Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Rýmt á þremur mínútum | Allir nem-
endur og starfsmenn grunnskólans, alls
384, þustu út á skólalóð snemma einn morg-
uninn í liðinni viku. Ver-
ið var að æfa viðbrögð
við bruna samkvæmt
öryggisáætlun skólans
og tókst að rýma bygg-
inguna á tæpum þremur mínútum.
Fyrst hringdi skólabjallan í 10 sekúndur
og eftir það viðstöðulaust á meðan á æfing-
unni stóð. Allir áttu að hlaupa út á inniskóm
eða sokkunum og ekki var gefinn tími til að
fara í yfirhafnir. Kennarar báru ábyrgð á
þeim hópi sem þeir voru að kenna og sáu
um að rýmingaráætlun væri fylgt.
Þetta var í fyrsta sinn sem slík æfing er
framkvæmd í skólanum, en héðan í frá
verður hún æfð á hverju hausti. Æfingin
tókst vel þótt einhver smávægilegir hnökr-
ar hafi komið í ljós eins og t.d. hvort allir
hafi heyrt nógu vel í bjöllunni.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Fagna vínbúð | Tvær vínbúðir verða opn-
aðar á landinu á næsta ári. Annars vegar á
Hólmavík og hins vegar á Kirkjubæj-
arklaustri, að því er fram kom í fréttablaði
ÁTVR. Þessari ákvörðun er fagnað á
heimasíðu Skaftárhrepps, en þar segir:
„Þessar fréttir eru jákvæðar fyrir íbúa
sveitarfélagsins og ekki hvað síst fyrir
ferðaþjónustuaðila. Slík verslun mun
styrkja Kirkjubæjarklaustur sem versl-
unar- og þjónustustað.“
Surtseyjarsýning | Dagana 14. og 15.
nóvember verður 40 ára afmælis Surtseyjar
minnst með sérstakri Surtseyjarsýningu í
máli og myndum í Náttúrugripasafninu í
Vestmannaeyjum. Það var að morgni 14.
nóvember 1963 sem skipverjar á Ísleifi II
veittu athygli mikilli ólgu og reyk á sjó þar
sem þeir voru við veiðar 20 kílómetra suð-
vestur af Vestmannaeyjum. Fljótlega kom í
ljós að eldgos var hafið á 130 metra sjávar-
dýpi. Á öðrum degi reis Surtsey úr sæ. Gos-
ið stó með stuttum hléum í þrjú og hálft ár.
Margrét H. Blöndalopnar sýningu íKunstraum Wo-
hnraum á sunnudag kl. 11,
en verkum hennar hefur
verið lýst sem „jarðfræði
heimilisins“. Kunstraum
Wohnraum er sýning-
arstaður sem starfræktur
var í Hanover í Þýskalandi
frá árinu 1994, en hefur
verið fluttur til Akureyrar.
Í nánustu framtíð verður
hann í stofu/eldhúsi í Ása-
byggð 2, en þar búa Krist-
ín Kjartansdóttir og Hlyn-
ur Hallsson. Þau ráku
Kunstraum Wohnraum á
heimili sínu í Hanover, á
þremur stöðum þar í borg
áður en þau fluttu aftur á
heimaslóðir, og er sýning
Margrétar fyrsta opnunin
í nýjum heimkynnum sýn-
ingarrýmisins.
Nýtt gallerí
Búðardal | Lögreglan í Búðardal hefur undanfarið
heimsótt grunnskólann og spjallað við börnin. Jó-
hann lögregluvarðstjóri fer í bekkina með fræðslu-
efni sem lögreglan hefur gefið út og fjallar um hin
ýmsu málefni eins og framkomu okkar við aðra,
hvernig best er að bregðast við stríðni. Þá eru
teknir fyrir góðir siðir og hvernig ber að haga sér í
leik og starfi, að vera jákvæður og umburð-
arlyndur. Það er ekki annað að sjá en börnin hafi
mjög gaman af þessu og eru virk í umræðu um
þessi málefni sem snerta þau öll í daglegu lífi.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdottir
Lögreglan í heimsókn
Um síðustu helgivar haldin ráð-stefna í sal Orku-
veitu Reykjavíkur undir
yfirskriftinni „Verðandi
rými“, en rými getur víst
hvorki verið hlutlaust né
óvirkt.
Þess vegna hefur list sem
sett er upp í rými áhrif á
rýmið og rýmið áhrif á
listina. Á ráðstefnunni
var fjallað um pólitískt
og feminískt rými og
hnykkt á því að verðandi
rými sé rými sem er ekki
orðið, er ekki, heldur er
sífellt verðandi.
Stefán Vilhjálmsson,
matvælafræðingur á Ak-
ureyri, veitti þessu at-
hygli og gaf ráðstefn-
unni rými í huga sínum.
Athugasemd hans um
rými er með hefðbundnu
rími og vitsmunalegri
kveðju:
Um hagnýt fræði funda menn
á femínisma herðandi,
en ég er naumast orðinn enn,
er þó sífellt verðandi.
Verðandi rými
Hveragerði | Tinna Dögg Sig-
urðardóttir, sem er nemandi í
6. bekk, er glænýr Hvergerð-
ingur og er þar að auki nem-
andi númer 400 í grunnskól-
anum. Í tilefni af komu 400.
nemandans í skólann var tekið
á móti Tinnu Dögg með blóm-
um, að hvergerðskum sið.
Þetta er í fyrsta sinn sem
fjöldi nemenda er slíkur og
eftir að Tinna Dögg kom hafa
í það minnsta þrír bæst í hóp-
inn. Fjölgun íbúa síðustu
misseri, aukning í nýbygg-
ingum íbúðarhúsnæðis eru
meðal þeirra þátta sem sýna
ótvírætt fram á að Hveragerði
er vaxandi bær. Þessari aukn-
ingu þarf að bregðast við og
því næg verkefni sem bíða
bæjaryfirvalda. Ef fram held-
ur sem horfir mun skólinn,
sem nýlega er búið að byggja
við, þurfa aukið kennslurými
til að sinna auknum nem-
endafjölda.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Tímamót í Hveragerði: Með Tinnu Dögg á myndinni eru Guðjón Sigurðsson skólastjóri, Inga Lóa
Hannesdóttir umsjónarkennari Tinnu Daggar og Helga Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Tinna Dögg nemandi númer 400
Vaxandi bær
Akranesi | Allar líkur eru á því að reist
verði þriggja hæða hús við Stillholt 2 á
Akranesi og í því húsi er gert ráð fyrir níu
íbúðum sem verða sérhannaðar með þarfir
aldraðra í huga.
Björn S. Lárusson sagði við Morgunblað-
ið að nú stæði yfir grenndarkynning vegna
fyrirhugaðra framkvæmda og ef engar al-
varlegar athugasemdir yrðu gerðar gætu
framkvæmdir hafist eftir um mánuð.
Á byggingarreitnum stendur hús sem
hefur þjónað ýmsum tilgangi í gegnum tíð-
ina og má þar nefna veitingastað, hár-
greiðslustofu, frystigeymslu og margt ann-
að en flestir Skagamenn þekkja húsið sem
„Rauðu mylluna“. Það er ekki langt síðan
að verktakar hófu endurbætur á núverandi
húsnæði en þær framkvæmdir stóðu stutt
yfir og gárungar á Akranesi hafa í daglegu
tali kallað húsið „Svikamylluna“.
Björn er í samvinnu við verktakafyrir-
tækið Rúmmeter sem er m.a. í eigu Her-
manns Hinrikssonar úr Reykjavík en Verð-
bréfastofan er eigandi núverandi húsnæðis.
„Það er ætlunin að sex íbúðir verði seldar
en þrjár verða í eigu þeirra sem byggja
húsið og verða leigðar út.
Um leið og það spurðist út um þessar
íbúðir fengum við margar fyrirspurnir og
það er ljóst að eftirspurnin verður næg,“
segir Björn og telur að staðsetningin sé
ákjósanleg fyrir þá sem eldri eru.
„Það er stutt í stjórnsýsluhúsið, félagsað-
stöðu aldraðra, verslanir, bókasafnið,
sjúkrahúsið og það er ljóst að þeir sem búa
nú þegar á þessu svæði í bænum vilja eiga
möguleika á að vera sem lengst á „sínu“
svæði.“ Björn leggur áherslu á að ef þær til-
lögur sem nú hafa verið lagðar fyrir verði
ekki samþykktar verði lítið framkvæmt á
þessu svæði á næstu misserum.
„Við gerðum samning með þeim for-
merkjum að gamla húsið verði rifið, ef það
gengur ekki upp fellur þetta um sjálft sig,“
segir Björn.
Íbúðir fyrir
aldraða
í stað „Rauðu
myllunnar“
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Hverfur: Húsið sem stendur við Stillholt 2
verður jafnað við jörðu og þriggja hæða
nýbygging rís á lóðinni með 9 íbúðum .
Komin niður á stjörnupall | Nemendur í
Húsabakkaskóla í Svarfaðardal hafa lesið
23.765 blaðsíður í sérstöku lestrarátaki sem
staðið hefur yfir í skólanum frá því 1. sept-
ember. „Bókaskrímslið gráðuga var búið að
lofa nemendum poppi og safa þegar þeir
hefðu náð því að lesa sig niður á stjörnupall.
Í dag munu nemendur því gæða sér á poppi
og safa á meðan þeir hlusta á kennara sinn
lesa fyrir sig úr upplestrarbók bekkjarins,“
segir um lestrarátakið á heimasíðu skólans.
mbl.isFRÉTTIR