Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 33 L ANDSFUNDUR Samfylkingarinnar fer fram um helgina í glæsihúsi þeirra Haukamanna á Ás- völlum í Hafnarfirði. Flokksmenn horfa björtum augum fram á veg- inn eftir sögulega sigra undanfar- inna ára. Það er svo sannarlega við hæfi að halda fundinn í Hafn- arfirði þar sem saga jafn- aðarmanna er saga af sigurgöngu áratugi aftur í tíman. Með há- punktum á borð við þá þegar Guð- mundur Árni Stefánsson alþing- ismaður leiddi jafnaðarmenn til sigurs og hreins meirihluta á ní- unda áratugnum og hreinn meiri- hluti Samfylkingarinnar í bæj- arfélaginu fyrir rúmu ári. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2002 gekk Samfylkingunni víða mjög vel. Flokkurinn hlaut eins og áður sagði hreinan meiri- hluta í Hafnarfirði, hreinan meiri- hluta á Siglufirði, jók fylgi sitt úr 27%, (Árborgarlistinn 1998) í 42% í Árborg og náði verulega góðum árangri víða um land. Bæði undir eigin merkjum og með öðrum. T.d. í Kópavogi, Hveragerði, Vest- mannaeyjum, Vogum, Grindavík, Akranesi og Reykjanesbæ. Þessi árangur var innsiglaður í vor þeg- ar flokkur íslenskra jafn- aðarmanna fékk í fyrsta sinn yfir 30% fylgi í kosningum til Alþingis og batt þar með enda á yfirburði Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Seiglan sigraði Á ýmsu gekk fyrsta kastið enda markið sett hátt. Eðlilega tók tíma að ydda málefnin hjá breið- fylkingu félagshyggjufólks sem samanstóð af jafn stórum og lit- ríkum hópi manna og kvenna úr fjórum flokkum auk fjölda fólks sem aldrei hafði nálægt stjórn- málum komið. Það var aldrei skortur á þeim spámönnum sem sáu það í hendi sér að gengi flokksins yrði aldrei gott og kannanir fyrstu misserin eftir kosningar sýndu það og sönnuðu að stóri jafnaðarflokk- urinn væri tálsýn ein. En seiglan sigraði bölbænirnar og flokkurinn tók flugið á ný. Evrópuákvörðunin Fyrir réttum tveimur árum hélt Samfylkingin sinn fyrsta lands- fund. Þá voru veður válynd og framtíðarmúsíkin óljós. Enda gáfu skoðanakannanir til kynna að flokkurinn væri með á bilinu 13–16% fylgi þá mánuðina. Á þeim tíma var undirritaður framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar og það var ógleymanlegt að vinna með formanni flokksins, forustu og félagsmönnum þær vikurnar og upplifa seigluna og einurðina í því að skila flokknum heilum í höfn. Sá landsfundur markaði enda tímamót og um- skipti í tilveru flokksins. Miklu skipti í þeim umskiptum sem áttu sér stað á landsfundinum 2001 þær skýru og afdráttarlausu málefnaáherslur sem markaðar voru. Össur Skarphéðinsson for- maður lagði Evrópuákvörðun sína fyrir fundinn og tók af skarið um þau mál af sinni hálfu. Sú ákvörð- un var afdrifarík og varð meðal annarra atriða til að þeyta flokkn- um upp á við í fylgiskönnunum þegar á leið og skerpa verulega á karaktter hans. Í kjölfarið efldist Samfylkingin stórum með skýra og sérkennandi stefnu. Menntun meginmálið Landsfundur setur leiðarstefin og þar eru teknar þær pólitísku ákvarðanir sem mestu varða um framtíð hvers flokks. Þar eru póli- tísku línurnar markaðar og á með- al meginmála fundarins nú hjá Samfylkingunni eru mennta- málin. Lítið hefur farið fyrir heild- stæðri umræðu um íslenskt menntakerfi en af og til blossar upp umræða um eintaka þætt þess og er það ágætt svo langt sem það nær. En það nær ekki alla leið og getur orðið til tjóns og skaða þegar miklar breytingar eiga sér stað án þess að allir þætt- ir málsins séu heildstætt skoðaðir. Umhverfi skólamálanna hefur sumpart tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi sjálfstætt starfandi háskóla hefur tekið til starfa og að litlu leyti hefur örlað á þessari þróun á framhalds- skólastiginu með Hraðbrautinni í Hafnarfirði. Ekki er sjálfgefið að þessi þró- un sé til bóta fyrir allt skólakerfið ef ekki er hugað að heilstæðum breytingum samhliða þessari ann- ars jákvæðu þróun. Til dæmis er mismunurinn á aðstöðu sjálfstætt starfandi háskólanna og Háskóla Íslands til fjárafla farinn að verða þeim síðarnefnda verulegur fjötur um fót. Skólagjöld við HÍ Páll Skúlason, háskólarektor og heimspekingur, hefur getið sér gott orðspor fyrir að halda eft- irtektarverðar og merkar ræður við útskrift nemenda sinna. Fyrir skömmu hélt hann eina slíka við útskrift nemenda sinna og varpaði hún sterku ljósi á þá sorglegu að- stöðu sem stjórnvöld eru búin að hrekja Háskólann í. Með því að skammta honum allt of lítið fé er verið að neyða HÍ til að hafa frum- kvæði af því að taka upp skóla- gjöld við skólann. Það virðist stefna Sjálfstæðis/Framsókn- arflokks að búa svo um hnúta að skólinn sjái sér ekki aðra kosti færa en að fara fram á það við stjórnvöld að hækka gjaldtöku við skólann. Háskóli á heimsmælikvarða Á sama tíma bendir rektor á að grunnnám við Háskólann sé að verða að jafngildi stúdentsprófs hér fyrr á árum. Áfangi á lengri leið. Sem segir allt sem segja þarf um nauðsyn þess að slíkt nám standi öllum jafnt til boða óháð efnahag. Hins vegar þarf með röskum hætti að bregðast við fjár- svelti Háskóla Íslands enda bók- staflega verið að leggja stein í götu skólans í samkeppni við aðra skóla. Fjárframlög til hans á að hækka verulega og gera honum þannig kleift að eflast sem háskóli á heimsmælikvarða. Ekki er útilokað að endurskoða þurfi fjáröflun Háskólans í fram- tíðinni. Það á hins vegar ekki að gera með því að svelta skólann út í horn, hefta í harðri samkeppni og berja til að taka óvinsælar ákvarð- anir fyrir ráðamenn. Landsfund- urinn og leiðarstefin Eftir Björgvin G. Sigurðsson ’ Landsfundur setur leiðarstefin og þar eru teknar þær pólitísku ákvarðanir sem mestu varða um framtíð hvers flokks. ‘ Höfundur er þingmaður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar. ýmsar til að ná að er t kostur á unnskóla- þeir inn- kólans einu ári ns vegar amhalds- endri fyr- að miða mánuði öndunum. ggja ir og hafa eirra til að breytingu ð og þegar ytt úr 6 ár- um í 4 ár með fræðslulögunum frá árinu 1946. Þá voru neðstu bekkir skólans afnumdir og næsta skóla- stigi fyrir neðan gert að brúa bilið með unglingastigi og landsprófi miðskóla. Hér væri því eðlilegt að gera ráð fyrir í þessum hug- myndum að skera af námsefni fyrsta árs í framhaldsskólanum. Að öðrum kosti er um hreina gengisfellingu á náminu að ræða og líklegt að háskóladeildir muni þurfa að stofna sérstakar und- irbúningsdeildir áður en langt um líður. Ef farin verður sú leið að af- nema fyrsta ár framhaldsskólans þarf að gefa grunnskólanum nokk- urn tíma til að aðlagast breyttu umhverfi. Í þjóðfélaginu er víða áhugi á því að stytta nám til stúdentsprófs en þó án þess að það bitni á gæð- um þess. Ég er þeirrar skoðunar að málefni þessi þurfi að íhuga vel. Fyrst þarf að svara skýrt spurningunni hvers vegna sumir telja þörf á að stytta námið. Ef við teljum sterk rök vera fyrir stytt- ingunni, þarf að komast að því hvernig skynsamlegast er að gera það til að skólakerfið í heild þjóni sem best nemendum og þjóðfélag- inu í heild. Það þarf að ígrunda vel með faglegum hætti hvort heppilegra sé að stytta framhalds- skólann í 3 ár eða stytta grunn- skólann í 9 ár. Ég er hlynntur því að skoða danska fyrirkomulagið með því að bjóða þeim nemendum, sem treysta sér til þess, að ljúka grunnskólanum á 9 árum og ég tel afar mikilvægt að haldið verði í þá fjölbreytni, sem einkennir íslenska stúdentsprófið, án þess þó að það bitni á undirstöðugreinum. Reynslan af nýju námskránni er góð en þar er lögð áhersla á að dýpka kunnáttu í kjörsviðs- greinum námsbrauta en bjóða einnig upp á nokkurt val til að auka fjölbreytni námsins. – Þetta skólaár er hið fyrsta þar sem nýja námskráin kemur að fullu til framkvæmda. Lagt var í mikla vinnu og kostnað við nýja nám- skrá og námsgagnagerð. Ég legg því til að við förum varlega og forðumst skyndilegar ákvarðanir um að gjörbreyta menntakerfinu, metum heldur með faglegum hætti hvernig nýja námskráin hafi reynst og látum ekki fátækleg sparnaðaráform ráða för. Í því efni verður að hafa í huga að far- sæld okkar í framtíðinni byggist á fjölbreyttu og traustu mennta- kerfi. stúdentsprófs Höfundur er rektor Menntaskólans í Reykjavík. ’ „Í þjóðfélaginu ervíða áhugi á því að stytta nám til stúd- entsprófs en þó án þess að það bitni á gæðum þess. Ég er þeirrar skoðunar að málefni þessi þurfi að íhuga vel. Fyrst þarf að svara skýrt spurn- ingunni hvers vegna sumir telja þörf á að stytta námið.“ ‘ Morgunblaðið/Ásdís kefnum ÞSSÍ í landinu – einkum gi úttekt á starfseminni í NAMFI; skóla í Walvis Bay – leiddu hins s, að erfitt væri að skiljast við þannig að þeim yrði lokið fyrir 2. Í úttektinni á NAMFI gerðu ðilar tillögu um að verkefnið yrði um tvö ár og að því stefnt að að ljúka því að mestu eða öllu árslok 2004. Stjórn ÞSSÍ féllst á gu og jafnframt, að samstarfs- r við Namibíu yrði framlengdur til árs. Jafnframt samþykkti stjórnin ý verkefni yrðu undirbúin í land- það miðað að fyrirliggjandi verk- i lokið fyrir árslok 2004. Þannig ð unnið af hálfu ÞSSÍ og eru nú á að það takist. ember sl. barst ÞSSÍ bréf frá for- tofu Namibíu þar sem farið er mlengingu á samstarfinu til fimm rst einnig annað bréf þar sem r upp á sex nýjum verkefnum, var beðin um að skoða. Verkefnin á því að vera mjög stór og kostn- iður í smærri félagsleg verkefni. Í okkar til Namibíu nú höfum við orsendur samstarfsins og átt fulltrúum stjórnvalda, sem lýsa m áhuga á áframhaldandi sam- rsamstarf Íslendinga og Namibíu- fst árið 1990 og hefur frá upphafi inst að sjávarútvegi en á seinni ig að félagslegum verkefnum. Ís- var- og fiskilíffræðingar hafa egum ÞSSÍ og namibíska ríkisins sóknastofnun Namibíu. Þessum ú lokið. Annar þáttur starfsem- r verið uppbygging sjómanna- Walvis Bay sem tók til starfa 1994 og er umfangsmesta samstarfsverkefni ÞSSÍ í Namibíu og þótt víðar væri leitað. Enn annað verkefni ÞSSÍ í Namibíu tengd- ist fiskimálaskrifstofu SADC, sem eru Þró- unarsamtök ríkja í sunnanverðri Afríku. Hvað félagsleg verkefni áhærir ber helst að nefna fullorðinsfræðsluverkefnin en þau hófust í smáum stíl 1993–1994. Síðustu árin hefur starfsemi ÞSSÍ á þessu sviði vaxið mjög, eða frá árinu 1999 að stofnunin réð til sín sérstakan ráðgjafa til að sinna fé- lagslegum verkefnum í landinu. Markhóp- urinn er konur í fátækrahverfum bæjanna og börn þeirra, í flestum tilfellum einstæðar mæður, flóttamenn frá norðurhéruðum Namibíu sem leita til sjávarbyggðanna eftir atvinnu. Námskeiðin og kennslan eru einnig opin körlum, en meirihluti þeirra sem sækja námið er konur. Það er erfitt að lýsa Namibíu. Líklega er best að orða það sem svo, að hún sé land andstæðnanna – á alla vegu. Hér eru auð- lindir í jörðu; demantar og fleira. Hér eru auðug fiskimið og síðan sendnar eyðimerk- ur svo langt sem augað eygir og ekki stingandi strá að sjá. Vatn af skornum skammti, atvinnuleysi gríðarlegt og glæpir vaxandi. Hundruð Íslendinga hafa haft hér búsetu í lengri eða skemmri tíma á und- anförnum árum og margir hafa kosið að setjast hér að eftir að verkefnum lýkur. Fjölmennt Íslendingasamfélag ber vel heppnaðri samvinnu glöggt vitni og dómur flestra er að sambúðin hafi gengið vel. Ekki fer heldur á milli mála, að í Namibíu er eitt- hvað sem heillar þessa landa okkar og hefur orðið til þess að þeir vilja helst hvergi ann- ars staðar vera. Með bættum hag eru fjölmörg ríki mark- visst að draga úr stuðningi við Namibíu. Þannig stefna Svíar að því að draga úr starf- semi sinni í Namibíu á næstu fimm árum og verða að því loknu alfarnir. Finnar stefna að því að ljúka starfsemi sinni í landinu af svip- uðum ástæðum en þeir munu þó ekki ætla að hverfa alfarið frá Namibíu. Norðmenn hyggjast verða alfarnir nú í árslok og aðrar þjóðir eru einnig á förum. Margar þjóðir hyggjast þó starfa hér áfram í einhverri mynd, enda margvísleg aðkallandi vandamál sem vinna þarf að. Þrátt fyrir að ÞSSÍ ljúki hefðbundinni þró- unaraðstoð í Namibíu fyrir lok ársins 2004 má færa ýmis rök fyrir því að samvinnu á milli landanna verði haldið áfram á einhverju formi. Fátækt er hér enn mikil og tíðni eyðn- ismitaðra hvergi meiri í heiminum. Í öðru lagi hefur samvinnan undanfarinn áratug byggt upp sambönd og þekkingu sem myndu hverfa ef samstarfinu yrði hætt. Æskilegt er að varðveita þessi sambönd eins og kostur er. Í þriðja lagi er Namibía ríki sem hefur náin tengsl við önnur Afríkuríki á svæðinu. Tengsl Íslands við lönd í Afríku eru mjög takmörkuð og er því mikilvægt að byggja á þeim sam- böndum og á þeirri kunnáttu sem þegar er til staðar. Allt þetta verður að vega og meta á næstu vikum og mánuðum. Þróunarsamvinnustofn- un mun í félagi við stjórnvöld í Namibíu gangast fyrir viðamikilli úttekt á þeim verk- efnum sem staðið hafa yfir í landinu og á grundvelli þeirrar úttektar verður loka- ákvörðun tekin. En þegar fylgst er með því stórkostlega starfi, sem á sér stað í fé- lagsmiðstöðvum þeim sem Þróunarsam- vinnustofnun hefur tekið þátt í að reisa í löndum Afríku, sést glögglega hverju lítil og fámenn þjóð í nyrsta hafi fær áorkað. Litli drengurinn fyrir framan mig hefur notið góðs af því og kannski gleðst hann ofurlítið yfir því með sjálfum sér, mitt í sinni djúpu sorg. Menntun er lykillinn að framförum – lykillinn að framtíðinni. Vonandi tekst okkur Íslendingum að komast til frekari þroska á næstu árum og áratugum og smíða fleiri lykla – frekari tækifæri til framtíðar – fyrir þá bræður okkar og systur, börnin í framandi löndum sem þurfandi eru. Þá væri ekki til svo lítils barist. nntun er lykillinn mförum – lykillinn mtíðinni ‘ Höfundur er stjórnarformaður Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands og aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.