Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 37 AÐ undanförnu hefur átt sér stað öldungis ótímabær umræða um hver eigi að vera næsti forseti Íslands. Virðist þessi um- ræða nokkuð bundin við stjórnmálamenn sem hafa átt erfitt með að sætta sig við stöðu sína eða ekki náð tilætluðum ár- angri í stjórnmálum, fólki sem er meira framboð af en eft- irspurn. Þessi háttur, að draga framboð til forseta Íslands inn í leið- inlegar þrasdeilur innan einstakra stjórnmálaflokka er afturför, fyrir utan hversu ótímabær þessi umræða er. Um það er almenn samstaða að Ólafur Ragnar Grímsson hafi reynst farsæll forseti. Þegar af þeirri ástæðu er það lágmarks kurteisi að honum gefist kostur á að tilkynna hvort hann gefi kost á sér til endur- kjörs. Bollaleggingar um mögu- legan arftaka í embætti sem vonandi verður ekkert á lausu eru því ótíma- bærar, óviðeigandi og ekki í sam- ræmi við hefðir, hversu vanhaldnir af athygli eða virðingarstöðum sem einhverjir kunna að vera. Fram að því að núverandi forseti lætur frá sér heyra ættu menn að halda aftur af sér að vera sífellt í fjölmiðlum að máta uppáhaldsstjórnmálamanninn sinn í forsetastólinn. Gleymum því að lokum ekki að það er svo almenn- ingur í landinu sem kýs forseta, þ.e. ef til kosninga kemur. Forsetar eru ekki útnefndir af álitsgjöfum, spuna- doktorum eða klappstýrum ein- stakra stjórnmálamanna. Forsetastóll- inn mátaður Eftir Hugin Frey Þorsteinsson Höfundur er BA í heimspeki. NOKKRAR umræður hafa orðið um kostnað vegna heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi. Meðal annars er vitnað í skýrslu OECD með tölum frá árinu 2000 um að heilbrigð- isþjónusta sé einna dýrust á Ís- landi miðað við OECD-löndin. Ég hef heimsótt OECD- skrifstofu sem var vart einnar messu virði því að þar starfaði einn maður með aðstoðarmann á úttekt á heilbrigðisþjónustu í OECD-löndum. Þeirra verk var að taka við tölfræðilegum upplýs- ingum, og birta ein- hverja samantekt ómelt! Að beiðni þáver- andi landlæknis fékk Sighvatur Björgvinsson þá- verandi heilbrigð- ismálaráðherra tvo hagfræðinga til þess að grunnskoða kostn- aðartölur á Íslandi. Niðurstöður birtust í OECD-hefti 1993 (Econ- omic Surveys OECD 1993). Nið- urstaðan var þessi: Ísland er eina landið fyrir utan Þýskaland að hluta til, sem flokkar hjúkr- unarmál og umönnun, þar á meðal vistun hjúkrunarsjúklinga, þ.á m. aldraðra, undir heilbrigðismál og greiðslur falla því undir heil- brigðismál. Í öðrum löndum fellur þessi flokkur undir félagsmál og greiðist af félagsmálaráðuneytum og félagasamtökum. Á þessum tíma féllu einnig atvinnuleys- isbætur undir heilbrigðismál á Ís- landi og má vera að því hafi verið breytt. Miðað við útgjöld hins opinbera til heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu vörðu Íslendingar 1,0% til öldrunar og endurhæfingar 1994. Nú hefur sú tala heldur hækkað samkvæmt skýrslu um útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála frá þjóðhags- stofnuninni sálugu 1996. Ef þessu hefur verið breytt hefur það gerst í gær og sést því ekki í skýrslum OECD frá árinu 2000. Í OECD- heftinu 1993 var einnig tekið tillit til hlutfalls 15 ára og yngri sem er óvenju hátt á Íslandi og hlutfalls 65 ára og eldri sem er nokkuð lágt á Íslandi miðað við OECD. Talið var að mikill kostnaður við mæðra- og barnaþjónustu jafnaði nokkuð út kostnað á þjónustu við aldraða. Niðurstaða var sú að þeg- ar tekið var tillit til rauntekna og aldursskiptingar voru útgjöld til heilbrigðismála mæld í kaup- máttargildum (purchasing power party) eða í „lækningakörfu“ þjónustunnar 4,2% neðan við væntigildi heilbrigðisútgjalda OECD-ríkja. Framtalning útgjaldaliða til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur ekki breyst frá 1994. Þar af leiðir að heildarkostnaður vegna heil- brigðisþjónustu sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu að frá- dreginni þjónustu við hjúkr- unarheimili er 8,0–8,4% en ekki 9,4% eins og fram kemur í skýrslu OECD frá 2000. Aukningin frá 1980 er því ekki 3,4% heldur 2,0– 2,4% en þess skal getið að heil- brigðisútgjöld heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa tvöfaldast frá árinu 1980. Ómeltar og villandi upplýsingar um kostnað heilbrigðisþjónustunnar Eftir Ólaf Ólafsson Höfundur er formaður FEB og fyrrverandi landlæknir. Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.