Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Mógúllinn hefur keypt heimssýn- ingarrétt á leikritinu Sellófon eftir Björk Jak- obsdóttur í Ameríku og Evrópu, utan Skandinavíu. Í Bandaríkjunum fer Fran Drescher sem er þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum „The Nanny“ eða Barnfóstran með hlutverk Ellenar. Komnir eru samstarfsaðilar í Bandaríkjunum og víða í Evrópu sem munu setja Sellófon á fjalirnar. Þegar er farið að sýna leikritið í Zürich við góða aðsókn að sögn Helga Björnssonar, eins forsvars- manna Mógúlsins. Samstarfsaðilinn í Bandaríkj- unum er William Morris Agency. „Er það ein stærsta umboðsskrifstofa í Bandaríkjunum. Með- framleiðandi að sýningunum þar í landi verður Bob Balaban, sem er virtur leikstjóri, leikari og framleiðandi í Hollywood. Hann hefur meðal ann- ars framleitt og leikið í kvikmyndinni „Gosford Park“. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var „Midnight Cowboy“. Helgi segir ljóst að samstarfsaðilarnir ytra ætli sér stóra hluti með verkið: „Þeir vildu ekki ganga frá samningum fyrr en við værum búnir að tryggja okkur sjónvarps- og kvikmyndaréttinn að Selló- fon.“ Fyrsta sýningin vestra á Sellófoni verður í New York í lok mars á næsta ári. Helgi segir ráðgert að fara með leikritið á milli borga eins og Chicago, San Francisco og Saint Louis. „Ég held að leikritið eigi eftir að höfða til Bandaríkjamanna. Viðfangs- efnið hefur alþjóðlega skýrskotun.“ Það kemur fram að þeir félagar eru búnir að tryggja sér sjón- varps -og kvikmyndaréttinn að Sellófoni. Frægar leikkonur og leikstjórar Markmiðið er að fá þekktar leikkonur og leik- stjóra í hverjum landi til að vinna með þeim fé- lögum. „Í Zürich er hlutverk Ellenar í höndum þekktrar leikkonu, Monicu Amrein. Við fórum á frumsýninguna í Zürich ásamt höfundinum Björk og var frábært að finna að höfundurinn hefur hitt á einhvern sammannlegan tón því svissnesku áhorf- endurnir hljógu jafnhjartanlega og þeir íslensku.“ Eftir áramót verður Sellófon sett upp í Þýska- landi, Póllandi og Tékklandi og á Spáni næsta haust. „Sem dæmi má nefna að í Póllandi erum við með eina fremstu leikkonu þeirra í aðalhlutverk- inu, Kaisa Figura. Á Spáni leikstýrir Sellófoni ein frægasta leikkona Spánar en hún er þekkt úr Almodovar-kvikmyndunum, og heitir Rosy de Palma. Og í Þýskalandi leikstýrir þýska stjarnan Esther Schweins. Fyrirtækið Mógúllinn var stofnað um síðastliðin áramót. Að því standa auk Helga þeir Jón Tryggvason, Guðjón Hauksson og Bergsveinn Jónsson. Hópurinn á rætur í kvikmynda- og aug- lýsingageiranum. „Markmið Mógúlsins er að kaupa sýningarrétt að góðum leikverkum, bæði ís- lenskum og erlendum. „Það skiptir ekki máli hvað- an þau koma ef þau eru góð.“ Helgi segir að það að ferðast með verk á milli landa sé tiltölulega nýtt í leikhúsheiminum. „Þessu má líkja við verslunarkeðju sem starfar í mörgum löndum. Það eykur auk þess veltu og arðsemi fyr- irtækisins til muna að vera með leikrit sem eru ekki mannmörg og hafa ótvírætt skemmtanagildi og sammannlega þætti sem allir skilja sama á hvaða tungumáli er leikið. Við erum sem dæmi búnir að kaupa sýning- arrétt á tveim spænskum leikritum sem heita 5 strákar.com og 5 stelpur.com. Þessi leikrit eru mest sóttu leikrit sem sett hafa verið upp á Spáni. Tæpar tvær milljónir hafa séð þau á Spáni. Við er- um með heimsréttinn að leikritunum. Mörg Evr- ópulönd hafa þegar sýnt mikinn áhuga á þessum verkum.“ Einleikurinn Sellófon seldur til Bandaríkjanna og Evrópu Morgunblaðið/Árni Torfason Mógúlarnir Bergsveinn Jónsson, Guðjón Hauksson, Helgi Björnsson og Jón Tryggvason. HJÖRDÍS Hákonardóttir, héraðs- dómari, hefur kært ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, dóm- stjóra, í embætti hæstaréttardómara til kærunefndar jafnréttismála. Krefst Hjördís að kærunefndin staðfesti í áliti að með skipuninni hafi dómsmálaráðherra brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Dómsmálaráðherra tilkynnti ákvörðun sína ágúst 2003. Óskaði Hjördís eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni og var sérstaklega á því hvernig hún gæti staðist í ljósi jafnréttislaga, góðra viðmiðunar- reglna íslenskrar stjórnsýslu um mat á hæfni einstaklinga við stöðu- veitingar og greina stjórnarskrár- innar, sem segir að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. „Kærandi telur að brotið hafi ver- ið gegn jafnréttislögum og góðum stjórnsýsluháttum við embættisveit- inguna. Kærandi sé af þeim sökum og vegna þess hversu málefnasnauð- ur og umdeilanlegur rökstuðningur dómsmálaráðherra er, knúin til að leita álits kærunefndar jafnréttis- mála,“ segir í greinargerð Hjördísar. Leitar álits kærunefnd- ar jafnrétt- ismála BOGI Þór Siguroddsson, rekstr- arhagfræðingur og fyrrverandi for- stjóri Húsasmiðjunnar, hefur samið um kaup á 94,7% hlut í raftækja- fyrirtækinu Johan Rönning hf. Bogi Þór segir að hann þekki markaðinn vel eftir störf sín hjá Húsasmiðjunni og hann hafi verið að kanna möguleika sína til að nýta þá þekkingu. Hann hafi, eftir að hafa kannað markaðinn, gert eig- endum Johan Rönning kauptilboð sem hafi verið tekið. Ráðgjafar hans í viðskiptunum, Sparisjóður Mýrasýslu og Sparisjóðabanki Ís- lands, hafi aðstoðað við fjármögn- un, en kaupverðið sé trúnaðarmál. Seljendurnir eru Jón Magnússon og Ásta Sylvía Rönning og ráðgjafi þeirra vegna kaupanna, sem gerð eru með fyrirvara um áreiðanleika- könnun, var Deloitte. 1.300 milljóna króna velta Í fréttatilkynningu vegna kaup- anna segir að Johan Rönning hf. hafi verið stofnað árið 1933 og fé- lagið hafi lengi verið stærsta fyr- irtækið í sölu á rafiðnaðarvörum á landinu og sé umboðsaðili fyrir ABB og fleiri stóra birgja á sviði rafbúnaðar. Bogi Þór segir að stærsti þátt- urinn í rekstri fyrirtækisins sé sala raftækja til fyrirtækja, svo sem rafverktaka og veitustofnana. Þar fyrir utan reki fyrirtækið verslun með heimilistæki í Reykjavík og aðra blandaða verslun á Akureyri. Þá eigi Johan Rönning dótturfélag- ið Ísberg, sem selji vörur í stór eldhús, til dæmis til hótela og mötuneyta. Hann segir veltuna í fyrra hafa verið um 1.300 milljónir króna og gert sé ráð fyrir svipaðri veltu í ár. Fyrirtækið hafi verið rekið með hagnaði á undanförnum árum. Bogi Þór Siguroddsson kaupir Johan Rönning UM áramót verða gerðar breytingar á yfirstjórn umferðarmála og nokkr- ir málaflokkar flytjast á milli dóms- málaráðuneytis og samgönguráðu- neytis. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Dómsmálaráðuneyti og sam- gönguráðuneyti munu skiptast á málaflokkum, og munu málefni tengd umferðaröryggi, sem og Um- ferðarstofa, flytjast yfir á sam- gönguráðuneyti. Á sama tíma munu málefni tengd leit og björgun flytjast til dómsmálaráðuneytis.aðstoðar- maður samgönguráðherra. „Þetta er miklu eðlilegra fyrir- komulag, í flestum löndum í kringum okkur er þetta með þeim hætti að samgönguráðuneytin eru með þessi umferðaröryggismál, “ segir Berg- þór Ólafsson, aðstoðarmaður sam- gönguráðherra. Málefni tengd leit og björgun flytjast svo yfir á dómsmálaráðu- neytið. „Það er eðlilegt, þar er Land- helgisgæslan og almannavarnir.“ Umferðarör- yggismál færð til samgöngu- ráðuneytis FUNDI, sem yfirmaður flota- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, hafði boðað til með hátt í 900 íslenskum starfs- mönnum varnarliðsins í gær- morgun var aflýst fyrirvara- laust. Á fundinum átti að útskýra þá ákvörðun varnar- liðsins að segja upp níutíu ís- lenskum starfsmönnum varn- arliðsins. „Fundinum var aflýst, en ég kann enga skýr- ingu á því,“ sagði Friðþór Ey- dal, blaðafulltrúi varnarliðs- ins. Friðþór segir að uppsagnir starfsmanna og aðrar launa- tengdar aðgerðir séu ekki nema einn þriðji hluti af þeim niðurskurði sem varnarliðið verði að framkvæma. Guðbrandur Einarsson, for- maður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir þessi um- mæli Friðþórs staðfesta það sem hann hafi haldið fram að uppsögn íslensku starfsmann- anna níutíu væri bara byrj- unin. Þá segist Guðbrandur líta á ummæli af hálfu varn- arliðsins um að frestun á upp- sögnum starfsmanna muni leiða til enn frekari uppsagna sem hreina hótun. „Við gefum ekki mikið fyrir hana og get- um það ekki. Þetta fólk á sinn rétt hvað sem gerist í fram- haldinu og við verðum að sinna því. Það er okkar hlut- verk,“ segir Guðbrandur. Uppsagnir varnarliðsins Fundi með starfs- mönnum aflýst GISSUR Guðmundsson mat- reiðslumeistari var sæmdur orðu, sem Tarja Halonen Finnlands for- seti veitir, sl. fimmtudag. Orðan, sem heitir Finnlands hvítu rósar orðan með gullkrossi, er talin með virtari viðurkenningum sem veittar eru í Finnlandi. Gissuri er veitt hún fyrir vel unnin störf að fé- lagsmálum matreiðslumanna á Norðurlöndum og þá sérstaklega fyrir það samstarf sem Gissur hefur átt með finnskum matreiðslumön- um og þar með stuðlað að því að víkka sjóndeildarhring þeirra og efla samstarf á milli þessara tveggja vinaþjóða, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðuna veitti Timo Koponen, sendiherra Finnlands, fyrir hönd forseta Finnlands, Tarju Halonen, við hátíðlega athöfn í sendi- herrabústaðnum á Hagamel 4. Giss- ur er forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara auk Klúbbs matreiðslumeistara á Íslandi. Sæmdur orðu Finnlands hvítu rósar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari tekur við finnsku orðunni úr hendi Timo Koponen, sendiherra Finnlands, í sendiherrabústaðnum. BILL Justinussen, heilbrigðisráð- herra í færeysku landsstjórninni, hefur rætt þann möguleika við Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að færeyskir sjúklingar verði sendir til Íslands í stað Danmerkur. Justinus- sen hefur rætt óformlega við Fær- eyska sjómannaheimilið hér um samstarf um móttöku sjúklinga náist samningar. Justinussen segir að um 1.200 sjúklingar og um eitt þúsund að- standendur þeirra séu sendir til út- landa á hverju ári á kostnað lands- stjórnarinnar. Langflestir fara til Kaupmannahafnar en þar reki fær- eysk yfirvöld dvalarheimili með 18 starfsmönnum. Kostnaður vegna þessa alls sé árlega um einn millj- arður íslenskra króna. Justinussen segir að nú sé beðið eftir svari Íslendinga með upplýs- ingum um kostnað. Færeyskir sjúklingar til Íslands? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.