Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 55  JÓN Andri Finnsson, hornamaður í handknattleik, sem leikið hefur með Fram, ÍBV og Aftureldingu undanfarin ár hefur tilkynnt fé- lagsskipti úr Aftureldingu. Jón Andri hefur ákveðið að reyna fyrir sér í liði Gróttu/KR, þar sem hann hittir fyrir félaga sinn Pál Þórólfs- son.  LEIKMENN úrvalsdeildarliðs Breiðabliks í körfuknattleik fengu aðeins að spreyta sig fimm sinnum á vítalínunni í leik liðsins gegn ÍR á fimmtudag þar sem Breiðablik hafði betur, 71:69. Það er ekki á hverjum degi sem körfuknattleikslið fær að- eins fimm vítaskot í leik en það er ekki met samkvæmt samantekt Snorra Arnaldssonar á vef KKÍ.  ÍR-ingar eiga metið en liðið tók einungis 2 vítaskot gegn Njarðvík- ingum þann 7. mars 1982. Leikurinn fór fram í Hagaskóla og töpuðu ÍR- ingar, 86:58. Tímabilið 1982-1983 sló Fram næstum metið, en þeir tóku 3 vítaskot í leik sínum gegn Keflavík í Keflavík. Val Bracy (1) og Viðar Þorkelsson (2) tóku víti Framara í leiknum. Þess ber að geta að Viðar lék í hinu sigursæla knattspyrnuliði Fram og var í íslenska landsliðinu í knattspyrnu.  KR-ingar komust einnig nálægt því í leik gegn Keflavík 11. nóvem- ber 1983 í Keflavík. Þeir fengu ein- ungis 4 víti og féllu þau öll Jóni Sig- urðssyni í skaut.  GRÍÐARLEGUR áhugi er á leik norsku knattspyrnuliðanna Fredrik- stad og Oslo/Øst í 1. deildinni en úr- slit leiksins skera úr um hvort liðið kemst upp í úrvalsdeild. Ríkharður Daðason leikur með Fredrikstad en liðið lék í 2. deild á síðustu leiktíð en hefur ekki verið í efstu deild s.l. 19 ár eða frá árinu 1984. Um 9000 miðar hafa verið seldir í forsölu og komust færri að en vildu á leikinn sem fram fer í dag.  DAVID Bentley, 19 ára gamall hjá Arsenal, hefur ákveðið að gera samning við félagið fram til ársins 2008. Bentley hefur leikið með 21 árs landsliði Englands og er talinn vera einn af þeim efnilegustu á Bret- landseyjum. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal gegn Ox- ford í þriðju umferð ensku bikar- keppninnar fyrr á þessu ári og hann hefur verið í leikmannahópi liðsins í Meistaradeild Evrópu.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður með Real Madrid, hefur ráðið Terry Byrne, tæknilegan ráðgjafa hjá Watford, sem umboðsmann sinn. Byrne lætur af störfum hjá Watford í desember og heldur til Madrid til að taka við nýja starfinu. Byrne er náinn vinur Beckham – síðan Byrne starfaði með Glenn Hoddle, er hann var landsliðs- þjálfari Englands. FÓLK Rúmeninn mættur til Framara RÚMENSKI knattspyrnuþjálfarinn Ion Geolgau kom til landsins síðdeg- is í gær til viðræðna við Framara og að öllu óbreyttu verður gengið frá ráðningu hans til Safamýrarliðsins á morgun. Geolgau er 42 ára gamall og hefur þjálfað lið HB í Færeyjum frá árinu 1998. Undir hans stjórn hefur liðið orðið Færeyjameistari í þrígang og unnið bikarmeistaratitilinn einu sinni. Áður þjálfaði hann lið Const- ructorul Craiova í heimalandi sínu. Framarar eru einnig á höttunum eftir nýjum leikmönnum og líklegt er að tveir Færeyingar bætist í hóp þeirra á næstunni. Í fyrri hálfleik beitti Ólafur Stefáns-son sér ekki að fullu og frekar að félagar fengju fyrir vikið að spreyta sig í sókninni en Pól- verjar voru alltaf skrefinu á undan þegar þeir skoruðu grimmt með lang- skotum, án þess vörnin eða Guð- mundur Hrafnkelsson í markinu fengi rönd við reist. Fyrstu mínút- urnar tók Snorri Steinn Guðjónsson hlutverk leikstjórnanda og skipti síð- an við Ragnar Óskarsson en báðum tókst þeim ágætlega upp. Guðjón Valur Sigurðsson í vinstra horninu og Róbert Sighvatsson fóru hinsvegar á kostum þegar þeir sneru af sér varn- armenn Pólverja og ýmist skoruðu eða fengu vítakast, sem Ólafur Stef- ánsson skoraði úr af öryggi. Í ís- lensku vörninni voru menn ekki alltaf í sömu stöðum og þeir sinna með fé- lagsliðum sínum en gekk það þó ágætlega. Rúnar Sigtryggsson var að venju fastur fyrir og hornamönnum Pólverja tókst ekki að gera neinar rósir. Eftir hlé færði vörnin sig utar og náði þannig að fækka mörkum Pól- verja utan af velli, að vísu á kostnað marka af línunni, en sú vörn gekk samt vel upp. Ólafur tók einnig til við skotin við fögnuð áhorfenda. Hægt og bítandi jók Ísland forystuna og með þremur mörkum í röð eftir góð- an sprett fimm mínútum fyrir leiks- lok var staðan 29:25, sem reyndist Póllandi of mikið bil til að brúa. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður í heild- ina. „Ég er sáttur við stóran hluta leiksins en það voru kaflar þegar við fórum jafnvel fram úr sjálfum okkur og gerðum hlutina óþarflega flókna, tókum ekki réttar ákvarðanir og reyndum hluti sem gengu ekki upp, svo sem erfiðar sendingar og slíkt svo að boltinn fékk ekki að ganga nóg. Ástæðan er líklegast sú að menn hungraði í að spila heima og flýttu sér aðeins of mikið, það vantaði aðeins meiri yfirvegun. Í síðari hálfleik fannst mér við komnir með gott svar við varnarleik Pólverja. Varnarleikur okkar sjálfra byrjaði ekki vel en menn sóttu í sig veðrið eftir sem á leið og síðan var ég sáttur við þessa breytingu að fara í 5-1 vörn, það trufl- aði Pólverja og þeir töpuðum boltan- um nokkrum sinnum út á það, það fannst mér jákvætt,“ sagði Guð- mundur eftir leikinn. Hann notar þessa leiki til að prófa nýja hluti og margir fengu að spreyta sig. „Við prófun nýja hluti, til dæmis þegar við einum fleiri opnuðum vörn Pólverja mjög vel. Svo prófuðum við fullt af nýjum leikmönnum. Gunnar Berg Viktorsson stóð sig prýðilega í vörn- inni og fiskaði meðal annars víti. Ragnar Óskarsson spilaði fimmtán mínútur, Gylfi Gylfason kom inná í síðari hálfleik og Róbert Gunnarsson kom inná og spilar líklega meira á morgun. Það eru enn tveir leikir eftir og ég ætla að prófa eins mikið og hægt er en ég vil ekki gefa of miklar yfirlýsingar. Hinsvegar ef menn eiga frábæran leik eins og Róbert Sig- hvatsson í síðari hálfleik vil ég láta þá spila meira. Markvarslan var ekkert sérstök en hún helst oft í hendur með vörninni. Markverðir geta þó báðir gert betur en Reynir Þór tók nokkra bolta eftir hlé. Ég vildi ekki nota Garcia Jaliesky núna en væntanlega á morgun og við höldum áfram að prófa okkur áfram.“ Ísland lék síðast við Pólverja í byrjun árs 2003 og vann tvívegis. „Ég hef séð þetta lið spila áður en þeir eru með menn sem hafa ekki spilað lengi vegna meiðsla. Þeir eru með marga góða leikmenn og frábærar skytttur sem þarf að ganga vel út á móti. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, sérstaklega síðari hálfleikur og vona að áhorfendur hafi skemmt sér vel. Við skoruðum töluvert úr hraðaupp- hlaupum,“ bætti Guðmundur við og eflaust verður leikurinn í Ólafsvík í dag líka góð skemmtun. Pólski þjálfarinn Bodgan Zajacz- kowski var ánægður með að fá æf- ingaleikina gegn Íslandi. „Við erum að reyna að prófa nýja hluti eins og Íslendingar og þar sem við erum með ungt lið er gott að fá reynsluna úr þessum leikjum,“ sagði þjálfarinn og sagði Dag Sigurðsson hafa reynst sínum mönnum erfiður. „Við áttum í erfiðleikum með Sigurðsson, sem stóð sig best hjá þeim.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ragnar Óskarsson brýst í gegnum pólsku vörnina en Ragnar skoraði eitt mark í Kapalakrika í sigurleik íslenska landsliðsins. Strákarnir okkar náðu sér á strik LOKS þegar íslenska handknattleikslandsliðinu tókst að ná úr sér mestu spennunni, fór það að sýna sínar bestu hliðar og það reyndist nóg til að vinna Pólverja, 31:28, í fyrsta vináttuleik af þremur í Kapla- krika í gærkvöldi. Fjölmenni var á pöllunum í Hafnarfirði og hafði gaman af að sjá skemmtileg tilþrif hjá strákunum sínum, sem spila á erlendri grund. Vissulega eru vináttuleikir góðir til að prófa eitthvað nýtt og láta nýja menn öðlast reynslu en það er alltaf krafa um sigur. Stefán Stefánsson skrifar   %&'()* +&%,-)*  . ,//01 ,/ )% !% !*2 8= :  3 #  4 5 6 6 6 " 6  5  8= :  3 % %* &' *  () ! 6" 0 0 11' % % *+ )  ,- ! 57 '1 %8 9:11 %8 2%**,1 %8'1+2(,      &'% "$ *))&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.