Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í EINU fátækasta hverfi Osló- borgar, oftar en ekki innan um eit- urlyfjaneytendur og aðra sem í fá skjól eiga að venda, stendur nokkuð illa farin brjóstmynd af merkri íslenskri konu, Ólafíu Jó- hannsdóttur. Brjóstmyndin stendur á litlum stalli á smáu torgi í hverfinu en undir hana eru rituð orðin: Vinur hinna ógæfusömu. Þessi brjóst- mynd er þó ekki það eina sem reist hefur verið í Noregi til að heiðra ævistarf og minningu þess- arar konu. Í sama hverfi má finna litla götu sem nefnd hefur verið eftir Ólafíu og í miðbæ Oslóar er heilsugæsla sem kallar sig Olafia- klinikken. Sú stofnun annast sér- staklega kynsjúkdóma og eyðni- sjúklinga, sem reyndar er engin tilviljun, því stofnunin vinnur í anda Ólafíu. Ólafía Jóhannsdóttir fæddist á Mosfelli í Mosfellssveit í október- mánuði árið 1863 og verða því í ár liðin 140 ár frá fæðingu hennar. Ólafía var dóttir þeirra Ragnheið- ar Sveinsdóttur, sem var systir Benedikts Sveinssonar alþing- ismanns og séra Jóhanns Knúts Benediktssonar. Ólafía ólst þó mestmegnis upp hjá móðursystur sinni, Þorbjörgu Sveinsdóttur, en einnig hjá Ólafi Stephensen, dóms- málaritara í Viðey. Á Íslandi lét Ólafía sér fátt fyrir brjósti brenna og lét kröftuglega til sín taka á sviðum íslenskra menntamála, heilbrigðismála, jafn- réttismála og stjórnmála. Í Noregi starfaði Ólafía hins vegar mest á sviði mannúðarmála. Ólafía Jó- hannsdóttir var fyrst íslenskra stúlkna til að ljúka 4. bekkjarprófi frá Latínuskólanum, þrátt fyrir að hafa verið neitað um að sitja kennslustundir sökum kynferðis síns. Hugur Ólafíu stefndi á frek- ara nám í Latínuskólanum en vegna hindrana sem hún mætti þar ákvað hún að fara aðrar leiðir hvað frekara nám snerti og það að framkvæma áform sín um að vinna íslensku þjóðinni gagn. Ólafía var frumkvöðull á mörgum sviðum. Alla sína ævi barðist hún fyrir tækifærum stúlkna til náms og því að bæta réttindi, menntun og að- stæður kvenna, sem og annarra sem minna máttu sín. Ef brot af því brautryðjendastarfi sem Ólafía vann að á Íslandi skal upp talið má nefna að Ólafía var meðal þeirra sem stofnuðu Hið íslenska kven- félag og á Þingvallafundi árið 1895 var það Ólafía sem talaði fyrir hönd félagsins. Ólafía barðist alla tíð ötullega fyrir bindindismálum bæði hérlendis og erlendis og var sú sem saumaði fyrsta íslenska fánann, bláfánann. Lengi mætti upp telja. Snúum okkur þó að störfum Ólafíu Jóhannsdóttur í Noregi þar sem orðstír ævistarfs hennar lifir ekki síður en á Íslandi enn þann dag í dag. Í hugum sumra Norð- manna, sérstaklega þeirra sem trúaðir eru, ávann Ólafía sér nán- ast dýrlingsnafn fyrir líknarstörf sín á götum Oslóborgar í byrjun tuttugustu aldarinnar, oft nefnd „Móðir Theresa norðursins“. Til Noregs hélt Ólafía skömmu eftir aldamótin eftir að hafa verið áberandi í þjóðfrelsisbaráttunni á Íslandi og í baráttu sinni á sviði jafnréttis- og menntamála eins og nefnt var að ofan. Í Noregi helgaði hún sig hins vegar mest mann- úðarmálum – sérstaklega í þágu götustúlkna, drykkjumanna og fanga. Í austurhluta Oslóborgar á þessum tíma, í því hverfi sem Ólafía lifði og starfaði, var að finna mikla fátækt og eymd. Ólafía var á þessum tíma orðin mjög trúuð og ákveðin í því að láta gott af sér leiða. Hún varð fljótt ein af þekkt- ustu konum bæjarins fyrir sín umönnunarstörf en á þessum tíma var eymd stúlkna og kvenna sem seldu sig á götum bæjarins mikil. Margar þeirra voru með alvarlega kynsjúkdóma, eins og sýfilis, og áttu í fá skjól að venda. Ólafía tók að sér sérstaklega þennan hóp. Hún hjúkraði þeim, studdi og barðist fyrir bættum aðstæðum þeirra. Hún varð af þeim sökum meðal þekktari manna borgarinnar fyrir sín baráttu- og umönn- unarstörf en það má segja að minning hennar lifi enn vel í Nor- egi. Ólafía hafði iðulega heimili sitt opið fyrir fólki í neyð og bauð fram sitt eigið rúm ef svo bar und- ir á meðan hún svaf sjálf í stól. Ólafía var einnig þekkt fyrir að sinna drykkjusjúklingum, veita þeim húsaskjól og gefa þeim mat- arbita. Hún var einnig tíður gestur í fangelsum og sjúkrahúsum. Sag- an segir að þegar fréttir af andláti Ólafíu bárust til hins norska kvennafangelsis sem var í Osló, hafi fangarnir, til heiðurs og í minningu Ólafíu, búið henni graf- reit í fangelsisgarðinum. Þessum grafreit var haldið við fram á fjórða áratug aldarinnar, eða þangað til fangelsið var rifið. Þeg- ar Ólafía lést, árið 1924, óskaði ríkisstjórn Íslands eftir því að fá jarðneskar leifar hennar til Ís- lands og jarðsetja hana á kostnað ríkisins. Þeir Íslendingar sem búsettir eru í Osló hafa tekið sig saman til að heiðra minningu Ólafíu Jó- hannsdóttur í ár. Hinn 16. nóv- ember verður haldin hátíð í tilefni þessa í Osló og er undirbúningur í fullum gangi. Ýmis félagasamtök, sem ýmist tengjast Íslendingum í Noregi, eða norskum félagasam- tökum/stofnunum sem vilja heiðra minningu Ólafíu, hafa tekið sig saman og skipulagt hátíð í tilefni 140 ára fæðingarafmælisins. Í und- irbúningnum er reynt að halda í heiðri þá jákvæðni og ósérhlífni sem dreif Ólafíu áfram í sínu starfi í Noregi. Sett verður upp leiksýn- ing eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur um ævi Ólafíu og mun Íslend- ingakórinn í Osló taka þátt í sýn- ingunni. Þá hafa borgaryfirvöld í Osló verið hvött til þess að hlúa betur að umgjörð og viðhaldi brjóstmyndar Ólafíu og hugmyndir eftir íslenskan arkitekt, Guðmund Jónsson, hafa verið lagðar fram sem tillögur að betri umgjörð fyrir minnismerkið. Þá er unnið að því að safna fé í styrktarsjóð sem deilt verður út til „hversdagshetju Nor- egs“ sem vinnur að mann- úðarmálum í anda Ólafíu því allir þeir sem búið hafa í Osló vita að í því hverfi sem Ólafía lifði og starf- aði má enn í dag sjá mikla fátækt meðal fólks sem býr þar sem oft- ast tengist eiturlyfjavanda og vændi. Mun Vigdís Finnbogadóttir verða á hátíðinni og afhenda Ólaf- íuverðlaunin 2003. Íslendingar í Osló hvetja alla sem leggja vilja hátíðinni lið eða setja fé í styrktarsjóðinn til að hafa samband. Hver var þessi kona og hvers vegna ætti okkur að varða minning hennar? Eftir Þórhall Guðmundsson Höfundur er formaður Landa- klúbbsins í Osló. DÓMUR Hæstaréttar 16. október sl. um málefni öryrkja hefur vakið mikla athygli. Samkvæmt dómnum var það brot á stjórn- arskránni að skerða bætur öryrkja aft- urvirkt 1999 og 2000 eins og ríkisstjórnin gerði með lögum þeim, sem hún setti árið 2001 í kjölfar fyrri öryrkjadómsins. Öryrkjabanda- lagið vísaði tveimur álitaefnum til dómstólanna: Spurningu um fyrn- ingu á kröfum öryrkja vegna áranna 1994–1996 og skerðingu örorkubóta 1999 og 2000. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að krafa öryrkja um leiðréttingu fyrir árin 1994–1996 væri fyrnd en dæmdi, að skerðing á bótum öryrkja 1999 og 2000 stæðist ekki stjórnarskrá. Þetta er í annað sinn sem Hæsti- réttur dæmir, að ríkisstjórnin hafi framið stjórnarskrárbrot við meðferð sína á kjörum öryrkja. Í dómi Hæsta- réttar í desember 2000 komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu, að fram- kvæmd skerðingar ríkisstjórnar- innar á bótum öryrkja vegna tekna maka væri brot á stjórnarskránni. Byggði Hæstiréttur dóm sinn á tveimur ákvæðum stjórnarskrár- innar: 76 gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til lágmarks- framfærslu og 65. gr frá 1995 um mannréttindi og jafnrétti þegnanna. Hæstiréttur taldi með öðrum orðum, að hin mikla skerðing ríkisstjórn- arinnar á bótum öryrkja vegna tekna maka væri brot á stjórnarskránni, m.a. vegna þess að þegnar landsins ættu að njóta jafnréttis. Öryrkjar eru sjálfstæðir einstaklingar eins og aðr- ir og eiga að njóta jafnréttis við aðra þegna landsins. Þó þeir gangi í hjú- skap á ekki að fella niður stóran hluta bóta þeirra eins og ríkisstjórnin hafði gert. Þetta var inntakið í fyrri dómi Hæstaréttar. Eins og menn muna setti rík- isstjórnin lög árið 2001, sem kváðu á um ákveðna skerðingu á bótum ör- yrkja þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Kvaddi hún til lögspekinga sem fundu út „hóflega“ skerðingu á ör- yrkjabótum og lögfesti þá skerðingu. Nú segir ríkisstjórnin, að nýi Hæsta- réttardómurinn heimili, að það megi skerða örorkubætur vegna tekna maka en ekki eins mikið og áður. Lögmaður Öryrkjabandalagsins, Ragnar Aðalsteinsson, hrl., er ekki sammála þessari túlkun. Hann segir, að Öryrkjabandalagið hafi aðeins lagt fyrir dómstólana álitaefni um afturvirkni skerðingar og fyrningu örorkubóta. Skýr niðurstaða liggi fyrir um þau efni en það sem sagt sé um önnur atriði hafi enga þýðingu að lögum. Eiríkur Tómasson, lagapró- fessor, segir, að það þurfi nýtt dóms- mál til þess að fá úr því skorið hvað skerða megi bætur öryrkja mikið. Það sé ekki ljóst samkvæmt nýjasta dómi Hæstaréttar. Ekki verður þess vart, að rík- isstjórnin telji það alvarlegt mál að hafa brotið stjórnarskrána í tvígang, þegar málefni öryrkja hafa átt í hlut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþing- ismaður, sagði á alþingi, að rík- isstjórnin hefði vísvitandi brotið stjórnarskrána. Hún hefði sýnt ein- beittan brotavilja. Það væri sitt mat. Samkvæmt því á ríkisstjórnin að segja af sér. Er fullvíst, að alls staðar annars staðar á Vesturlöndum hefði ríkisstjórn sagt af sér eftir slíkt brot á stjórnarskránni. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, sagði, að það væri nægilegt brot að brjóta stjórnarskrána óvart. Það kom fram í umræðunum á alþingi, að rík- isstjórnin var vöruð við 2001. Margir þingmenn bentu á, að lögin, sem stjórnin var að knýja í gegn þá, fælu í sér stjórnarskrárbrot. Hvergi á Vesturlöndum hafa ör- yrkjar þurft að sækja rétt sinn til ör- orkubóta til Hæstaréttar eins og þeir hafa þurft að gera hér á landi. Það virðist vera kappsmál stjórnvalda hér að halda kjörum öryrkja niðri og valdhafar hrósa nú happi yfir því að þeir geti haldið áfram að skerða ör- orkubætur vegna tekna maka, að því er þeir telja. Það flokkast undir mannréttindi, að öryrkjar geti notið mannsæmandi lífs. Það er úrskurður Hæstaréttar. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör öryrkja vegna áranna 1994–1996 enda þótt Hæsti- réttur hafi dæmt, að krafa öryrkja vegna þeirra ára sé fyrnd. Hvergi í heiminum hafa stjórnvöld borið fyrir sig fyrningu þegar um mannréttindi hefur verið að ræða. Mannréttindi fyrnast ekki. Ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Í DAG 1. nóvember fagnar fólk sem lifir eingöngu á jurtafæði (e. vegans) alþjóðadegi sínum (e. World Vegan Day). Um leið og við óskum okkur sjálfum og félögum okkar innilega til hamingju með daginn hvetjum við „kjötætur“ landsins til að samgleðjast okkur með því að sneiða hjá öllum dýra- afurðum í dag og neyta eingöngu jurtafæðis. Með dýraafurðum er ekki aðeins átt við kjöt og fisk heldur einnig egg, mjólkurafurðir, gelatín og önnur efni úr dýrarík- inu. Öfugt við flestar grænmet- isætur (e. vegetarians) sem leyfa sér að neyta mjólkurafurða og/eða eggja hafna „vegans“ alfarið öllum matvælum úr dýraríkinu auk þess sem margir taka ekki í mál að klæðast flíkum sem unnin eru úr efnum sem falla til við kjötfram- leiðslu eða tengjast henni á ein- hvern hátt. Góður og raunhæfur kostur Með því að biðja fólk að láta ekki dýraafurðir inn fyrir varir sínar í dag viljum við vekja það til umhugsunar um mataræði sitt og hvort hugsanlega megi breyta því til betri vegar. Jafnframt bendum við því á jurtafæði sem góðan og raunhæfan kost, hvort heldur er til frambúðar eða aðeins til til- breytingar. Öfugt við það sem margir halda er hægt að lifa góðu lífi án þess að leggja sér dauð dýr til munns. Sú gamla bábilja að grænmetisætur þjáist af næring- arskorti vegna þess að mannslík- aminn fái ekki öll þau næring- arefni sem hann þarfnast úr „þessu grasi“ (eins og það er gjarnan orðað) lifir því miður enn góðu lífi í þjóðfélaginu. Það vitum við sem borðum eingöngu jurta- fæði manna best. Einnig er hún óvenjulífseig hugmyndin um að grænmetisréttir séu yfirhöfuð þurrir og bragðdaufir, óspennandi fæða í alla staði sem aðeins öfga- fullir sérvitringar píni ofan í sig með góðu eða illu. Samtök fólks sem lifir á jurtafæði Grænmetisætur eru langt í frá einsleitur hópur og alls ekki sam- ansafn öfgafullra sérvitringa eða róttæklinga þó að sú mynd sé oft dregin upp af „grænmetisætunni“. Ólíkar ástæður liggja að baki því að fólk kýs að hætta neyslu dýra- afurða. Sumir gera það af heilsu- farslegum ástæðum, aðrir vegna dýraverndunarsjónarmiða, enn aðrir vegna umhyggju fyrir um- hverfinu eða af trúarlegum hvöt- um svo nokkuð sé nefnt. Jurta- neyslustefnan hefur átt miklu fylgi að fagna hér á landi á und- anförnum árum, ekki síst meðal ungs og upplýsts fólks sem kýs að borða með góðri samvisku. Til að fylgja þeirri vitundarvakningu eft- ir undirbýr hópur grænmetisætna nú stofnun samtaka fólks sem lifir á jurtafæði. Munu samtökin meðal annars vinna að fræðslu- og kynn- ingarstarfi, stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu um lífsstíl grænmetisætna og mataræði, standa vörð um hagsmuni þeirra og vekja athygli á dýraverndunar- og umhverfismálum. Undirbún- ingsfundur verður haldinn á næstunni og eru áhugasamir hvattir til að láta okkur vita með því að senda tölvupóst á ein- orn@hotmail.comeða eddpedd- @hotmail.com. Enn fremur bend- um við fólki á umræðu um samtökin á vefsvæðinu dording- ull.com/hardkjarni. Borðum með góðri samvisku Eftir Eddu Hrund Svanhildardóttur og Einar Örn Jónsson Höfundar vinna að undirbúningi að stofnun samtaka fólks sem lifir á jurtafæði. Einar Örn Jónsson Edda Hrund Svanhildardóttir Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær, 31. október, er fjallað um komandi kjarasamninga og samskipti verkalýðshreyfingarinnar við fjármálaráð- herra. Um megininnihald greinarinnar er ég sammála rit- stjóra Morgunblaðsins. Engu að síður er eitt veigamikið atriði sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Yfirlýsing fjármálaráðherra frá 13. desember 2001 var svohljóðandi: „Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli fulltrúa ASÍ og fjármálaráðuneytisins vegna tiltek- inna vandamála sem tengjast mismunandi kjörum rík- isstarfsmanna og félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ. Af hálfu ráðuneytisins er fullur vilji til að halda þessum viðræðum áfram og freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu. Í ljósi fyrirhug- aðrar endurskoðunar á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna, er mikilvægt að ná frambúðarlausn í þessum málum við Alþýðu- samband Íslands.“ Þetta er yfirlýsing fjármálaráðherra nákvæmlega tilvitnuð. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það hvað hún þýðir. Yfirlýsingin var gefin í tengslum við opnunarákvæði kjarasamninga. Henni var ætlað að verða grunnur að frambúðarlausn í málinu. Fjármálaráðherra gaf ótvírætt fyr- irheit um þetta. Þess vegna ber að leiðrétta þann misskilning Morg- unblaðsins „að það sé ekki sanngjarnt í ljósi þessara orða (yfirlýsingar) að halda því fram að fjármálaráðherra hafi ekki efnt loforð. Þessi yf- irlýsing er svo almennt orðuð að því verður ekki haldið fram með rök- um.“ Þarna tel ég um mikinn misskilning að ræða hjá Morgunblaðinu. Þó að yfirlýsingin sé almennt orðuð var skilningur á milli aðila um hvað hún þýddi þegar gengið var frá henni. Yfirlýsingin var um að finna frambúðarlausn. En hverjar eru efndirnar? Staðan í málinu er nákvæm- lega sú sama í dag og var 13. desember 2001. Við fögnum því að hafa fengið bandamann í Morgunblaðinu um að starfsmenn sem vinna hlið við hlið og eru í stéttarfélögum innan ASÍ og í félögum opinberra starfsmanna skuli búa við sömu réttindi og kjör. Það er réttlætismál sem verður að finnast lausn á. Fjármálaráðherra gaf fyrirheit Eftir Sigurð Bessason Höfundur er formaður Eflingar stéttarfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.