hafi verið
mjög góð.
„Við fengum mikil viðbrögð þar
og sumir sögðust hafa verið búnir
að bíða lengi eftir þessu!“
Nýr saxófónleikari fer með sveit-
inni í komandi tónleikaför. Heitir
hann David Wilczewski og er einn
af stofnendum bræðingssveitar-
innar Vital Information. Hann hefur
jafnframt leikið inn á hljómplötur
listamanna eins og Cardigans, Stinu
Nordenstam og Stakka Bo.
Mezzoforte í viðræðum við þýsku útgáfuna ESC
Morgunblaðið/Jim Smart
Gunnlaugur Briem, Jóhann Ás-
mundsson og Eyþór Gunnarsson
skipa Mezzoforte ásamt Friðriki
Karlssyni sem var fjarri góðu gamni.
Munu gefa út nýja plötu
www.mezzoforte.com
DISKURINN hans Benedikts,
forðum liðsmanns Mósaíks og núver-
andi félaga í Rúnk-hópnum, hefur yf-
irskriftina Summerplate, les: sumar-
diskur, og víst er tónlistin sumarleg,
lögin einföld og útsetningar
skemmtilega lausar í reipunum.
Blásarar í fyrsta
lagi gefa því þannig
skemmtilegan blæ,
gera það sumar-
legt.
Orgel í öðru lagi
plötunnar gerir
sama gagn, kemur
inn undir lokin og lyftir laginu, gít-
argripaklifun, til muna, en síðan er
slegið í með trommuheila og tilheyr-
andi.
Í þriðja lagi plötunnar notar Bene-
dikt rafeindaþrusk á skemmtilegan
hátt sem taktgjafa og einnig gera
ósamstæðar raddir mikið fyrir lagið
sem er vissulega stutt en þarf ekki
að vera lengra.
Fjórða lagið er býsna ævintýra-
legt, afskaplega skemmtileg víruð
samsetning þar sem Benedikt slepp-
ir fram af sér beislinu, saman við
frumskógatrommutakt hrærir hann
bútum héðan og þaðan, rafhljóðum,
glamrandi kassagítar og svo má
telja. Frábært lag.
Fimmta lag plötunnar er hið
klassíska sumarlag, ótrúlega væm-
inn texti og ýktur flutningur svona
eins og til að undirstrika textann.
Sjötta lagið, og það síðasta, er svo
eiginlega ekkert nema skæld píanó-
laglína með frumstæðum takti. Góð-
ur endir á sumarplötu.
Summerplate Benedikts er bráð-
skemmtileg og þá ekki bara fyrir for-
vitnilegar umbúðirnar, heldur er
tónlistin skemmtilega óvenjulegt og
lágstemmt sumarpopp með ótrúleg-
ustu tilbrigðum, laust við klisjur og
tilgerð. Því miður er diskurinn ekki
gefinn út nema í 30 eintökum, enda
umbúðirnar mjög sérstakar, en von-
andi á Benedikt eftir að gefa ein-
hverjum laganna annað líf síðar.
Tónlist
Óvenjulegt
sumarpopp
Bennihemmhemm
Summerplate
Bennaplötur
Summerplate, plata með lögum eftir
Bennahemmhemm, Benedikt Hermann
Hermannsson. Hann leikur á hljóðfæri og
syngur, stýrir upptökum og hljóðvinnslu.
Auður hannaði umbúðirnar, en diskurinn
er aðeins tæpir átta sm í þvermál í sér-
hönnuðum umbúðum.
Árni Matthíasson