Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Garðar Jónssonfæddist á Reyðar- firði 22. nóvember 1919. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi laugardaginn 25. október síðastliðinn. Foreldrar Garðars voru Jón Pálsson dýralæknir á Selfossi, f. í Þingmúla í Skrið- dal 7. júní 1891, d. 19. desember 1988, og kona hans Áslaug Ólafsdóttir Stephen- sen, f. á Mosfelli í Mosfellssveit 23. apríl 1895, d. 30. október 1981. Bræður Garðars eru Ólafur framkvæmdastjóri, kvænt- ur Hugborgu Benediktsdóttur (lát- in), Páll tannlæknir, kvæntur Þór- hildi Svövu Þorsteinsdóttur, og Helgi bankaútibússtjóri, kvæntur Hallbjörgu Teitsdóttur (látin), nú í fjarbúð með Margréti Ingvarsdótt- ur hjúkrunarfræðingi. Fóstursyst- ir Garðars er Steinunn Helga Sig- urðardóttir, gift Halldóri Jónssyni verkfræðingi. Garðar kvæntist 1. janúar 1944 Móeiði Helgadóttur, f. á Syðra Seli í Hrunamannahreppi 12. maí 1924. Foreldrar Móeiðar voru Helgi Ágústsson fulltrúi hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, f. 6. febrúar 1891, d. 3. desember 1977, og kona hans Anna Valgerður Oddsdóttir, f. 22. október 1894, d. 6. janúar 1965. Börn Garðars og Móeiðar eru: 1) Anna tann- smiður, f. 4. júní 1944, gift Þorvarði Örnólfssyni lögfræð- ingi. Þau eiga fjögur börn: Helgu Móeiði, Örnólf, Garðar og Arnþór Jón. 2) Jón kennari, f. 18. októ- ber 1946, d. 28. maí 1973. 3) Helgi húsa- smíðameistari, f. 18. september 1948, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur leik- skólakennara. Þau eiga þrjú börn: Ólaf, Móeiði og Jón Garðar. 4) Haukur verkfræðingur, f. 9. ágúst 1954, kvæntur Ragnhildi Guðrúnu Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Þau eiga fjóra syni: Guðmund, Garðar, Þorstein og Hörð. Barna- barnabörn Garðars og Móeiðar eru tólf að tölu. Garðar stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði 1934– 1936 og við Búnaðarskólann að Hólum 1937. Hann lærði skógrækt í Danmörku, Noregi og á Íslandi 1938–1940 og hóf þegar eftir það störf hjá Skógrækt ríkisins. Skóg- arvörður á Suðurlandi var hann 1944–1986. Heimili Garðars og Móeiðar var á Tumastöðum í Fljótshlíð 1945–1962 en eftir það á Selfossi. Útför Garðars verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Víst var hann Garðar tengdafaðir okkar kominn á virðulegan aldur, orð- inn nærri 84 ára er hann lést, en samt er erfitt að trúa og sætta sig við að honum skyldi ekki verða lengra lífs auðið. Þá er haft í huga óvenju mikið langlífi í föðurætt hans – bæði faðir hans og afi komust t.d. hátt á tíræð- isaldur – og einnig hitt hve sálarkraft- ar hans voru enn lítt skertir: hugur- inn vökull og hugsunin skýr. Eitt af því eftirminnilegasta við Garðar er hvað hann var hlýr og elskulegur í viðmóti en jafnframt glettinn og kankvís. Ekki er síður minnisstætt hve traustur hann var, fumlaus og úrræðagóður. Gott var til dæmis að hafa hann nærri eða í kall- færi ef eitthvað fór eða gat farið úr- skeiðis á verklega sviðinu. Reyndi þá iðulega á meðfædda verklagni hans og þá reynslu og kunnáttu sem hann viðaði að sér í fjölþættu starfi skóg- arvarðar um áratugi. Skógræktin var Garðari í senn at- vinna og kært áhugamál, og árang- urinn af því er augsýnilegur víða um Suðurland. Ómetanlegt var hvað kon- an hans, hún Móeiður, deildi þessum áhuga með honum alla tíð og var hon- um öflug stoð og stytta. Er ekki að undra þótt börn þeirra hneigðust öll afdráttarlaust til trjáræktar. Þótt Garðar væri mætavel gefinn og nyti virðingar og trausts samferða- manna kom eðlislæg hógværð hans í veg fyrir að hann yrði áberandi á op- inberum vettvangi. Þeim mun betur gat fjölskyldan notið umhyggju hans og einlægs áhuga á velferð hennar, allra sem eins, og þar voru þau Móeið- ur vissulega samtaka. Eftir tvo mánuði, á nýársdag, verða liðin 60 ár frá giftingu þeirra Garðars og Móeiðar. Árum áður höfðu þau bundist þeim ástar- og tryggðabönd- um sem þau staðfestu þá fyrir guði og mönnum. Svo vel ræktu þau þessi bönd að allir sem gerst til þekkja hugsa til þeirra sem væru þau einn maður. Sú hugsýn varir þótt annað þeirra sé nú horfið úr heimi. Tengdabörnin. Mig langar til að minnast hans afa míns í fáeinum orðum. Snemma vaknaði hjá honum áhugi á skógrækt og varð það að hans ævi- starfi, lengst af sem skógarvörður á Suðurlandi. Segja má að afi hafi alla tíð verið umvafinn fjölskyldu sinni. Eftir að amma og hann fluttust frá Tumastöð- um á Selfoss bjuggu bræður hans lengi vel í næstu húsum við hann, og pabbi hans og mamma bjuggu í hús- inu á móti. Var þetta nánast eins og lítill „einkabær“ inni í Selfossi. Það var því mjög sérstakt fyrir mig að fá að alast að hluta til upp í þessu um- hverfi, alltaf hægt að flakka á milli húsa og leika við frændsystkinin. Ég á margar góðar minningar af samverustundum mínum við afa og þó að flestar þeirra hafi verið á fyrstu æviárum mínum eru þær enn ofar- lega í huga mér. Margar þeirra tengj- ast vinnu hans enda fékk ég sem barn að vera löngum stundum með afa og ömmu á sumrin og ferðast með þeim á milli staða sem afi var að vinna á. Naut ég þá þess hversu laginn afi var um ýmsa hluti, minnist ég þess að hann bjó til flautu handa mér úr hvönn og hann kenndi mér að tálga mína fyrstu spýtu. Einnig var ég svo lánsöm að fá sumarvinnu hjá honum þegar ég hafði aldur til. Þó að við leystum ekki heimsmálin ræddum við oft um daginn og veginn og það sem var að gerast í kringum okkur. Það var alltaf gott að njóta návistar hans og öryggis. Afi fylgdist vel með uppvexti lang- afabarnanna og fengu þau stundum að fara með langafa og langömmu upp í Stapa. Þegar við hittumst eða ræddum saman í síma spurði hann ávallt frétta af börnunum. Síðustu dagana þegar ég heimsótti afa á spítalann náðum við ágætu sam- bandi með því að haldast í hendur, það þurfti engin orð. Fann ég þá fyrir sömu öryggistilfinningu og ég upp- lifði í æsku. Sofðu vært og rótt elsku afi minn. Mig mun alltaf dreyma þig. Við systk- inin og fjölskyldur okkar vottum ömmu okkar dýpstu samúð. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Helga Móeiður. Garðar Jónsson, skógarvörður á Selfossi, er látinn nærri 84 ára að aldri. Með Garðari er genginn einn af þessum traustu og hæversku heiðurs- mönnum, sem eru orðnir alltof fáséðir á þessum síðustu skyndigróðatímum. Sá sem hér heldur á penna minnist Garðars fyrst í heimsóknum hans til föðurbróður síns, Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra. Einhvern veginn meitlaðist ásýnd og fas Garðars strax í mig. Hann hafði einhverja útgeislun sem gerði hann strax auðþekkjanleg- an í hópi manna. Röddin var þýð og áheyrileg, hárið ljóst og slétt og and- litið frítt og svipmikið. Hann var her- mannlegur á velli og bar sig vel. Framkoman var yfirveguð og háttvís. Hann var glaður í bragði og hafði ágætt skopskyn eins og þeir frændur margir. Garðar var lengi skógarvörður á Tumastöðum í Fljótshlíð og sem slík- ur var hann alþekktur. Þar var oft margt um manninn enda rekin þar öflug skógræktarstöð árum saman. Þarna var Steinunn fóstursystir hans í umsjá þeirra hjóna eina ógleyman- lega sumartíð. Þarna stjórnaði Garð- ar miklum rekstri og þurfti því stund- um að hitta frænda sinn skógræktar- stjórann heima á Snorrabraut eins og áður sagði. Seinna var hann skógar- vörður á Suðurlandi og hafði stórt umdæmi með höndum. Allt fór Garðari farsællega úr hendi enda maðurinn vandaður og traustur til orðs og æðis. Síðar átti ég eftir að kynnast Garðari í fjallaferðum á jeppum um hálendi Íslands. Hann var skemmti- legur og traustur ferðafélagi og fór betur með vín en við margir hinir.Að minnsta kosti bar hann það betur en flestir okkar og sýndist jafnan með öllu ódrukkinn þegar sást á öllum öðr- um. En það þótti nú ekki tiltökumál á fjöllum í þá daga, að menn fengju sér einn laufléttan. Enda hét ferðafélagið Áfangar og fallbeygðist ....til Áfengis, – að því er gárungarnir sögðu. Ekki minnist ég þó annars áfengisvanda- máls þessa félags en hins landlæga bjórskorts á þessum árum. Áfangafararskjótarnir þættu sjálf- sagt ekki merkilegir nú til dags. En Áfangamenn fóru sinna ferða um Ís- land þvert og endilangt á fimmtán- tommu dekkjum og höfðu hvorki spil né dísil. Það var lagnin og vatnsaugað sem réðu úrslitum. Áfangar voru virðulegt mektarfélag sem víða var í förum. Það átti stór koffort með mat- aráhöldum og prímusum, item með tjöld og tilbehör. Nú er orðið nokkuð síðan að hringlað hefur í þessu far- teski – enda margir ferðafélagarnir farnir að binda trúss sín á æðri plön- um. Í þessum ferðum var Garðar oft fljótastur að koma auga á leiðir úr þeim torfærum, sem eknar voru áður en fjallaferðir urðu jafn algengar og síðar varð.Vatnabílstjóri var hann með afbrigðum góður og hafði forystu og leiðsögn yfir mörg foraðsfljót sem á veginum urðu. Einnig fórum við til rjúpna saman. Þá skaut Garðar rjúp- ur við fæturna á okkur þar sem við hinir sáum ekki neitt í blindunni, svo haukfránar voru sjónir hans. Þegar heim var komið var notalegt að eiga góðar konur, sem biðu ferða- langanna þolinmóðar. Garðar gekk ungur að eiga myndarkonuna Móeiði Helgadóttur frá Sunnuhvoli. Börnin urðu 4, öll hin mannvænlegustu. Það var mikil sorg þegar elsti sonurinn, Jón kennari, lést langt fyrir aldur fram. Hin eru öll fyrirmyndarfólk á lífi. Barnabörnin eru fjölmörg talsins og hafa verið afa og ömmu hugfólgin alla tíð. Fjölskyldan var líka samheld- in í besta máta eins verið hefur meðal afkomenda foreldra Garðars, þeirra Jóns Pálssonar dýralæknis og Ás- laugar Stephensen, sem hvert manns- barn á Suðurlandi þekktu á sinni tíð. Heimili þeirra Garðars og Móeiðar hefur staðið á Hlaðavöllum um ára- tugaskeið og þangað hefur ekki verið í kot vísað. Þau áttu sér líka sumarbú- stað í Þjórsárdal þar sem gott var að koma. Bæði höfðu þau græna fingur og notuðu þá óspart. Garðar hélt all- góðri heilsu og óskertum andans krafti til æviloka, lifði reglubundnu og heilbrigðu lífi og gerði að gamni sínu til hinsta dags. Við kveðjum Garðar Jónsson með þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum lífið og vottum fjölskyldu hans samúð á þessum tímamótum. Halldór og Steinunn. Látinn er í allhárri elli lærifaðir og góður vinur Garðar Jónsson fyrrver- andi skógarvörður á Suðurlandi. Garðar og eftirlifandi konu hans Móeiði Helgadóttur hef ég þekkt alla ævi. Foreldrar mínir voru nágrannar tengdaforeldra Garðars um langt GARÐAR JÓNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI EINARSSON, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 15. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Brynja Þórðardóttir, Edvard Skúlason, Þuríður Gunnarsdóttir, Börkur Skúlason, Katrín Þorkelsdóttir, Ólöf G. Skúladóttir, Sigurður I. Guðmundsson, Brynja Viðarsdóttir, Björn Magnússon, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hjaltabakka 28, andaðist fimmtudaginn 30. október. Jörundur S. Guðmundsson, Anna Vigdís Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristjana Eiðsdóttir, Finnur Guðmundsson, Sigríður S. Guðmundsdóttir, Örn Steinar Sigurðsson, Gísli S. Guðmundsson, Þórdís Baldursdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 30. október. Ingibjörg F. Björnsdóttir, Guðjón Ragnarsson, Svava Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Geir Magnússon, Sigríður Björnsdóttir, Axel Þórarinsson, Hallur Björnsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Örnólfur Sveinsson, Þórður Björnsson, Helga Á. Einarsdóttir, Lúðvík Björnsson, Halldóra Magnúsdóttir, Stefanía Björnsdóttir, Manit Saifa. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN KRISTBJÖRNSSON húsasmíðameistari, Glaðheimum 12, Reykjavík, lést föstudaginn 17. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Andrea Lárusdóttir, Kristján Sigurjónsson, Dúna Magnúsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Katla Henrysdóttir, Unnur Stephensen, Margeir Daníelsson, Haukur Harðarson, Svanlaug Thorarensen, Hörður Harðarson, Brynhildur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR, Brekkugötu 22, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 29. október. Sigurður B. Stefánsson, Kristín Bjarnadóttir, Stefán B. Sigurðsson, Lilja María Sigurðardóttir, Sveinn B. Sigurðsson, Claudia Avila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.