Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORRÁÐAMENN norska knattspyrnu- félagsins Rosenborg telja að slæm um- fjöllun fjölmiðla hafi kostað félagið um 10 milljónir íslenskra króna þegar það lék við Rauðu stjörnuna frá Belgrad í UEFA-bikarnum á miðvikudags- kvöldið. Mikið var fjallað um möguleg ólæti stuðningsmanna Rauðu stjörnunnar á leiknum, vegna mikilla láta á leik liðs- ins í Danmörku í haust en liðið lék þá gegn OB í Óðinsvéum. Aðeins 9 þúsund áhorfendur mættu á leikinn í fyrrakvöld og telja for- ráðamenn Rosenborg að fjöldi fólks, einkum fjölskyldufólk, hafi verið hrætt við að koma á völlinn vegna skrifanna um stuðningsmenn andstæðinganna. „Þessi skrif orsökuðu mikla hræðslu meðal fólks og ég er mjög hissa á því. Lögreglan í Þrándheimi er margreynd í að sjá um gæslu í kringum svona leiki og hafði eins og venjulega fulla stjórn á öllu. Það sem gerðist í Danmörku var ein- stakt tilfelli vegna slælegs undirbún- ings lögreglu og hefði aldrei komið til hér, en skrifin skemmdu kvöld sem hefði getað orðið frábært fótbolta- kvöld hér í Þrándheimi. Fjölskyldufólk ákvað að sitja heima í stað þess að koma á völlinn,“ sagði Nils Skutle, stjórnarformaður Rosen- borg. Einn stuðningsmaður Rauðu stjörn- unnar var handtekinn með fíkniefni í fórum sínum en að öðru leyti urðu engin vandræði af komu þeirra til Þrándheims. Um 200 áhorfendur fylgdu liðinu og var framkoma þeirra á vellinum óað- finnanleg. Leikurinn endaði 0:0. Töpuðu 10 milljónum vegna ótta við ólæti  HJÁLMUR Dór Hjálmsson, leik- maður bikarmeistaraliðs ÍA í knatt- spyrnu, hefur samið við félagið á ný til þriggja ára. Hjálmur lék með 21 árs landsliði Íslands gegn Þjóðverj- um á dögunum en hann gat ekki leik- ið í upphafi keppnistímabilsins vegna fótbrots. Aðeins er eftir að semja við Baldur Aðalsteinsson og Grétar Rafn Steinsson af þeim leikmönnum ÍA sem eru með lausa samninga.  BANDARÍSKI tenniskappinn Andy Roddick tyllti sér í efsta sæti heimslistans í gær er hann lagði Tommy Robredo í þriðju umferð meistaramóts sem fram fer í París í Frakklandi. Roddick er 21 árs, en leikurinn endaði 6:3, 6:4. Juan Carlos Ferrero frá Spáni var efstur á heimslistanum en hann tapaði gegn Tékkanum Jiri Novak, 7:5, 7:5.  BRIAN Dean, knattspyrnumaður, gekk í gær í raðir enska 1. deildar- liðsins West Ham frá Leicester. Deane, sem er 35 ára, var keyptur til Leicester frá Middlesbrough fyrir tveimur árum en frá því Micky Adams tók við stjórninni hjá Leic- ester hefur Deane fengið fá tæki- færi.  JERMAINE Pennant, sem er í láni hjá Leeds frá Arsenal og er besti vinur Ashley Cole, bakvarðar Arsen- al, segir að sú vinátta komi ekki til með að hafa áhrif þegar Leeds tekur á móti Arsenal á Elland Road í dag. Þeir félagar koma eflaust til með að taka hvor á öðrum enda verður Pennant á hægri kantinum hjá Leeds.  ÞAÐ eru margir sem telja að það sé óeðlilegt að Arsenal gefi Leeds leyfi til að nota Pennant, þar sem hann er leikmaður liðsins – í láni hjá Leeds. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, sagði að það væri óeðlilegt að setja bann á leik- mann sem væri leikmaður í öðru liði. „Pennant er leikmaður Leeds um þessar mundir og því eðlilegt að hann leiki með liðinu.“  ARSENAL er eina taplausa liðið í öllum deildum ensku knattspyrn- unnar og eflaust vilja leikmenn Ars- enal hefna ófaranna frá því á High- bury síðastliðið vor þegar Leeds skellti Arsenal, 3:2, og gerði meist- aravonir félagsins að engu. Arsenal vann leik liðanna á Elland Road í fyrra, 4:1, og með sigri í dag kemst liðið í 800 stigin í ensku úrvalsdeild- inni frá stofnun hennar.  JAMIE Carragher og Chris Kirk- land skrifuðu í gær undir nýja samn- inga við Liverpool. Samningur Carr- aghers gildir til ársins 2007 en þessi sterki bakvörður er á sjúkralistanum eftir að hafa fótbotnað í leik gegn Blackburn í síðasta mánuði. Kirk- land, sem er varamarkvörður liðsins, samdi til ársins 2009. FÓLK ég er afar ánægður með úrslitin í þeim og tel mig hafa bætt mig tals- vert síðan í fyrra,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Hann er á sínu öðru ári í Pacific- háskólanum og stefnir á að ljúka BS- prófi en íþróttin er framar náminu í forgangsröðinni. „Tennisinn er núm- er eitt vegna þess að það er oftar sem maður þarf að fórna lærdómnum fyr- ir hann en öfugt. Ég hef verið í Þýskalandi á sumrin og geri það væntanlega áfram, og þar með spila ég af fullum krafti allt árið. Næstu árin stefni ég að því að spila í háskólanum á veturna og á atvinnu- mannamótum þegar þess er völ, og einbeita mér alfarið að þeim á sumr- in. Stóru takmörkin eru að komast á Ólympíuleika og „Grand Slam“-mót- in og þegar ég útskrifast úr skólanum hér vil ég helst komast alfarið í at- vinnumennskuna, ef mér tekst að fjármagna það,“ sagði Arnar Sig- urðsson. Lengst náði hann í boðsmóti Pacif-ic-skólans, þar sem hann tapaði úrslitaleiknum í einliðaleik og sigraði í tvíliðaleik ásamt fé- laga sínum, Lennart Maack frá Þýska- landi. Þá komst Arn- ar í átta manna úrslit á háskólamóti í Fresno og um síðustu helgi féll hann naumlega út í 16 manna úrslitum á stóru móti, ITA Regionals, sem haldið var í Carson. Þar mætti hann þriðja efsta háskóla- spilara Bandaríkjanna, Tobias Clem- ens frá UCLA, og tapaði í hörkuleik, 6:7, 6:4, 6:1. Arnar hefur auk þess tekið þátt í einu opnu peningamóti vestanhafs í haust, Modesto Open. Þar komst hann alla leið í fjögurra manna úrslit- in. Stefnir ótrauður á atvinnumennsku Arnar, sem er 22 ára Kópavogsbúi, stefnir ótrauður að atvinnumennsku í íþróttinni. „Háskólatennis í Banda- ríkjunum er á mjög háu stigi og bestu leikmennirnir þar standa sig jafnan vel á atvinnumannamótum. Margir sem hafa alla burði til að fara í at- vinnumennsku velja háskólana þar sem þá vantar fjármagn til að komast af stað upp á eigin spýtur, og það var ástæðan fyrir því að ég fór þessa leið. Bandaríkin eru ákjósanlegur vett- vangur fyrir góða tennisspilara sem vilja verða enn betri og komast í at- vinnumennsku. Öll mótin sem ég hef tekið þátt í hafa verið mjög sterk og Arnar Sigurðsson tennisleikari stendur sig vel í keppni vestanhafs „Hef bætt mig tals- vert frá því í fyrra“ ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeistari í tennis, hefur átt góðu gengi að fagna á mótum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Hann stundar nám í líffræði við Pacific-háskólann í Stockton í Kaliforníu og keppir fyrir hans hönd á háskólamótum. Arnar hefur náð bestum árangri af leikmönnum frá Pacific í haust og hefur unnið sjö af tíu leikjum sínum á þeim þremur háskólamótum sem hann hefur tekið þátt í. Eftir Víði Sigurðsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnar Sigurðsson hefur staðið sig vel í Bandaríkjunum. UNNIÐ er að því hörðum höndum að gera San Siro-leikvanginn í Míl- anóborg leikfæran fyrir uppgjör knattspyrnurisanna AC Milan og Juventus. Evrópumeistararnir taka á móti Ítalíumeisturunum í stórleik helgarinnar í ítölsku 1. deildinni á laugardagskvöldið en útlit er fyrir að þau heyi einvígi um ítalska meistaratitilinn í vetur. Bæði eru með 19 stig eftir sjö umferðir og næsta lið, Roma, er fjórum stigum á eftir. San Siro-völlurinn hefur oft verið ósléttur, enda mikið álag á honum þar sem bæði AC Milan og Inter eru með hann sem heimavöll. Nýtt gras var sett á hann í vor en það tókst ekki sem skyldi og leikmenn liðanna hafa kvartað mikið undan honum í haust. Nú í vikunni var grasið fjar- lægt af talsverðum hluta vallarins og nýtt keypt frá Bordeaux í Frakk- landi og flutt til Mílanó á stórum trukkum. Unnið hefur verið dag og nótt við að tyrfa völlinn og koma honum í gott horf fyrir stórleikinn. Franskt gras á San Siro-völlinn AP Darren Caskey, leikmaður Notts County, tekur aukaspyrnu fyrir framan mark Chelsea, þar sem Njitap Garemi, Mario Melchiot, Eiður Smári og Damien Duff eru til varnar. DENIS Law, fyrrverandi stórstjarna Manchester United og skoska landsliðs- ins, er mjög ánægður með starf Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skotlands. „Þegar við gerðum jafntefli við Fær- eyinga í fyrsta leiknum í Evrópukeppn- inni, reiknaði enginn með stórafrekum. Vogts, sem hefur ekki haft úr neinum stórstjörnum að velja, hefur gert krafta- verk með skoska liðið, sem nú er að fara að leika við Hollendinga um rétt til að leika í Evrópukeppninni í Portúgal.“ Law hrósar Vogts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.