Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú getur kvatt alveg rólegur, Þórir minn, ég mun sjá um að halda línunum í lagi, það mun enginn ríða feitum hesti frá mér. Atvinnumál fatlaðra Fyllilega raun- hæft markmið SÍÐASTLIÐIÐ vorvar ályktun Evr-ópudeildar alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálfun kynnt, svo- kölluð Reykjavíkuryfirlýs- ing. Kemur þar eitt og annað fram, m.a. að sam- tökin stefni að því að inn- an áratugar verði hlutfall fatlaðra og ófatlaðra Evr- ópubúa á vinnumarkaði jafnhátt. Kristján Valdi- marsson er formaður nefndar sem fer með þennan málaflokk á Ís- landi. Segðu okkur fyrst frá Reykjavíkuryfirlýsing- unni? „Reykjavíkuryfirlýsing- in er framlag Evrópu- deildar Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun (Workability International Eu- rope) til Evrópuárs fatlaðra. Yf- irlýsingin var samþykkt á þingi samtakanna sem haldið var í Reykjavík 27.–31. maí sl. Í Evrópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun eru 18 sambandsaðilar sem veita yfir 800.000 fötluðum einstaklingum atvinnu eða stuðning til atvinnu í Evrópu. Þetta eru stærstu aðilar í Evrópu hvað varðar atvinnumál fatlaðra. Reykjavíkuryfirlýsingin er í senn heildstæð tillögugerð og áskorun til allra sem málið varðar að eyða þeim mun sem í dag er á atvinnuþátttöku fatlaðra og ófatl- aðra í Evrópu. Krafan um jafnan rétt til atvinnu er því miður enn fjarlægur draumur fyrir milljónir fatlaðra sem óska eftir atvinnu, þrátt fyrir að enginn efist um fjárhagslegan ávinning sem hlýst af atvinnuþátttöku þeirra. Skort- ur á fjármagni og öðrum sam- félagslegum björgum valda því að fjölmörgum fötluðum einstak- lingum er neitað um þau sjálf- sögðu mannréttindi að stunda at- vinnu. Reykjavíkuryfirlýsingin setur fram sex tillögur og bendir á raunhæfar leiðir til að vinna gegn og útrýma þessu óréttlæti.“ Hefur eitthvað þokast í þessum málum síðan í vor? „Það gerist ekki margt á svo stuttum tíma. Aðilar að yfirlýs- ingunni hafa verið að þýða hana á tungumál landa sinna og hafin er kynning á efnisinnihaldi yfirlýs- ingarinnar fyrir hagsmunaaðilum í hverju landi. Framundan er að afhenda yfirlýsinguna stjórnvöld- um allra Evrópuríkja og þing- mönnum og til stendur að hún verði sérstaklega kynnt stofnun- um Evrópusambandsins og hags- munasamtökum fatlaðra. Reykja- víkuryfirlýsingin hefur þegar haft áhrif á umræðuna um at- vinnumál fatlaðra. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir það að þarna eru þjónustuaðilar í atvinnumálum fatlaðra og vinnu- veitendur fatlaðra að setja fram raunhæfar tillögur sem falla að og eru samhljóma framtíðarsýn og kröfugerð hagsmunasamtaka fatlaðra.“ Dæmi um eitthvað sem hnikast hefur til betri vegar? „Árni Magnússon félagsmálaráðherra veitti Reykjavíkuryfirlýsingunni viðtöku í lok ráðstefnunnar í maí. Hann varð þannig fyrsti stjórn- málamaður Evrópu sem formlega tók við þessum tillögum og þess- ari stefnumótun. Nýverið átti stjórn SVV – Samtaka um vinnu og verkþjálfun fund með ráð- herra þar sem honum var afhent íslensk þýðing Reykjavíkuryfir- lýsingarinnar. Eftir þann fund er stjórn SVV full bjartsýni um að bjartir tímar í atvinnumálum fatl- aðra séu framundan. Ráðherrann sýndi málflutningi SVV mikinn áhuga og lýsti sig sammála mörg- um grundvallaratriðum í stefnu- mótun SVV og Reykjavíkuryfir- lýsingarinnar. Það er bjargföst skoðun mín og stjórnar SVV að þessi fundur marki upphafið að nýju framfaraskeiði í atvinnumál- um fatlaðra.“ Hvað mætti betur fara og ganga hraðar? „Hér er auðvitað af mörgu að taka. Það sem brýnast er í dag er að stjórnvöld tryggi þegar að at- vinnumál fatlaðra einstaklinga verði staðsett í stjórnkerfinu á sama stað og atvinnumál annarra Íslendinga. Það að flokka at- vinnumál fatlaðra sem félagsmál er í andstöðu við mannréttinda- baráttu fatlaðra sjálfra og er ekki í takt við það sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar þar sem samskipan allra samfélagshópa er viðtekin opinber stefna. Annað brýnt atriði er að stjórnvöld beini því fjármagni sem til ráðstöfunar er, til þeirra aðila sem eru að vinna í samræmi við opinbera stefnumótun og ákvæði laga. Það þarf að stórefla þá starfsemi sem beinist að því að styðja fatlaða til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Þar kemur fyrst upp í hugann starfsemi sem kennd er við atvinnu með stuðn- ingi, sem náð hefur góðum ár- angri hér á landi eins og annars staðar, en býr hér við þröng kjör.“ Er tíu ára markmið- ið raunhæft? „Þetta er fyllilega raunhæft markmið ef allir sem málið varðar stilla sam- an strengi og vinna markvisst saman að því að ná þessu mark- miði. Hér er það grundvallarat- riði að atvinnurekendur og sam- tök þeirra og verkalýðshreyfingin taki málið upp á sína arma og vinni með stjórnvöldum og hags- munaaðilum fatlaðra að þessu mikilvæga og metnaðarfulla máli.“ Kristján Valdimarsson  Kristján Valdimarsson er fæddur á Akureyri 1951, stúdent frá MA 1972 og lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1976. Lauk meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu, MPA, frá Félags- vísindadeild HÍ sl. vor. Starfaði hjá Félagsvísindadeild HÍ 1976– 79, Alþýðubandalaginu 1979– 1990. Framkvæmdastjóri AB 1988–1990. Forstöðumaður starfsþjálfunarstaðarins ÖRVA frá 1991. Maki er Ragnheiður Bóasdóttir og eiga þau Árnýju Eir, f. 1999, og Kristján á son af fyrra hjónabandi, Hrafn, f. 1972. …er því miður enn fjarlægur draumur SENDIHERRA Frakklands á Íslandi, Louis Bardollet, lagði í gær, föstudag, blómsveig að minnisvarða franskra sjómanna í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ís- lendingar reistu minnisvarðann árið 1952 til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu frönsku sjómanna sem sigldu á Íslandsmið á skútum sínum um áratuga skeið en margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Fyrir miðja síðustu öld, þegar trékrossar á leiðum frönsku sjó- mannanna tóku að týna tölunni, var þeim safnað saman og minnisvarðinn reistur en frumkvæði að því átti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins. Á myndinni má sjá Louis Bardollet, sendiherra Frakklands á Íslandi, leggja blómsveiginn að minn- isvarða franskra sjómanna. Morgunblaðið/Þorkell Minntist franskra sjómanna HREINN hagnaður af söfnunar- kössum og happdrættisvélum nam tæpum 1,4 milljörðum á síðasta ári. Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður spurðist fyrir um tekjur af söfnunarkössum og happ- drættisvélum síðustu þrjú ár og hef- ur skriflegu svari dómsmálaráðu- neytisins verið dreift á Alþingi. Fram kemur að ekki liggur fyrir hver heildarveltan er því þeir pen- ingar sem spilað er fyrir í vélunum og greiddir eru út úr þeim sjálfvirkt eru almennt ekki reiknaðir sem tekjur eða útgjöld í bókhaldi fyr- irtækjanna. Heildar bókfærðar tekjur Íslandsspils sem áður hét Ís- lenskir söfnunarkassar, og Happ- drættis Háskóla Íslands af söfnun- arkössum og happdrættisvélum voru tæpir 2,6 milljarðar á árinu 2002 og höfðu aukist um 250 millj- ónir frá árinu 2000. Hreinar tekjur af þessum rekstri, það er að segja þegar rekstrargjöld og vinningar hafa verið dregin frá tekjum, voru tæplega 1,4 milljarðar á árinu 2002, litlu hærri en tvö ár þar á undan. Íslandsspil hagnaðist um 940 milljónir með þessu móti og Happdrætti Háskólans um 450 milljónir. Hagnast á söfnunar- og spilakössum Hreinar tekjur 1,4 milljarðar króna á ári RÁÐHERRAR menningarmála á Norðurlöndum ákváðu á fundi sínum í Ósló, Noregi, að hefja undirbúning að Norrænum kvikmyndaverðlaun- um, sem veitt yrðu árlega. Ólíklegt væri þó talið að hægt yrði að veita þau í fyrsta sinn á næsta ári. Fyrst yrði að ganga frá ýmsum atriðum, til að mynda fjármögnun verðlaunanna. Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingis- maður og fulltrúi Íslendinga á þingi Norðurlandaráðs, benti m.a. á í um- ræðum að kvikmyndaverðlaunin gætu virkað sem stuðningur við nor- ræna kvikmyndagerð í alþjóðlegri samkeppni kvikmyndamarkaðarins. Stefnt að norrænum kvikmynda- verðlaunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.