Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 64
FYRSTU niðurstaðna úr áhættumati og áhættugreiningu vegna eldgosa og jök- ulhlaupa í Mýrdals- og Eyjafjallajökli er ekki að vænta fyrr en á næsta ári að því er Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvols- velli, segir en hann á sæti í vinnuhópi sem skipaður var vegna áhættumatsins. Hafa menn horft til þess möguleika að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli kunni að ganga töluvert til vesturs, t.d. um Markarfljót eða hugsanlega enn vestar, jafnvel allt að Þjórsá. Við nýleg- ar jarðlagakannanir hefur komið í ljós að stór hlaup hafa komið í Markarfljót vegna eldgosa í vestanverðum Mýrdalsjökli en þau hafa orðið á eitt til tvö þúsund ára fresti frá lokum ísaldar. Stór svæði í byggð frá Eyja- fjöllum og allt vestur að Þjórsá gætu hugs- anlega verið í hættu í slíku jökulhlaupi. Morgunblaðið/Rax Möguleg jökulhlaup úr Mýrdalsjökli MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI VANSKIL á iðgjöldum til lífeyrissjóða á síð- asta ári námu um 1.500 milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum embættis ríkisskatt- stjóra. Alls eru það um 14-15 þúsund gjaldendur sem koma við sögu vegna vanskila með lífeyrisiðgjöld, en það eru um 16% færri en voru í vanskilum með lífeyrisiðgjöld á árinu á undan. Samkvæmt lögum hefur embætti ríkisskatt- stjóra eftirlit með því að skilað sé 10% iðgjaldi af launum í lífeyrissjóð og er það byggt á álagningarskrám vegna tekna næstliðins árs hverju sinni. Ásgeir Heimir Guðmundsson, forstöðumað- ur eftirlitsskrifstofu ríkisskattstjóra, segir að vanskilin vegna ársins 2002 í það heila tekið nemi um 1.500 milljónum króna. Á bilinu 14-15 þúsund gjaldendur komi þar við sögu og séu vanskilin mismunandi mikil í hverju tilviki fyr- ir sig. Meðalvanskilin séu hins vegar um 117 þúsund krónur þegar um launþega sé að ræða og 107 þúsund krónur þegar um reiknað end- urgjald sé að ræða, en öllum sem hafa með höndum sjálfstæða starfsemi ber að reikna sér endurgjald fyrir vinnu sína. Um helmingur fer til Söfnunarsjóðsins Upplýsingar um vanskilin eru send til lífeyr- issjóðanna sem eiga að sjá um að innheimta ið- gjöldin hjá viðkomandi. Ef ekki liggur fyrir af starfsstétt viðkomandi til hvaða lífeyrissjóðs honum ber að greiða hefur Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda innheimtuna með höndum. Ásgeir Heimir segir að um helmingur inn- heimtunnar sé í höndum Söfnunarsjóðs lífeyr- isréttinda. Eftirlitsskrifstofa ríkisskattstjóra kalli síðan eftir upplýsingum um hvernig inn- heimtan gangi og þær upplýsingar séu síðan framsendar til Fjármálaeftirlitsins, sem sjái til þess að festa sé í innheimtunni og allir sinni þeirri skyldu sinni að innheimta viðkomandi ið- gjöld. Ásgeir Heimir sagði að milli iðgjaldaáranna 2002 og 2001 hefði þeim sem væru í vanskilum með lífeyrisiðgjöld fækkað og væru þeir nú 16% færri sem væru í vanskilum en verið hefði á síðasta ári. Vangreidd lífeyrisið- gjöld 1.500 milljónir FYRIRTÆKIÐ Mó- gúllinn hefur keypt heimssýningarrétt utan Skandinavíu á leikritinu Sellófon eftir Björk Jak- obsdóttur. Verkið verður sett upp í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Pól- landi, Tékklandi og Spáni. Í Banda- ríkjunum mun leikkonan Fran Drescher, betur þekkt sem barn- fóstran úr sjónvarpsþáttunum „The Nanny“, fara með hlutverk Ellenar.  Sellófon/4 Fran Drescher Leikritið Sellófon selt til útlanda MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur, að tillögu myndlistarnefndar ráðuneytisins, ákveðið að bjóða Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni að vera fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum ár- ið 2005. „Mér líst mjög vel á þetta, og þetta er frábært fyrir mig,“ segir Gabríela um útnefninguna. „Ég hef orðið vör við að Íslendingar hafa ekki skynjað mikilvægi þess að taka þátt í Fen- eyjatvíæringnum, en þegar farið er á staðinn sér fólk strax hvað þetta er rosalega stórt. Allir sem hafa eitthvað með myndlist að gera, hvar sem er í heiminum, fara á Feneyjatvíæringinn, og þar er alltaf allt fullt af fólki.“ Gabríela er þegar farin að huga að verkefninu, og er búin að koma sér upp vinnuheiti fyrir það. „Skandinaíf“ er vinnuheitið. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gabríela Friðriksdóttir á sýningunni sinni í Gerð- arsafni í Kópavogi sem hún hélt fyrir ári. Gabríela Friðriksdóttir fulltrúi Íslands „ÞETTA verður vafalaust afskaplega skemmtilegt verkefni. Ég tek við af af- ar sterkum leiðtoga og að því leytinu til gæti þetta orðið erfitt, en einnig verða nokkrar breytingar á frá því sem verið hefur. Það verður ekki eins viðamikið og áður,“ segir Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður stjórnar LÍÚ. Björgólfur tekur við formennsku af Kristjáni Ragnarssyni, sem gegnt hafði henni í 33 ár. Björgólfur segir að markmið sitt sé að gera sitt bezta, ásamt öðrum út- gerðarmönnum, til að halda áfram að efla og styrkja LÍÚ og halda samtök- unum á þeirri sporbraut sem Kristján Ragnarsson hafi markað þeim. Auk Björgólfs voru kjörnir í stjórn LÍÚ þeir Elfar Aðalsteinsson, Ólafur Mar- teinsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sig- urður Bjarnason og Þorsteinn Erlings- son. Tek við af sterkum leiðtoga Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður LÍÚ, og Kristján Ragn- arsson, fráfarandi formaður samtakanna, á aðalfundi LÍÚ í gær. Ísland og/14 LÖGREGLAN í Reykjavík hefur á aðeins hálfum mánuði fundið tvöfalt fleiri e-töflur en allt árið í fyrra. Alls hefur lögreglan lagt hald á 1.550 e-töflur í þremur málum frá miðjum október, en í fyrra var lagt hald á 814 e-töflur. Þessi hrina hófst þann 14. október sl. þegar 1.000 e-töflur fundust við húsleit í Reykjavík og var karlmaður um tvítugt yfirheyrður vegna málsins. Í fyrradag fann lögreglan síðan 500 e-töflur og hand- tók ungan karlmann sem viðurkenndi að hafa átt fíkniefnin. Var honum sleppt í gær en mál hans verður sent ákæruvaldinu til áframhaldandi með- ferðar. Þessu til viðbótar fundust 50 e-töflur í fór- um nokkurra ungmenna í fyrrakvöld. Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir e-töfluna vera að aukast í umferð eftir nokkra lægð að undanförnu.Verð á e-töflum hefur samt verið að hækka frá því í apríl samkvæmt verðkönnun SÁÁ og kostar stykkið nú 2.020 krónur en kostaði 1.780 í apríl. Má því búast við verðlækkun bráðlega sam- fara vaxandi framboði. Tvöfalt fleiri e- töflur á 2 vikum en allt síðasta ár ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.