Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 49 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.500 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Orlando ARTIC TRUCKS er endursöluaðili PIAA PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA LAUSNIN ER LJÓS Femínistavikunni lýkur í dag, laugardag, með ráðstefnu í Nor- ræna húsinu kl. 14–17, þar sem dregin verður upp mynd af stöðu jafnréttismála. Þema ráðstefn- unnar er framtíðarsýn femínista. Að loknum fyrirlestrum verða pall- borðsumræður um útópíu femín- ista. Svanborg Sigmarsdóttir er kynnir ráðstefnuna og Kristín Ólafsdóttir verður fundarstjóri. Erindi flytja: Salvör Gissurar- dóttir, Margrét Pétursdóttir, Tos- hiki Toma, Gunnar Hersveinn, Sara Dögg Jónsdóttir og Halla Gunnarsdóttir. Basar og kaffisala á Sólvangi í dag, laugardag, kl. 14. Til sölu verða ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi/kakó og vöfflur í borðsal Sólvangs sem konur úr Bandalagi kvenna í Hafnarfirði og starfsfólk Sólvangs sér um, til að styrkja starf vinnustofunnar. Happdrætti og kökubasar Kven- félags Langholtssóknar verður í dag, laugardag, í safnaðarheimilinu kl. 14. Á boðstólum verður úrval af tertum og kökum og margir vinn- ingar. M.a. heimagerðir munir og jólavörur. Ágóðanum verður varið til að greiða steint gler sem sett var í hliðarglugga Langholtskirkju fyrr í þessum mánuði. Í DAG Handveksmarkaður á Eyrarbakka Handveksmarkaður verður á morg- un, sunnudaginn 2. nóvember, að Stað á Eyrarbakka kl. 14–18. Göngur ÍT-ferða í nóvember Ferð- ir Göngugarpa ÍT-ferða verða farn- ar sem hér segir: Á morgun, sunnu- daginn 2. nóvember, verður gengið í kringum Hafravatn. 9. nóvember, gengið í kringum Helgafell, 16. nóv- ember, gengin Búrfellsgjáin, 23. nóvember, gengið að Tröllafossi og 30. nóvember verður gengið í ná- grenni Lónakots. Mæting er kl. 11 við Hafnarfjarðarkirkjugarð nema 2. og 23. nóvember þá er mæting við Vetnisstöðina (Skeljung/Skalla) við Vesturlandsveg. Göngurnar eru öll- um opnar og ókeypis. Á MORGUN Prestur en ekki sóknarprestur Þórhallur Heimisson var í bréfi til blaðsins í blaðinu í gær titlaður sókn- arprestur Hafnarfjarðarkirkju. Það er rangt, því að hann er prestur safn- aðarins, en séra Gunnþór Ingason er sóknarpresturinn við kirkjuna og hefur verið það í allmörg ár. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi. LEIÐRÉTT LIONSKLÚBBURINN Kaldá Hafn- arfirði er að hefja jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stefánsson myndlistar- kona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin og með eða án texta. Jólakort Lions- klúbbsins Kaldár NÚ um mánaðamótin verður opnuð ný verslun undir merkjum bresku barnafatakeðjunnar Adams í Smára- lind. Adams býður fatnað og fylgi- hluti fyrir börn á aldrinum 0–10 ára. Adams rekur yfir 400 verslanir á Bretlandseyjum. Eigendur Adams á Íslandi eru Eggert Þór Aðalsteinsson og Erla Hlín Helgadóttir. Adamsverslun opnuð í Smáralind LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að slysi á gatnamótum Bú- staðavegar og Óslands mánudaginn 27. október milli kl. 17 og 17.30. Ekið var á stúlku sem var gangandi á um- ræddum stað. Talið er að blárri BMW-bifreið árgerð 1995–1998 hafi verið ekið á stúlkuna. Ökumaður bif- reiðarinnar svo og vitni eru beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum BLÓMAVERKSTÆÐI Binna hefur opnað nýjar verslanir í Kringlunni og Smáralind. Fyrir rak Binni blómaverkstæði á horni Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis og eru verslanirnar því orðnar þrjár talsins. Áfram verður boðið upp á faglega og persónulega þjónustu en jafn- framt verður kynnt allt það nýjasta í litum, skreytingum og gjafavöru fyr- ir jólin. Um helgina verður boðið upp á margvísleg opnunartilboð í Kringl- unni og Smáralind auk þess sem allir viðskiptavinir verða leystir út með rós, segir í fréttatilkynningu. Blómaverkstæði Binna í Kringlunni og Smáralind BRIMBORG frumsýnir í dag frá kl. 10 til 17 nýjan bíl frá Ford sem er viðbót við Focus-línuna; Ford Focus C-Max. Bíllinn var kynntur á bíla- sýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði og er Brimborg eitt fyrsta bílaumboðið í heiminum til að kynna bílinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir einn- ig að Focus C-Max hafi undanfarið fengið frábæra dóma hjá bílagagn- rýnendum og að bíllinn brjóti blað hvað varðar öryggi og gæði. Ford Focus C-Max verður í boði í mjög mörgum útfærslum og með mörgum gerðum véla, allt frá 1.6 lítra og 1.8 lítra bensínvélum til öfl- ugra dísilvéla með 1.6 lítra eða 2.0 lítra rúmtaki. Eldsneytisnotkun og mengun var haldið í algjöru lág- marki við hönnun þessara véla og er bensíneyðsla innan við 7 lítrar í blönduðum akstri með 1.6 lítra bensínvélinni og aðeins 4,9 lítr- ar/100 km með 1.6 lítra dísilvélinni, segir í fréttatilkynningu frá Brim- borg. Brimborg frumsýnir Ford Focus C-Max PÉTUR Pétursson þulur gengst fyrir athyglisverðri uppákomu í veitingahúsinu hjá Úlfari, Þremur frökkum, á sunnudaginn klukkan 15. Þar ætlar hann að lesa uppúr gömlum bréfum sem snerta Þor- stein Erlings- son, samskipti hans við fyrr- verandi heitkonu sína austur í sveitum og feril hans sem skálds. Veitingarnar verða óvenju- legar, en Úlfar leggur fram svokölluð kristfiskstykki, sem er ýsa elduð í anda Jesú Krists þegar hann mettaði þúsundir manna forðum daga með lítið í höndunum. Pétur segir þó að kosturinn verði ekki jafn skor- inn við nögl og forðum daga. Þorsteinn Erlingsson og kristileg ýsa Pétur Pétursson UMMÆLI Árna Mathiesen sjávar- útvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ í fyrradag, eru harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu sem Náttúruverndar- samtök Íslands hafa sent frá sér. Í yfirlýsingu samtakanna segir m.a.: „Þar talaði sjávarútvegsráðherra um „öfgahópa“ sem „...hafa misst trúverðugleika í ljósi þess að hafa orðið uppvísir að blekkingum og mis- notkun á fé“. Ráðherra nefnir þó ekki við hvaða samtök hann eigi. Hins vegar gefur ráðherrann í skyn að einhverjir hér á landi líti á það sem hlutverk sitt „... að aðstoða öfgahópa við að sverta Ísland“. Hefur ekki réttlætt hval- veiðistefnu stjórnvalda Við hverja á hann? Hér heima hefur gagnrýni á hrefnuveiðar í vísindaskyni einkum komið frá aðilum í ferðaþjónustu. Ekki náttúruverndarsamtökum. Þessir sleggjudómar sjávarút- vegsráðherra eru ekki boðlegir í þeirri umræðu sem lýðræðislegt þjóðfélag þrífst á. Umræða um um- hverfismál eru þar síst undanskilin og framlag umhverfisverndarsam- taka til þeirrar umræðu er mikil- vægt. Eftir að hvalveiðar hófust að nýju á liðnu sumri hefur sjávarútvegsráð- herra ekki réttlætt hvalveiðistefnu stjórnvalda með því að ráðast á um- hverfisverndarsamtök líkt og gjarn- an var gert til skamms tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Náttúruverndar- samtök Íslands Gagnrýna ummæli ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.