Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 29 ÞRIÐJU og síðustu tónleikar í röð- inni Haustkvöld í Óperunni verða í kvöld kl. 20. Þá verður Sigrún Hjálmtýsdóttir sérstakur gestur Jó- hanns Friðgeirs Valdimarssonar. Auk þeirra koma fram þau Sesselja Kristjánsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Davíð Ólafsson. Á pí- anóið leikur Kurt Kopecky. „Þessir tónleikar eru einskonar kveðjutónleikar fyrir mig í bili,“ segir Jóhann Friðgeir, „því ég er á förum til Þýskalands næsta ár og syng í þarlendum óperuhúsum, að mestu leyti, jafnvel í Austurríki og víðar í Evrópu líka. Í heildina eru þetta ítalskir tónleikar, bombur úr þekktum óperum. Ég mun leyfa áheyrendum að hlýða á mínar eft- irlætis aríur sem eru algjört eyrna- konfekt sem flestir ættu að þekkja.“ Jóhann Friðgeir fékk Diddú til liðs við mig og mun þau syngja dú- etta úr La Bohème og Drykkju- sönginn úr La Traviata. „Það er alltaf mikil stemmning að flytja Drykkjusönginn,“ segir Jóhann og hlær við. „Síðan tekur Diddú nokkrar flottar bombur, frægar sópranaríur, t.d. É strano! É strano! úr La Traviata og Casta diva úr Normu. Ég syng sjálfur báðar bomburnar úr Toscu, Recondita armonia – É lucevan le stelle og ar- íu úr Macbeth, Nessun dorma úr Turandot og Vesti la giubba úr I Pagliacci. Einnig syng ég aðal- aríuna úr Madame Butterfly, Addio, fiorito asil. Ekki má gleyma íslensku tónskáldunum, ég býð áheyrendum að hlýða á nokkur Kaldalónskonfekt. Ólafur Kjartan syngur aríu úr Il Pagliacci og Davíð syngur tvær Verdi-aríur og Sess- elja syngur aríu úr Werther.“ Þetta eru síðustu hausttónleikar Íslensku óperunnar þetta misserið en óperan Werther eftir Jules Massenet verður frumsýnd í stutt- formi 22. nóvember. „Þá verð ég farinn til Þýskalands og Snorri Wium kemur í minn stað,“ segir Jó- hann Friðgeir að lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Þau flytja óperuaríur í Íslensku óperunni: Ólafur Kjartan, Davíð, Sesselja, Kurt, Diddú og Jóhann Friðgeir. Að hætti Jóhanns Frið- geirs í Íslensku óperunni DAGNÝ Guðmundsdóttir myndlist-armaður opnar sýningu í ListhúsiÓfeigs, Skólavörðustíg 5, kl. 16 í dag. Dagný hefur komið fyrir innsetn- ingu með skúlptúrum sem hún nefn- ir Horfum á karlmenn. „Í vestrænum nútímasamfélögum eru fagrir og vel stæltir líkamar í há- vegum hafðir líkt og meðal Forn- Grikkja en á sama tíma er líkamleg vinna ekki hátt skrifuð,“ segir Dagný. „Útlendingar eu fengnir til að vinna erfiðustu líkamlegu vinnuna en Grikkir notuðu útlenda þræla. Af hverju eru menn að þjálfa líkamann langt umfram það sem þörf er á heilsunnar vegna? Vegna fegurðar- innar? Fyrir okkur til að horfa á og koma við? Horfa konur eins og karl- menn? Hvernig sjá konur karl- mannslíkamann?“ Sýningin er opin á verslunartíma. Horft á karlmenn hjá Ófeigi Í NORRÆNA húsinu opnar Ragn- heiður Thorarensen, umboðsmaður Georg Jensen Damask, sýningu á nýjum mynstrum og litum í dúkum, rúmfötum, handklæðum o.fl. kl. 13 í dag, laugardag. Georg Jensen Damask er rótgróið vefnaðarfyr- irtæki og árlega koma fram ný mynstur og litir. Sýningin er einnig opin á morgun kl. 13–17, báða dagana. Sýning á nýjum mynstrum ♦ ♦ ♦ Þjóðmenningarhús kl. 14 Í Sögu- stund les Ólafur Gunnar Guð- laugsson upp úr nýrri bók sinni um Benedikt búálf, Höfuðskepnur Álfheima. Sam- hliða upplestr- inum verða myndir úr bók- inni sýndar. Þetta er fimmta bók Ólafs um Benedikt og fé- laga hans búálf- ana. Benedikt búálfur fær gamla bók að gjöf á 153. afmælisdaginn sinn. Þar er sagt frá hinum ægilegu höf- uðskepnum Álfheima – Grjúpi, Ægi, Dæsingi og Surti – og hvern- ig megi vekja þær upp af löngum og djúpum svefni sínum. Verndari Sögustunda er Vigdís Finnbogadóttir. Í DAG Ólafur Gunnar Guðlaugsson Nýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 14 Laufey Sigurðardóttir fiðluleik- ari og Páll Eyjólfsson gítarleikari leika m.a. lög eftir Sigfús Hall- dórsson, sem Páll hefur umritað fyr- ir fiðlu og gítar og einnig píanóverk eftir Chopin útsett fyrir þessi hljóð- færi af Páli. Laufey og Páll hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upp- tökur fyrir útvarp og sjónvarp. Á efnisskrá þeirrra eru verk frá bar- okk-tímanum til okkar daga og ís- lensk tónskáld hafa samið verk fyrir þau sérstaklega. Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenskra tónlistarmanna. Á MORGUN  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.