Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 1
MÍKHAÍL Kasjanov, forsætisráð- herra Rússlands, kvaðst í gær hafa „miklar áhyggjur“ af því, að meiri- hluti hlutafjár í olíufélaginu Yukos hefur verið frystur. Skrifstofa ríkis- saksóknara í Moskvu sagði síðdegis í gær að aftur væri búið að leyfa við- skipti með 4,5% hlutafjárins. Væri um að ræða bréf í eigu fólks sem ekki væri grunað um glæpsamlegt athæfi. Kasjanov sagði um aðförina að Yukos að ekki væri unnt að sjá afleið- ingarnar fyrir enda hefði slíkum að- ferðum ekki verið beitt fyrr af hálfu yfirvalda. „Ég ætla ekki að kveða upp neinn dóm en ég hef miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kasjanov í viðtali við Interfax-fréttastofuna. Vladímír Pút- ín forseti sagði í vikunni að ráðherrar ættu alls ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á Yukos, þeir mættu ekki grípa fram fyrir hendur réttvís- innar. Að sögn fréttavefjar BBC virð- ist Kasjanov hafa með ummælum sín- um hundsað viðvörun Pútíns. Kasjanov er nú eini frammámað- urinn í stjórn Pút- íns frá því í valda- tíð Borís Jeltsíns, fyrrverandi for- seta landsins. Al- exander Voloshín, skrifstofustjóri Pútíns, hefur sagt af sér vegna óánægju með að- förina að Yukos en Kasjanov sagðist ekki búast við neinum breytingum á ríkisstjórninni vegna afsagnarinnar. Pútín sagðist í gær telja afsögn Voloshíns hafa verið mistök og hrósaði honum fyrir að hafa gert mikið til að leysa þau vandamál sem þjóðin stæði frammi fyrir. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Richard Boucher, sagði í gær að rússnesk stjórnvöld yrðu að bregðast við ótta þeirra sem teldu að reglur réttarríkisins væru ekki lengur virtar í Rússlandi. Mál olíufyrirtækisins Yukos Moskvu, Washington. AFP, AP. Míkhaíl Kasjanov  Áhyggjur/16 Kasjanov lýsir „miklum áhyggjum“ STOFNAÐ 1913 296. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Allir skap- aðir hlutir Hlynur Vagn á framabraut í New York Daglegt líf 6 Enska jólakakan Paul Newton bakar lostætið sem er ómissandi á jólum Breta Matarkistan 26 Alltaf að bæta sig Arnar Sigurðsson stendur sig vel í tenniskeppni vestra Íþróttir 52 ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði í ræðu sinni við upphaf lands- fundar flokksins í gær að Samfylkingin þyrfti að skoða með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni án þess þó að hróflað verði við jöfnu aðgengi allra – óháð efnahag. „Það þarf að láta markaðslögmálin vinna í þágu markmiða jafnaðarstefnunnar,“ sagði hann „Það er markmiðið sem skiptir máli en ekki leiðin að því. Ríkið þarf að vera kaupandi en það þarf ekki í öllum tilvikum að vera seljandi.“ Össur ítrekaði að Samfylkingin vildi ekki hverfa frá samhjálp. Hún væri flokkur sam- hjálpar „en við erum líka markaðssinnaður flokkur,“ sagði hann. Össur sagði einnig að einkarekstur væri ekki einkavæðing í þágu gróðans, gróðans vegna. „Markaðurinn á alltaf að vera þjónn okkar en ekki húsbóndi.“ Össur sagði að mörg nýleg dæmi sýndu að al- varlegar brotalamir væru á heilbrigðiskerfinu. Sagði hann það blasa við að núverandi kerfi gengi ekki upp. „Við þurfum framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við þurfum ekki endilega aukið fjármagn en við þurfum sárlega breytta stefnu.“ Sama aðferð og í Evrópumálunum Össur sagði að ábyrgur flokkur yrði að taka á málum með ábyrgum hætti. Samfylkingin hefði haft kjark til að taka forystu í Evrópu- málum og að hún ætti að hafa sama kjark til að taka pólitíska forystu í heilbrigðismálum. „Þess vegna standa mín áform til þess, nú þeg- ar við höfum lokið stærstu áföngum í stefnu- mótun okkar í Evrópumálum, að næsta póli- tíska stórverkefni Samfylkingarinnar verði stefnumótun á sviði heilbrigðismála.“ Sagði hann að í þeirri stefnumótun ætti að nota sömu aðferð og notuð var í Evrópumálinu. Til að mynda með því að skilgreina vandamál í heil- brigðiskerfinu og kalla til sérfræðinga. Síðan ætti að leggja fram hugmyndir flokksins í sér- stakri bók sem allir hefðu aðgang að. Sagðist hann myndu ásamt forystu flokksins skipa fólk til þessara verka strax eftir helgi. Taka þann tíma sem þarf Össur vék í ræðu sinni einnig að Evrópumál- unum og sagði að aðild Íslands að ESB væri flókið viðfangsefni. „Rétt eins og við í Samfylk- ingunni fyrir tveimur árum er almenningur með margþættar áhyggjur af aðild og þarf upp- lýsingar og umræðu við. Við þurfum að gæta þess að hlusta á fólk – alveg eins og við gerðum í umræðunni innan flokksins – og reyna að forðast þá erfiðleika sem systurflokkar okkar á Norðurlöndum og í Bretlandi hafa átt við að etja þegar þeir hafa verið að skýra fyrir kjós- endum hvað felst í aðild að ESB.“ Össur sagði að það kynni að vera að það tæki tíma að út- skýra að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið innan ESB en utan. „En við verðum að taka þann tíma sem til þess þarf.“ Össur Skarphéðinsson við upphaf landsfundar Samfylkingarinnar Skoða ber breytt rekstrar- form í heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Össur Skarphéðinsson ávarpar fulltrúa á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Kann að vera að það taki tíma að útskýra að hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess  Össur segir/10 Bendla Lithá- ensforseta við mafíuna Vilnius. AFP. VARNARMÁLARÁÐ Litháens fyrirskipaði í gær rannsókn á ásökunum litháísku öryggislögregl- unnar um að Rolandas Paksas, forseti landsins, og ráðgjafi hans í öryggis- málum tengdust alþjóð- legum glæpasamtökum. Arturas Paulauskas, forseti litháíska þingsins, sagði eftir fund ráðsins að ásakanirnar, sem komu fram í skýrslu frá ör- yggislögreglunni, væru „mjög alvarlegar“. Í skýrslunni er því haldið fram að ráðgjafi for- setans tengdist Anzor Aksentjev Kikalishvili, forstjóra Fyrirtækis 21. aldarinnar, sem er rússneskt og hefur verið bendlað við alþjóð- lega glæpastarfsemi. Paksas, sem var kjörinn forseti í janúar, sagði að ekkert væri hæft í ásökuninni en ákvað þó að leysa ráðgjafann frá störfum þar til rannsókninni lyki. Rolandas Paksas Rándýrt núll í Ósló VERÐBRÉFASALI hjá netfyrirtækinu Netfonds í Ósló gerði að því er virt- ist smávægileg mis- tök við tölvuna sína í gær, að sögn Aft- enposten. Afleið- ingin varð sú að hann keypti óvart 3,5% hlut í fiskeldisfyrirtækinu Pan Fish upp á 39,6 milljónir norskra króna eða rúmar 400 milljónir ísl. kr. Mistökin munu hafa falist í því að ekki var sett rétt þak á fjölda bréfanna í pöntuninni, einu núlli var ofaukið. Kauphöllin í Ósló neitar að ógilda við- skiptin. „Menn geta ekki bara komið í kauphöllina og iðrast,“ segir talsmaður kauphallarinnar, Tor Arne Olsen. Netfonds seldi bréfin aftur síðdegis en tapaði þá sex milljónum norskra króna, rúmlega 60 milljónum ísl. kr. Fylgir sögunni að verðbréfasalinn, sem er kona, verði ekki rekinn. Læknar eru slysarokkar NÝ rannsókn í Bandaríkjunum gefur til kynna að háskólanemar séu líklegastir allra til að lenda í umferðarslysi en næstir í röð- inni eru læknar, að sögn Jyllandsposten. Stofnun í Kaliforníu, Quality Planning Corporation, sem m.a. gefur trygginga- félögum ráð varðandi áhættumat ýmissa hópa, gerði umrædda könnun. Var safnað upplýsingum um alls milljón slys, allt frá minniháttar óhöppum yfir í dauðaslys og nið- urstöðurnar notaðar til að kanna tíðnina hjá 40 viðmiðunarhópum. Lengi hefur verið vit- að að tíðnin væri há hjá ungu fólki og í ljós kom að á hálfu ári lentu 15% háskólanema í umferðarslysi. En hjá læknum var hlutfallið 11% og hjá lögfræðingum litlu lægra. Lægst var tíðnin hjá bændum. Íraskar stúlkur með diska sína í biðröð við súpueldhús í grennd við Abdul Kadr-mosku súnníta í Bagdad í gærkvöldi áður en kvöldmáltíðin, er nefnist Iftar, hefst. Hinn heilagi föstumánuður íslams, ramadan, er nú hafinn og mega sanntrúaðir múslímar þá ekki neyta matar eða drykkjar og ekki heldur njóta ásta eða reykja frá sólarupprás til sólarlags. Reuters Föstumánuður hafinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.