Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 39
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 39 HAUSTVERTÍÐINNI á Winnipeg-vatni lauk í gær en Halldór Pét-ursson eða Haddi Peterson eins oghann er gjarnan kallaður hefur ekki verið upptekinn hennar vegna undanfarna tvo áratugi. En þó að hann sé löngu hættur fiskveiðum lifir fiskimaðurinn í honum og hann klæðir sig upp sex morgna í viku til að fara í kaffi með hinum strákunum, sem líka eru hætt- ir öllum veiðum. „Það var oft fjör hjá okkur hérna og mikið skrafað en nú eru margir farnir. Það er lífsins gangur,“ segir Haddi. „Ég er líka orðinn asskoti aumur og ónýtur, þó að ég reyni að ganga daglega, svo ég geri eitthvað annað en að sitja allan daginn. Ég hætti að fiska um 1980 og þá fór ég að mála en varð að hætta því fyrir nokkrum árum, því ég var orðinn svo stirður í fingrunum. Hnén eru vond og svo er ég hjartveikur og með of háan blóðþrýsting en pillurnar koma að góðu gagni. En annars er ég sæmilega hress, les blaðið og reyni að fylgjast með. En ég syng ekki og er ekki í kór. Íslend- ingar eru margir í kórum og dóttir mín er í tón- listinni en ég hef aldrei sungið því það væri eins og úlfur að spangóla.“ Á vatninu í 55 ár Foreldrar Hadda voru Pétur Guðmundsson og Sigríður Þorsteinsdóttir, en Haddi tók við af föður sínum snemma á liðinni öld. Hann hélt upp á 92 ára afmæli sitt 30. júlí sem leið og læt- ur sér nægja að tala um veiðina eftir áratuga veiðiskap á Winnipegvatni. „Ég fæddist í Gimli 1911 og stundaði veið- arnar á vatninu í 55 ár. Pabbi var fiskimaður á Íslandi, en kom hingað um aldamótin 1900 og hélt áfram fyrri iðju. Ég var 14 ára þegar hann dó og þá var ekki um annað að ræða en hætta í skólanum og fara að fiska. Við vorum sjö systk- inin, fjórir bræður og þrjár systur, en ég er einn eftir. Það leit samt út fyrir að ég færi strax fyrsta daginn á vatninu. Það var svo hvasst og ég var svo sjóveikur að ég hélt að ég væri að deyja. Við vorum að draga inn net þegar kvika kom á bátinn. Við hefðum ekki lifað aðra slíka af. Það var líka oft kalt á vatninu og við áttum ekki nógu góð hlífðarföt en einhvern veginn bjargaðist þetta nú allt saman og það kom aldr- ei neitt fyrir hjá okkur. Ekkert sem er í frásög- ur færandi, en í einum storminum fóru sjö eða átta menn niður. Veðrið gat því verið hættulegt og er það svo sem enn. Við gengum í verkin eins og best við gátum og þekktum ekki annað, en lengst af var ekki mikið upp úr þessu að hafa, þó að það hafi verið býsna gott síðustu ár- in, sem ég var í þessu. En þetta var erfið vinna og maður var alltaf kófsveittur. Það var erfitt að leggja fleiri bjóð af netum og enn erfiðara að draga þau inn. Og veiðarnar á ísnum voru ekki síður erfiðar, en þær urðu heldur viðráðanlegri þegar borinn kom til sögunnar. Við vorum þrír bræðurnir saman í þessu, en yngsti bróðir okk- ar drukknaði ungur.“ Íslenskan á undanhaldi Haddi hefur verið ekkjumaður í 35 ár en kona hans var Elizabeth Cook og eignuðust þau þrjú börn, en barnabörnin eru fimm. Eliza- beth var af þýskum ættum en Haddi hélt tryggð við íslenskuna og gerir enn. „Það var alltaf töluð íslenska heima og ég lærði ekki ensku fyrr en í skólanum. Ég fór einu sinni til Íslands, með Ted Kristjanson 1976, og þá fór- um við niður á bryggju á hverjum degi og fylgdumst með trollurunum þegar þeir komu inn. Við náðum góðu sambandi við íslensku fiskimennina og þeir buðu okkur með sér í sjö daga túr en við vildum ekki fara. Vorum í fríi og töluðum íslensku í landi. Ég tala íslensku sjaldnar núna því þeim fækkar sem hægt er að tala við og ég er orðinn of gamall til að fara aft- ur til Íslands.“ Frístundamálari Heima hjá Hadda eru málverk uppi um alla veggi og eru þau flest eftir hann sjálfan. „Ég þótti alltaf góður við það að draga myndir, lærði það af sjálfum mér, og þegar ég hætti að fiska byrjaði ég að mála fyrir alvöru. Ég málaði umhverfið, húsin og trén, fiskibátana og höfn- ina, veturinn og sumarið. Oft tók ég fyrst ljós- myndir og málaði síðan eftir þeim, en svo fór að ég varð að hætta þessari iðju líka. Ég gat ekki orðið beitt fingrunum, var orðinn svo stirður. Áður hafði ég selt margar myndir en ég á enn margar hérna í geymslunni og veit í raun ekki hvað um þær verður.“ Fallið réð för Sem fyrr segir lauk haustvertíðinni í gær, 31. október, en Haddi dró upp netin fyrir margt löngu. Hann hefur búið hjá syni sínum og fjöl- skyldu á LoniBeach, rétt norðan við Gimligarð- inn, undanfarin ár og þó að hann sé nánast við vatnið segist hann ekki sakna veiðanna. „Heils- an var farin að gefa sig og ég var orðinn slæm- ur í fótunum. Þegar ég svo datt úr byttunni þarna um árið þá gaf ég syni mínum byttuna og netin enda kominn tími til að hætta.“ Kominn tími til að hætta Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Haddi Peterson hefur í mörg ár farið í morgunkaffi með öðrum fiskimönnum en þeim fer fækk- andi við borðið þeirra í bakaríinu við aðalgötuna í Gimli. Heima hjá Hadda eru málverk uppi um alla veggi og eru þau flest eftir hann sjálfan. steg@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Undanfarin ár hafa nokkrir gamlir fiskimenn komið saman á morgnana í bakaríinu við að- algötuna í Gimli í Kanada, en þeim hefur fækkað. Þegar Steinþór Guðbjartsson leit þar við ekki alls fyrir löngu sátu aðeins tveir við borð fiski- mannanna og annar sagðist ekki vera í hópnum. Hins veg- ar var Halldór Pétursson á réttum stað. „ÉG er mjög ánægður með þátttökuna og okkur finnst gaman að koma svona saman,“ segir Peter Peterson, formaður Kanadíska félagsins á Íslandi, en félagið stóð fyrir þakkargjörðarhátíð í Hafnarfirði um liðna helgi. Kanadíska félagið á Íslandi stendur fyrir ýmsum uppákomum. „Við höldum upp á kanadíska frídaga eins og siður er í Kan- ada,“ segir Peter og bætir við að félagið reyni líka að vera Kanadamönnum, sem hyggi á ferðir til Íslands, innan handar. Félagsmenn eru fyrst og fremst Kanada- menn búsettir á Íslandi og fjölskyldur þeirra, en heimasíðan er http://simnet.is/ canadian.club/. Morgunblaðið/Steinþór Ólöf Pétursdóttir og Hannah Kristín Trønnes fá á diskana sína hjá Peter Peterson. Kanadamenn koma saman Deiglunni á Akureyri fimmtudaginn 6. nóvember, en tónleikarnir þeirra þar hefjast klukkan 21.30. Heim í átthagana Í fyrra fékk Martha æðstu bók- menntaverðlaun Kanada í flokki unglingabóka, Bókmenntaverðlaun landsstjórans eða The Governor General’s Literary Award, fyrir bókina True Confessions of Heart- less Girl, en þrisvar áður hafði hún verið tilnefnd til þessara verðlauna. Á morgun klukkan 14 les hún úr verkum sínum í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu og á mánudag klukkan 16 í Háskóla Íslands, en klukkan 20 verður hún með upplest- ur í Gunnarshúsi á vegum Rithöf- undasambandsins. Á þriðjudag verður hún með upplestrarkvöld í Deiglunni á Akureyri klukkan 20.30 á vegum Háskólans á Akureyri og Félags áhugafólks um heimspeki. Theodis, móðir Mörthu, var dóttir Runólfs Marteinssonar og Ingunnar Bardal frá Svart- árkoti í Bárðardal og stendur til að hún heim- sæki átthagana, en þetta er fyrsta heimsókn Mörtu til landsins. VESTUR-ÍSLENDINGURINN Martha Brooks syngur á Jazzhátíð Reykjavíkur í næstu viku og er einn helsti listamaður hátíðarinnar, að sögn Friðriks Theódórssonar, fram- kvæmdastjóra Jazzhátíðarinnar. Listamaðurinn Martha Brooks, sem er íslensk í móðurætt og býr í Winnipeg, þykir frábær djasssöngv- ari og í því sambandi má nefna að diskur hennar Change of Heart fékk í fyrra tónlistarverðlaun Manitoba í Kanada, The Prairie Music Award, sem besti djassdiskur sléttunnar. Martha kemur fram á Nasa föstu- daginn 7. nóvember og hefst dag- skrá hennar klukkan 22, en með henni leika þekktir tónlistarmenn; píanóleikarinn David Restivo, bassaleikarinn Mike Downes og trommuleikarinn Ted Warren. „Hún er eitt af aðalnúmerunum okk- ar,“ segir Friðrik Theódórsson. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur. Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum listamenn frá Kanada, en með henni verða toppmenn frá Kanada,“ bætir hann við og vekur athygli á því að fleiri Kan- adamenn verði í sviðsljósinu á hátíðinni því sunnudaginn 9. nóvember komi kanadíski trompetleikarinn Ingrid Jensen fram. Martha Brooks kemur til landsins á vegum verkefnisnefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, The International Visits pro- gram, en auk þess að syngja á Jazzhátíðinni, verður hún með tónlistarmönnunum, sem með henni eru, á vegum Jazzklúbbs Akureyrar á Vestur-Íslendingurinn Martha Brooks syngur á Jazzhátíð Reykjavíkur Einn helsti listamaðurinn Vestur-Íslendingurinn Martha Brooks syngur á Jazzhátíð Reykja- víkur í næstu viku og er einn helsti listamaður hátíðarinnar. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.