Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sænsk-íslenski sam-starfssjóðurinngengst fyrirSænskri menning- arviku í Reykjavík sem hefst í dag og stendur til 8. nóv- ember nk. þar sem boðið verður upp á tónleika, kvik- myndasýningar, leiklestur, bókmenntavökur, tískusýn- ingu, myndlistar- og fróð- leikssýningar af ýmsu tagi, svo og fyrirlestra um marg- vísleg efni, t.d. um hlutverk almenningsbókasafna, teikni- myndasögur, bókasöfn fyrir nýbúa, húsavernd og byggingarlist. Auk þess verður haldið málþing í tengslum við sýninguna „Hvað er heimsminjaskrá UNESCO?“ sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu mið- vikudaginn 5. nóvember kl. 15. Á blaðamannafundi í Iðnó í vikunni kom fram að jafn alhliða kynning á sænskri menningu hafi ekki átt sér stað hér á landi áður, en á fjórða ára- tug síðustu aldar var haldin sænsk menningarvika í Reykjavík þar sem lisflutningur var í fyrirrúmi. Að sögn Sveins Einarssonar, formanns Sænsk- íslenska samstarfssjóðsins, tekur fjöldi íslenskra menningarstofnana og félaga þátt í þessari menningarkynningu auk góðra gesta frá Svíþjóð. Auk framlags úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum, hafa menntamálaráðuneytið, sænska ríkisstjórnin, sendiráð Svía á Íslandi og Stokkhólmsborg veitt fjárstuðning til þess að halda menningarvikuna. Sænsku menningar- verðlaunin afhent Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra setur menningarvikuna í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16. Við opnunina verður tilkynnt hver hlýtur sænsku menningarverðlaunin árið 2003, en þetta verður í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru afhent. Því næst verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu sýningin „Hvað er heimsminjaskrá UNESCO?“ þar sem m.a. verður fjallað um tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá. Í kvöld kl. 20 verður síðan sviðsettur leiklestur á einu fræg- asta leikriti Lars Norén, Nóttin er móðir dagsins, á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins. Meðal annarra viðburða má nefna að á morgun verða opnaðar tvær sýn- ingar, annars vegar sýning á sænskri bókagerðarlist í Hönnunarsafni Ís- lands kl. 14 og hins vegar sýning á 28 myndskreytingum Lenu Anderson við barnabókina Lilja í garði listmálarans í Safni Ásgríms Jónssonar kl. 15. Rit- höfundasamband Íslands og Borg- arbókasafn Reykjavíkur hafa með sér samvinnu um bókmenntadagskrá þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20 í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu helgaða Magnúsi Ásgeirssyni og þýð- ingum hans á sænskum ljóðum, en bók hans Ljóð frá ýmsum löndum hafði að margra mati mikil áhrif á þró- un ljóðagerðar á Íslandi. Dag- skráin er unnin og flutt af Hirti Pálssyni, Aðalsteini Ás- bergi Sigurðssyni og Önnu Pálínu Árnadóttur. Tveir kvartettar Tveir sænskir kvartettar troða upp í menningarvik- unni. Annars vegar spilar gleðisveitin Fläskkvartetten, sem þykir með skemmtilegri hljómsveitum Svía, í Íslensku óperunni fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30 og hins vegar leikur Kvartett Jonasar Kull- hammar, sem útnefndur var djass- hljómsveit ársins 2002 af gagnrýn- endum sænska djassútvarpsins, í Norræna húsinu föstudaginn 7. nóv- ember kl. 20. Ógetið er svo mikillar kynningar á sænskri kvikmyndalist sem fram fer í Regnboganum og Kvikmyndasafni Ís- lands í Hafnarfirði. Við opnun kvik- myndavikunnar mánudaginn 3. nóv- ember mun Bertil Jobeus, sendiherra Svía á Íslandi flytja ávarp, auk þess sem fram fara pallborðsumræður um sænska kvikmyndagerð og áhrif henn- ar á bæði kvikmyndafólk og hinn al- menna áhorfanda. Myndirnar sem sýndar verða þessa viku eru bæði með því nýjasta sem er að gerast í sænskri kvikmyndagerð og sígildar kvikmynd- ir. Opnunarmynd hátíðarinnar er Grabben i graven bredvid eftir Kjell Sundvall. Hér hefur aðeins gefist tækifæri til að stikla á stóru varðandi dagskrá vik- unnar, en allar nánari upplýsingar um menningarvikuna má finna á heima- síðu sænska sendiráðsins og er slóðin: www.swedenabroad.com. Sænsk menningarvika dagana 1.–8. nóvember Alhliða menningarkynning Úr myndinni Lilja í garði listmálarans eftir Lenu Anderson sem sýnd verður í Safni Ásgríms Jónssonar. SÝNINGIN „Hvað er heimsminja- skrá UNESCO?“ verður opnuð í dag í Þjóðmenningarhúsinu kl. 16. Að sýningunni standa Þjóðminja- safn Íslands, sem annast sýning- arstjórn, Þjóðmenningarhúsið, Þingvallanefnd, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Land- mælingar Íslands, Húsafriðunar- nefnd ríkisins, Fornleifavernd rík- isins og Örnefnastofnun Íslands. Á sýningunni er heimsminjaskrá UNESCO kynnt auk þess sem fjallað verður um tilnefningu Þing- valla og væntanlega tilnefningu Skaftafells á heimsminjaskrá. Það er Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður og formaður Samráðs- nefndar um samning UNESCO um menningar- og náttúruarfleifð heimsins frá 1972 sem opnar sýn- inguna. Samningurinn um verndun menn- ingar- og náttúruminja heimsins er alþjóðlegt samkomulag sem gert var á þingi UNESCO árið 1972. Það grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sér- stakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra arfleifð mannkyns- ins. Að sögn Margrétar væri mjög mikils virði að fá Þingvelli viður- kennda sem einstakan stað á jörð- inni. Ekki aðeins væri það gott framlag Íslendinga til mannkyns heldur myndu Þingvellir öðlast verðskuldaða alþjóðlega athygli. Miðvikudaginn 5. nóvember verð- ur haldið málþing í tengslum við sýninguna í Þjóðmenningarhúsinu milli kl. 15 og 17. Þar taka til máls Birgitta Hoberg, ráðgjafi samráðs- nefndar og sérfræðingur sænska þjóðminjavarðarembættisins, Ragn- heiður H. Þórarinsdóttir, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, Sigurður Líndal, fulltrúi Þingvalla- nefndar, Jón Gunnar Ottósson, for- stöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands, Ragnar Frank Kristjáns- son, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, og Agnes Stefánsdóttir, fornleifa- fræðingur hjá Fornleifavernd rík- isins. Fundarstjóri er Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður, en að hennar sögn var Birgitta Holberg einn allra mikilvægast ráðgjafi Ís- lendinga við tilnefningu Þingvalla. Sýningin stendur til 31. desember nk. Unnið var að uppsetningu sýningarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Kynning á heimsminjaskránni Morgunblaðið/Jim Smart Á NÆSTU tónleikum í tónleikaröð- inni 15:15 í Borgarleikhúsinu í dag flytja Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona og Hrefna Unnur Eggertsdóttir píanóleikari, söngva eftir rússneska tónskáldið Modest Mussorgsky. Einnig koma fram leikarar úr leikfélaginu Hugleik. Þetta eru ljóðaflokkarnir „Barna- herbergið“ og „Söngvar og dansar um dauðann“. „Mussorgsky var eitt af frumleg- ustu og bestu tónskáldum Rúss- lands, og þykja þessi ljóð meðal þess besta sem hann gerði,“ segir Sigurður Halldórsson forsvarsmað- ur 15:15. „Umfjöllunarefnið í þess- um ljóðaflokkum er gjörólíkt, – annars vegar barnslegar hugleið- ingar og lýsingar á barnabrekum eftir Mussorgsky sjálfan og hins vegar ýmsar birtingarmyndir dauð- ans, sem getur bæði verið huggandi og skelfilegur,“ segir Sigurður Halldórsson. „Þrátt fyrir ólíkt efni eiga textarnir í þessum ljóðaflokk- um það sameiginlegt að vera ákaf- lega lifandi og dramatískir og var því ákveðið að vinna með þá á leik- rænan hátt í samstarfi við leikfélag- ið Hugleik. Þannig munu hinar ýmsu persónur í söngvunum birt- ast á sviðinu í túlkun leikaranna sem vinna með íslenska þýðingu á textanum, en lögin sjálf verða flutt á rússnesku. Þetta form, sem ef til vill mætti kalla tónleiklist, hefur lítið verið notað á Íslandi, en þó vann hluti af þessum hóp með það í tengslum við Poulenc-hátíð fyrir nokkrum árum. Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason og útlits- hönnuður Hrefna Friðriksdótt- ir.“ Tónleikalist á Nýja sviði Borgarleikhússins Þórunn Guðmundsdóttir og Hrefna Unnur Eggertsdóttir píanóleikari æfa söngva eftir Mussorgsky. Morgunblaðið/Þorkell „AÐ sitja hérna og horfa á verkið er eins og að horfa á sólarlag eða mánann á himninum – eða hrein- lega eitthvað allt annað. Maður get- ur tengt það við svo margt.“ Breski myndlistarmaðurinn Adam Barker-Mill situr og horfir á meginverk sitt á sýningunni Litir sem verður opnuð í Safni við Laugaveg 37 í dag. Í lokuðu rými fellur ljóshringur á vegg og á hringlaga upplýst form, og litirnir breytast í sífellu. „Hvernig áhorfandinn upplifir verkið getur hreinlega farið eftir hugarástandi hans,“ segir Barker- Mill. „Verkið tengist upplifunum okkar af litum í raunheiminum – en þótt það minni stundum á náttúr- una þá munum við seint sjá sólina á grænum himni,“ segir hann og brosir. Hann bætir síðan við: „Þetta er einfaldasta verk sem ég hef nokkru sinni gert – en því einfaldara sem verkið er, því flóknara í raun.“ Hann þagnar og fylgist með litflæð- inu breytast. Segir síðan: „Þetta er fullkomin aðstaða hér fyrir verkin.“ Adam Barker-Mill fæst að jafnaði við ljós og liti í verkum sínum og notast jöfnum höndum við dagsbirt- una og flóknasta hugbúnað. Hann hefur áður sýnt hér á landi, árið 1988 í Gallerí Gangi. Sýning Barker-Mills í Safni stendur fram í mars, eða þar til sól hefur hækkað talsvert á lofti. Morgunblaðið/Einar Falur Adam Barker-Mill í verkinu Litir, sem gert er úr litum og ljósi. Sól á grænum himni BANDARÍSKI listamaðurinn David Diviney opnar sýninguna Foxfire í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23, kl. 17 í dag, laugardag. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „David heillaðist ungur af sjálfs- bjargarhandbókaseríum er gengu undir nafninu Foxfire. Þessar bækur festu á blað visku Fjallafólksins til sveita í Norður-Ameríku og færðu í letur munnlega geymd þessarar menningar. Þótt listamaðurinn sé ekki strangt til tekið fjallabúi (hill- billy), eins og heiti sýningarinnar gef- ur til kynna, þá sækir hann í brunn þessarar menningar til að skoða hrifningu samtímans á einföldu „al- þýðufólki“ eins og honum sjálfum. Innan þessa kallast skúlptúrar Divi- neys á við frásagnarbyggingu ýmissa Foxfire-kafla, stilla upp til sam- anburðar á listsköpuninni og veiðum (hið endanlega karlmannlega athæfi í hnotskurn?) þar sem æfing, ná- kvæmni, mið og að lokum verðlauna- gripurinn (hluturinn, viðfangið) segja til um árangurinn (sjálfsbjörgina).“ Sýningin stendur til 23. nóvember og er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Sótt í brunn alþýðumenningar Verk á sýningunni í Kling og Bang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.